Morgunblaðið - 31.10.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 31.10.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 7 Framleiðsla eininga- húsa er að stöðvast Breyta þarf aftur reglum um lánafyrirgreiðslu, segja framleiðendur FRAMLEIÐSLA einingahúsa hér á landi hefur dregist verulega saman að undanförnu og er útlit fyrir að starfsemi margra fyrirtækja á þessu sviði muni stöðvast algerlega á næst- unni. Nokkur fyrirtæki hafa nú þegar hætt framleiðslu á einingahúsum og önnur í þann veginn að hætta. Að sögn Guðmundar Sigurðsson- ar hjá SG-einingahúsum á Selfossi hefur sala á íbúðarhúsum nánast stöðvast. „Það litla sem eftir er er þjónustuhúsnæði á vegum hins op- inbera, leikskólar og þess háttar. Við höfum orðið að segja upp á milli 25 og 30 manns af 50 manna starfsliði," sagði Guðmundur. „Það er ljóst að það þarf að breyta aftur reglum á lánafyrirgreiðslu til ein- ingahúsa, það er að greiða þau út hraðar en til venjulegra húsbygg- inga, enda er byggingatími eininga- húsa miklu skemmri. Ég held að það sé eina leiðin til að blása aftur lífi í þessa starfsemi," sagði Guðmund- ur. Aðrir framleiðendur einingahúsa, sem Morgunblaðið hafði samband við, voru á sama máli. „Það er alveg sama sagan hér og mikill samdrátt- ur frá fyrra ári,“ sagði Bergsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Húseininga hf. á Siglufirði. „Það verður að koma til mikil breyting á lánakjörum og aðstöðu fyrir hús- byggjendur ef þessi starfsemi á ekki að stöðvast alveg á næstunni. Hvað varðar einingahúsin þarf að breyta reglunum aftur eins og þær voru, að við fáum lánin greidd fyrr vegna skemmri byggingartíma," sagði Bergsteinn. Ríkharður Hrafnkelsson hjá Ösp hf. í Stykkishólmi sagði að starf- semi fyrirtækisins lægi nánast niðri um þessar mundir og dökkt útlit framundan. „Það er verið að ljúka við þau hús sem þegar voru seld og framundan er ekkert," sagði Rík- harður. Svipaða sögu var að segja hjá öðrum framleiðendum eininga- húsa, sem Morgunblaðið hafði samband við, og bar þeim öllum Leiðrétting í GREIN Margrétar Þorvaldsdóttur í blaðinu í gær féll niður hluti máls- greinar (í 2. dálki), og gjörbreytir það efninu. Viðkomandi kafli á að hljóða svo: „Barn sem er með sterkar tennur og fer reglulega tvisvar á ári til heimilistannlæknis var i lok skóla- árs fyrir fáum árum sent til skóla- tannlæknis til tannhreinsunar og einskis annars þar sem engin saman um að horfur framundan í þessari iðngrein væru allt annað en glæsilegar. Mistök með fyrirlestur ÞAU mistök urðu í Morgunblaðinu í gær, að þar birtist frétt um fyrir- lestur dr. Sigurðar Júlíusar Grét- arssonar, sem hann flutti um heig- ina á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldismála. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. skemmd var sjáanleg. Fljótlega var hringt og umbúðalaust tilkynnt að barnið hefði 5 tennur skemmdar sem þyrftu nauðsynlega viðgerðar við. Því var svarað til að það gæti ekki verið og því ættu engar við- gerðir að fara fram. Svar skóla- tannlæknisins verður ekki endur- tekið. En honum var svarað því til, að áður en það yrði gert yrði fengin umsögn annars tannlæknis. Það var gert og fann hann ekkert að.“ Biðst blaðið velvirðingar á þess- um mistökum. Brosið sem endast á ævilangt Snyrting í Kvennasmidju VEGNA mistaka, sem urðu við vinnslu þessarar myndar, sem birtist í blaðinu sl. þriðjudag, birtist hún aftur. Hún sýnir snyrti- fræðinga mála vaxtarræktarmanninn ívar Hauksson á kynningu í Kvennasmiðjunni. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi afsökunar á þeim mistökum sem urðu. -4 Schiphol er bestur og þangað flýgur Arnarflug BEST AIRPORT WORLDWIDE 1 SCHIPHOL 2 Singapore 3 Zurich 4 Frankfurt ,5 London, Heathrow Atlanta ampa, Florida neva don, Gatwick ,CDG Enn einu sinni hefur Schip- hol flugvöllur í Amsterdam verið kjö[inn bestl flugvöllur í heimi. í ár fékk hann þrisvar sinnum fleiri atkvæði en sá flugvöllur sem varð númer tvö. Það liggja til þess margar ástæður að flugfarþegar kjósa Schiphol besta flugvöll- inn ár eftir ár. Ein er sú að þar er allt undir elnu þaki (í staðinn fyrir í tveimur eða þremur byggingum) og þjónusta er hraðarl og betri en þekkist annars staðar. Schiphol Amsterdam ---íW Boeing þota Arnarflugs á Schiphol flugvelli I Amsterdam. Fjölbreytni þjónustu þeirrar sem farþegar njóta er líka meiri en annars staðar. Frf- höfnin á Schiphol er sú ódýrasta í heimi og þar fást yfir 50 þúsund vörutegundir í 40 verslunum. Hvergi er auðveldara að komast áfram leiðar sinnar, hvort sem menn eru að fara til Evrópu eða Austurlanda fjær. Frá Schiphol fljúga 64 flugfélög til 180 borga í 80 löndum. Þaðan er einnig hægt að taka lestar um alla Evrópu og bílaleigubílar eru ódýrir. Hollenska flugfélagið KLM flýgur til allra heimshorna. Arnarflug hefur aðalumboð fyrir KLM og hjá Arnarflugi er því hægt að kaupa farmiða til allra heimshorna. Arnar- flug opnar þér hliðið að um- heiminum með því að flytja þig til Schiphol flugvallar í Amsterdam. ^ARNÁRFLUG Lágmúla 7, sfmi 84477

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.