Morgunblaðið - 02.10.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.10.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 23 Fiskeldisstöð Eldis hf. í Grindavík. íslensk fisk- eldisleið — eftir Einar Hannesson Liðin eru um 35 ár frá því að fiskeldi hófst hér á landi. Fiskeldi hefur lengst af fyrst og fremst verið framleiðsla á seiðum til fisk- ræktar, þ.e. seiði sem sleppt er í ár, vötn og hafbeit. í framhaldi af starfsemi Kollafjarðarstöðvar, til- raunastöðvar í fiskeldi og hafbeit, risu fleiri hafbeitarstöðvar. Haf- beit er nú vel þróuð hér á Vestur- landi. Hins vegar hefur á seinni árum verið hafið matfiskaeldi á laxi, m.a. í netkvíum, sem komið hefur verið fyrir í stöðuvatni með tempruðu hitastigi, (ísnó, Keldu- hverfi) og í sjó, (Sjóeldi í Höfnum) auk eldis i landstöðvum, eins og í Grindavík (Eldi) og í Tálknafirði. Nokkrar fiskeldisstöðvar hafa því starfað um áratugaskeið og arðar í styttri tíma. Þar hefur fengist mjög mikil reynsla og þekking aflast á þessu sviði. Stöðvarnar hafa selt seiði bæði innanlands og til Noregs og hafa verið seld gönguseiði í nokkrum mæli. Þegar er því fengin töluverð vitneskja um fiskeldi hér á landi. í seinustu viku birtist hér í blaðinu viðtal við Matthías Garð- arsson, starfsmann fiskimála- deildar norska sjávarútvegsráðu- neytisins í Bodö í Norður-Noregi. Sölumaður þessi á vörur og þjón- ustu í fiskeldi fullyrðir í viðtalinu, að fjármagn og þekking frá Noregi sé nauðsynleg til uppbyggingar fiskeldis hér á landi. Til þess væntanlega að rökstyðja þessa fullyrðingu sem best nefnir sölu- maðurinn að á íslenska bóka- markaðinum finnist ekki ein ein- asta fræðibók á íslensku um fisk- eldi. Þess vegna sé almenn þekk- ing fólks á þessu sviði á mjög lágu stigi. Jafnframt segir hinn norski sölumaður, að sé miðað við þær kröfur sem gerðar séu í Noregi til kunnáttu þeirra, sem hefja vilja fiskeldi, myndi talsverður fjöldi þeirra, sem á skrá séu hjá Veiði- málastofnun aldrei fá leyfi til fiskeldis í Noregi vegna kunnáttu- leysis. Auðvitað er þessum norska sölumanni frjálst að bjóða varn- ing sinn og kunnáttu hér á landi. En ég tel að hann hefði átt að kynna sér betur fiskeldismál hér á landi áður en hann settist í dóm- arasætið. Hún er brosleg fullyrðing sölu- mannsins um nauðsyn handbókar á íslensku. Veit maðurinn ekki að mjög margir íslendingar kunna önnur tungumál, svo sem Norður- landamál og ensku. Flestir vita að ýmsar fræðibækur um hin mikil- vægustu efni, sem kennd eru við æðri skóla hérlendis, eru á erlendu máli og þykir víst engum tiltöku- mál. Á hinn bóginn er jafnframt ljóst, að þrátt fyrir þessa fullyrð- ingu sölumannsins norska, er þeg- ar fyrir hendi vísir að handbók um fiskeldi hér á landi. Um það vitna „Þad sem öllu máli skiptir í þessum efnum er auövitaö aö þróuð veröi íslensk fiskeldis- leiö, en hún hlýtur aö taka mið af reynslu og þekkingu, sem aflaö er úr ýmsum áttum fjölda greina, vísindalegra rit- gerða um niðurstöðu ýmissa rann- sókna og athugana um fiskeldis- þætti og hafbeit, skrifaðar af sér- fræðingum á þessu sviði. Þá hafa komið til leiðbeiningar fiskifræð- inga og annarra kunnáttumanna um fiskeldi að ógleymdum þeim fiskeldismönnum sem öðlast hafa mikla reynslu á þessu sviði hér- lendis. Þá hefur kennsla í fiskeldi verið í bændaskólum landsins og námskeið á vegum Hólaskóla, sem vakið hefur mikla athygli, eins og flestir hér á landi vita. Varðandi tækniþekkinguna má nefna að margir íslenskir verk- fræðingar og tæknimenn eru tald- ir þjóða fremstir í sambandi við virkjun heita vatnsins og önnur tæknisvið, er snerta nýtingu auð- linda. Þeir eru að sjálfsögðu manna best hæfir til þess að meta íslenska staðhætti og aðrar um- hverfisaðstæður hér á landi. Vissulega getur samvinna við erlenda aðila komið sér vel, eins og dæmin sanna hér á landi. Ljóst er, að vonlaust er að taka norska reynslu í fiskeldi beint upp hér á landi. Hana verður að aðlaga ís- lenskum aðstæðum. Einstefna i þessum efnum getur aldrei orðið. Sérfróðir menn telja sumir, að þekkingaröflun okkar á þessu sviði muni fremur eiga að beinast að einhverju leyti til Skotlands en til Noregs, þó að kvíaeldi í sjó hafi þar sérstöðu. Allt eins gæti farið svo, að hér á landi muni framtíð fiskeldis byggjast í verulegum mæli á landstöðvum frekar en á eldi í laxi í kvíum í sjó við strönd- ina árið um kring, eins og í Noregi. Það sem öllu máli skiptir i þessum efnum er auðvitað, að þróuð verði íslensk fiskeldisieið, en hún hlýtur að taka mið af reynslu og þekk- ingu, sem aflað er úr ýmsum átt- um og tekur fullt tillit til ís- lenskra aðstæðna. Staðreyndin er sú að mikilvæg- ust þekking Norðmanna í fiskeldi fékkst af reynslunni. Fram- kvæmdahraði þar í þróun fiskeldis hefur, eins og virðist ætla að verða hér á landi, orðið nokkrum skref- um á undan rannsóknum, ef litið er til fiskeldis í heild. Vissulega er þetta dýrari aðferð við uppbygg- ingu fiskeldis. En menn láta sig hafa það. Höíundur er íulltrúi hjá Veiðimála- stofnun. Hélt míg á um 25 metra dýpi meðan skipiÖ sigldi frá Rætt við Magnús Guðmundsson froskmann Vestmannaeyjum, 30. september. „VIÐ vorum að æfa froskköfun á Víkinni og sáum Herjólf koma siglandi fyrir Klettsnefið þegar við komum úr kafi. Við höfðum ekki heyrt neitt skrúfu- hljóð, annars hefðum við ekki komið uppá yfir- borðið. Skrúfuhljóð táknar hættu fyrir kafara,“ sagði Magnús Guðmundsson í samtali við Morgun- blaðið. Magnús var sl. laugardag að æfa froskköfun á Víkinni, innsiglingunni að Vestmannaeyjahöfn, „Þegar við komum úr kafi og sáum skipið koma að okkur bent- um við hvor öðrum að stinga sér strax og ég ætlaði að synda að fjörunni á nýja hrauninu," sagði Magnús Guðtnundsson ennfrem- ur. „Allt skeði þetta svo snöggt að ég náði ekki áttum þarna niðri í myrkrinu þar sem skyggnið var' um einn metri svo ég kafaði til botns, um 25 metra, og hélt mig þar meðan ég heyrði skipið fara yfir. Svo þegar ég heyrði skrúfu- hljóðið fjarlægjast hugsaði ég mér til hreyfings, að koma mér upp en þá magnaðist skrúfu- hljóðið aftur, en skipið mun þá hafa verið að bakka. Eg synti því frá og kom upp utar í Víkinni. Ég hefi trúlega verið í um 10 mín. í kafi en ég átti eftir nægilegt súr- efni, hafði ekki skipt yfir á vara- tankinn, og tel mig ekki hafa verið í neinni hættu. Ég vissi alltaf hvað ég var að gera og hvað átti að gera við slíkar að- stæður." Ólafur Sigurjónsson sagðist þegar hafa stungið sér þegar hann varð hættunar var. „Þegar ég var kominn niður á u.þ.b. tveggja metra dýpi gleypti ég sjó og missti munnstykkið út úr mér. Þá synti ég í átt til lands ásamt tveimur félögum sínum úr Stýrimannaskól- anum í Eyjum. Magnús og Ólafur Sigurjónsson urðu að kafa í skyndingu þegar Herjólfur kom siglandi inn Víkina og yfir þar sem þeir félagarnir voru að kafa. Þriðji kafarinn, Baldur Þór Bragason, var kominn til lands þegar atburðurinn átti sér stað. Menn á trillubátnum Lubbu urðu vitni að atburðinum og björguðu þeim Ólafi og Magnúsi til lands. var að koma með menn úr Elliða- ey og þegar við vorum að sigla inn Víkina rétt á undan Herjólfi urðum við varir við eitthvað í sjónum sem við gátum ekki við fyrstu sýn áttað okkur á hvað var, einhverjar dökkar þústir og loftbólur á yfirborðinu. Þegar lengra kom sáum við að þetta voru tveir froskkafarar og voru þeir í siglingalínu Herjólfs. Við veifuðum og kölluðum til þess að vekja athygli Herjólfsmanna á hættunni og það virðist hafa tekist því skipið sveigði að, þann- ig að skrúfan á skipinu vísaði frá þar sem kafararnir voru undir. Ég sveigði trilluna strax aftur fyrir Herjólf og fundum við strax annan manninn og tók- um hann um borð. Hann var talsvert vankaður, hafði misst lungað og sopið talsverðan sjó. Við fórum strax að svipast um eftir hinum manninum og fund- um hann nokkru utar. Hann hafði kafað til botns þegar Her- jólfur sigldi yfir þá og hélt sér í kafi uns skipið var farið frá. Hann var talsvert þreyttur en hann hélt sér í lunninguna hjá okkur og við sigldum með hann upp að fjörunni". -hkj. frá skipinu og þegar ég kom upp á yfirborðið sá ég skipið sigla framhjá mér í 10-15 metra fjar- lægð. Ég sá þá trilluna og vakti athygli þeirra með því að veifa höndum. Þeir komu strax og tóku mig upp. Ég skal viðurkenna að mér var nokkuð brugðið við þennan atburð en ég tel mig ekki hafa verið í neinni hættu,“ sagði ólafur Sigurjónsson. Félagarnir þrír sögðu að það hefðu verið mistök hjá þeim að vera að kafa þarna í innsiglingunni og vera ekki með köfunarflaggið alfa uppi. „Við höfum lært af þessu og munum standa betur að næstu æfingu. Við erum ákaflega þakklátir þeim á trillunni Lubbu fyrir aðstoðina, þeir reyndu að afstýra hugsanlegri hættu eins og þetta hefur trúlega litið út fyrir frá þeim séð, en við viljum ítreka að við vorum aldrei í hættu. Við höfum allir próf í froskköfun og höfum öðlast nokkra reynslu,“ sögðu þeir fé- lagar í samtalinu við Morgun- blaðið. ólafur Jónsson ásamt fleiri mönnum á trillunni Lubbu björg- uðu froskköfurunum úr sjónum. ólafi sagðist svo frá atburðinum í samtali við Morgunblaðið. „Ég ATHI Námskeiðin byrja í nœstu viku Upplýsingar og innritun í síma 10004 21655 foréf • ritgerðir • glósvir • skýrslur • verslunarbréf Átt þú bágt með að skrifa ensku? Það tekur enginn eftir villunum í talmálinu hjá þér en þegar þær eru komnar á prent verða þær alltof atigljósar. Nú getur þú valið á milli þriggja námskeiða til þess að bæta þig í ritaðri ensku: • Skrifleg verslunarenska I (4-5 stig) þriðjud. 16.30-18.30 • Skrifleg verslunarenska II (6—7 stig) miðvikud. 16.30—18.30 • Almenn skrifleg enska (5-6 stig) fimmtud. 16.30-18.30 Hvert námskeið stendur yfir í 10 vikur. Kennt verður einu sinni í viku tvo klukkutíma í senn. Ef þér finnst þú ekki skrifa ensku eins vel og þú talar hana - hringdu í okkur. MÁLASKÓLINN Ananauslum 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.