Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 ÚTVARP / S JÓN VARP ára Sjónvarpið gaf sjálfu sér í 19 ára afmælisgjöf nú á mánu- daginn stutta heimildarmynd er nefndist Næst á dagskrá og fylgdi gjöfinni eftirfarandi kynningar- texti: Þessari kynningarmynd er ætlað að gefa nokkra hugmynd um þá fjölþættu starfsemi sem fram fer á vegum Ríkisútvarpsins. Framtak þetta er vissulega lofs- vert því aðrir verða víst ekki til að gefa blessuðum ríkisfjölmiðlunum gjafir á þeirri Chicago-skólatíð er nú ríður yfir þjóð vora í hagfræði- legu tilliti, nema þar sé um að kenna útvötnuðum embættis- mönnum og þeirri óheilindastjórn er hér ríkti í skjóli seðlaprentunar og mjúkmælgi á árum áður. Hvað um það þá fannst mér fyrrgreind heimildarmynd alltof stuttaraleg til þess að gefa ... nokkra hug- mynd um þá fjölþættu starfsemi, sem fram fer á vegum Ríkisút- varpsins. Ríkisútvarpið er gam- algróin menningarstofnun sem nýt- ur mikillar virðingar og ástsældar meðal þjóðarinnar, þótt vissulega hafi menn útvatnast þar rétt eins og annars staðar í kerfinu og borið nokkuð á klíkumyndun. Má með nokkrum rétti segja að einokunar- aðstaða ríkisfjölmiðlanna hafi virkað sem hemill á frumkvæði ýmissa skapandi einstaklinga í samfélagi voru, því það má ljóst vera að ekki hafa allir lyst á að troða hugverkum sínum innum skráargöt dagskrárstjóranna. En þar kemst máski úlfaldi hlaðinn ættartengslum, vinahótum og flokksskírteinum fremur inn um gáttir en hinn, sem treysti alfarið á vöðvana í eigin kroppi. Hvort dæmið snýst nú við og úlfaldinn hlaðinn gulli smýgur greiðlegast um skrárgatið fræga skal ósagt látið. Framtíðarhorfur Það fer ekki hjá því þegar horft er á mynd er tekur fyrir rekstur ríkisfjölmiðlanna og tæpir meðal annars á stöðu þeirra í fjölmiðla- samfélagi augnabliksins, að horft sé til framtíðar og spurt hver verður staða íslenska Ríkisút- varpsins á öld hins frjálsa út- varpsrekstar. Ríkisútvarpið sem slíkt þarf svo sem ekki að kvíða því að leggja upp laupana vegna húsnæðiseklu, en glæsilegri byggingu getur naumast en nýja útvarpshúsið, sem í fyrrgreindri heimildarmynd líktist helst geimstöð, sannarlega vel að verki staðið hjá Rúnari Gunnarssyni, myndatökumanni. Og ekki þarf Akureyrarútvarpið heldur að kvarta um húsnæðis- eklu. Þá er stöðugt unnið að upp- byggingu dreifikerfisins. Frétta- riturum fjölgar og ekki má gleyma landshlutaútvarpi og hinni nýju rás númer 2. Allt er þetta gott og blessað en ekki dugar að fjölga rásum, útibúum, útvarpssendum og glæsilegum útvarpshöllum ef hæfasta starfsfólkið hverfur frá stofnuninni, því allt veltur nú á mannskepnunni. Undirritaður starfar við ríkisrekinn skóla og hefir þar haft gott færi á að fylgj- ast með hinum fræga flótta úr kennarastéttinni. Það er kannski rangnefni að ræða hér um flótta fremur um skipulagslaust undan- hald, en þó má segja að ákveðinn hópur kennara hafi hreinlega flúið ríkisskólana og ber þar hæst tölvumenntaða menn, er hafa horfið til betur launaðra starfa hjá einkaaðilum. Þessi staðreynd leiðir huganna að því að hjá ríkis- fjölmiðlunum vinna margir hæfir, tæknimenntaðir menn, er eiga oft drjúgan þátt í því hversu vel tekst til um dagskrárgerð. Það er líklegt að flótti hlaupi í þá stétt verði ekki rekstrarfyrirkomulagi ríkis- fjölmiðlanna breytt og þeir jafn- vel gerðir að almenningshlutafé- lögum eða sjálfseignarstofnunum. Ólafur M. Jóhannesson íslenska fegurðardísin, Sif Sigfúsdóttir, hreppti titilinn „Ungfrú Skandinavía** í keppni sem haldin var í Finnlandi 15. september sl. Fegurðardrottning Norðurlanda „Fegurðar- OA 40 drottning Norð- urlanda" nefn- ist dagskrárliður er hefst kl. 20.40 í kvöld í sjón- varpi og er það mynd frá fegurðarsamkeppni um titilinn „Ungfrú Skand- inavía". Keppnin var haldin í Helsinki í Finnlandi þann 15. september si. og voru þátttakendur tveir frá ís- landi. Sigurvegari varð Sif Sigfúsdóttir og þriðja sæti hlaut Halla Bryndís Jónsdóttir. Aftanstund — barnaþáttur með innlendu og erlendu efni Aftanstund er 1 Q 25 að venju á dagskrá í sjón- varpi í dag kl. 19.25 og er það barnaþáttur með bæði innlendu og erlendu efni. í Söguhorni segir Anna Sigríður Árnadóttir norskt ævintýri um Drenginn og norðanvind- inn. Myndskreyting er eftir Svend Otto S. Því næst kemur Maður er manns gaman og Forðum okkur háska frá, sem er teiknimyndaflokkur frá Tékkóslóvakíu um það sem ekki má í umferðinni. Þýðandi er Baldur Sig- urðsson og sögumaður er Sigrún Edda Björnsdóttir. w Operettutónleikar IHIHi Óperettutón- H30 leikar eru á dagskrá rásar 1 kl. 14.30 í dag og er þrennt á efnisskránni. Fyrst er „Skáld og bóndi“, forleikur eftir Franz von Suppé. Sinfón- íuhljómsveitin í Fíladelfíu leikur. Eugene Ormandy stjórnar. Næst kemur dúett úr „Die Czardasfúrstein" eft- ir Emmerich Kálman. Fritz Wunderlich og Ren- ate Holm syngja með hljómsveit undir stjórn Franz Marzaleks. Síðast á tónleikunum verða þættir úr óperett- unni „Kátu konurnar frá Windsor" eftir Otto Nic- olai. Edith Mathis, Kurt Moll og fleiri syngja með hljómsveit Ríkisóperunn- ar í Berlín. Bernard Klee stjórnar. Rás 2: Evrópumótið í knattspyrnu — aukaútsending ■■■■I í dag verður -l Q 00 aukaútsending lö— frá rás 2 vegna leikja fslenskra liða á Evrópumótum í knatt- spyrnu og hefst hún kl. 18.00. Ingólfur Hannes- son, íþróttafréttamaður, lýsir leik Fram og Glent- oran í Evrópukeppni bik- arhafa í Belfast á Norð- ur-lrlandi. Hilmir Elísson segir tíðindi af viðureign Nant- es og Vals í Evrópukeppni félagsliða í Frakklandi og Jón Gunnlaugsson verður á leik Aberdeen og ÍA í Evrópukeppni meistara- liða í Skotlandi og segir fréttir af þeim leik. Þá fara fram sama kvöld á milli 70 og 80 leik- ir á Evrópumótum og mun Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður, tí- unda úrslit um leið og þau berast til fréttastofunnar. Þorgeir Ástvaldsson verður stjórnandi í hljóðstofu rásar 2 í kvöld vegna leikja ís- lenskra liða í Evrópumótun- um í knattspyrnu. Stjórnandi i hljóðstofu rásar 2 verður Þorgeir Ástvaldsson. Útsending- unni lýkur kl. 21.30. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 2. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 8.00 Fróttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sætukoppur" eftir Judy Blume. Bryndis Víglunds- dóttir les þýðingu sina (5). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Lesið úr forustugreinum dagbl. 10.40 Land og saga. Umsjón: Ftagnar Ágústsson. 11.10 Or atvinnullfinu — Sjáv- arútvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Glsli Jón Kristjáns- son. 11.30 Morguntónleikar. a. Konsert I C-dúr op. 7 nr. 3 fyrir óbó og strengjasveit eftir Jean Marie Leclair. Heinz Holliger leikur með Rlkishljómsveitinni I Dres- den. Vittorio Negri stjórnar. b. Brandenborgarkonsert nr. 3 I G-dúr eftir J.S. Bach. Hljómsveitin „The English Consert“ leikur. Trevor Pinnock stjórnar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 Inn og út um gluggann. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 „A ströndinni" eftir Nevil Shuge. Njörður P. Njarðvlk les þýðingu slna (9). 14.30 Operettutónleikar a. „Skáld og bóndi", forleik- ur eftir Franz von Suppé. Sinfónluhljómsveitin i Flla- delflu leikur. Eugene Or- mandy stjórnar. b. Dúett úr „Die Czardas- fúrstin" eftir Emmerich Kál- man. Fritz Wunderlich og Renate Holm syngja með hljómsveit undir stjórn Franz Marszaleks. c. Þættir úr óperunni „Kátu konunnar frá Windsor" eftir Otto Nicolai. Edith Mathis, Kurt Moll o.fl. syngja með hljómsveit Rlkisóperunnar I Berlln. Bernard Klee stjórnar. 15.15 Sveitin mln. Umsjón: Hilda Torfadóttir. RÚVAK. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sfðdegistónleikar. Fiðlukonsert I D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms. Zino Francescatti leikur með Fll- harmonlusveitinni I New York. Leonard Bernstein stjórnar. 17.05 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristln Helgadóttir. 17.40 Slðdegisútvarp. Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Sigrún Helgadóttir flytur. 19.50 Tónleikar. 20.00 Popphólfið. 20.30 Iþróttir. Umsjón: Ingólfur Hannesson. 20.50 Hljómplöturabb. 21.30 Flakkað um ítallu. Thor Vilhjálmsson flytur frum- samda ferðaþætti (5). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- I SJÓNVARP 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. I Söguhorni segir Anna Sigriður Arna- dóttir norskt ævintýri um Drenginn og noröanvindinn. Myndskreyting er eftir Svend Otto S.. Maður er manns gaman og Forðum okkur háska frá — teiknimynda- flokkur frá Tékkóslóvaklu um það sem ekki má i umferð- inni. Þýðandi Baldur Sig- urðsson, sögumaður Sigrún Edda Björnsdóttir. MIÐVIKUDAGUR 2. október 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Fegurðardrottning Norð- urlanda. Mynd frá fegurðarsam- keppni um titilinn Ungfrú Skandinavla. Keppnin var haldin I Helsinki I Finnlandi þann 15. september slðast- liðinn. 21.30 Dallas. Elsku mamma. Bandarlskur framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 22.20 Þjóðverjar og heimsstyrj- öldin siðari. (Die Deutschen im Zweiten Weltkrieg). 4. Undanhald á öllum vlgstöðvum. Nýr þýsk- ur heimildamyndaflokkur I sex þáttum sem lýsir gangi heimsstyrjaldarinnar 1939— 1945 af sjónarhóli Þjóðverja. Þýðandi Veturliði Guönason. Þuli: Guðmundur Ingi Krist- jánsson og María Marlus- dóttir. 23.50 Fréttir I dagskrárlok. 22.25 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvlk. 23.05 A óperusviðinu. Umsjón: Leifur Þórarinsson. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Olafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Chicago, Chic- ago! Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. 17.00—18.00 Ur kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.