Morgunblaðið - 02.10.1985, Page 44

Morgunblaðið - 02.10.1985, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 t Faöirokkar, ÁGÚST GUÐMUNDSSON, Klapparstig 6, Keflavík, andaöist föstudaginn 27. september. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. október kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna. Sigrún Ágústdóttir, Kristinn Agústsson. t Móðir okkar og tengdamóðir, HELGA SIGURÐARDÓTTIR, áöur til heimilis aö Vesturgötu 54, andaöist á Elliheimilinu Grund 29. sept. Alda Pétursdóttír, Sigríóur Pétursdóttir, Agnar Ólafsson, Sæmunda Pétursdóttir, Guömundur Þóröarson, Siguróur Pétursson, Sóley Brynjólfsdóttir. t Eiginmaöurminn, JÓHANN EIRfKSSON, Háteigsvegi 9, lést 29. september á Elliheimilinu Grund. Helga Björnsdóttir. t Eiginmaóur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ÞORMÓÐUR ÖGMUNDSSON, fyrrverandi aöstoðarbankastjóri, Miklubraut 58, veröur jarósunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 3. október kl. 15.00. Jarösett verður í Gufuneskirkjugaröi. Lára Jónsdóttír, Jón Ögmundur Þormóósson, Lilja Guömundsdóttir, Salvör Þormóósdóttír, Björn Sverrisson, Guömundur Þór Þormóösson, Vigdís Ósk Sigurjónsdóttir og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, KRISTJÁNSÍNA ELÍMUNDARDÓTTIR, frá Fagurhól, HeHissandi, verður jarðsett frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 5. september kl. 15.30. Húskveöjaveröuráheimilihinnalátnu. Sætaferöir verða frá Hópferöamiöstöðinni, Bíldshöfða, kl. 9.00 ár- degis. Upplýsingar i sima 671295 og 44683. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Faöirokkar, ÞORSTEINN ÁGÚST GUÐMUNDSSON skipstjóri, andaóist á Hrafnistu 25. september. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Ingunn Þorsteinsdóttir, Kristinn Þorsteinsson. t Elsku sonur minn, SVEINN G. SVEINSSON byggíngaverkfræóingur, Laugavegi 40, andaöist 24. september. Útförin fer fram 3. október kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Þeir sem vildu minnast hans láti liknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd aöstandenda. Kristin Guómundsdóttir. t Afi okkar, VALDIMAR JÓNSSON, Njálsgötu 92, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. október kl. 15.00. Ágústa Olsen, Grétar Jónsson, Valdimar Olsen, Þórhildur Árnadóttir, Hulda Margrét Waddell. Minning: Lárus Ingimars- son heildsali Afi var bezti veiðimaður, sem ég hef nokkurn tíma þekkt, alltaf þolinmóður, rólegur og aldrei að keppast við að festa fisk — áin og náttúran voru honum nóg þótt hann hafi alltaf haft gaman af því að draga góðan lax. Afi byrjaði að kenna mér að fara með stöng þegar ég var átta ára, en þá fór hann með mig í fyrstu laxveiðiferðina í Straum- ana. Ég var mjög spenntur og forvitinn og spurði endalausra spurninga, sem afi svaraði á sinn rólega, þolinmóða hátt. Á meðan ég hamaðist við árbakkann tók ég eftir því hvernig afi sameinaðist umhverfinu. Afi var alltaf sjálfum sér líkast- ur þegar hann var á veiðum, — nútímamenning átti eiginlega ekki við hann og þó var hann alltaf í algeru jafnvægi, hann skipti aldrei um skap, varð aldrei reiður og hann var einn af þeim fáu mönnum sem var sáttur við tilveruna allt sitt líf. Ég mun aldrei taka upp stöng eða ganga til veiða aftur án þess að minnast hans. Gæfan fylgi honum til eilífðar. Andri Krishna Menonsson Lárus Ingimarsson, tengdafaðir minn, andaðist í Reykjavík 22. september sl., 66 ára að aldri. Mér er ljúft að minnast hans hér eftir okkar löngu og góðu kynni, sem hafa varað í tólf ár og aldrei borið skugga á. Lárus fæddist í Reykjavík 28. júlí 1919, sonur hjónanna Ingimars Jónssonar, síðar prests og skóla- stjóra, og Elínborgar Lárusdóttur, hinnar alkunnu skáldkonu. Árið 1922 flytjast þau að Mosfelli í Grímsnesi, þegar sr. Ingimar var veitt það prestakall, og þar fæddist þeim hjónum yngri sonurinn, Jón. Að Mosfelli bjuggu þau í sex ár, en þá var sr. Ingimar kallaður til Reykjavíkur af Jónasi ráðherra frá Hriflu, sem hafði hug á því að efla alþýðumenntun í höfuðstaðn- um og jafna þar aðstöðumun ríkra og fátækra. Séra Ingimar var eins og kjörinn til þessa verkefnis, hann var sérstæður gáfumaður, stórhuga og einlægur baráttumað- ur fyrir bættum kjörum alþýðunn- ar. Hann varð fyrst forstöðumaður Ungmennaskóla Reykjavíkur, en skólastjóri hins nýja Gagnfræða- skóla í Reykjavík 1930. Undir hans forystu í aldarfjórðung ávann skólinn sér sess og virðingu og var jafnan nefndur Ingimarsskólinn í daglegu tali. Elínborg var ekki aðeins stór- virk skáldkona, heldur líka áhuga- maður um dulræn efni og vann mikið að kynningu þeirra, m.a. með ritun bóka (hún varð t.d. fyrst til að vekja athygli á Hafsteini miðli). Sr. Ingimar byggði stórt og mikið hús á Vitastíg 8b, og þangað var sífelldur straumur vina og samherja, sem sóttu í smiðju þeirra hjóna. Án efa hafa þessar aðstæður haft sín mótandi áhrif á Lárus, sem frá æskuárum ólst upp á lifandi menningarheimili, þar sem margir fremstu menn lands- ins voru tíðir gestir. Hann var alla tíð félagslyndur, og á yfirbragði hans og fasi mátti kenna, að þar fór maður, sem kunni að umgang- ast höfðingja sem jafningja sína án þess að glata þó sinni einlægu samúð með þeim, sem minna máttu sín, en einnig þeir voru tíðir gestir og ávallt velkomnir á heim- ili Ingimars og Elinborgar. Lífsleiðir sonanna tveggja urðu með nokkuð ólíkum hætti: Jón lagði stund á lögfræði (hann er nú skrifstofustjóri í Heilbrigðis- t Eiginmaöur minn, faðir, sonur og bróöir, HALLDÓRJENSÓSKARSSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 2. október kl. 13.30. Emma Hólm, Þórunn Hanna Halldórsdóttir, Helga J. Jensdóttir, Óskar Halldórsson, Óskar Halldórsson, Emil Hólm Halldórsson, og systkini hins látna. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður, bróöur, afa og langafa, ÁRNA ÖGMUNDSSONAR Galtafelli, Hrunamannahreppi. Guörún Guömundsdóttir, Aslaug Arnadóttír, Herdís Árnadóttir, Margrét Árnadóttir, Svavar J. Árnason, Hjalti Árnason, Jónína G. Ögmundsdóttir, Agnar Haraldsson, Hannes Bjarnason, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Guórún Hermannsdóttir, Magnús Ögmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað vegna jarðarfarar HALLDÓRS JENS ÓSKARSSONAR. Gullfiskabúöin, Fischersundi, Reykjavík. Lokað Lokað í dag frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar HALLDÓRS ÓSKARSSONAR, framkvæmdastjóra. Cosmos á íslandi hf. t>8 tryggingaráðuneytinu), en Lár- us hneigðist ekki til langskóla- náms. Framan af stundaði hann ýmis störf, en upp úr stríðsárunum er hann farinn að reka umboðs- og heildverzlun á eigin nafni. Þaðan minnist ég hans sem hins hlýlega húsbónda, sem hafði skrif- stofu sína ávallt opna fyrir vinum og kunningjum, sem þótti gott að koma til hans í kaffi og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Hann var maður, sem fylgdist vel með og virtist alltaf hafa tíma til að sinna öðrum, enda var þar yfir- leitt einhver gestur fyrir, þegar maður leit inn til hans. Lárus var greindur maður og búinn mörgum góðum hæfileikum, hann varð snemma listfengur og góður málari og einnig hagorður sem foreldrar hans báðir. Hann var snjall skákmaður og komst í meistaraflokk á yngri árum. Hann var gleðimaður og mikill vinur vina sinna, en bezt undi hann sér á laxveiðum úti í óspilltri nátt- úrunni. Lárus var hár maður vexti og glæsilegur, virðulegur en hýr í bragði. Hann var ekki smáfríður, en augun skír og geisluðu, þegar hann brosti sínu fallega brosi. Hann var yfirlætislaus í öllum háttum, barst ekki á, en ferðaðist mikið í viðskiptaerindum erlendis, og fékk þá vinafólk hans gjarnan að fljóta með, honum til samlætis. Segja má, að hann hafi verið al- þjóðlegur og alþýðlegur í senn, kunni sig vel úti í hinum stóra heimi meðal viðskiptamanna, en hafði þó fábrotna lifnaðarhætti og kom fram af jafnri virðingu við háa sem lága. Mest gladdist hann þó yfir barnabörnum sínum og sóttist eftir að hitta þau sem oft- ast, hvort sem var hér á landi eða erlendis. Lárus var þægilegur viðræðu, með vakandi eftirtekt, tillitssamur og virðingarfullur við hvern sem var. Hann hafði einstakt jafnaðar- geð, og minnist ég þess ekki að hafa séð hann skipta skapi. Hann hafði fyrirgefandi hugarfar, last- mæli og annað slíkt var fjarri munni hans. Hann var boðinn og búinn til að hjálpa öðrum og var ákaflega mikil stoð og stytta foreldrum sin- um, þegar þau voru farin að eldast og missa heilsuna. Lárus kvæntist Ásdísi Krist- jánsdóttur, en þau slitu samvist- um. Dóttir þeirra er Elínborg, gift undirrituðum. Önnur börn hans eru Kristleifur Ingi og Birna Kristín, sem gift er Sturlaugi Eyjólfssyni bónda á Efri-Brunná. Lárus var haldinn sjúkdómi síðustu 6 árin, og ágerðist hann, unz yfir lauk. Síðustu vikurnar var hann með sótthita og komst ekki frá rúmi af sjálfsdáðum. Síðast þegar ég sá hann, var hann orðinn mjög máttfarinn og mátti vart mæla, en gat þó endurgoldið kveðju mína með sínu leiftrandi hýra brosi, sem fylgdi honum jafn- an. í veikindum Lárusar naut hann einstakrar hlýju og umönnunar hjúkrunarfólksins á Grund, sem seint verður þakkað. Við skiljumst nú við þennan góða dreng með söknuð í hjarta og von um endurfundi í eilífu ríki gleðinnar. „Vaknaþú.semsefur, og rís upp frá dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér.“ (Efes.5.14). Jón Valur Jensson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.