Morgunblaðið - 31.10.1985, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985
15
Sporin
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Friðrik Guðni Þérleifsson:
MITT HEIÐBLÁA TJALD.
Ljóð
Hörpuútgáfan 1985
Ljóð Friðriks Guðna Þórleifs-
sonar eru af fremur hefðbundnum
toga, en þó með ýmsum frávikum
frá kliðmjúkum háttum. Friðrik
Guðni getur vissulega stuðlað vel
ag rímað, en líka orðað hug sinn
án allra helstu hjálpargagna brag-
smiðsins:
Luktum augum
hrofirþúágrasið
sem vex yfir sporin þín
gengin í bernsku
ogsöknuðurinn
og minningin
komagangandi
ogopnaþau.
(Bernskuslóð)
Það er töluvert um bernsku-
minningar í Mitt heiðbláa tjald. í
upphafi er talað um að yfirgefa
„bernskunnar hlýja búr“, en án
söknuðar þvi að „á víðáttunni
utar/ bíður þín Eva.“ í Jól stendur
„Eplin voru ekki alltaf rauð/ en
ilmandi."
Friðrik Guðni fæst við að yrkja
heila ljóðaflokka, eins og til dæmis
Skógarvísur sem eru vel kveðnar.
í þeim er rómantískt andrúmsloft.
Riðið er rauðum fákum til fundar
og brugðið sverðum meðan gull
hrynur í bleikan mosa. ölvaðar
eikur dansa og rósir hlæja í runn-
um. Bestur þykir mér hinn létti
leikur ljóðmálsins í lokavísunni:
Ogskógurinngrær
yfirgleymskuþína,
stráir íkornum
stigu þína,
blæselgshornum
brottvistþína,
hyllirkalgreinum
hérvistþína,
hleður bálköstum
hugför þína.
í ljóðaflokki um dýr og fugla,
Dýravísum, eru skemmtilegar
rímæfingar, sennilega vel fallnar
til söngs. Eftirminnilegast þótti
mér ljóðið um krfuna sem skáldið
ávarpar svo: „tvíræða sköpun/
skelegga fis/ yndishamur/ árásar-
þokki“.
Því ber ekki að leyna að sá hluti
Myndin er af fyrstu konunni, sem
klæðist búningnum við hátfðiegt
tækifæri, en það var á 17. júnf sl.
Hún heitir Ingileif Ástvaldsdóttir.
opnast
Friðrik Guðni Þórleifsson
bókarinnar sem nefnist Kurl er
furðu gamaldags kveðinn af ekki
eldra skáldi, en margt er þar vel
orðað og hrynjandin mjúk.
Aftur á móti vitna ljóð eins og
Pétur, Ferð og Dans um erindi
skáldsins við samtíðina. Þau sýna
að Friðrik Guðni Þórleifsson lætur
ekki nægja að kveða létt og
áreynslulaust í anda hins liðna,
heldur vill hann horfast f augu við
þá veröld sem við okkur blasir.
Hann beinir stundum ljóði sfnu
gegn yfirborðslegum hlutum og
skrumi minnugur þeirra tíma
þegar meiri einlægni rfkti.
Þegar á allt er litið er Mitt
heiðbláa tjald þroskaðasta ljóða-
bók Friðriks Guðna Þórleifssonar
og verðugt framhald fyrri bóka
hans, en þær eru Ryk (1970), Augu
í svarta himin (1973) og Og aðrar
vísur (1977).
Þess skal getið að frágangur
bókarinnar er einkar smekklegur.
Sama er að segja um Haustheima
Stefáns Sigurkarlssonar sem
Hörpuútgáfan gefur líka út.
Markaðsstjórar - sölustjórar
Námskeið í markaðssókn
Miklar breytingar eiga sér nú stað á íslenska markaðnum. Aukið frelsi
í verslunar- og verðlagsmálum og aukin samkeppni milli fyrirtækja og
stofnana hafa orðið til þess að þekking á markaðsmálum er ómiss-
andi ef fyrirtæki vilja standa skipulega að markaðssókn sinni.
Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að þátttakendur nái valdi á
markaðsmálum, þannig að þeir geti notað þau hugtök og aðferðir
sem felast í skipulegri markaðssókn.
Efni námskeiðsins er m.a.:
• Helstu hugtök markaðsfræðinnar
• Vöruhugtakið
• Stefnumótun markaðssóknar
• Markaðshlutun
• Verðlags- og þjónustumál
• Samkeppnisgreining
• Auglýsingar og almenningstengsl
Þetta námskeið er einkum ætlað markaðsstjórum, sölustjórum,
almenningstengslafulltrúum og öðrum starfsmönnum sem hafa með
markaðs- og sölumál að gera.
Leiðbeinandi:
Bjarni Snæbjörn Jónsson,
rekstrarhagfræðingur.
Tímiogstabur.
^ _i3. nóvember
W.A3.30-17.30
^nanaustunV^
ScjórnunarfBlðg
íslands
Ananaustum 15
Sfmi: 621066
Habitat veit hvað klukkan slær.
High tech línan er gott dæmi um
. Habitathönnun: Nýstárleg, ■■_________
^^otadrjúg og vönduö. Við eigum nú til
háar hillur og lágvaxin hjólaborö,
a ias
ennfrpTÁTTyiTiMiVfitMiHW
hljómtækjSl
High tech er n
High tech hillan m
og boröiö kr. 2.982,
^kka og tölvuborð. mmm—m
^mleitt í svörtu og hvítu
^■"star kr. 5.564,
v----------
Habitat. Verslun — póstv
Laugavegi 13, sími 25808
h