Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 5 Fymim sýslumannsembættisbúsUðurinn til hægri og Safnahúsið á Húsavík til vinstri. Safnahúsið á Húsavík fær hús Húsavík, 30. október. UM LEIÐ og Sigríður Víðis Jóns- dóttir kvaddi Húsvík nú um helgina afhenti hún Safnahúsinu á Húsavík að gjöf íbúðarhúsið Tún við Mið- garð á Húsavík, fyrrum sýslu- mannsembættisbústað þeirra hjóna. Brunabótamat þessarar eignar er 5,5 milljónir. Sýslumannshjónin Sigríður og Jóhann Skaptason höfðu fyrir löngu ákveðið að þá þau þyrftu ekki lengur á íbúðarhúsinu að halda skyldi það eign Safnahúss- ins á Húsavík. Jóhann sýslumað- ur var frumkvöðull að stofnun Safnahússins og fullvíst er að byggingin varð að veruleika fyrir einstakt framtak hans og dugnað. Hann afhenti Safnahúsið skuld- laust hinn 24. maí 1980 og með þó nokkurri fjárhæð i sparisjóðs- bók. Sýslumannshjónin og ætt- menni þeirra hafa áður fært Safnahúsinu margar stórar gjaf- ir, þó þessi gjöf sé stærst þeirra allra. Frú Sigríður hefur nú flust til Akraness og dvelst þar í frænd- garði. Fréttaritari Hjúkrunarheimilið: 17 tilboð und- ir kostnað- aráætlun NÝLEGA voru opnuð tilboð í verk fyrir umönnunar- og hjúkr- unarheimilið Skjól sem verið er að byggja við Kleppsveg í Reykjavík. Boðin var út grunn- bygging hússins og bárust 23 tilboð í verkið. Kostnaðaráætlun var 5.210.840 krónur. Lægsta tilboð var 3.714.219 krónur en það hæsta 6.332.400 krónur. Það verður ákveðið á næstu dögum að hvaða tilboði verður gengið. Það voru nokkrir aðilar sem bundust samtökum um að reisa umrætt heimili: Alþýðu- samband íslands, Samband lífeyrisþega ríkis og bæja, Sjó- mannadagsráð, Stéttarsam- band bænda, Reykjavíkurborg ogÞjóðkirkjan. Sautján þeirra tilboða sem bárust í umrætt verk voru undir kostnaðaráætlun. Kirkjuþing: Viðræðuhóp- ur ríkis og kirkju fjalli um réttarstöðu kirkjunnar KIRKJUÞING samþykkti samhljóða í gær ályktun varðandi Suður-Afrfku, en í umræðunni kom hins vegar fram að slík málefni væru utan þess vett- vangs sem eðlilegt væri að kirkju- þing fjallaði um miðað við það þjóð- kirkjuskipulag sem er á íslandi. . Kirkjuþing þakkaði álitsgerð kirkjueignanefndar sem talið er að muni hafa mikil áhrif varðandi rétt kirkjunnar og stöðu hennar að lögum. Lagt var til að stofnaður yrði viðræðuhópur ríkis og kirkju til að finna lausn þessara mála og að kirkjueignir verði ekki seldar á meðan þessi umræða stendur, nema með samþykki kirkjuráðs og biskups. Frumvarpið um Afganist- an var samþykkt samhljoða án nokkurra umræðna og áréttaði kirkjuþing samþykkt frá 1983 um að skora á allar þjóðir að vinna að friði í heimi, stöðvun vígbúnað- arkapphlaups og útrýmingu ge- reyðingarvopna. Samþykkt var að skora á Alþingi að taka til jákvæðrar afgreiðslu frumvarp til laga um starfsmenn kirkjunnar, sem kirkjuþing sam- þykkti í fyrra. Þá var samþykkt frumvarp til laga vegna byggingar Hallgrímskirkju og hljóðar hún svo: „Kirkjuþing 1985 fagnar því að nú er bygging Hallgrímskirkju á Skölavörðuhæð svo langt á veg komin að vonir standa til að hún verði vígð um þetta leyti á næsta ári. Kirkjuþing þakkar þeim sem sýnt hafa áhuga og fórnfýsi við byggingu kirkjunnar og það fram- lag, sem gert er ráð fyrir að Hall- grímskirkja fái í frumvarpi til fjárlaga 1986 og í fjárveitingum Reykjavíkurborgar. Þá vill kirkju- þing þakka lofsvert framtak þeirra þingmanna, sem sérstaklega hafa beitt sér fyrir stuðningi við Hall- grímskirkju á Alþingi". V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! 15. og 16. nóvember Hljómsveitin Tíbrá leikur fyrir dansi bæöi kvöldin. KOMA AFTUR Vegna fjölda áskorana hefur nú tekist aö fá hina frábæru Searchers til aö koma aftur til íslands og skemmta í 111 \i 15. og 16. nóvember. Síöast þegar Searchers komu fram í Broadway var fullt hús og fólk skemmti sér konunglega. Því miöur komust þá færri aö en vildu en úr því er nú bætt og hvetjum viö því gesti okkar til aö tryggja sér nú miöa tímanlega. Matseðill Komakslöguö humarsúpa Fylltur grisahryggur m/vínmarmeruð- um ávöxtum Is m/perum og ávöxtum. PANTIO BORO SEM FYRST í SÍMA 77500. Býður nokkur betra verð? Laugalæk 2. s. 686511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.