Morgunblaðið - 02.10.1985, Síða 21

Morgunblaðið - 02.10.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER1985 21 Afmæliskveöja: Jón G. Sólnes fv. alþingismaður Það má ekki minna vera en að ég sendi félaga mínum og „fjand- vini“ nokkur orð á þessum tíma- mótum í lífi hans, þótt ekki væri nema til að gera nokkra bragarbót fyrir gömul skrif um Kröflu, en einmitt í tengslum við það mikla ævintýr, sem reyndar virðist nú allt geta snúizt Jóni í hag, hófust kynni okkar. Það er reyndar merkilegt íhug- unarefni — að minnsta kosti fyrir sjálfan mig — að við þá menn hef ég hundizt beztu vináttuböndum, sem ég hóf viðskipti við með erj- um og illindum. Þeirra á meðal er Jón G. Sólnes. Það er ekki ætlun mín að gera hér grein fyrir lífsstarfi þessa lit- ríka manns, svo löngu kunnur sem hann er alþjóð þegar, enda nýbú- inn að gefa út ævisögu sína, sem vakti mikla athygli og umtal. Ég hef reyndar haldið því fram, að í þeirri sögu sé dregin alltof einlit mynd af honum, því eins og títt er um sterka persónuleika þá á hann til margar hliðar. Það verð ég að segja eins og er, að fáum mönnum hef ég kynnzt, sem mér hefur þótt eins mikill fengur í að kynnast og kalla vini mína, því að svo gersamlega er Jón laus við hræsni og yfir- drepsskap, að hann getur aldrei þess vegna orðið leiðinlegur. Það er dálítið einkennilegt fyrir nútímann, hvað menn verða marg- ir eins og steyptir í sama mót og þora ekki að vera þeir sjálfir. Við þessa kvilla nútímans er Jón Sól- nes laus með öllu, því að nú hálf- áttræður er hann engum manni líkur með það, hve afdráttarlausar skoðanir hann hefur og er fljótur að átta sig á aðalatriðum máls. Mættu margir ungir menn taka sér hann til fyrirmyndar hvað það snertir. Ég held, að þegar litið verði yfir ævi Jóns og saga hans öll metin í réttu ljósi, þá verði ekki stjórn- málaafskipti hans það, sem hæst gnæfir, jafnvel ekki þótt Krafla verði með tímanum gróðafyrir- tæki fyrir land og lýð — heldur stjórn hans á útibúi Landsbank- ans á Akureyri, sem er slíkt risa- veldi í viðskiptum norðan heiða að engu er til að jafna. Jón var sjálfstæður bankastjóri og á eng- an er hallað, þótt því sé haldið fram, að hann hafi verið áhrifa- mestur þeirra manna, sem þátt áttu í uppgangi bæjarins frá því um 1950 og fram undir 1980. Enda er það svo, að margir hugsa með söknuði nú til þess tíma, þegar „Jón Sólnes og Jakob Frímanns- son stjórnuðu Akureyri". Jón G. Sólnes er mikill gæfu- maður. Það má segja um hann eins og Egill Skalla-Grímsson sagði um sjálfan sig, þegar hann gerir upp reikninga við guð sinn, að forlögin hafa gefið honum „það geð er ég gerði mér vísa fjendur af vélöndum ... “ Menn verða ýmist að vera með slíkum manni eða á móti — engin hálfvelgja er til — est aut non est... Jón Sólnes er vel giftur maður. Það er fátítt að sjá hjón, sem búið hafa saman eins lengi og Inga og hann, eins fallega skotin hvort í öðru. Ég vil að lokum árna þeim hjónum alls hins bezta og þakka þeim fyrir hönd okkar hjóna skemmtileg og góð kynni. Bárður Halldórsson 19. Rxg6! — hxg6 19. - fxg6, 20. De5 - Hg8, 21. Dxe6+ var ennþá verra, svo svart- ur lætur skiptamuninn af hendi möglunarlaust. 20. Dxh8 — Rd7, 21. Bf4 — Da3, 22. d5! — exd5, 23. Hel+ — Kd8, 24. Bg5+. og svartur hafði nú fengið nóg og gafst upp. Vaganjan eyddi aðeins 39 mínútum á þessa skák. Vafalaust hefur mestallur sá tími farið í að ganga til og frá boðinu, því hann virðist yfirleitt gefa skák- um annarra keppenda meiri gaum en sinni eign og væri áreið- aniega ósigrandi ef hann yrði járnaður við borðið. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 1985 121 þátttakandi er á mótinu, þar af 21 í unglingaflokki. Teflt er í sex flokkum og er raðað í flokkana eftir styrkleika, í A-flokki tefla 12 stigahæstu skákmennirnir, næstu 12 í B-flokki o.s.frv. Þátttakendur í A-flokki nú eru flestir ungir og upprennandi skákmenn. Stiga- hæstur þar er Þröstur Þórhalls- son með 2295 stig, og næstir Björgvin Jónsson (2280) og Ró- bert Harðarson (2270). Staðan eftir fjórar umferðir á mótinu er þannig: A-flokkur: 1. Davíð Ólafsson 3%v. 2. Andri ,Áss Grétarsson 3 v. og biðskák. 3. Benedikt Jónsson 2 v. og bið- skák. 4. Árni Á. Árnason 2 v. B-flokkur: 1. Jóhannes Ágústsson 3% v. 2. -3. Tómas Björnsson og Jón Árni Halldórsson 2V4 v. og bið- skák. 4.-5. Þröstur Árnason og Hannes Hlífar Stefánsson 2'/i v. C-flokkur: 1.-2. Hjalti Bjarnason og Eiríkur Björnsson 3V4 v. 3. Ágúst Ingimundarson 2% v. D-ílokkur: 1. Sigurður D. Sigfússon 3% v. 2. Gunnar Björnsson 3 v. og bið- skák. 3. -4. Héðinn Steingrímsson og Einar Þorgrímsson 2% v. og biðskák. E-flokkur (Opinn): 1. Sigurður F. Jónatansson 4v. 2. -3. Kristófer Svavarsson og Arnór V. Arnórsson 3 v. og bið- skák. Unglingaflokkur: (Eftir 3 um- ferðir) 1.-2. Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Árnason 3v. FARIÐI KJÓL OG HVIT7 herra GARÐURINN AÐAlSrFÆTI9 S 12234

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.