Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 Viðræður við Rússa um stálverksmiðju: Morgunbbðid/Skapti Hallffrímsson. Söngelskir landsliðsmenn LANDSLIÐIÐ í handknattleik er nýkomið heim úr keppnis- ferðalagi til Sviss og undirbýr sig nú fyrir A-heimsmeistara- keppnina í Sviss í febrúar. Einnig aðstoða landsliðsmennirnir stjórn HSÍ við fjárðflun, m.a. með útgáfu tveggja laga hljóm- plötu, og var þessi mynd tekin í Hljóðrita í Hafnarfirði í fyrri- nótt þar sem lögin tvö voru hljóð- rituð. Á myndinni sjást, frá vinstri: Júlfus Jónasson, Val, Guðmundur Guðmundsson, Vík- ingi, Jakob Sigurðsson, Val, Jón Árni Rúnarsson, Fram, Egill Jó- hannesson, Fram, Guðjón Guð- mundsson, liðsstjóri, Þórður Sigurðsson, stjórnarformaður í HSÍ, Þorgils óttar Mathiesen, FH, Geir Sveinsson, Val, Valdi- mar Grímsson, Val, Brynjar Kvaran, Stjörnunni, og lengst til hægri er stjórnandinn, Jón Ól- afsson, sem er höfundur texta og laga. Aðild Brimness hf. er mjög óljós ALBERT GUÐMUNDSSON iðnað- arráðherra, hefur beðið Birgi ísleif Gunnarsson, formann stóriðjunefnd- ar, Pál Flygenring, ráðuneytisstjóra og Hermann Sveinbjörnsson í iðnað- arráðuneytinu, að sitja viðræðufund fulltrúa Stálfélagsins og Sovétmanna í iðnaðarráðuneytinu árdegis í dag. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu var þaö Kristján Ágústsson, fyrir hönd fyrirtækis- ins Brimnes hf., sem hafði milli- göngu um að viðræðum yrði komið á um hugsanlega aðild Sovét- manna að stálvölsunar- og stál- bræðsluverksmiðju Stálfélagsins. Brimnes er f hlutafélagaskrá skráð sem umboðs- og heildsala og sem fyrirtæki sem reki verslun með iðnaðarvöru og kaup og sölu verð- bréfa. Hjá hlutafélagaskrá fékk blaðamaður Morgunblaðsins þær upplýsingar í gær að ákvörðun um félagsslit Brimness hefði verið tekin. Búið væri að kjósa skila- nefnd og birta einu sinni í Lög- birtingablaðinu ákvörðun um fé- lagsslitin. Því mætti vænta þess að innan tíðar kæmi beiðni um afskráningu félagsins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun fyrirtækið hafa flutt talsvert af skinnafatnaði til Sovét- ríkjanna, en heimildarmenn blaðs- ins telja að fyrirtækið hafi hvergi komið nærri verslun með málma, eða átt aðild að slíkri iðnfram- leiðslu. rún Guðmundsdóttir vildi í sam- tali við Morgunblaðið ekkert um máliðsegja. Ellilífeyris- þegar fá frítt á sundstaði BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að ellilífeyrisþegar, 67 ára og eldri fái framvegis frítt á sundstaði borgar- innar. Akvörðun um þetta var tekin á fundi borgarráðs á þriðjudaginn síðastliðinn, samkvæmt tillögu frá íþrótta- og tómstundaráði. Breyting þessi gildir frá og með samþykkt borgarráðs. Eimskip um steinullarflutninga:_ Ríkisskip ekki í stakk búið til að annast þessa flutninga „Myndu bæta afkomu félagsins,“ segir Guðmundur Einarsson forstjóri Ríkisskip í stjórn Brimness eru skráö Kristján Ágústsson, Sigrún Guð- mundsdóttir og Aðalbjörg Ágústs- dóttir. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af Kristjáni í gær, til þess að spyrja hann með hvaða hætti fyrirtæki hans tengdist Stál- félaginu og Sovétmönnum, og Sig- EFTIRSPURN eftir steinull frá Steinullarverksmiðjunni á Sauðár- króki befur verið meiri en ráð var fyrir gert, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá verksmiðjunni. Hefur eftirspurnin verið umfram núverandi afkastagetu verksmiðj- unnar, sem hefur valdið nokkurri seinkun á afgreiðslu á pöntunum. Fréttatilkynning Steinullar- verksmiðjunnar er svohljóðandi: „Vegna fréttar á baksíðu Morgun- „AÐ MÍNIJ mati er það í fyllsta máta óeðlilegt, að ríkisfyrirtcki, sem nýtur verulegra ríkisstyrkja, skuli sækjast svo stíft eftir fhitningum, sem vitað er að skila tapi, þegar aðrir aðilar geta annast þessa flutninga án tap- reksturs," sagði Þorkell Sigurlaugs- son, framkvæmdastjóri Eimskips um blaðsins á miðvikudag vill Stein- ullarverksmiðjan hf. koma eftir- farandi upplýsingum á framfæri: Eftir fyrstu prufusendingar hefur eftirspurn eftir vörum verksmiðj- unnar verið allmiklu meiri en ráð var fyrir gert og hafa flutningar því einnig verið miklir, eða sem nemur 35 til 40 20 feta gámaeining- um á viku. Til dæmis voru fluttir frá verksmiðjunni 60 gámar í sein- ustu viku, þar af 35 með Eimskip þá samkeppni sem komin er upp á milli Ríkisskips og Eimskipafélagsins um flutninga fyrir Steinullarverk- smiðjuna á Sauðárkróki og greint var frá í frétt Morgunblaðsins á miðviku- dag. „Það var ljóst fyrir talsvert löngu að Steinullarverksmiðjan ætlaði sér og 25 með Ríkisskip. Nokkur vandi hefur skapast við þetta, sem unnið er að lausn á til frambúðar. Eftir- spurnin hefur einnig verið umfram núverandi afkastagetu verksmiðj- unnar og afgreiðsla á pöntunum því seinkað nokkuð. Biðjum við viðskiptavini vora að sýna okkur þolinmæði næstu tvær til þrjár vikurnar á meðan verið er að fram- leiða upp í eldri pantanir." ekki að eiga gámana og mér er kunnugt um að Guðmundur Einars- son lagði fram á stjórnarfundinum á mánudaginn breytingar á sínu fyrra tilboði, sem voru aðlagaðar að okkar tilboði," sagði Þorkell Sigurlaugsson hjá Eimskip. „Eftir viðræður við framkvæmdastjóra verksmiðjunnar undirrituðum við bráðabirgöasamkomulag og til að fyrirbyggja misskilning var hringt í forstjóra Ríkisskips og stjórnar- formann og þeim tilkynnt um það. Guðmundur brást hins vegar svo við, að hann leggur fram tilboð á mánudaginn, sem er nánast eins og okkar, þannig að ljóst er að einhver leki hefur orðið þarna,“ sagði Þor- kell ennfremur. Þorkell kvaðst hafa ástæðu til að ætla, að Rikisskip væri ekki í stakk búið til að anna þessum flutningum með núverandi skipakosti, auk þess sem félagið hefði ekki gáma í rekstri til að annast flutningana, eins og reyndar hefði komið fram. vakna í þessu sambandi hvers vegna Ríkisskip sækir svo stíft í þessa flutninga, sem vitað er að geta ekki skilað félaginu hagnaði. Þegar Rík- isskip bætir sífellt á sig svona óarð- bærum flutningum krefst það stærri skipa og rekstrartapið vex. Á móti segja menn síðan með árunum, að rekstur Ríkisskips sé svo mikil- vægur að ekki megi draga úr þjón- ustunni þótt þau hafi ef til vill gleymst, tækifærin sem buðust, þegar aðrir aðilar voru tilbúnir til að taka að sér flutningana á sam- keppnisfæru verði“, sagði Þorkell. Guðmundur Einarsson, forstjóri Rikisskips, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að hann hefði vitað að fyrir lægi tilboð frá Eimskipafélag- inu um þessa flutninga, en ekki að bráðabirgðasamkomulag hefði verið undirritað. Guðmundur sagði að upphaflegur samningur Ríkisskips og Steinullarverksmiðjunnar hefði verið undirritaður í september, með fyrirvara um samþykki stjórna beggja fyrirtækjanna. í þeim samn- ingi hefði verið farið eftir ósk Stein- ullarverksmiðjunnar um að Ríkis- skip flytti gáma í eigu verksmiðj- unnar. í lok september hefði komið fram ósk frá verksmiðjunni um að skipafélagið legði til gámana. „Það hefur aldrei verið neitt því til fyrirstöðu af okkar hálfu að út- vega þessa gáma, en að sjálfögðu þurfti að endurskoða samninginn út frá því,“ sagði Guðmundur. „Ég hef engan áhuga á því að heyra at- hugasemdir Eimskips um það hvernig við rekum okkar strand- ferðaþjónustu eða hvort hún sé aðrbær hjá okkur eða ekki. Ég get komið með alveg eins athugasemdir um þeirra strandferðaþjónustu, sem er rekin með miklum halla,“ sagði Guðmundur. Guðmundur var spurður hvort hann teldi þessa flutninga hag- kvæma fyrir Ríkisskip og kvaðst hann telja að svo væri og að þeir kæmu til með að bæta afkomu fé- lagsins. „Þessir flutningar koma til með að auka nýtingu skipanna hjá okkur. I tilboðinu, sem við lögðum fram á mánudaginn, er gert ráð fyrir þeim kostnaðarauka sem gámaþjónustan leiðir af sér. Að öðru leyti tel ég ekki rétt að vera að ræða þessi mál í fjölmiðlum og því síður að svara smekklausum athugasemdum frá keppinautunum ’ ■■ — -íl « Gi’á^nnrliir ,Ég held að sú spurning hljóti að Heimsókn utanríkisráðherra Sovétríkjanna: Sovéska þotan tafðist vegna lendingar varnarliðsvéla ÞOTA Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, tafðist í nokkrar mínútur eftir að hún var reiðubúin til flugtaks á Keflavíkurflug- velli í gærmorgun vegna þess að varnarliðsþotur komu inn til lendingar á sama tíma. Að sögn Péturs Guðmundsson- ar, flugvallarstjóra í Keflavík, sendi orrustuflugsveit varnar- liðsins flugturninum á Keflavík- urflugvelli áætlun vegna reglu- bundins æfingaflugs sjö F-15 véla suður af fslandi. Var brott- för þeirra áætluð á tímabilinu 8.30 til 9.15 í gærmorgun. Fyrstu vélarnar hófu aðflug um kl. 10.15 og um kl. 10.37 voru allar F-15 vélarnar komnar í umferðar- hring umhverfis völlinn. Sovéska flugvélin fór af stæði kl. 10.37 og var á brautarenda kl. 10.43. Þá tilkynnti flugmaðurinn, að hann væri reiðubúinn að hefja flug. Flugumferðarstjóri gaf F-15 vélunum fyrirmæli um að víkja úr umferðarhring fyrir sovésku vélinni, en flugmaður fyrstu F-15 vélarinnar greindi þá frá þvf að hann hefði litlar eldsneytisbirgðir og yrði að lenda. Tveir aðrir orrustuflug- menn tilkynntu siðan hið sama. Alls lentu fjórar F-15 flugvélar á flugvellinum á tímabilinu 10.45 til 10.50, auk flugvélar frá Flug- félagi Norðurlands. Ekki var unnt að koma sovésku vélinni út á braut í notkun vegna þessa fyrr en klukkan 10.50. Hún hóf sig síðan til flugs kl. 10.54. Eftir það lentu þrjár F-15 vélar, sem beðið höfðu lendingar. Að sögn Péturs er litið svo á, að yfirlýsing um litlar eldsneyt- isbirgðir sé fyrsta stig neyðar- ástands og því hafi ekki verið komist hjá að veita lendingar- leyfi. Hann tók fram að sam- kvæmt alþjóðareglum hefðu flugvélar í flugi forgang fram yfir vélar á jörðu niðri. Engu að sfður hefðu flugmenn F-15 vél- anna verið beðnir að yfirgefa umferðarhring, en ekki séð sér það fært. Starfsmaður sovéska sendi- ráðsins í Reykjavík sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins f gær, að borin hefðu verið fram munnleg mótmæli vegna tafarinnar sem varð. Sovét- maðurinn vildi ekki skýra frá nafni sínu og starfsheiti og kvaðst heldur ekki geta upplýst hver hefði borið mótmælin fram, hvenær og hverju hefði nákvæm- lega verið mótmælt. ólafur Egilsson, skrifstofu- stjóri í utanrfkisráðuneytinu, sagði I gærkvöldi, að sovéski sendiherrann í Reykjavík hefði síðdegis f gær óskað eftir að fá að koma til Geirs Hallgrfmsson- ar utanríkisráðherra. Það var erindi hans að láta f ljós sérstaka ánægju með heimsókn She- vardnadze og hve vel hún hefði gengið. Það hafi ekki verið fyrr en hann var staðinn upp til að kveðja, að hann hafi nefnt að eini hnökrinn á heimsókninni hefði verið lending þotna varnar- liðsins. Sendiherrann bætti því við, að íslenskir aðilar hefðu hins vegar fljótlega kippt því í lag og fyrir það væri hann þakklátur. Eftirspurn eftir steinull umfram afkastagetu verksmiðjunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.