Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 Eins og lesendur vita eflaust __________^ ^ á Sumargleðin 15 ára afma li um þessar ______ mundir og hér sjást þeir félagar vera að skera afmælistertuna. Ragnar Bjarnason virðist ekki einfær um þetta svo Ómar réttir honum hjálparhönd Já, það er ekki logið á hann Ómar Ragnarsson svo mikið er víst. Sumargleðin í Broadway Þeir tóku á sig ýmsar myndir fjörkálfarnir í Sumargleðinni sem buðu blaðamönnum og Ijósmyndurum á frumsýningu á því skemmtiefni sem þeir bjóða gestum í Broadway upp á i vetur. Að sögn þeirra félaga er dagskráin með breyttu sniði frá því í sumar, ýmsir leikþættir hafa verið teknir út og nýjum bætt inn í m.a. hefur verið gert töluvert í því að bæta við söng og dansþáttum, í það minnsta ríkir glens og gaman hjá þeim og ekki ólíklegt að þeir kappar eigi eftir að kitla hláturtaugarnar hjá mörgum þennan veturinn. Spönsk stemmning Morgunblaðið/Friðþjófur Raggi Bjarna er ekki allur þar sem hann er séður og fer léttilega með það að líkja eftir dönskum búfræð- ingi. í það minnsta virðist hann hafa sannfært Hemma Gunn dyggilega. Hún er aldeilis vel að sér hún Ingi- ríður skáldkona úr Fljótunum, sem fór á kostum í Ráðgátunni, en þeir sáu um þáttinn Hermann Gunnars- son og Karl Möller sem reyndar brá sér í líki Snjófríðar Kaldal og taldi stigin af kostgæfni. fClK í fréttum Blóm handa fegurdardísum Þessar brosmildu stúlkur, Kristjana Geirsdóttir og Hólm- fríður Karlsdóttir, biðu á Keflavíkurflugvelli fyrir stuttu til að taka höfðinglega á móti nýkrýndum íslenskum fegurðar- dísum sem þátt tóku í Miss Scandinavia-keppninni, sem haldin var í Finnlandi fyrir stuttu. Þær biðu með bros á vör og blóm í hendi í heila tvo tíma, en aldrei stigu fegurðardísirnar frá borði flugvélarinnar, þær Sif Sigfúsdóttir, sem sigraði í keppninni og Halla Bryndís Jónsdóttir, sem hlaut 3. sætið. „Þær Sif og Halla Bryndís létu afbóka sig á síðustu stundu vegna myndatöku sem þær þurftu í, en við vorum ekkert látnar vita,“ sagði Kristjana í samtali við blaðamann. „Þetta var mjög neyðarleg aðstaða. Fólkið sem kom út úr vélinni vissi ekki hvað á sig stóð veðrið — það spurði hvort blómin væru handa sér.“ Fegurðardísirnar eru þó komnar til landsins nú. Biómin hafa einnig komist í réttar hendur, en voru send heim til þeirra í þetta skiptið. Kristjana Geirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.