Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 39
39 Gísli Gunnarsson „Það er auðvelt að hneykslast og hæðast að kynþáttastefnu Búanna í Suður-Afríku. En kyn- þáttastefnan er náskyld nýlendustefnunni og það var bresk nýlendustefna sem í öllum meginatrið- um tryggði í upphafi viðgang hvítrar aðskiln- aðarstefnu í Suður- Afríku.“ þeirra freistuðu lítið Bantúþjóð- anna en hins vegar mikið Búanna. Þótt Khoi fólkið stæði á frum- stæðu samfélagsstigi, lærðu Bú- arnir margt af þeim, einkum um náttúrugæði landsins og kvikfjár- hald í þurru loftslagi. Milli þessara tveggja kynþátta ríkti óvenjulegt sambland óvildar og vinsemdar. Búarnir stálu kvikfé Khoi fólksins, gerðu þá að hjarðmönnum sínum og áttu börn með konum þeirra. Mjög stór hluti hinna svokölluðu blönduðu kynþátta Suður-Afríku er þannig tilkominn. (Khoi fólkið, þessi merka hirðingjaþjóð, er nú horfin sem menningarleg heild, en MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 afkomendur þeirra er að finna meðal svonefndra blandaðra kyn- þáttaídag.) Við upphaf 19. aldar bjuggu í núverandi austurhluta Suður-Afríku, þar sem nú eru ríkin Natal, Transvaal, Oranje og aust- urhluti ríkisins Höfðaland, u.þ.b. 1 Vfe milljón manna, sem allir voru af þjóðerni Bantúmanna. í Vestur- hluta Iandsins, sem samsvarar vesturhluta Höfðalands, bjuggu þá u.þ.b. 80 þúsund manns. Af þeim voru 22.000 Búar, 25.000 þrælar Búanna af ýmsu þjóðerni og 25.000 Khoi menn og Búskmenn. Búarnir fjörutíufölduðust 1652/1688—1807 þótt mjög fáir innflytjendur frá Evrópu bættust í raðir þeirra eftir 1688. Þessi mikla frjósemi Búanna hefur haldið áfram fram á þennan dag, en þeir eru nú rúmar tvær milljónir. Á fyrstu áratugum 19. aldar gerði ein Bantúþjóðin, Zúlu, til- raun til að ná yfirráðum yfir öðr- um Bantúþjóðum í austanverðri Suður-Afríku. Þetta leiddi til mikilla styrjalda og þjóðflutninga, m.a. flýði stór hluti Sotho þjóðar- innar, sem byggði hásléttuna vest- an Drakenbergsfjalla, burt frá lendum sinum norður á bóginn þangað, sem nú eru Zimbabwe og Zambía. Búarnir í vestanverðu Höfðalandi færðu sér í nyt það tómarúm, sem skapaðist á háslétt- unni, og flykktust þangað. Einnig settust þeir að á svæði við austur- ströndina (Natal). Þessi þjóðflutn- ingur Búanna leiddi til styrjalda við Bantúþjóðir og þá fyrst og fremst við Zúlumenn. Búarnir börðust með byssum og Zúlumenn með spjótum. Búarnir sigruðu í fleiri orustum en Zúlumenn án þess þó að vinna á þeim endanleg- an sigur. Zúlumenn og Bretar hröktu Búa frá Natal. Bretar áttu síðan veg og vanda að því að vinna endanlegan sigur á Zúlumönnum og tryggja þannig áframhaldandi búsetu Búa á hásléttunni í Oranje og Transvaal. Lokaorustan var háð 1879. Bretar börðust með vélbyss- um en Zúlumenn mest með spjót- um en einnig örfáum rifflum. Eftir það gátu Bretar og Búar farið í stríð, óhræddir við hernaðarógnun Bantúþjóða. Á seinni hluta 19. aldar flutti hálf milljón Evrópumanna til Suður-Afríku. Flestir innflytjand- anna voru eða urðu enskumælandi, Búarnir tala hins vegar sérstakt tungumál, Afrikaans, sem er ná- skylt hollensku. Þegar samveldis- landið Suður-Afríka var stofnað árið 1909 voru hvítu íbúarnir rösk- lega 20% heildarmannfjöldans og enskumælandi menn voru í meiri- hluta meðal þeirra hvítu. En frjó- semi innflytjendanna var miklu minni en bæði hvítu og þeldökku frumbyggjanna. Árið 1975 var íbúaskipting Suður-Afríku þessi eftir kynþáttum, í hundraðshlut- um: Enskumælandi hvítir menn .... 7 Búar ....................... 10 Blandaðir kynþættir ......... 9 Indverjar ....................3 Bantúþjóðir ................ 71 alls ...................... 100 íbúar Suður-Afríku voru 27 milljónir árið 1975 en voru 5V4 milljón árið 1950. Hvítum mönnum hefur fækkað hlutfallslega á þessu tímabili, en það stafar eingöngu af mikilli hlutfallslegri fækkun þeirra enskumælandi. Mest hefur hlutfallslega fjölgunin verið hjá Indverjum og blönduðum kynþátt- um. Þeir síðastnefndu tala yfirleitt Afrikaans og eru einnig í öðrum efnum menningarlega náskyldir Búunum, enda eru Búarnir og blönduðu kynþættirnir mjög oft skyldir í 5. til 8. lið. Þessi skyld- leiki hefur samt ekki hindrað Bú- ana frá því að leika þessa frændur sína mjög grátt. Kommúnismi og Afríska þjóðarráðid Stjórn Suður-Afríku hefur lengi reynt að tengja aðskilnaðarstefnu sína við baráttuna milli Austurs og Vesturs. Því er haldið fram að stjórnin og hvíti minnihlutinn sé útvörður vestrænnar menningar í heimsálfu, þar sem öfl fjandsam- leg þessari menningu séu stöðugt að sækja á og brugga kristnum lífsgildum hvítra manna launráð. Upphaf aðskilnaðarstefnunnar hófst því með setningu laganna um „útrýmingu kommúnismans" árið 1950. Samkvæmt þeim liggur sönnunarskyldan um sekt/sakleysi (um að vera kommúnisti) ekki hjá ákæranda heldur sakborningi. Auk þess voru ríkisstjórninni veittar mjög frjálsar hendur við að skilgreina hvað sé kommúnismi og þá einkum hvaða samtök eða flokkar væru af kommúnískum a spunnin. skjóli þessara laga hefur verið mögulegt að dæma í fangelsi alla þá gagnrýnendur aðskilnaðar- stefnunnar, sem ríkisstjórnin taldi ástæðu til að óttast. Hinn sundur- leitasti hópur manna hefur setið eða situr í fangelsi samkvæmt ákvæðum laganna og skilgreining- um stjórnarinnar á þeim. Meðal þeirra er Nelson Mandela. Helstu samtök þeldökkra manna í Suður-Afríku hafa síðan 1912 verið Afríska þjóðarráðið (ANC). Leiðtogi samtakanna frá 1952 til dauðadags 1%7 var Albert Lut- huli. Honum voru veitt friðarverð- laun Nóbels 1960 fyrir hvatningu til manna um að þeir beittu aðeins friðsamlegum aðgerðum í baráttu fyrir þjóðfélagslegu réttlæti. Þessi alþjóðlega viðurkenning á stjórn- arandstæðingum var meira en ríkisstjórn Suður-Afríku gat þolað og Afríska þjóðarráðið var lýst kommúnískt og þarmeð ólöglegt árið 1961. Þjóðarráðið var þannig svipt öllum möguleikum til löglegrar starfsemi og óhjákvæmileg afleið- ing þess var að samtökin tóku upp takmarkaða vopnaða baráttu. 1%2—1963 voru allir helstu leið- togar Þjóðarráðsins handteknir að Luthuli einum undanskildum, sem var settur í einhvers konar stofu- fangeisi. Meðal þessara leiðtoga var nánasti samstarfsmaður Lut- hulis, Nelson Mandela. Síðan hefur Mandela setið í fangelsi, sem hindraði þó ekki að hann var val- inn eftirmaður Luthulis 1967. Hann er sennilega mikilvægasti stjórnmálaleiðtogi Suður-Afríku í dag enda er það þekkt staðreynd að Afríska þjóðarráðið nýtur stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þeldökkra manna í Suður-Afríku. Leynileg starfsemi þess er mjög víðtæk og það er ekki alveg að ástæðulausu að ríkisstjórnin þyk- ist sjá svipmynd Þjóðarráðsins í næstum öilum nýjum stjórnmála- samtökum blökkumanna (enda eru þau flest bönnuð mjög fljótt). Þegar einstakir skriffinnar hér á íslandi taka upp á því að lýsa Afríska þjóðarráðið kommúnísk hryðjuverkasamtök eru þeir ein- faldlega að skrifa upp á skýringar- víxil stjórnarinnar í Suður-Afríku. En geta harðir andkommúnistar skemmt skrattanum rækilegar en þegar þeir beint eða óbeint fara að verja aðskilnaðarstefnuna í Suður-Áfríku með skírskotun til andkommúnismans? Suður-Afríka og sið- ferðileg skylda Vesturveldanna Það er auðvelt að hneykslast og hæðast að kynþáttastefnu Búanna í Suður-Afríku. En kynþáttastefn- an er náskyld nýlendustefnunni og það var bresk nýlendustefna sem í öllum meginatriðum tryggði í upphafi viðgang hvítrar aðskiln- aðarstefnu í Suður-Afríku. Suður-afrískt efnahagskerfi er tvímælalaust hluti vestræns hag- kerfis. Stórfyrirtæki í Evrópu og Ameríku hafa sótt dýrmæta málma og ómældan gróða í Suður- Afríku, m.a. vegna þess hve mikil gnótt var vinnuafls og hve ódýrt það var að nokkru leyti, sökum aðskilnaðarstefnunnar. Það er því siðferðileg skyld vest- rænna ríkisstjórna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að kynþáttakúguninni { Suður- Afríku verði aflétt. Allar afsakan- ir á aðskilnaðarstefnunni með einhvers konar samanburðarfræði skapa einungis samsekt á áfram- haldandi viðgangi hennar. Við framkvæmdina er réttast að fylgja ráðum þeirra, sem verða fyrir barðinu á kynþáttastefnunni, þ.e. þeldökkra manna í Suður-Afríku og helstu talsmanna þeirra líkt og Desmonds Tutu og Nelsons Mand- ela. Höíundur er sagnfrædingur. «■ Afmæliskveðja: Ásta Marsibil Ólafsdóttir Áttræð er í dag, 2. október, Ásta Marsibil Ólafsdóttir. Foreldrar hennar voru þau hjónin Ingibjörg Sveinbjarnardóttir frá Vogalæk á Mýrum og ÓLafur Jens Sigurðs- son frá Rauðsstöðum í Arnarfirði. Ólafur var af ætt frækinna sjó- sóknara að vestan. T.d. var einn bróðir ólafs, Pétur skipstjóri, tengdafaðir Björns Ólafssonar fyrrum fjármálaráðherra. Ættir Ingibjargar eiga hins vegar rætur sínar að rekja til Mýramanna og Borgfirðinga. Ásta var einkadóttir, en bræður hennar voru fimm. Ásta var næst elzt systkinanna. Fjölskyldan bjó lengst af 1 Reykjavík, en hafði þann háttinn á að eftir að eldri börnin komust á legg voru þau send í sveit á sumrin en Ingibjörg réð sig í kaupavinnu með þau yngstu. Ólafur og Ingibjörg voru búin að koma sér allvel fyrir í Reykja- vík en ákváðu að flytja til Sand- gerðis árið 1927 og kaupa Klöpp í Miðneshreppi. Það kom í hlut Ástu einnar að hjálpa föður sínum með flutningana vegna sjúkleika Ingibjargar. Ólafur Jens stundaði sjóinn lengst af, en þegar mb. Vífill fórst, fór hann í land og vann sem verk- stjóri seinustu árin. Hann féll frá árið 1933 þegar kreppan var í hvað mestri lægð. Allt var í skuld og fjölskyldan missti allt sitt, jafnvel sængurfötin. Kom nú til kasta Ástu að skrapa saman búslóð fyrir heimilið. Ásta hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana og komið víða við. Fimmtán ára að aldri var hún í kaupmennsku á Leirá í Leirár- sveit. Fjölmargir hafa fengið að njóta starfskrafta Ástu, einkum þó á sviði fiskvinnslu og þjónustu- starfsemi. Má þar nefna Júpiter og'Marz, Hraðfrystihús Keflavik- ur, Flókadeildina, Matstofu Aust- urbæjar og Hótel Borg. Hún var um skeið matráðskona hjá Sigur- jóni á Álafossi og hjá Lárusi Rist í Hveragerði. í fjögur ár vann Ásta hjá bandaríska hernum á sjúkra- húsinu í Laugarnesi. Seinna varð hún matráðskona hjá hernum suð- ur á Keflavíkurflugvelli. Dr. Humbolt, sendiherra Þjóðverja hér á landi fékk einnig að njóta starfskrafta Ástu, en hún var hjá honum í vist skömmu áður en seinni heimsstyrjöldin braust út. Ásta hafði alltaf hug á því að hleypa heimdraganum og það gerði hún þegar hún réðst til Langveds verkfræðings hjá E. Pihl og Sön í Gentofte. Yfir Atlantsála seiddi hugurinn og þegar tækifæri gafst til að fara vestur um haf árið 1963 og hjúkra Lee nokkrum Salamon, sem bjó ásamt konu sinni á Long Island og bundinn var við hjólastól, greip Ásta það fegins hendi. Yfirleitt var Ásta vel liðin af húsbændum sínum, en ef henni mislíkaði var hún ekki að tvinóna vi hlutina, heldur tók pokann sinn og fór. Sagan greinir frá lágvöxnum konum, hnellnum, íturvöxnum með geislandi bros á vör, sem menn elskuðu ofboðslega af slíkri platonskri ástríðu hugans að lá við sturlun. Skipti þá ekki máli hvort við- komandi voru níu ára, eins og háð- fuglinn Flosi Ólafsson þegar hann féll fyrir kaupakonunni í Borgar- firðinum, unglingar eða fulltíða menn. Hvar var Steinn Steinarr með hugann þegar hann orti? Frá vitund minni til vara þinna er veglaust haf. En draumur minn glóði í dulkvikri báru, meðan djúpið svaf. Og falin sorg mín nær fundi þínum eins og firðblátt haf. „Horskum mönnum vekur þrá“ voru orð Matthíasar Jochumsson- ar. Horskum mönnum vakti Ásta þrá, en hún kaus ekki að binda trúss sitt við neinn fyrr en leiðir þeirra Alfreðs Sigurðssonar lágu saman, þá bæði orðin fullorðið fólk. Alfreð var sagður smekkmaður, iðinn, áreiðanlegur og hafa sér- staklega heilbrigða dómgreind. Ásta elskar frið, er jafnlynd og glaðlynd, forðast deilur, hefur áhuga á bókmenntum og tónlist, hún er frændrækin og mikils met- in af ástvinum. Ásta og Alfreð voru að ýmsu leyti ólík en sambúðin var farsæl vegna þess hversu lífsreynd þau voru. Alfreð bar virðingu fyrir Ástu og var þannig gerður að hann gat blásið í glæður þess elds sem eitt sinn brann, en Ásta gerir ekki kröfur til nokkurs manns að hann sé fullkominn. Alfreð var lengst af kokkur til sjós. Hann féll frá fyrir tuttugu og fimm árum á fertugasta og níunda aldursári. Það er áberandi hversu margir í móðurætt Ástu hafa blótað lista- gyðjunum. Þar úir og grúir af hag- yrðingum, sem jafnframt eru drátthagir og hafa næmt tóneyra. Eftir marga þeirra hafa birst skínandi góð ljóð á prenti, s.s. eftir Guðmund Sveinbjarnarson, Ingi- björgu Friðgeirsdóttur, Húbert ólafsson og Pétur Pálsson, svo nokkur séu nefnd. Ekki er ég frá því að Ásta geti sett sómasamlega saman kviðling þótt hún hafi ekki haldið því á lofti vegna meðfæddrar hógværð- ar. Það sem gerir Ástu svo sérstaka er fyrst og fremst hið jákvæða viðhorf til lífsins og hin létta lund. Sir Thomas Lipton sagði að ef menn vildu laða að sér fólk ættu þeir að fá það til að hlæja. Sannað hefur verið tölfræðilega að hláturinn lengir lífið. Þeir sem neita að hafa áhyggjur af lífs- gæðakapphlaupinu og eltast ekki við gæði náungans, eru nægju- samir og hlæja að öllu saman, sleppa frekar við hjartasjúkdóma og lifa lengur en hinir. Krankleiki eins og hjartveiki, hár blóðþrýstingur og magasár eiga sér oft sálrænar orsakir. Nú eru ýmsir sérfræðingar þeirrar skoðunar að sjúkdómar í öndun- arfærum, í höfði, sykursýki, átu- mein og ýmsir smitsjúkdómar vegna minnkandi viðnámsþróttar líkamans verði raktir til sálar- ástands eins og reiði, haturs, ágirndar, sektarkenndar, þung- lyndis, minnimáttarkenndar og ótta. Það er því engin furða þótt Ásta sé heilsuhraust og verði vart misdægurt þótt komin sé á níræð- isaldur. Inúkum þóttu öll veður góð og þó bezt það sem var. í 10 gráðu frosti og 7—8 vindstigum er við- kvæðið hjá Ástu: „Nú, golan er , bara hlý.“ Aldregi hefi ég heyrt hana hall- mæla tíðinni. Enda sækir hún það í ríkum mæli til íslenzkrar veðr- áttu, sólskins, roks og rigningar, sem aðrir eltast við til sólarlanda eða á sólbaðsstofur. Hún er þó ekki í neinu brúnkukappi að eigin sögn. Böð hafa verið notuð til að við- halda æsku og þokka í þúsundir ára. Grikkir og Rómverjar til forna stunduðu böð í ríkum mæli til að viðhalda hreysti og fegurð. í Rómaborg voru eitt sinn meira en 800 almenningsbaðstaðir. Vatn og sápa er ekki nóg. Rómversku böðin hófust með köldu baði, þá tók við volgt bað og loks heitt bað, fylgt eftir með nuddi. Við frönsku hirð- ina kepptust menn við að finna upp ný og ný böð til að fegra húð- ina. Það er margreynt og sannað að daglegt bað, ásamt allsherjar nuddi kvölds og morgna er eitt af frumskilyrðum þess að viðhalda æsku og fegurð. Þessari venju hefur Ásta fylgt áratugum saman með góðum árangri og verið fastagestur í laugunum, ýmist í Reykjavik, eða nágrannasveitarfélögunum. Hún fær sig seint fullsadda af þeim og gæti dvalið þar allan sólarhring- inn ef hún hefði ekki öðrum hnöppum að hneppa. Það ættu fleiri að taka sér „skrautfjöörina í Seltjarnarnesslauginni" tU fyrir- myndar. Ástu árna ég heilla á þessum tímamótum og langra lífdaga. Kristjón Kolbeins. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.