Morgunblaðið - 31.10.1985, Page 12

Morgunblaðið - 31.10.1985, Page 12
12 MORG UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 Snílldar cellóleikur Tónlist Jón Ásgeirsson Löngum hafa menn reynt þann leik með sér, að leysa þá gátu hvers vegna einrödduð verk, tón- verk eins og sellósvíturnar eftir J.S. Bach, bera í sér máttugri listræn skilaboð en mörg þau tónverk, sem miklu meira er lagt til í efni og umbúnaði. Helst þykjast menn sjá sannleikskorn í þeirri staðhæfingu, að grunnur tónhugsunar í öllum tónverkum sé einraddað tónferli og að líkja megi rökrænni framvindu tón- anna við merkingu orða og fram- vindu hugsunar við uppröðun þeirra og á sama veg sé ratað, að ekki sé nóg að merkingin sé Ijós, heldur þurfi orðaskipan og eins og tónskipanin að vera með svo sérstökum hætti, að ein standi hún sem gulli slegið djásn. Ein setning ber í sér vitræn skilgoð en er auk þess undursam- lega orðuð og þannig ber tón- hending í sér rökræna samskipan tóna en er einnig auk þess svo haglega unnin, að hlustandinn getur haft hana eftir, sem setn- ing væri. Þessi galdur er kunnur í bundnu máli, þar sem hver setning ber í eigindir stefsins sem til samans eru ljóð, svo sem tónhendingar mynda eitt lag. En það að leita sannleikans, er eins og lífsganga vitringanna forðum, að sú leit ber menn ávallt á sama stað og þeir hófu leitina. Þar gnapir yfir ókleyft bjargið, því snilldin er aðeins snilld, að aldrei verði hægt að skilgreina hana. Það er í raun þessi galdur, ofinn úr ósýnilegum þræði undursam- leikans er tendrar hinn óbrenn- anda eld og þrá mannsins til samvista við hið yfirskilvitlega. Þar i er fólginn óskabrunnurinn. Erling Blöndal Bengtsson hefur hitt á óskastundina, notið þeirrar náðar að finna andblæ hins yfir- skilvitlega, verið gefin sú gáfa að mega flytja mönnum skilaboð Prómeþeusar og svala óslökkvandi þrá manna eftir fegurð. Sarabandan í fyrstu svít- unni bar í sér þessi skilaboð og Menuettinn var ekki jarðneskur dans. Prelúdían í annarri svít- unni var merkt undursamleikan- um. Sarabandan í þriðju svítunni og báðir Bourrée-kaflarnir voru fegurðin sjálf, en í Prelúdíunni og þriðju svítunni glampaði af hinum óbrennanda eldi. Allir þrír Gigue-þættirnir voru gædd- ir mannlegri gleði, sem ofin er saman úr breyskleika mannsins og góðmennsku. Tónleikar Kam- mermúsíkklúbbsins að þessu sinni, er sellósnillingurinn Erl- ing Blöndal Bengtsson flytur einhver fallegustu tónverk meistara Bachs, eru meðal mestu tónlistarviðburða og á laugar- daginn kemur lýkur hann að flytja svíturnar. I dag (fimmtu- dag) mun hann eiga leið hjá Háskólabíói og leika þá með Sinfóníuhljómsveit íslands, svo að þessi vika er í raun sérstök listahátíð mikils listamanns, sellósnillingsins Erlings Blön- dals Bengtssonar. Kjarvalí Hafnarborg Það eru fleiri en Reykvíkingar, sem heiðra minningu Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. Hafnarfjörð- ur gefur fólki tækifæri til að sjá tvær sýningar á listaverkum meist- arans. Háholt og framtak Þorvalds Guðraundssonar hef ég þegar minnst á hér í blaðinu, og nú er komið að sýningunni í Hafnarborg, menningarsetri þeirra í firðinum. Ég verð að játa, að ekki hef ég fyrr orðið svo frægur að heimsækja þetta merka hús, sem Sverrir Magnússon lyfsali afhenti bænum fyrir nokkru til afnota fyrir menn- inguna, og sýnist mér þetta hin ákjósanlegasta vistarvera fyrir alls konar menningarstarfsemi, skemmtilegt húsnæði og virðulegt, hlýlegt og mannlegt (alla staði. Nú hafa nokkrir eigendur listaverka Kjarvals efnt til sýn- ingar á verkum Hafnfirðinga, og á þann hátt heiðra þeir minningu listamannsins. Þarna er um framtak að ræða, sem er bæði skemmtilegt og virðingarvert af hálfu bæjarbúa, fyrir utan það, hve fróðlegt er að fá að sjá þessi verk, sem annars eru inni á heim- ilum manna. Mig grunar, að Gunnar Hjaltason, gullsmiður og málari, hafi verið driffjöðrin í þessu fyrirtæki, enda eiga hann og kona hans bróðurpartinn af sýndum verkum. En hver svo sem komið hefur þessari sýningu I framkvæmd á miklar þakkir skildar. Þarna eru 53 verk, teikn- ingar, málverk, grafík og vatns- litamyndir. Það er því augljóst, að sumt af þessu er forvitnilegt í meira lagi. Þarna eru nokkur verk, sem ég hafði ekki hugmynd um, að væru til, en afköst Kjar- vals eru með því móti, að alltaf verður maður meira og meira hissa, en ekki skal fjölyrða um einstaka verk í þessu tilviki, heldur benda á, að þarna eru afar skemmtileg verk, sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Þegar ég hafði skoðað þessa sýningu, varð mér hugsað til annarra bæja hér á landi og hvernig það væri til að mynda með bæ eins og Akureyri. Því er ekki efnt til sýningar verkum Kjarvals í eigu bæjarbúa, þar sem þau eru til? Það væri sólar- geisli í skammdeginu fyrir dreif- býlið. Þessi sýning í Hafnarborg er til mikils sóma fyrir Hafn- firðinga og ég óska þeim til hamingju með framtakssemina. Jean-Paul Chambas Myndlist Valtýr Pétursson Franskur listamaður er hér mættur í með verk sfn. Hann var hið fyrsta skiptið með sýningu sína í sálugu galleríi við Lækjartorg, Listamiðstöðinni, en er nú í hinum ágætu salarkynnum Listasafns ASÍ. Ekki sá ég fyrri sýningu Chambas og get því ekki gert samanburð á þessari sýningu og þeirri fyrri. Nú sýnir Chambas olíumál- verk, blýantsteikningar, klipp- myndir og grafísk blöð. Það er því óhætt að ætla, að þessi sam- setning sé nokkuð góð af verkum þessa listamanns, en hann vinn- ur á nútímavísu og minnir í sumum verka sinna á það, sem nú virðist svo algengt hjá mynd- listarmönnum báðum megin hafsins. Einna helst kemur sú staðreynd í Ijós í mannamyndum Chambas, en þær eru meðal annars af frægum menningar- frömuðum, eins og Rilke, Victor Hugo, Delacroix og Toulouse- Lautrec, en sú mynd, er hafði mest áhrif á mig í þessari mynd- röð, er No. 15, W. Benjamin. Sum verkin finnst mér nokkuð hörð í litnum, en annars bera þau vitni um skemmtilega tækni og sanna, að þarna er kunnáttumaður á ferð. Það mætti segja mér, að Chambas væri fyrst og fremst leiktjaldamálari og mætti benda á margt í þessum verkum, sem bendir til þess. í heild er þetta skemmtileg sýning og nokkuð ólík því, sem maður á að venjast hér í borg. Að vísu er ekkert stórbrotið á ferð, en þarna er unnið af alvöru, og er það meira en hægt er að segja um fjölmargt af því, sem hér kemur fram og sýnt er al- menningi. Þeir, sem unna mynd- list og vilja kynnast því, hvað er að gerast annars staðar en í Reykjavík í myndlist, ættu ekki að láta þessa sýningu óséða. Það hefur nokkuð borið við með sýningar erlendra lista- manna hér um slóðir, að fólk hefur verið tregt til að heim- sækja þær. Það er okkur vægast sagt til lítils sóma, og auðvitað ætti fólk að skoða það, sem býðst, og veita því athygli, hvað er að gerast í listum utan höfuðborg- arsvæðisins. Það sakar ekki að víkka sjóndeildarhringinn. Salurinn Það kemur stundum fyrir, að erfitt er að skrifa um einstaka hluti, sem komið er fyrir til sýn- ingar, og maður veit þá ekki í hvorn fótinn á að stíga. Það er það mikil sýningarvertíð í gangi hér hjá okkur á þessu hausti, að vart verður um allt fjallað, svo að vel sé. Þannig opnuðu fjórar sýningar dyr sínar fyrir almenn- ingi seinni part síðustu viku. Þessar sýningar eru mjög mis- munandi að eðli og gæðum, eins og gefur að skilja. Sumt fólk virð- ist eingöngu vera á þeim buxun- um að sýna og aftur sýna, en hugsar minna um gildi sýningar- gripanna, enda eru okkar tímar undirlagðir af auglýsingum og all skonar brellum er beitt til að vekja á sér eftirtekt. Auðvitað hefur slíkt ekkert með listir að gera, og ef öll orð fjölmiðla væru tekin alvarlega, er ég hræddur um, að listræn uppskera biði við það verulegt tjón. Salurinn .Vesturgötu 3 fór nokkuð vel af stað og maður gerði sér vonir um, að einhver ending yrði þar á, en nú veit ég ekki, hvað segja skal. Það hafa verið ótímabærar sýningar þarna á ferð og ekki allt eins skemmtilegt og byrjunin vísaði til, en auðvitað eiga allir sýn- ingarstaðir það á hættu að fá heldur lélega hluti svona við og við. Á Vesturgötu 3 hefur Jón Ferdinandsson komið fyrir nokkrum málverkum, sem hann sjálfur segir, að til séu orðin fyrir áhrif frá Þjóðarbókhlöð- unni. Að vísu má finna sum af formum Jóns í þessari nýbygg- ingu, en að öðru leyti vefst fyrir mér að sjá samhengið. Þessi málverk eru þolanleg í lit, en þau eru afar viðvaningsleg, og ég held, að sýning Jóns í heild hafi ekki verið tímabær, og er það vægur dómur yfir þessu fyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.