Morgunblaðið - 31.10.1985, Page 19

Morgunblaðið - 31.10.1985, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 19 Í ___________________________________ Jón Baldvinsson, hafa aflað frá- bærlega. Hjörleifur hefur einnig staðið sig ágætlega. ísbjörninn er með nýtt frysti- hús. Og mikill fjármagnskostnað- ur vegna byggingar þess hefur verið þungur baggi á fyrirtækinu. Togarar fyrirtækisins hafa aðeins aflað í meðallagi vel og hvergi nærri eins og hin afkastamiklu nýju skip BUR. Hins vegar eru þeir ekki með mikinn áhvílandi fjármagnskostnað. Hið nýja og fullkomna frystihús ísbjarnarins hefur tæplega haft nægilegt hrá- efni. Árið 1984 nam tap á rekstri ísbjarnarins 82 milljónum króna. Er þá loðnubræðslan á Seyðisfirði talin með sem trúlega hefur bætt afkomuna. Á sama tíma nam tap á rekstri BÚR tæplega 49 milljón- um króna. (Hagnaður af sölu tog- ara meðtalinn). í stuttu máli sagt virðist myndin vera þessi: BÚR: Þokkalegur rekst- ur á frystihúsinu. Erfiður rekstur á togurunum. (sbjörninn: Sæmilegur rekstur á togurunum. Erfiður rekstur á frystihúsinu. A aö loka hagkvæmri einingu BÚR? Um það hefur verið rætt að „sameina" BÚR og ísbjörninn þannig, að öll frysting færi fram í frystihúsi ísbjarnarins og fisk- iðjuveri BÚR yrði lokað. Allir togarara fyrirtækjanna mundu þá leggja upp hjá frystihúsi ísbjarn- arins. Ef þetta verður gert, þá er verið að loka hagkvæmari rekstr- areiningunni hjá BÚR, þ.e. frysti- húsinu og halda óhagkvæmari einingunni gangandi, þ.e. togurun- um. Það er vissulega ankannalegt að leggja þann þátt í starfi BÚR niður, sem gengið hefur betur. Og ef litið er á bæði frystihúsin hjá þessum tveimur fyrirtækjum, þá kemur i ljós að framleiðslan hefur verið mun meiri í frystihúsi BÚR en í frystihúsi ísbjarnarins, og afkoma þess hefur verið betri m.a. vegna mun minni fjármagnskostn- aðar. Samt skal frystihús ísbjarn- arins tekið fram yfir fiskiðjuver BÚR. Ekki virðist mikil skynsemi í þessum ráðagerðum. Helstu rökin, sem færð eru fram fyrir „sameiningu" eru þau, að skapa þurfi stærri rekstrarein- ingu, fjármunir og tæki muni nýt- ast betur og unnt verði að koma . við hagræðingu. Allt eru þetta falsrök. Það væri unnt að ná þess- um markmiðum öllum með þvi að efla BÚR og hlúa að því fyrirtæki. Undanfarin tæp 2 ár hefur skipastóll BÚR verið skorinn niður um þriðjung með sölu tveggja skipa. Framleiðsla frystihúss og fiskverkunarstöðvar hefur stór- lega dregist saman. Og miklum fjölda fóls hefur verið sagt upp. Nú er talað um að skapa þurfi stærra fyrirtæki með „samein- ingu“ við ísbjörninn. Nýja fyrir- tækið yrði álíka stórt og BÚR var áður en það var skorið niður? Hvers vegna var þá verið að skera BÚR niður? Hvers vegna ekki að efla BÚR á ný án samkrulls við einkaaðila? Ráðamenn Reykjavík- urborgar hafa ekkert leyfi til þess að ráðskast með eignir borgarinn- ar, í þessu tilviki Bæjarútgerð Reykjavíkur og afhenda þær hlutafélagi, sem yrði komið úr tengslum við borgina innan skamms. Talað er um, að nýta megi fjár- muni og tæki betur og koma við hagræðingu í samstarfi eða sam- einingu við tsbjörninn. Að sjálf- sögðu má gera slíkt í stórrekstri BÚR þó ekki komi til nein samein- ing við ísbjörninn. Hins' vegar er sjálfsagt, að BÚR hafi samstarf við ísbjörninn og alla einkaaðila aðra sem stunda útgerð og fisk- vinnslu í Reykjavík. Mjög góð afkoma frystihúss BÚR Það er alltaf verið að ræða um það hve afkoma BÚR sé léleg. Sjálfstæðismenn f borgarstjórn Reykjavíkur hafa verið mjög dug- legir við það að koma fréttum f Morgunblaðið um mikinn tap- rekstur BÚR. Gefið hefur verið í skyn, að afkoma BÚR væri verri en afkoma sambærilegra fyrir- tækja í einkarekstri. Reikningar einkafyrirtækjanna liggja yfirleitt ekki fyrir. En mér hefur lengi verið það ljóst, að afkoma BÚR hefur síst verið verri en afkoma einka- fyrirtækja í sjávarútvegi. Og það hefur verið kunnugt, að afkoma fiskiðjuvers BÚR hefur verið betri en fjölmargra frystihúsa í einka- rekstri. Raunar hefur afkoma fisk- iðjuvers BÚR verið með því besta er þekkist í slikum rekstri hér á landi. (Von, að borgarstjóri vilji loka húsinu). En nú liggja reikn- ingar BÚR og ísbjarnarins fyrir hlið við hlið. Og þá kemur í ljós, að afkoma BÚR er betri. Að sjálfsögðu hefur afkoma BÚR verið misjöfn undanfarin ár eins og annarra fyrirtækja í sjáv- arútvegi. Árin 1979 og 1980 skilaði fyrirtækið þó ágætum hagnaði. En af einhverjum ástæðum var þeirri staðreynd ekki hampað eins mikið af Sjálfstæðismönnum í borgar- stjórn og taptölunum. Og ef litið er á afkomu fiskiðjuvers BÚR sl. 8 ár, kemur í ljós, að hagnaður hefur verið á því öll árin nema eitt. Hér fer á eftir yfirlit yfir af- komu BÚR sl. 8 ár. Afkoma fisk- iðjuvers (frystihússins) er einnig sýnd sérstaklega. Milljónir króna (verðlag og mynt hvers árs BÚRíheiid Fiskiðjuverið 1977 - 244,6 + 10,9 1978 - 330,4 + 63,9 1979 + 187,4 + 262,2 1980 + 137,0 + 165,2 1981 - 15,4 + 10,0 1982 - 112,0 + 29,2 1983 - 123,9 - 13,3 1984 - 100,9 + 1,2 Útkoman 1984, tap 100,9 millj. kr., er miðað við rekstrarafkom- una eins og hún kemur fram í reikningum BÚR. Og sú tala er sambærileg við tölur fyrri ára i töflunni. En ef hagnaður af sölu togara er lagður við verður tapið 48,6 millj. kr. Og það er hin rétta bókhaldstala. BÚR starfi áfram Að mínu mati á Bæjarútgerð Reykjavíkur að starfa áfram sem sj álf stætt borgarfyrirtæki. Hins.vegar er sjálfsagt að hafa aðhald í fjárveitingum borgarsjóðs til BÚR. Og til þess að tryggja aukið aðhald væri hugsanlegt að skera á tengsl BÚR og borgarsjóðs þannig að BÚR væri rekið sem félag með takmarkaðri ábyrgð en þó þannig að borgin ætti félagið að öllu leyti áfram. Alþingi hefur samþykkt lög, sem heimila sveitar- félögum að stofna og reka slík fyrirtæki. Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur verið byggð upp sem borgarfyrir- tæki og orðið stórveldi í islenskum sjávarútvegi. Yfirleitt hefur rekst- ur þess gengið þokkalega miðað við þá erfiðleika, sem íslenskur sjávarútvegur hefur þurft við að stríða. 1 sögu þess hafa að sjálf- sogðu skipst á skin og skúrir. En BÚR hefur verið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf Reykjavíkur. Ég átti þess kost að starfa sem stjórn- andi BÚR um nokkurra ára skeið eða frá miðju ári 1978 til ársloka 1983, fyrst sem stjórnarformaður og síðan sem framkvæmdastjóri. Ég minnist þeirra ára með mikilli ánægju. Sérstaklega var ánægju- legt að vinna að uppbyggingu fyr- irtækisins með kaupum á nýjum skipum (Jóni Baldvinssyni og Ottó N. Þorlákssyni) og endurbótum á fiskvinnslu fyrirtækisins. Það er sárt að þurfa að horfa upp á að það sé rifið niður sem byggt hefur verið upp. Enn er unnt að stöðva niðurrif Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Ég skora á Reykvíkinga að slá skjald- borg um þetta mikilvæga fyrirtæki þeirra. Höfundur er fyrrverandi forstjóri BÚR og núrerandi framkræmda- stjóri fslenzks nýfisks, sem er út- fiutningsfyrirtæki. Reykjavíkurhöfn. Fiskiðjuver BÚR fremst i myndinni. Afkoma þess hefur verið góð. Sl. 8 ár hefur ávallt verið hagnaður af fiskiðjuverinu að einu árí undanskildu. MÁNAÐARIEG VAXTAÁKVÖRÐUN ÞÉRÍHAG Eigirþú fé á Innlánsreikningi medÁbót, vökum við yfir þfnum hag. Ábót á vextina er ákvörðuð fyrír hvem mánuð og um leið hvort þú eigir að njóta verðtryggðra kjara eða óverðfryggðra þann mánuðinn, - eftir því hvor kjðrin fœra þér hœrri ávöxtun. Á Innlánsreikningi með Ábót er úttekt frjáls hvenœr sem er - þannig hefur það alltaf veríð - og þú nœrð hœstu ávöxtun reikningsins strax frá nœstu mánaðamótum. SÉFÉ PfTTAÐ LOSNA ÚR RÍKtSSKULDABRÉFUM. þá hafðu samband við Ráðgjafann f Útvegsbankanum. Á VAXTATINDINN MEÐ OKKUR ÚTVEGSBANKINN RÁÐGJAFINN VÍSAR VEGINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.