Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985
Eins og lesendur vita eflaust __________^ ^
á Sumargleðin 15 ára afma li um þessar ______
mundir og hér sjást þeir félagar vera að skera afmælistertuna.
Ragnar Bjarnason virðist ekki einfær um þetta svo Ómar réttir honum hjálparhönd
Já, það er ekki logið á hann Ómar Ragnarsson svo mikið er víst.
Sumargleðin í Broadway
Þeir tóku á sig ýmsar myndir fjörkálfarnir í Sumargleðinni sem buðu blaðamönnum og Ijósmyndurum á
frumsýningu á því skemmtiefni sem þeir bjóða gestum í Broadway upp á i vetur.
Að sögn þeirra félaga er dagskráin með breyttu sniði frá því í sumar, ýmsir leikþættir hafa verið teknir út
og nýjum bætt inn í m.a. hefur verið gert töluvert í því að bæta við söng og dansþáttum, í það minnsta ríkir
glens og gaman hjá þeim og ekki ólíklegt að þeir kappar eigi eftir að kitla hláturtaugarnar hjá mörgum
þennan veturinn.
Spönsk
stemmning
Morgunblaðið/Friðþjófur
Raggi Bjarna er ekki allur þar sem
hann er séður og fer léttilega með
það að líkja eftir dönskum búfræð-
ingi. í það minnsta virðist hann hafa
sannfært Hemma Gunn dyggilega.
Hún er aldeilis vel að sér hún Ingi-
ríður skáldkona úr Fljótunum, sem
fór á kostum í Ráðgátunni, en þeir
sáu um þáttinn Hermann Gunnars-
son og Karl Möller sem reyndar brá
sér í líki Snjófríðar Kaldal og taldi
stigin af kostgæfni.
fClK í
fréttum
Blóm handa
fegurdardísum
Þessar brosmildu stúlkur, Kristjana Geirsdóttir og Hólm-
fríður Karlsdóttir, biðu á Keflavíkurflugvelli fyrir stuttu
til að taka höfðinglega á móti nýkrýndum íslenskum fegurðar-
dísum sem þátt tóku í Miss Scandinavia-keppninni, sem haldin
var í Finnlandi fyrir stuttu.
Þær biðu með bros á vör og blóm í hendi í heila tvo tíma,
en aldrei stigu fegurðardísirnar frá borði flugvélarinnar, þær
Sif Sigfúsdóttir, sem sigraði í keppninni og Halla Bryndís
Jónsdóttir, sem hlaut 3. sætið.
„Þær Sif og Halla Bryndís létu afbóka sig á síðustu stundu
vegna myndatöku sem þær þurftu í, en við vorum ekkert látnar
vita,“ sagði Kristjana í samtali við blaðamann. „Þetta var
mjög neyðarleg aðstaða. Fólkið sem kom út úr vélinni vissi
ekki hvað á sig stóð veðrið — það spurði hvort blómin væru
handa sér.“
Fegurðardísirnar eru þó komnar til landsins nú. Biómin
hafa einnig komist í réttar hendur, en voru send heim til
þeirra í þetta skiptið.
Kristjana Geirsdóttir