Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 Leyfi, sem enginn hefur ábata af — eftir Arna Helgason Margt er skrýtið i kýrhausnum var sagt í gamla dat?a ok martft er skrýtið sem kemur frá veitintía- húsabransanum. Þar er rekið upp ramakvein ef hugsandi menn vilja setja skorður við taumlausum áfengisveitingum. Að maður tali nú ekki um ef synjað er um leyfi. Það er ekki hægt að reka veitinga- hús nema með áfengisveitum, það er það eina sem hægt er að græða á segja forstöðumennirnir. Um af- leiðingarnar vilja þeir sem minnst fjalla, skiljanlega. Þegar það fer ekki framhjá neinum í dag að mesta böl þjóðfélagsins er áfengi og aðrir vímugjafar liggur næst við að spyrja hve'rnig það geti samrýmst að veitingahúsin lifi bestu lífi á að selja mönnum böl- vald og heilsutjón og þannig stuðla að því að breyta heilbrigð- um þjóðfélagsþegn í alkóhólista, eða i það minnsta taka ríflegan þátt í því. Ekki taka vínveitinga- húsin þátt í því að kosta viðkom- andi á afvötnunarstofnun eða i heilsugæslu til að vinna upp það tjón andlega og líkamlega sem þau hafa stuðlað að. Nei, það verður ríkið að sjá fyrir. Forstöðumennirnir segja að það verði að auka fræðslu um skað- semi áfengisins í skólum landsins og síðan brosa þeir og halda áfram að auka bölið. Sem sagt viður- kennt að áfengisbölið sé svo ískyggilegt að með hverju ári verði fleiri og fleiri rúm upptekin af áfengissjúklingum og ekki nóg með það. í stað þess að vinna að uppbyggingu þjóðlegra verðmæta verða þeir fleiri og fleiri sem eru þjóðarbyrði á afvötnunarstofnun- um. Ekki er ástandið glæsilegt og svo eru þessir „sölumenn vímuefn- anna“ steinhissa á því að hugsandi menn skuli vera uggandi með framtíðarþróun og vilji fá hollari heilsulindir einstaklingum til far- sældar. Ekki nóg með það. Þessu víni er dælt meðan viðkomandi stendur á fótunum og ekki hugsað um það sem Páll Ólafsson sagði: „Sjónin og heymin og málið fer með og minnið úr vistinni geng- ur“. Hann vissi hvað hann söng. En það ömuriegasta við þetta allt saman er ekki grátur vínveit- ingahúsanna, heldur hitt að þeir sem borga brúsann beint og óbeint af afleiðingum áfengisdrykkjunn- ar, hreppsnefndir, bæjarstjórnir o.s.frv. eru alltaf til að rétta upp hendur til að veita þessum ólyfj- um í mannfólkið, vitandi það að svo sem menn sá svo skera þeir upp og að skuldadögum dregur. Er þá ekki meira vit í því fyrir þessa aðila að greiða heldur halla vín- veitingahúsanna en fá niðurbrotið og lamað fólk til að annast og greiða stórar fúlgur á meðferðar- og afvötnunarstofnunum? Skyldi það ekki margborga sig? Þetta ættu þeir sem bera ábyrgð á fjár- munum samfélagsins og heilbrigði samborgaranna að athuga gaum- gæfilega. Þegar þeir sjá niðurstöð- una er ég ekki í vafa um að kapp þeirra við útvegun vínveitinga- leyfa myndi minnka, leyfa sem engin þjóð hefir ábata af heldur þvert á móti. Höfundur er fyrrrerandi póst- og símstjóri í Sfykkishólmi. Úr Risanum draumlynda eftir Helgu Steffensen. bókmennta. Frásögnin er rík af ævintýrum. Hún fjallar um náttúruna og mannlegt líf; ást, fæðingu, dauða, trú, drauma, hugarflug, ham- ingju og baráttu, hræðslu og kraft og náttúruhamfarir, svo sem eldgos og jarð- skjálfta. ... Brúðuleikararnir frá íslandi hafa sameinað á frjálsan hátt mismunandi tækni brúðuleiks, án nokkurs ótta við óhreinan stíl, þar sem hugarfluginu er treyst til að fullgera söguna. Þetta eðlilega og beina viðmót til hins óraunverulega heims ævintýra og hluta sem þeir lífga með mikilli innlifun hrífur áhorfendur, jafnt börn sem fullorðna". í Delo Ljubljana segir:- „Þegar litið er yfir það sem Sýningum Leikbrúðulands vel tekið í Suður-Evrópu LEIKBRÚÐULAND er nýkom- ið úr 6 vikna leikfór um Suður- Evrópu þar sem hópurinn sýndi Tröllaleiki á alþjóðlegum brúðuleikhúshátíðum í Júgó- slavíu, Ítalíu og Frakklandi. Að sögn Helgu Steffensen fékk sýningin Tröllaleikir mjög góðar viðtökur og var hópnum veitt heiðursskjal fyrir sýninguna. „Við fengum einnig 1. verðlaun í Zagreb fyrir barnabrúðuleikhús" sagði Helga. „í dómnefndinni eru einungis börn frá ýmsum löndum. Þessi verðlaun eru viðurkennd því börnin eru gagnrýnin og segja alveg sína meiningu, hreinskilnislega. Það var mjög skemmtilegt að fá svo góða dóma í þessum löndum þar sem brúðuleik- hús er gömul hefð og vel sótt. Þarna er fólk líka gagnrýnið á brúðuleikhús og það er metið til jafns við aðrar list- greinar". Sigrún Sveinsson Mir ræð- ismaður íslands í Ljubljana hefur sent Morgunblaðinu nokkra ritdóma sem birtust í blöðunum þar. Þar er farið lofsamlegum orðum um sýn- ingu Leikbrúðulands. í Vjes- nik Zagreb segir m.a. þann 30. ágúst sl.: „Þó að hefð brúðuleikhúss sé ekki gömul á íslandi sann- ar Leikbrúðuland frá Reykja- vík sem stofnað var 1963 að brúðuleikarar þarlendir hafa fullkomna kunnáttu og stjórn á brúðuleik. En það sem meira er, þeir sýna stórfeng- lega list. Það var fljótt ljóst öllum sem voru á sýningu Leikbrúðulands og sáu Tröllaleik, sérstaklega frá- sögnina um eggið eftir Helgu Steffensen, sem gerð er með svartri tækni og stangar- brúðu. Sýningin er í fjórum þáttum og er gerð samkvæmt hefðbundinni venju íslenskra þegar hefur verið sýnt á brúðuleikhúshátíðinni í Ljubljana kemur í ljós að skemmtilegasta og merkileg- asta sýningin er frá Reykja- vík. Það er Tröllaleikur, fjög- ur verk sem sameinast á óvenju skemmtilegan hátt með stórkostlega gerðum brúðum. Þessi verk sýndu ótrúlegt skaplyndi, leikinn- lifun og kunnáttu þeirra sem sýndu. Þau gátu sýnt bros og alvöru, kunnu að koma á óvart og sýna á ljóðrænan hátt. Þau sýndu alla brúðu- leiktækni sem til er. Þau voru einstök og frábær. Þetta skaplyndi að norðan kom sér- staklega fram í sögunni um Risann draumlynda eftir Helgu Steffensen." Þau sem tóku þátt í leikför Leikbrúðulands voru Bryndís Gunnarsdóttir, Hallveig Thorlacius, Helga Steffensen og Þórhallur Sigurðsson. Browne er óvænt efstur á Nimzowitsch-mótinu Skák Margeir Pétursson EFTIR sigra sína á Reykjavíkur- skákmótunum 1978 og 1980 hefur bandaríski stórmeistarinn Walter Browne ekki náð sérlega góóum árangri á stórumótum. Illar tungur sögðu meira að segja að afrek hans hér á íslandi væru þeim nýstárlegu tímatakmörkunum að þakka sem notuð voru á þessum mótum, því Browne teflir allra manna bezt í tímahraki. Á síðasta Ólympíumóti kostaði slök frammistaða Browne, sem tefldi á fjórða borði, Banda- ríkjamenn silfurverðlaunin. En nú á þessi gamli kunningi okkar góða möguleika á því að reka af sér slyðruorðið, því hann er efstur á hinu öfluga minningarskákmóti um Aron Nimzowitsch, sem nú stendur yfir í Næstved í Dan- mörku. Tefldar hafa verið níu um- ferðir af ellefu og er röð þátt- takendanna þessi: 1. Browne 6 v. 2.-3. Nikolic (Júgó- slavíu) og Tal (Sovétríkjunum) 5 v. 4.-5. Larsen (Danmörku) og Ftacnik (Tékkóslóvakíu) 4‘Á v. og biðskák. 6. Vaganjan (Sovét- ríkjunum) 4'Æ v. 7-8. Andersson (Svíþjóð) og Short (Englandi) 4v. og biðskák. 9. Nunn (Englandi) 4 v. 10.-12. Chandler (Englandi), Hansen (Danmörku) og Agde- stein (Noregi)3*A v. Þar sem ólíklegt er að þeir Larsen og Ftacnik vinni biðskák- ir sínar, stendur Browne með pálmann i höndunum, sleppi hann við tap í tveimur síðustu skákunum. Hinn 25 ára gamli júgóslavn- eski stórmeistari, Predrag Ni- kolic, getur einnig verið ánægður með sinn árangur. Þrátt fyrir tvö slæm töp gegn Browne og Vag- anjan er hann samt í öðru sæti. Kandídatarnir í heimsmeistara- keppninni, þeir Tal, Vaganjan og Short, verða hins vegar að tefla mun betur á áskorendamótinu í október, hyggist þeir eiga mögu- leika á að ná einu af fjórum efstu sætunum þar. Þeir Curt Hansen og Simen Agdestein tefla þarna á sínu fyrsta móti sem stórmeistarar. Að vlsu hefur Hansen unnið Vaganjan og Agdestein Larsen, en vinningarnir þurfa að vera fleiri, ætli þeir sér að standa undir titlinum. Walter Browne Við skulum líta á eina stutta og laggóða skák frá mótinu, sem segir okkur betur en nokkur orð, að það er lengi hægt að bæta teóríuna: Hvítt: Rafael Vaganjan Svart: Predrag Nikolic Móttekið drottningarbragð 1. Rf3 — d5, 2. d4 — Rf6, 3. c4 — dxc4, 4. Rc3 — a6, 5. e4 — b5, 6. e5 — Rd5, 7. a4 — Rxc3, 8. bxc3 — Dd5,9. g3 Þessi leikmáti á hvítt; að reyna ekki að ná peðinu á c4 til baka, hefur verið vinsæll upp á síðkast- ið, ekki sízt vegna skákarinnar Helgi ólafsson — Hort, ólymp- íumótinu 1984, en þar varð fram- haldið: 9. - Bb7,10. Bg2 — Dd7, 11. Ba3 - Bd5, 12. 0-0 - Rc6, 13. Hel — g6,14. Bc5 með færum fyrir peðið. 9. — Be6, 10. Bg2 — Db7, II. 0-0 — Bd5,12. e6! Nýr leikur í stöðunni, vafa- laust framleiddur á einhverri rússneskri rannsóknarstofu. Gamli leikurinn, 12. Ba3 — e6, 13. Bxf8 — Kxf8, 14. Rh4 hefur ekki gefið vel af sér. 12. — Bxe6 Svartur er illa beygður eftir 12. — fxe6 og 12. — f6. 13. axb5 — axb5,14. Re5! — Bd5? Drottningarfórnin 14. — Dxg2+, 15. Kxg2 — Bd5+, 16. Kgl — Hxal, virðist nokkuð hæpin, en 14. — c6 var betra, t.d. 15. Hxa8 — Dxa8,16. Rxc6!? — Rxc6, 17. d5 - Bd7, 18. dxc6 - Bxc6, 19. Bxc6+ — Dxc6 og hvítur á eftir að sýna fram á fullnægjandi færi fyrir peðin tvö. Aron Nimzowitsch (1886—1935) fæddist í Lettlandi, en eftir hrakn- inga í fyrri heimsstyrjöldinni, sett- ist hann að í Kaupmannahöfn árið 1922. Hann var einn bezti skák- maður heims, en er nú þekktastur fyrir hugmyndir sínar um stöðu- taflmennsku, sem enn eru í fullu gildi. Byrjun hans, Nimzo- indverska vörnin, þykir t.d. eitt al- bezta vopn svarts gegn drottn- ingarpeðsbyrjun. 15. Bxd5 — Dxd5, 16. Hxa8 — Dxa8,17. Dg4! Allt svarta liðið er á fyrstu röðinni og það kann ekki góðri lukku að stýra. Nú hótar hvítur máti á c8 og 17. — Db7 er slæmt vegna 18. Df5! 17. — e6,18. Dh5 — g6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.