Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 56
SUÐFEST lÁNSIRAUST
Vió framköllum stórar
og vandaóar lítmyndir
á mettfma
FRAMKÖLLUN
STUNDINNI
AUSTURSTRÆT! 22 - S 621350
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1985
VERÐILAUSASOLU 35 KR.
Sigló hf. og Niðursuðuverksmiðjan á ísafirði;
Samið um sex
þúsund tonn af
„Rússarækju“
GENGIÐ hefur verid frá samningum
vid Rússa um pillun á 6.000 lestum
af rækju í rækjuverksmiðju Sigló í
Siglufírði og Niðursuðuverksmiðj-
unni á ísafírði. Þetta magn verður
unnið á næstu 12 mánuðum en verk-
smiðjurnar hafa það sem af er árinu,
pillað 3.000 lestir af „Rússarækj-
unni“.
Jón Guðlaugur Magnússon er
stjórnarformaður beggja verk-
smiðjanna og hefur séð um gerð
samninga við Rússa og sölu rækj-
unnar til Bandaríkjanna aö lokinni
vinnslu hér með milligöngu fyrir-
tækisins Marbakka, sem hann
veitir einnig forstöðu. Jón Guð-
laugur sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að verksmiðjurnar hefðu
pillað rækju fyrir Rússa síðastliðin
tvö ár með góðum árangri. Þessar
verksmiðjur væru auk þess með
mestu framleiðsluna af íslenzku
rækjunni eða um fjórðung alls.
„Rússarækjan" kæmi sér vel við
að jafna vinnsluna, þegar lítið
aflaðist, en hún væri reyndar
unnin alveg af einni vakt í báðum
verksmiðjunum.
MorgunblaðiA/RAX
Altaristafla eftir Kjarval á Kjarvalsstöðum
JÓHANNES Kjarval málaði þessa altaristöflu fyrir
kirkjuna í Ríp í Hegranesi árið 1923. Ólafur Gunnars-
son læknir hafði milligöngu um að fá Kjarval til að
mála altaristöfluna, en þannig fór að hún var aldrei
hengd upp, því sóknarnefndin hafnaði henni. Altaris-
taflan lenti því uppi á kirkjulofti og var þar í mörg
ár, en var síðan komið til viðgerðar í Danmörku.
Ólafur Sigurðsson á Hellulandi í Skagafírði keypti
myndina og kom með hana til íslands. Halldór Lax-
ness sá myndina á Hellulandi og falaðist eftir henni.
Þegar Ólafur dó seldi ekkja hans Halldóri altaristöfl-
una og hefur hún verið í eigu hans síðan.
Á myndinni eru starfsmenn Kjarvalsstaða, Þóra
Kristjánsdóttir listráðunautur og Stefán Halldórsson,
með altaristöfíuna.
Sjá bls. 7.
Garöabær:
Morgunblaðið/Einar Falur.
Stórskoðun á Vesturfara
VESTIJRFARI, ein þriggja DC-véla Flugleiða, er nú í mikilli skoðun á
Kefíavíkurflugvelli. 60—70 flugvirkjar vinna við skoðunina sem tekur um
3 vikur. Farið er gaumgæfílega yfír alla flugvélina og hún tekin í sundur
að nokkru leyti til að athuga leiðslur og takka o.s.frv. Þetta er svokölluð
C-skoðun, sem er stærsta skoðunin sem framkvæmd er hér heima. Voru
þessar skoðanir áður gerðar í Luxemborg, en skoðun Vesturfara er önnur
skoðun af þessari stærð sem framkvæmd er hér heima. Myndin var tekin
af flugvirkjum að störfum á Kefíavíkurflugvelli í gær.
Iðgjöld trygginga
lækka um helming
ÞESSI samningur hefur í fór með sér
stórfellda lækkun á iðgjöldum fyrir
bæjarbúa. í fyrra greiddu bæjarbúar
í Garðabæ Brunabótafélagi íslands
um 2 milljónir króna í iðgjöld og það
lætur nærri að upphæðin á næsta
tryggingarári verði helmingi lægri.
Þetta sannar gildi þess að bjóða
þessar húsatryggingar út,“ sagði Sig-
urður Sigurjónsson forseti bæjar-
stjórnar Garðabæjar um nýgerðan
samning Garðabæjar og Brunabótar
um iðgjöld til næstu 5 ára.
Bæjarstjórn Garðabæjar hugðist
segja samningi sínum við Bruna-
bótarfélagið upp sl. vetur og bjóða
Upptæka kjötið til varnarliðsins:
Hvorki herinn né umboðsfyrirtækid
telur sig eiga að borga kjötið
— sem tollgæslan ætlar að brenna vegna gruns um smithættu
HVORKI bandaríska varnarliðið í Keflavík né íslenska innflutnings-
fyrirtækið, sem flutti inn kjötið er tollgæslan í Reykjavík gerði upptækt
í síðasta mánuði, telur að sig varði um afdrif þess eða reikningsins fyrir
því. Um var að ræða 240 kfló af hráu kjötmeti, sem fíutt var frá Dan-
mörku fyrir varnarliðið er ætlaði að nota það til neyslu á þýskættaðri
októberhátíð, sem haldin er í liðsforingjaklúbbnum á Vellinum á hverju
hausti. Veislan var haldin í fyrri viku en þar var á boðstólum annar
matur, sem til var fyrir f forðabúrum hersins, að því er Dottie Schraidt,
liðsforingi á upplýsingaskrifstofu liðsins, sagði í samtali við blm. Morgun-
blaðsins. Um var að ræða reykt svínakjöt, reykt flesk, þýskar og pólskar
pylsur og fleira þess háttar, sem tilheyrir októberhátíðum.
Kristinn Ólafsson tollgæslu- Schmidt liðsforingi sagði að
stjóri sagði í viðtali við Morgun- kjöt þetta hefði verið pantað í
blaðið á laugardaginn, að kjötið
hefði verið gert upptækt á grund-
velli gin- og klaufaveikilaganna
frá 1928 og að Páll A. Pálsson
yfirdýralæknir hefði komist að
þeirri niðurstöðu, að kjötið frá
Danmörku mætti ekki flytja inn
á grundvelli þeirra laga. Taldi
Kristinn, aðkjötinu yrði brennt.
góðri trú frá Danmörku um mán-
aðamótin maí-júní í gegnum
heildverslun Karls K. Karlssonar
í Reykjavík. „Kjötið barst okkur
aldrei og það er því okkur óvið-
komandi," sagði hún. „Af hálfu
varnarliðsins hefur ekki verið
kvartað yfir því að það hafi verið
gert upptækt enda er þessi vara
okkur óviðkomandi. Liðsfor-
ingjaklúbburinn mun því ekki
greiða fyrir þetta kjöt - það er
eign íslenska umboðsfyrirtækis-
Magnús Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri K.K. Karlssonar,
sagði fyrirtækið aðeins hafa
pantað umrætt kjöt ásamt tals-
verðu af frystu grænmeti fyrir
varnarliðið frá matvæladreifing-
arfyrirtækinu Emborg í Álaborg
í Danmörku. „Það er að sjálf-
sögðu ekki okkar að greiða það
enda eru reikningar frá Emborg
stílaðir á varnarliðið. Það var
pantað fyrir herinn og því hlýtur
hann að borga. Hvort herinn
gerir svo endurkröfu á íslenska
ríkið veit ég ekkert um,“ sagði
Magnús. „Það hefur ekkert sam-
band verið haft við okkur út af
þessu máli enda gerðum við ekki
annað en að panta umbeðna vöru
frá fyrirtæki, sem við höfum
umboð fyrir hér.“
Hann sagði að fyrirtæki sitt
gæti að sjálfsögðu ekki setið
undir því, að flutningsleiðin
skipti máli um lögmæti innflutn-
ings. „Það getur augljóslega ekki
gengið, að leyfilegt sé að flytja
vöru inn flugleiðis en ekki sjó-
leiðis," sagði hann. „Það verður
að krefjast þess af ríkisstjórn eða
alþingi að það liggi ljóst fyrir
hvað sé löglegt og h /að ólöglegt
í þessum efnum. Og svo má ekki
gleyma kjarna málsins í þessu,
sem er að þetta kjöt var allt
stimplað í bak og fyrir og viður-
kennt sem ósýkt vara af dönskum
heilbrigðisyfirvöldum."
tryggingarnar út. Lögum sam-
kvæmt ber að segja slíkum samn-
ingum upp með 6 mánaða fyrirvara,
en uppsagnarbréf stjórnarinnar
barst Brunabót einum degi of seint
og dæmdi gerðardómur því upp-
sögnina ógilda
„Við vildum ekki una við þau
málalok, ekki síst vegna þess að við
höfðum áður tilkynnt uppsögnina
munnlega, og hófum því viðræður
við Brunabótafélagið um lækkun
iðgjalda eftir að gerðardómur féll.
Samningar tókust með ágætum og
það má segja að samkeppni trygg-
ingarfélaganna hefur sannað ágæti
sitt,“ sagði Sigurður Sigurjónsson.
Jóakim Danaprins
heimsækir ísland
Kaupmannahöfn. 1. oktAber. Frá Ib Bjttrmbuk,
fréturiura MorgunblaMam_
YNGSTI sonur
Margrétar Dana-
drottningar, Jóak-
im, kemur f
bekkjarferð til
íslands í skóla-
leyfi 14. til 19.
október, og segir
í dagblaðinu Berl-
ingske Tidende í ———- —-—
dag, að prinsinn Jé*k,,n D*“*Pnns
muni búa hjá Vigdísi Finnbogadóttur
ásamt tveimur öryggisvörðum. Jóakim
prins er í þriðja bekk i menntaskóla.
Bekkjarfélagar hans munu búa
hjá menntaskólanemum í Reykja-
vík, en í blaðinu segir, að Vigdís
hafi boðið prinsinum að búa hjá sér
og öllum bekknum f heimsókn,
þegar hún frétti að hann væri
væntanlegur til landsins.