Morgunblaðið - 31.10.1985, Síða 17

Morgunblaðið - 31.10.1985, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 17 Dómarnir um S-Afríku — eftir Þórð E. Halldórsson Þann 1. september sl. birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins viðtal við Hilmar Kristjánsson, sem búið hefur í S-Afríku um 20 ára skeið. Ég hef ekki séð í blöðum gleggri eða sannari frásögn af því sem þar er og hefur verið að gerast í þessu fjarlæga ríki en umrætt viðtal, enda maðurinn orðinn þar öllum viðhorfum kunnugur. Síðan þetta viðtal fór fram hefur það valdið miklu umtali og blaða- skrifum og er það vel. Það er svo að þar eru ekki allir sammála, enda væri það með ólík- indum. Það er svo tímanna tákn að ekki er að sjá að allir hafi fallið hugsunarlaust fyrir þeim skefja- lausa áróðri sem beitt hefur verið gegn þessu ríki. Eg vil alveg sérstaklega benda á grein í Morgunblaðinu frá 11. september eftir Arnór Hannibals- son, dósent við heimspekideild Háskóla íslands, er hann nefnir „Um aumingjaskap og almættið". Einnig grein eftir séra Árelíus Níelsson i Morgunblaðinu þann 4. september er hann nefnir „Glatað tækifæri í Teigahverfi". Einnig grein í Velvakanda Morgunblaðs- ins frá 6. september, sem ber yfir- skriftina; „Suður-Afríka; hræsni og yfirdrepsskapur Islendinga". Gallinn við þá grein er sá að hún er ekki skrifuð undir nafni. Hún er það vel skrifuð að höfundur hennar hefði vel mátt geta nafns sins, en ég skil hann að því leyti, að hann hefur óttast að áróðurs- maskinan mundi úthrópa hann sem einhvern óbótamann. Guð- mundur Magnússon skrifar grein i Morgunblaðið 15. september og nefnir hana „Hvað er svona merki- legt við S-Afríku?“ Undir orð allra þessara aðila get ég tekið, enda þótt ég sé þeim ekki sammála í öllum atriðum, sumum þeirra. Það sem hefur þó vakið hvað skarpasta athygli í skrifum um þessi mál er afstaða konungs anarkistanna (stjórnleysingjanna) á íslandi, Svavars Gestssonar. Hann fékk eitt af sinum þekktu tryllingsköstum og náði ekki uppi sitt reiðiþrungna nef yfir því að Morgunblaðið skyldi leyfa sér að birta viðtalið við Hilmar Krist- jánsson. „Hverju reiddust goðin?" Svavar Gestsson þarf ekki að halda að greinar þær sem ég hef bent á hér að framan hafi ekki meiri áhrif en upphlaup hans. Þessum sjáifskipaða áróðurskóngi væri hollt að minnast gömlu vís- unnar; „Hvað fer sem það flýgi, það er hún lýgi. Þótt hún fari hraðar en sjónin má sjá, fer sann- leikurinn á eftir og mun henni ná.“ Örvæntingarskrif anarkistans að undanförnu um sinn eigin flokk benda best á hvernig hans sálar- ástand er um þessar mundir. Hann veit manna best að fylgið er að hrynja af kommúnistum á íslandi eins og hreistur af ýsu. Hvað sannar betur en að svo sé, þegar gluggað er í skýrslu „Mæðranefnd- MR sigrar í árlegri ræðukeppni FIMMTUDAGINN 10. októ- ber sl. fór fram hin árlega ræðukeppni milli Verzlunar- skóla íslands og Menntaskól- ans í Reykjavík. Verslunarskólinn hefur unnið keppni þessa nokkra undanfarna vetur, en að þessu sinni sigraði lið MR. Ræðusveit Menntaskólans skipuðu þeir Hlynur N. Grímsson, Gylfi Magnússon og Sveinn Valfells. (FrétUtilkynning) arinnar" sem sjálfur anarkistinn stóð að að skipa á fundi fram- kvæmdastjórnar kommúnista- flokksins þann 29. júlí sl. I skýrslu nefndarinnar, sem í voru flokkssystur anarkistans og samin af þeim, segja þær að flokk- urinn sé orðinn leiðinlegur, ólýð- ræðislegur og staðnaður kerfis- flokkur, sem hafi brugðist því að berjast fyrir kjörum launafólks. Er hægt að hugsa sér öruggari vitnisburð? Eftir eins og hálfs árs dvöl í Suður-Afríku, tel ég mig eiga rétt á því að láta skoðun mína í ljósi um þessi S-Afríkumál. Ég tel engan vafa á því að heppi- legasta lausn þeirra mála sé sú að þeim svörtu sé á einhvern hátt gert kleift að taka þátt í stjórn landsins. En að þeir taki í sínar hendur stjórnina, af því einu að þeir eru fleiri en hinir hvítu, er engan veginn tímabært, vegna þess eins að ennþá eru þeir ekki í stakk búnir til þess. Anarkistarnir á Islandi hafa haldið því fram að svarta kyn- stofninum í S-Afríku sé haldið frá allri menntun og verkþekkingu. í viðtalinu við Hilmar Krist- jánsson segir svo: „Stjórnin leggur gífurlegt kapp á að mennta svert- ingja landsins á öllum sviðum, enda eru fleiri menntaðir svert- ingjar í S-Afríku en í allri Afríku samanlagt. Á síðasta ári útskrif- uðust 50 þúsund svartir stúdentar, og nú eru fimm milljónir svartra við nám í S-Afríku. — Búarnir eru engar skepnur, þeir eru trúaðir og kirkjuræknir með afbrigðum og þeirra skoðanir byggja ekki á mannvonsku. Þeir trúa því að þeir séu að gera rétt og leggja raunsætt mat á staðreyndir. Það þýðir ekki að afhenda svertingjum landið fyrr en þeir hafa þroska til að fara með það. — í S-Afríku eru átta kynbálkar og þeim hefur lengi staðið til boða nokkurt sjálfsfor- ræði. Sumir kynbálkarnir vilja það ekki, en nokkrir eru þegar sjálf- stæðir, en heimurinn vill ekki viðurkenna það, þrátt fyrir að Suður-Afríka líti á lönd þeirra sem sjálfstæð ríki og hafi veitt þeim gífurlegan stuðning. Á síðustu fjárlögum var gert ráð fyrir hvorki meira né minna en 40 milljörðum ísl. króna til uppbyggingar þessara ríkja.“ Eftir reynslu mína þann tíma sem ég dvaldi í Suður-Afríku Ieyfi ég mér að fullyrða, að hvergi í allri Afríku líður svörtu fólki betur en þar. I flestum ríkjum Afríku, sem fengu sjálfsstjórn eftir síðustu heimsstyrjöld og ráku af höndum sér alla hvita menn, er stjórnleysi og hnignun á öllum sviðum og mest er það vegna þess að valda- barátta ættflokkanna ýtir undir hverja borgarastyrjöldina á fætur annarri í þessum vanþróuðu ríkj- um, þar sem svartir drepa svarta. Konungur anarkistanna á fs- landi, Svavar Gestsson, ætti manna best að vita hvers vegna terrorisminn hefur vaðið yfir lýð- ræðisríkin í Vestur-Evrópu og aukist með ári hverju sl. 15-20 ár. Anarkistinn veit vel að trúbræður hans í þessum ríkjum hafa dvalið í terrorista-skólum í Ráðstjórnar- ríkjunum og leppríkjum þeirra. Anarkistinn veit vel að trúbræður hans hafa hvergi komist til valda nema með ofbeldi og blóðsúthell- ingum. Hann veit líka að trúbræður hans um allan heim villa á sér heimildir með lýðræðishjali á meðan þeir eru að læðast að bráð- inni og hremma hana. Það er ekki að ófyrirsynju sem anarkistinn Svavar Gestsson stendur í ræðustóli á landsfundi kommúnista á íslandi 1983 og lætur letra á vegginn fyrir aftan sig; „Framtíð án fjötra." Er ekki framtíðin án fjötra hr. S.G. í lepp- ríkjum trúbræðra þinna í Austur- Evrópu? Er ekki framtíð án fjötra í Ethíópíu, Mósambik, Víet-Nam og síðast en ekki síst í Afghanist- an? Whisky-veislan fræga í Addis Ababa hjá kommúnistastjórninni þar, á meðan þjóðin var að hrynja niður úr hungri sannar best á hvaða villimannastigi trúbræður anarkistans standa á sama tíma sem hann ber sér á brjóst og segist vera ákafur lýðræðissinni. Ástandið í Suður-Afríku nú má rekja beint til terrorista-skólanna. Menn átta sig máski ekki á því að það eru örfá ár síðan allt var þar með friði og spekt áður en terror- isminn kom til sögunnar. Sama má segja um lýðræðislöndin í Evrópu. Svavar Gestsson er engin und- antekning i því að spila sig „sann- an lýðræðisunnanda" á meðan hann vinnur skipulega að því að draumur eins trúbræðra hans rætist; „Sovétísland, óskalandið, hvenær kemur þú?“ Það fer ekki framhjá neinum vitibornum manni að kommúnismi er trú án skoðunar. Einhvers staðar stendur skrifað; „Maður líttu þér nær.“ Deilan um Suður-Afríku er látin heita andúð á „apartheid“. Nú hefur þessi sama lífsskoðun, „apartheid", skotið upp kollinum hjá hópi vandlætara á íslandi. Hin snilldarlega grein hins mannkærleiksfulla fyrrver- andi sóknarprests, Árelíusar Ní- elssonar, í Morgunblaðinu hinn 4. september um upphlaup íbúa ÞórAur E. Halldórsson „Eftir reynslu mína þann tíma, sem ég dvaldi í Suður-Afríku, leyfí ég mér að fullyrða að hvergi í allri Afríku líður svörtu fólki betur en þar.“ Teigahverfis í Reykjavík gegn hús- næði Verndar í hverfinu sannar best hvað fólk getur verið hleypi- dómafullt og sleppir allri rökrænni hugsun, þegar það telur sig vera að verja stundarhagsmuni. Svo áhrifagjarnt er fólk og íbúar hverfisins hafa með þessu upp- hlaupi og áróðri verðfellt sínar eigin eignir, sem það annars þótt- ist vera að vernda. Af frásögn fasteignasala má ráða að ekki þýð- ir að auglýsa þar hús eða íbúð til sölu í dag. í þessu óðagoti „mann- kærleikans" eru íbúarnir að eyði- leggja sínar eigin eignir. Mótmæli gegn þessari afstöðu hinna skammsýnu húseigenda Teigahverfis hefðu átt að vera verðugt mannúðarverkefni hinnar kristnu kirkju á íslandi, með bisk- upinn í broddi fylkingar, en af- staða hennar birtist helst í sögunni af hinum líkþráðu. „Það var aðeins einn, sem sneri aftur til að gefa guði dýrðina." Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur í fréttum af ályktunum hinnar væntanlegu prestastefnu. Megum við máski eiga von á því að ályktanir hennar einkennist af viðtalinu sem Þjóð- viljinn átti á dögunum við séra Lárus Guðmundsson prófast í Önundarfirði? Að síðustu þetta: Það er von mín og trú að fslendingar taki sér Norðmenn til fyrirmyndar í því efni að eiga engan kommúnista á Alþingi eftir næstu kosningar. Höfundur er búsettur í Lúxemborg. BORGAR SIG BOS hugbúnaöur er ekki háður einni tölvutegund, heldur gengur á margar tölvutegundir þ.m.t. IBM XT/AT, DEC MICRO PDFll, STRIDE,. ISLAND XT/AT og ADVANCE. BOS hugbunaður er fjölnotenda með allt að 20 skjái eða einnotenda með möguleika á að vinna í 4 kerfum samtímis. BOS hugbúnaöur gerir kleift að byrja smátt og stækka stig af stigi. BOS hugbúnaður er margreyndur og í stöðugri sókn. Kerfin, sem boöiö er upp á eru m.a.: Fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, sölu- og pantanakerfi, birgðabókhald og birgðastýring, greiðslubókhald, launabókhald, verkbókhald, tollskýrslu- og verðútreikningar, uppgjörskerfi og tíma- bókhald fyrir endurskoðendur, framleiðslustýrmg, ntvinnsla, gagna- grunnur, skýrslugerð, áætlanagerð ásamt tugum sérhannaðra forrita. Söluaöilar BOS hugbúnaðar Gísli J. Johnsen hf., Skrifstofuvélar hf., Aco hf., Kristján Skagfjörð hf., Hugur sf., Almenna kerfisfræðistofan, Tölvutæki sf. Akureyri. dTú Tölvumiöstööin hi F Höfðabakka 9 — Sími 685933

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.