Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 pJnrgiuii Utgefandi nfrlftfctfe hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakiö. Sögulegt hlutverk Sjálfstæðisflokksins Istjórnmálaumræðum, sér- staklega fyrir kosningar, hefur því gjarnan verið haldið á lofti af talsmönnum Sjálf- stæðisflokksins, að flokkurinn væri sú kjölfesta í íslenzku samfélagi, sem máli skipti. Þetta hafa ekki verið innantóm slagorð í hita kosningabaráttu. Þegar litið er yfir stjórn- málasögu okkar í hálfa öld verð- ur ljóst að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur verið þessi kjölfesta. Þær ákvarðanir, sem sköpum hafa skipt í lífi þessarar litlu þjóðar hafa langflestar verið mótaðar og teknar af forystu- sveit Sjálfstæðisflokksins. Þeg- ar aðrir flokkar hafa hneigzt til þess að hlaupa eftir sviptivind- um almenningsálits á örlaga- tímum, svo sem í landhelgis- deilum og öryggis- og varnar- málum, hefur Sjálfstæðisflokk- urinn staðið eins og klettur gegn vanhugsuðum aðgerðum. Hvað eftir annað hefur það fallið í hlut Sjálfstæðisflokksins að hreinsa til í efnahagsmálum eftir ábyrgðarlausa stjórn vinstri flokka. Þetta er hið sögu- lega hlutverk Sjálfstæðisflokks- ins í íslenzkum stjórnmálum. Af þessum ástæðum hefur hann notið sérstöðu og skorið sig úr og hlotið meira traust kjósenda en nokkur önnur stjórnmála- samtök. Það er ástæða til þess að minna forystulið Sjálfstæðis- flokksins á þessar staðreyndir nú. Undanfarnar vikur og mán- uði hafa vinnubrögð ýmissa forystumanna Sjálfstæðis- flokksins verið með þeim hætti, að spurningar hljóta að vakna um það, hvort þessir aðilar geri sér grein fyrir þessu sögulega hlutverki. Á fundi þingflokks og mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins í Stykkishólmi um síðustu helgi urðu miklar umræður um efna- hagsmál og fjármál ríkisins. í kjölfar þeirra umræðna gerði formaður flokksins sérstaka bókun, þar sem fram kemur, að Sjálfstæðisflokkurinn mun við meðferð Alþingis á fjárlaga- frumvarpinu leggja áherzlu á sparnað og niðurskurð. I viðtali við Morgunblaðið í gær, sagði Þorsteinn Pálsson aðspurður um þessa bókun í ljósi nýlegrar afgreiðslu fjárlagafrumvarps- ins í þingflokki sjálfstæðis- manna: „ ... við þá vinnu, sem nú stendur yfir varðandi mótun efnahagsstefnu til lengri tíma, þá kemur það í ljós, að við þurfum að ná verulegum ár- angri við það að ná niður við- skiptahalla. Það hlýtur að kalla á endurmat á útgjaldaáformum ríkisbúskaparins." Væntanlega geta flestir, ef ekki allir, sjálf- stæðismenn, tekið undir þessi orð, en sú spurning hlýtur að vakna, hvers vegna þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku þessi erindi ekki til umfjöllunar áður en fjárlagafrumvarpið var end- anlega afgreitt í þingflokknum og milli stjórnarflokkanna. Ekki er ólíklegt, að samstarfsflokkur- inn telji þetta undarleg vinnu- brögð gagnvart sér. I þessu sambandi fer ekki hjá því, að athyglin beinist að orðum eins áhrifamesta þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, Birgis ísl. Gunnarssonar, sem sagði á fundinum í Stykkishólmi að taka þyrfti fjárlögin upp og endurskoða alla tekjuliði, auk þess sem hann væri andvígur aukinni skattheimtu. Hvernig var eiginlega staðið að af- greiðslu fjárlagafrumvarpsins í þingflokki sjálfstæðismanna? í ræðu á fundi þessum sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, að umræður á fundin- um væru bullandi vantraust á ríkisstjórnina. Hafi svo verið, hver er þá sú eðlilega ályktun, sem ráðherrarnir hljóta að draga af því? Er hún önnur en sú, að þeir segi af sér? Ef sex núverandi ráðherrar Sjálfstæð- isflokks njóta ekki lengur trausts meirihluta þingflokks og miðstjórnar, er þá nokkur meirihlutastuðningur til við aðra menn, sem máli skiptir? í umræðum á þessum fundi beindu almennir fundarmenn athyglinni mjög að því, að for- maður fokksins ætti ekki sæti í ríkisstjórn. Það er auðvitað ljóst, að eins og þau mál hafa þróazt, hefur Þorsteinn Pálsson komizt í óviðunandi pólitíska stöðu. í fréttum Morgunblaðsins af fundi sjálfstæðismanna í Stykk- ishólmi kemur fram, að hugsan- lega verða breytingar á ríkis- stjórn af hálfu sjálfstæðis- manna ræddar á þingflokks- fundi nk. mánudag. Verði niður- staðan sú, mun það geta skipt sköpum fyrir framtíð Sjálfstæð- isflokksins og núverandi for- ystumanna hans, hvernig að þeim verður staðið. Styrkur Sjálfstæðisflokksins framan af var sá, að heilindi og drengskap- ur ríkti í samskiptum manna í milli. Á því varð breyting til hins verra fyrir nokkrum árum og augljóst, að Sjálfstæðisflokk- urinn virðist ekki enn kominn út úr þeim erfiðleikum. Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins, eldri, sem yngri, verða að gera sér ljóst, að til þeirra eru miklar kröfur gerðar. Grundvallarkrafan er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram sú kjölfesta sem þetta fámenna samfélag þarf á að halda og vettvangur þeirrar mannúðarstefnu sem ein gerir okkur fært að reka þetta þjóð- félag. ísland og orð og — eftir Markús Örn Antonsson Um þessar mundir berast nán- ast daglega um heiminn fréttir af viðbrögðum ýmissa vestrænna ríkja við þeim mikla harmleik sem er að gerast í Suður-Afríku, þar sem stjórn hvíta minnihlutans beitir hinni alræmdu apartheid- stefnu sinni af æ meiri harðýðgi í samskiptum við svarta meirihlut- ann þar í landi. Aðgerðir Vesturlanda gegn Suður-Afríkustjórn hafa orðið til- efni umræðna í viðkomandi lönd- um og ófáir hafa borið ríkisstjórn- um sínum og leiðtogum á brýn hræsni og tvískinnung, þegar höfð eru í huga mannréttindabrot víða annars staðar, sem ekki hefur ver- ið jafn kröftuglega mótmælt með virkum andófsaðgerðum. Eflaust má leiða rök að því að samræmi sé áfátt í tökum vest- rænna ríkisstjórna á málefnum Suður-Afríku, og þess heldur ef mál eru skoðuð í víðara samhengi og samanburði við einræðis- og ofbeldisstjórnir í öðrum löndum, sem minna er fjallað um. Erlendir stjórnmálaskýrendur líta á að- gerðir stjórna Evrópubandalags- landa og Bandaríkjanna sem „táknrænar" fremur en að einsýnt sé að öllum tiltækum ráðum sé beitt til að koma apartheid í Suður-Afríku á kné. Bretar kalla heim hernaðarfull- trúa frá Suður-Afríku, Banda- ríkjaforseti tilkynnir sérstaklega að hætt verði innflutningi á gullmynt Suður-Afríku, sem hefur sérstakt söfnunargildi, ríkis- stjórnir Norðurlanda ákveða að SAS-flugfélagið hætti Suður- Afríkuflugi sínu, sem mun hafa verið ábatasamt í betra lagi. ísland markar stefnu í alþjóðamálum Von er að menn spyrji til hvers slíkt andóf leiði og vísast er að flestir komist að þeirri niðurstöðu að um „táknrænar" aðgerðir sé að ræða til að láta í ljós andúð á framferði Suður-Afríkustjórnar. Og viðkomandi stjórnmálaleiðtog- ar geta vissulega spurt sig um samræmi í gerðum sínum ef litið er til ógnarástands í öðrum ríkj- um Afríku eða öðrum heimshlutr um. ísland hefur um áratugaskeið skipað sér í röð þeirra ríkja sem harðast hafa deilt á Suður- Afríkustjórn fyrir kynþáttaað- skilnaðarstefnu hennar. Rödd ís- lands hefur hljómað einarðlega í apartheid athafnir salarkynnum Sameinuðu þjóð- anna, og ásamt öðrum Norður- löndum hefur ísland gengið á und- an í fordæmingu og jafnframt hvatningu til annarra ríkja um að grípa til sérstakra aðgerða gegn Suður-Afríkustjórn. Þessi margítrekaða stefna Is- lands var enn áréttuð í ræðu Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráð- herra, á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna í síðustu viku en þá sagði ráðherrann m.a.: „Eitt vandamálanna í brenni- depli nú er hin illræmda kyn- þáttaaðskiinaðarstefna Suður- Afríku, apartheid, og rekin af mikilli hörku af þarlendum stjórnvöldum. Stefna ríkisstjórnar minnar og annarra Norðurlanda til þessa máls er vel kunn þingheimi. Allt frá árinu 1978 hafa þessi lönd staðið að sameiginlegum aðgerð- um gegn hinni ómannúðlegu, grimmu og úreltu apartheid- stefnu. Önnur ríki hafa einnig gripið til svipaðra aðgerða, sem auka munu þann þrýsting er við vonum að muni fyrr en síðar leiða til þess að ríkisstjórn Suður- Afríku hverfi frá þessari illræmdu stefnu sinni.“ Fyrir nokkru urðu umræður í útvarpsráði um svokallaðan „svartan lista" yfir listamenn og skemmtikrafta, sem taldir eru styðja stefnu Suður-Afríkustjórn- ar. Listinn hafði orðið þess vald- andi að starfsmenn norska sjón- varpsins beittu sér gegn útsend- ingu frá tónleikum Cliff Richards í Noregi, þar eð nafn hans var á listanum, og var útsendingu af- lýst. Viðbrögð við hinum „svarta lista" voru til umræðu nokkru síð- ar á fundi framkvæmdastjóra hljóðvarpsdeilda útvarpsstöðv- anna á Norðurlöndum og síðan á fundi útvarpsstjóranna, sem hald- inn var í Stokkhólmi hinn 17. sept- ember sl. íslendingar hafa nánast lítil samskipti haft við Suður-Afriku og mun minni en önnur Norður- lönd. Því hefur ekki orðið nein umræða að ráði hér á landi um framkvæmd þeirra aðgerða gegn Suður-Afríku, sem ísland hefur hvatt til á alþjóðavettvangi, og sennilega vita langflestir lítið sem ekki neitt um efnisinnihald þeirra samþykkta sem ísland hefur beitt sér fyrir og hafa ekki ígrundað hinar siðferðislegu skyldur sem kunna að hvíla á fyrirtækjum, stofnunum og landsmönnum yfir- höfuð til þess að samræmis gæti með orðum og athöfnum íslend- inga í málefnum Suður-Afríku. MorgunblsðiA/Július Starfsmenn Ríkisútvarpsins kynna vetrardagskrána á fundi með fréttamönnum. Vetrardagskrá Ríkisútvarpsins: Starfsmenn fréttastofunnar sjá um morgunvaktina í vetur Viðameiri tónleikum útvarpað um dreifikerfi rásar 2 — Svæðisútvarp á Egilsstöðum í undirbúningi VETRARDAGSKRÁ Ríkisútvarps- ins, hljóðvarps var kynnt fréttamönn- um í gær. Meðal helstu nýjunga má nefna að starfsmenn fréttastofu út- varpsins munu sjá um Morgunvakt- ina í vetur og af nýjum þáttum á vegum dagskrárdeildar má nefna þætti um atvinnulíf, félagsmál og fjölskyldumál. Á vegum tónlistar- deildar verður útvarpað viðameiri tónleikum á sunnudagskvöldum á dreifikerfí rásar 2 og í fyrsta skipti í vetur verður flutt efni fyrir börn á rás 2. Svæðisútvarp á Akureyri byrjar útsendingar 1. október og hefur út- sendingartíminn verið valinn síð- degis kl. 17:00 alla virka daga. Elfa Björk Gunnarsdóttir fram- kvæmdastjóri Ríkisútvarpsins sagði að verið væri að koma upp aðstöðu fyrir svæðisútvarp á Eg- ilsstöðum og mun Inga Rósa Þórð- ardóttir senda þaðan pistla í morgunútvarpið. Útsendingartími ríkisútvarpsins verður ekki lengd- ur í vetur hvorki á rás 1 eða 2 en í dag nær rás 2 til yfir 90% lands- manna. Iþróttafréttir verða fyrirferða- meiri eftir að tveir íþróttafrétta- menn eru nú komnir í fullt starf hjá útvarpinu, þeir Samúel Örn Erlingsson og Ingólfur Hannesson og munu þeir sjá um alla íþrótta- umfjöllun á báðum rásunum. Þeir munu einnig taka þátt í vikuloka- þættinun Hér og nú, sem verður á dagskrá á laugardögum í vetur og fréttamenn munu sjá um. Á vegum dagskrárdeildar verða morgunþættir fjórum sinnum í viku undir heildarnafninu, Úr atvinnulífinu. Þar verður fjallað um stjórnun og rekstur fyrirtækja í umsjón Smára Sigurðssonar og Þorleifs Finnssonar. Fjallað verð- ur um málefni iðnaðar og sjá þeir Gunnar B. Hinz, Hjörtur Hjartar og Páll Kr. Pálsson um þann þátt. Þáttur um sjávarútveg og fisk- vinnslu verður í umsjón Gísla Jóns Kristjánssonar. Tryggvi Þór Aðal- steinsson mun sjá um þátt sem fjallar um málefni verkalýðshreyf- ingarinnar og Hörður Bergmann sér um þatt um vinnuvernd. Einu sinni í viku verður þáttur um fjölskyldumál í umsjón Sverris Guðjónssonar. Jónína Benedikts- dóttir annast þátt um heilsurækt og Kristín H. Tryggvadóttir sér um þátt aðra hvora viku um starfið í grunnskólunum en Bogi Arnar Finnbogason fjallar á móti um samstarf heimila og skóla. Ragnar Jón Gunnarsson arkitekt stjórnar þætti um umhverfismál hálfsmán- aðarlega á móti Sigurði Sigurðs- syni sem annast þátt um neytenda- mál. Vikulega mun Njörður P. Njarð- vík annast bókaþátt og Margrét Rún Guðmundsdóttir og Magda- lena Schram sjá um umræðuþátt 29 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 % Markús Örn Antonsson „Útvarpsstjórarnir vilja með þessu áliti sínu sem beint er til dagskrár- stjórna viðkomandi stöðva koma á vinnu- reglu, sem taki fyrst og fremst mið af sam- kvæmni í orðum og at- höfnum Norðurland- anna varðandi Suður- Afríku og hvað gerlegt er í rekstri útvarps- stöðvanna.“ Rangtúlkun í Oslóarfrétt í frétt Morgunblaðsins í síðustu viku, sem barst frá Osló, og í grein Óla Björns Kárasonar í blaðinu sl. laugardag er fjallað um niður- stöðu af fundi útvarpsstjóranna. Fyrirsögnin á frétt blaðsins 25. sept. var „Fundur útvarpsstjóra á Norðurlöndum: Skoðanaeftirlit á ríkisfjölmiðlunum“ og á grein Óla Björns Kárasonar: „Skoðanir bannaðar á ríkisfjölmiðlunum". Hvort tveggja er út í hött og ekki í neinu samræmi við álit útvarps- stjóranna. Óli Björn Kárason rifj- ar upp að daginn eftir að frétt Morgunblaðsins birtist hafi blaða- maður Mbl. spurt útvarpsstjóra út í samþykktina. „En honum var svarafátt, eins og við var að bú- ast,“ er niðurstaða óla Björns, hvað sem sá vitnisburður á nú að merkja. Eitt er víst að frásögn mín af umræðum útvarpsstjór- anna og áliti þeirra renndi ekki neinum stoðum undir þá staðhæf- ingu sem felst í fyrirsögn á grein hans og lokaniðurstöðum. Þess kann höfundur ef til vill að sakna úr viðtalinu við mig. En því verður ekki breytt. Álit okkar útvarps- stjóranna var í aðalatriðum það sem ég lýsti í umræddu viðtali. Og til enn frekari glöggvunar skal það nánar skýrt í einstökum atrið- um. Útvarpsstjórarnir fjölluðu um hinn „svarta lista" sem í umferð hefur veiið, útgefinn af United Nations Centre Against Apart- heid. Þeir töldu uppruna hans óljósan og skýr svör þyrfti að fá við því hvort slík skrá hefur yfir- leitt verið viðurkennd. Leitað hef- ur verið álits utanríkisráðuneyt- anna varðandi þetta atriði, og sænska útvarpið hefur byrjað sjálfstæða rannsókn í málinu, sem kynnt verður öðrum Norðurlanda- stöðvum. Ríkisútvarpið hefur beð- ið íslenzka utanríkisráðuneytið um álitsgerð, því að vitaskuld er það fyrst og fremst á verksviði þess og sendinefndar okkar hjá Sameinuðu þjóðunum að rannsaka tilurð slíkra gagna, sem dreift er í nafni Sameinuðu þjóðanna og lýst er sem fullgildu tæki í fram- kvæmd yfirlýstrar stefnu SÞ sem ísland hefur sérstaklega lagt sig fram um að móta. Verði niðurstaðan sú, að til sé slíkur endurskoðaður, marktækur listi líta útvarpsstjórarnir svo á að norrænu útvarpsstöðvunum beri siðferðisleg skylda til að virða hann. Listamenn og skemmti- kraftar sem skráðir eru á slíkan endurskoðaðan lista og teljast vinna gegn þeim markmiðum gegn apartheid sem Norðurlöndin hafa barizt fyrir með aðgerðum sínum í menningarmálum, verði því ekki ráðnir til að koma fram í útvarps- og eða sjónvarpsdagskrám og að ekki verði fluttir nýir útvarps- eða sjónvarpsþættir með viðkomandi flytiendum í áberandi hlutverk- um. í þessu tilliti eins og á öðrum sviðum er snerta framkvæmd stefnu Norðurlandanna gegn apartheid er aöstaða okkar önnur og fjarlægari en hinna Norður- landanna. Útvarpsstöðvar þeirra ráða oft heimskunna listamenn úr ýmsum áttum til að koma fram í dagskránni, sem við gerum ekki. Vinnuregla — stjórnarskrárbrot Útvarpsstjórarnir vilja með þessu áliti sínu sem beint er til dagskrárstjórna viðkomandi stöðva koma á vinnureglu, sem taki fyrst og fremst mið af sam- kvæmni í orðum og athöfnum Norðurlandanna varðandi Suður- Afríku og hvað gerlegt er í rekstri útvarpsstöðvanna. Hér yrði um „táknrænar" aðgerðir að ræða, ef til kæmi, og kalla þær vafalítið á umræður hinna vísustu manna um yfirvarp, hræsni og tvískinnung eins og annað sem gert hefur verið á Vesturlöndum gegn apartheid siðustu vikurnar. Óli Björn Kárason vitnar í stjórnarskrá íslenzka lýðveldisins, ákvæði um atvinnufrelsi, ritfrelsi og tjáningarfrelsi, til að sýna fram á hve gjörsamlega þessi af- staða mín, sem fram kemur í áliti útvarpsstjóranna, brjóti í bága við grundvallarmannréttindi sem ís- lenzkum borgurum séu tryggð, og líkir henni helzt við apartheid. í þessu sambandi er vert að rifja upp að þrátt fyrir hin almennu, tilvitnuðu ákvæði stjórnarskrár- innar um prentfrelsi hefur öðrum en Ríkisútvarpinu verið meinað að stunda útvarpsrekstur fram til þessa. Þörf breyting í þeim efnum og tímabær er nú í vændum. Samt verða heimildir til útvarps tak- markaðar. Öllum er tryggður rétt- ur til að tjá sig í prentuðu máli, en ritstjórnir blaða, í löndum prentfrelsisins, leita til þeirra sem þeim sýnist um efnisöflun og hafna öðrum án þess að um stjórnarskrárbrot sé að ræða. Á sama hátt starfar útvarpsráð hér á landi sem dagskrárstjórn Ríkis- útvarpsins, og í fullum rétti lögum samkvæmt, til að velja og hafna. Það kann að skjóta skökku við að íslendingar séu loks nú að ranka við sér og vega og meta inn- tak þeirra fordæmingaraðgerða gegn Suður-Afríkustjórn sem þeir hafa beitt sér fyrir á alþjóðavett- vangi í áraraðir. Persónulega vona ég orðstírs lands og þjóðar vegna og eigin samvizku, að þessar síð- búnu hugvekjur sem nú birtast í blöðum verði ekki þess valdandi að ísland lækki róminn þegar fjallað er á þingi þjóðanna um hina „ómannúðlegu, grimmu og úreltu apartheidstefnu", svo vitnað sé í ummæli utanríkisráðherra ís- lands á allsherjarþinginu fyrir fá- einum dögum. Höíundur er útvarpsstjóri. Stjórn Sinfóníunnar kvnnir vetrardagskrána, frá vinstri: Haukur Flosi Hannesson, Hákon Sigurgrímsson formaður og Haukur Helgason, en auk þeirra eiga þeir Guðmundur Jónsson og Jón Þórarinsson sæti í stjórninni. Morgunbladid/RAX Sinfónfan: Helgar- og viðhafnartón- leikar meðal nýjunga um listir og bókmennntir þar sem lögð verður áhersla á að hinn almenni „neytandi" láti ljós sitt skína. Þátturinn Svipir, sem fjall- ar um tíðarandann 1914 - 1945 verður í umsjón þeirra óðins Jóns- sonar og Sigurðar Hróarssonar. Vikulegir þættir um málefni kvenna verða á dagskrá fram til áramóta og stjórna honum þær Margrét Oddsdóttir og Sigríður Árnadóttir. Hálfsmánaðarlega verða styttri umræðuþættir um „heit“ dægurmál og munu frétta- mennirnir Páll Benediktsson og Ásdís Rafnar stjórna umræðunni. Meðal þess sem tónlistardeildin hefur á dagskrá sinni í vetur eru heildarflutningur á „Das Wo- hltemperierte Klavier" í tilefni 300 ára afmælis Jóhanns Sebastians Bach og hefur deildin fengið 12 íslenska píanóleikara til liðs við sig við flutninginn. Þá má ekki gleyma verðlaunasamkeppni Rík- isútvarpsins um tónverk eftir ís- lensk tónskáld 30 ára og yngri. Verðlaunaafhending og tónleikar verða í beinni útsendingu 5. októb- ef n.k. Þá verður á dagskrá annan hvern fimmtudag í vetur þátturinn „Tónlist tveggja kynslóða", þar sem tveir gestir koma fram í hverj- um þætti, sonur eða dóttir ásamt öðru foreldri sínu og velja þau tón- list í þáttinn og skiptast á skoðun- um um tónlistina, sem leikin er. Leiklistardeildin mun útvarpa nýjum leikritum aðra hvora viku og verða fimmtudagsleikritin end- urflutt laugardagskvöldið næst á eftir. Leikrit fyrir börn og ungl- inga verða flutt seinnihluta laug- ardags að venju. Barna og unglingadeild verður með barnaútvarp fimm sinnum í viku í vetur og hefur verið ráðinn nýr stjórnandi, Kristín Helgadótt- ir til að annast það. Vernharður Linnet stjórnar hins vegar helgar- útvarpi barna á föstudögum. Síma- tími barnaútvarpsins er milli 5 og 6 á miðvikudögum og fimmtudög- um. Stefnumót heitir nýr þáttur fyrir ungt fólk sem verður á dag- skrá á sunnudögum og er stjórn- andi hans Þorsteinn Eggertsson. Þá hefur barna og unglingadeild látið gera tíu hálftíma þætti úr íslenskum þjóðsögum, sem verða á dagskrá vikulega. Anna Einars- dóttir og Sólveig Halldórsdóttir völdu efnið, flytja ýmsar sögur og stjórnaþeim. Á vetrardagskrá Sinfóníuhljóm- sveitarinnar verða að þessu sinni sextán fímmtudagstónieikar, en auk þeirra verður boðið upp á fjóra helg- artónleika, sem haldnir verða síð- degis á laugardögum, og sex við- hafnartónleika. Helgartónleikar og viðhafnartónleikar eru nýjungar sem Sinfóníuhljómsveitin býður upp á þennan vetur, og eru að sögn stjórn- ar hljómsveitarinnar til að auka fjöl- breytni og ná til stærri hóps áheyr- enda. Á efnisskrá fimmtudagstónleik- anna verður m.a. „Mandaríninn makalausi", en það verk verður flutt á fyrstu tónleikum vetrarins nk. fimmtudagskvöld. Meðal einleikara á fimmtu- dagstónleikunum verður Anna- Sophie Mutter fiðluleikari, en hún er nú meðal frægustu fiðluleikara í heimi og hefur komið fram í helstu tónleikahúsum veraldar, leikið jafnt í London, New York, Moskvu, París, Vín og Tókýó. Anne-Sophie var uppgötvuð af Herbert von Karajan er hún var aðeins 13 ára að aldri, en hér verð- ur hún á fimmtudagstónleikum þann 14. nóvember og á efnisskrá það kvöld verður nýtt verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, fiðlukon- sert í D-dúr, op. 77 eftir Johannes Brahms, og „Eldfuglinn" ball- ettsvíta eftir Igor Stravinsky. Meðal þeirra sem leika á helg- artónleikunum er Dimitri Sgour- os, en hann er aðeins 16 ára gam- all og undrabarn í tónlistinni. Sgouros er píanóleikari og á tón- leikunum með honum þann 15. mars verða verk eftir Sjostako- vits, Tsjaíkovsky og Katsjaturian. Anna-Sophie Mutter verður einnig á sérstökum viðhafnartón- leikum þann 16. nóvember, en tónleikarnir verða haldnir í sam- vinnu við Tónlistarfélagið í Reykjavík. Á viðhafnartónleikum verður einnig flutt Requiem eftir Guiseppi Verdi þann 10. október, en það verður flutt í samvinnu við Íslensku óperuna, og Amadeus tónleikar verða haldnir 12. des- ember. Frá starfsemi hljómsveitarinn- ar er nánar greint í hefti sem gef- ið hefur verið út, en þar er greint frá stjórnendum, einleikurum og söngvurum og birtar efnisskrár. Hægt verður að kaupa áskrift- armiða að öllum þessum tónleik- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.