Morgunblaðið - 02.10.1985, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985
*
mnmn
<S> 1984 Universai Press Syndicate G'Z^"
„ ... oq afpantabu farm't&ana
tiL ndrídOL."
Ást er...
... að aðstoða við
uppskeruna.
TM R#a. U.S. Pat. Otf.—all rlghts reserved
«1985 Los Angeles Tlmes Syndicate
Með
morgunkaffinu
flugan í súpunni hafí gefíst upp?
Ef fram heldur sem horfír verður
þú eftirlitsmaður með eftirlits-
mönnunum...
HÖGNI HREKKVÍSI
aHVERNIG GANGA GAP.OYRKJUSTÖRFiM?"
tíl
Ekki virðist sem þetta eintak Morgunblaðsins sé með undin horn, en ef
tekur að gefa á bátinn verður þess ekki langt að bíða.
Andrés önd
fyrir börnin
Kæri velvakandi!
Ástæða þess að ég skrifa þér er
sú að ég get ekki lengur orða
bundist yfir Tomma og Jenna.
Ég er farinn að þekkja það á
hljóðinu hvaða þáttur er í það og
það skiptið, svo oft er búið að sýna
somu þættina. Væri ekki hægt að
sýna Ándrés önd og hans fylgdarl-
ið fyrir fólkið?
Fyrir nokkrum árum voru sýnd-
ir í sjónvarpinu mjög góðir barna-
þættir sem nutu mikilla vinsælda,
nokkrir þeirra hétu t.d.: Börnin á
eldfjallinu, Prúðuleikararnir, Em-
il í Kattholti, og svo tékknesku
þættirnir um geimstelpuna
Majku. Væri ekki hægt að endur-
sýna þá?
Að öðru leyti vil ég þakka fyrir
ágæta sjónvarpsdagskrá.
Tommi
Um bréfsefni
Anna skrifar:
Kæri Velvakandi.
Mig langar til að biðja sjón-
varpið að reyna að fá til sýningar
tvær bíómyndir sem ættu erindi í
ríkisfjölmiðlana. Það eru mynd-
irnar „The Gentle Touch" og
„Grange Hill“ en þær eru báðar
breskar.
Einnig langar mig að taka undir
með þeim sem hafa skrifað í Vel-
vakanda og mælt með að send yrði
út poppdagskrá í sjónvarpinu með
vinsældalista og ýmsu fleiru á
fimmtudagskvöldum. Þetta er
stórgóð hugmynd.
En svo ég noti tækifærið þá
langar mig að minnast á annað og
ólíkt efni. Ég á fjölmarga penna-
vini og nota þess vegna mikið af
bréfsefni.
Mér finnst undarlegt hve lítið
virðist vera til af fallegu en ódýru
bréfsefni á höfuðborgarsvæðinu.
Ef einhver bókaverslun hefur gott
úrval ætti hún að láta vita af sér
því ég er ekki ein um þessa skoð-
un.
Undin
Vestfírðingur skrifar:
Einni spurningu langar mig að
koma á framfæri við Morgunblað-
ið og DV, er hún varðandi það
hvers vegna hornin í blaðapapp-
írnum vilja oft vinda upp á sig. Eg
hef veitt þessu athygli í langan
tíma og minnst þess að svona var
þetta ekki fyrir nokkrum árum. Er
horn
farið að nota aðra tegund af papp-
ír?
Það hefur þurft að brjóta horn-
in í hina áttina til að hægt sé að
lesa blaðið.
Með hin blöðin veit ég ekki
hvernig þessu er varið því ég les
þau ekki.
Um hryllingssögur
og Austur-Þýskaland
Húsmóðir skrifar.
Ég les aldrei hryllingssögur, en
allt sem ég næ í af sönnum sögum,
af marxismanum í framkvæmd,
þar sem almenningur á þá ósk
heitasta, að geta flúið þaðan. Ég
er að lesa Rauðu bókina með
SJS-skýrslunni frægu.
Ritið er lærdómsríkt því þar les
maður að þessir gáfuðu skýrslu-
gerðarmenn lærðu ekkert af stað-
reyndunum um þessi lönd, og lofa
að koma heim til fósturjarðarinn-
ar og vinna henni allt það gagn
sem þeir geta. Þeir ætla að koma á
marxískri stjórn og þá veit maður
að þeir sjá allt með marxískum
gleraugum. Þó vottar fyrir að þeir
vilji einhverjar endurbætur á
kerfinu. En hver getur boðið
mannsæmandi líf þar sem marx-
isminn ræður. Engum hefur tekist
það hingað til og hver vill búa við
skort á tjáningarfrelsi, ferðafrelsi
eða án verkfallsréttar.
f bókinni er undrast hvað seint
gangi að endurreisa Austur-
Þýskaland. Þá er talað um að
rússneski herinn hafi „frelsað"
Austur-Þýskaland en aðeins hálf
sagan sögð. Stalín fékk banda-
menn til þess að gera loftárás á
Dresden, þegar flóttafólkið var
orðið miklu fjölmennara en íbú-
arnir. Loks þegar rússneski herinn
kom, þá var ekki einn einasti
þýskur hermaður þar. Þeir höfðu
allir flúið vestur yfir og aðeins
einn íslenskur læknir eftir í
Brandenburgarhéraði. Rússneski
herinn rændi allar iðnaðarstöðvar
og hafði á brott með sér allt nýti-
legt. Það stendur hvergi í bókinni
að Rússarnir nauðguðu einnig öll-
um konum frá 14 ára aldri, létu
greipar sópa á einkaheimilum og
neyddu síðan Austur-Þjóðverja til
að afhenda sér alla framleiðsluna
á því verði sem þeir settu.
f Vestur-Þýskalandi gengu hlut-
irnir öðruvísi fyrir sig og harma
gerðarmennirnir að þar sé allt
rekið eftir kapítalísku kerfi. Eins
og það sé goðgá að bæta kjör al-
mennings. Bandamenn rændu
ekki Vestur-Þýskaland heldur
fengu Vestur-Þjóðverjar Mars-
hall-hjálpina eins og allar lýðræð-
isþjóðir aðrar. Adenhauer og Er-
hart, sem voru illa séðir af
SJS-mönnum, kunnu að fara með
það fé. Einungis dagvinna var
skattlögð en launin fyrir eftir- og
helgidagavinna rann ósnert í vasa
fólksins. Þetta er ólíkt hinum
skattglöðu Svíum og fleiri þjóðum.
Rússar héldu áfram og nú varð
að heilaþvo austur-þýsku þjóðina.
Rússneskt hernámslið sá um bók-
aútgáfuna. Nefnd skipuð skáldum
sem hlotið höfðu Lenín-verðlaun-
in, fór og bjó til uppskriftirnar
fyrir skáldin, að fara eftir. Einn
fékk árslaun til að skrifa skáld-
sögu um kvikfjárrækt og síðan
skyldi einnig fjalla nákvæmlega
um verksmiðjurnar og hvað fólk
væri sælt í vinnunni.
Það áhugaverðasta í Rauðu bók-
inni eru bréf sem þar birtast og
fjalla um kominúnismann í Kína
og ástandið í Ungverjalandi fyrir
byltinguna.
Allir unglingar í skólum ættu að
lesa Rauðu bókina, þá verður erf-
iðara fyrir þá að gleypa innræt-
inguna, sem er alls staðar.
Skrifið eða hringið
til Velvakanda