Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 Öllum þeim sem glöddu mig á nírœðisafmœli mínu með heimsóknum, gjöfum, símtölum og skeytum 5. október sl. færi ég mínar hjartan- legustu þakkir og vinarkveðjur. Guð gefi ykkur öllum ánægju ogfrið. Drottinn blessi ykkur í Jesú nafni. Guð á hœðum gef þeimfrið, gleði, næði og yndi. Auki gæði, leggi lið, lífs andstæðum hryndi. Sæmundur Jónsson frá A ustara-Hóli, Aðalgötu 9, Ólafsfírði. SPilÁfAtJð med_ Cremedas — besta umhirða sem þú getur veitt húð þinni. Hin einstœða samsetning Cremedas veitir húð þinni þann raka, sem nauðsynlegur er í okkar breytilega loftslagi kulda, hita og vinda. Notaðu Cremedas Nordic andlitskrem eitt sér eða undir „make up“, og Cremedas „bodykrem“ eða „bodylotion" í hvert sinn eftir bað. JOPCO HF. VATNAGÖRÐUM 14 SÍMAR/ 39130, 39140 Og nú erum við í Borgartúni 28 Mikift fjölmenni var viðstatt víglsu hins nýja húss. Hellissandur: Morjfunblaðið/ólafur Rðgnvaldsson. Björgunarstööin Líkn formlega tekin í notkun NÝTT slysavarnahús var formlega tekið í notkun hér á staðnum þann 20. október sl. Guðmundur Karl Agústsson, sóknarprestur, messaði í nýja húsinu og kirkjukór staðar- ins söng. Guðmundur Einarsson elsti félaginn og einn af stofnendum Slysavarnardeildarinnar Bjarg- ar afhjúpaði nýtt nafn á björgun- arstöðina og fékk hún nafnið Líkn. Næst rakti fyrrverandi for- maður Slysavarnadeildarinnar Bjargar Leifur Jónsson, bygging- arsögu hússins og sagði hann að fyrsta skóflustungan hafi verið tekin 17. september 1977 að 140 fermetra húsi frá Húsasmiðj- unni. Húsið var fokhelt 27. nóv- ember 1977. Að byggingunni stóðu Slysavarnadeildin Björg og Slysavarnadeild Helgu Bárðar- dóttur. Framkvæmdir lágu niðri að mestu leyti til 1980, en þá var grunnplata hússins steypt. Leifur sagði að húsið væri skuldlaust í dag og að brunabóta- mat þess væri 3Vfe milljón. Margar gjafir bárust slysa- varnadeildunum. Þar á meðal afhenti forseti Slysavarnafélags íslands, Haraldur Henrýsson, Björgunarstöðinni Líkn nýja tal- stöð. Neshreppur utan Ennis gaf utanborðsmótor á gúmmíbát í eigu Slysavarnadeildarinnar. Ólafur. Aðalfundur Krabbameinsfélags Austfjarða: Samþykkti árlega merkja sölu til styrktar bar- áttu gegn krabbameini Krabbameinsfélag Austfjarða hélt sinn 13. aðalfund sunnudaginn 22. september sl. í samkomuhúsinu i Stöðvarfirði og minntist þess jafn- framt að 15 ár eru liðin frá stofnun þess. Gestir fundarins voru Marfríð- ur Smáradóttir og Ásgeir Helgason, erindrekar Krabbameinsfélags ís- lands og Reykjavíkur. Þau sýndu myndir og fluttu fræðsluerindi auk þess sem þau heimsóttu alla grunn- skóla á félagssvæðinu og fræddu nemendur um skaðsemi reykinga. Formaður félagsins, Aðalbjörg Magnúsdóttir, rakti sögu þess í stórum dráttum. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Bjarni Bjarnason, læknir og þáverandi formaður Krabbameinsfélags ís- lands. Fyrsti formaður var Daníel Daníelsson, þáverandi læknir í Neskaupstað. Stofnfélagar voru 850 talsins en samkvæmt síðustu skýrslu félagsins eru nú 750 með- limir. Krabbameinsfélag Austurlands hefur unnið markvisst að stuðn- ingi við baráttu gegn krabbameini. Má þar nefna m.a. aðstoð við undirbúning og framkvæmd hóp- skoðana kvenna í leit að legháls- krabbameini og fjáröflun til tækjakaupa. Samkvæmt skýrslu formanns, hefur félagið lagt út fé að upphæð 3.655.500 gamalla króna fram til ársloka 1980 og um 325.000 í nýjum krónum eftir það. Af tækjakaupum má nefna maga- speglunartæki, sem keypt var 1979 og jónartæki var keypt 1983 en Krabbameinsfélag Austfjarða tók þátt í þeim kaupum að hluta. Bæði tækin voru gefin fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað. Ristilspegl- unartæki auk annarra tækja voru gefin heilsugæslustöðinni á Fá- skrúðsfirði og á Stöðvarfirði. Styrkir hafa einnig verið veittir til sjúklinga sem þurft hafa í meðferð vegna krabbameins. Krabbameinsfélag Islands hefur í hyggju að koma í kring kerfis- bundinni leit að brjóstakrabba í konum og einnig í meltingarvegi karla og kvenna ásamt fræðslu og upplýsingaherferð til að auka skilning landsmanna á vandamál- inu og á hvern hátt raunhæft er að stemma stigu við því. Með tilliti til þessa vill Krabbameinsfélag Austfjarða leggja sitt af mörkum m.a. með fjáröflun og samþykkti fundurinn að tekin skyldi upp ár- leg merkjasala á vegum félagsins og var stjórninni falið að sjá um framkvæmd málsins. Að síðustu þakkaði formaður þann stuðning og velvild, sem fé- lagið nýtur meðal almennings. Stjórn félagsins skipa: formaður Aðalbjörg Magnúsdóttir Fá- skrúðsfirði, ritari Sigrún Steins- dóttir Fáskrúðsfirði, gjaldkeri Guðrún Sigurjónsdóttir Neskaup- stað, meðstjórnendur Helga Aðal- steinsdóttir Reyðarfirði og Sigur- borg Einarsdóttir Eskifirði. I fundarlok þágu gestir, sem voru 52 talsins, veitingar í boði heima- manna á Stöðvarfirði. Flateyri: Konur álykta á kvennafrídegi KONUR á Flateyri höfðu „opið hús“ á kvennafrídaginn 24. október í mötuneyti Hjálms hf. Margt var þar spjallað og vilja konur koma eftirfar- andi ályktunum á framfæri: Með núverandi byggðastefnu er vegið svo hart að landsbyggðinni að útilokað er að breyta nokkru, konum eða öðrum i hag, nema að stærri hluti af þeim auðæfum, sem fara í gegnum sjávarþorp eins og Flateyri verði eftir í byggðarlag- inu sjálfu og nýtist borgurum þar til mannvænlegra lífs. Efst á blað settu konurnar aukna og betri þjónustu á hinum ýmsu sviðum. Hærri laun til fisk- vinnslufólks. Bættar samgöngur. Að öll börn geti lokið skyldunámi i sinni heimabyggð. Aukna mögu- leika á endurmenntun fullorðinna. Stuðning og vernd við fjölskyld- una, sem grunneiningu þjóðfélags- ÍllS. Fréttatilkynning Aðalfundur knattspyrnudeildar KR veröur haldinn í nýja félagsheimilinu föstudaginn 8. nóvember kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Félagar f jölmenniö. stjórnin. Til sölu Til sölu M. Benz 450 SEL 1973. Einn sá glæsilegasti sem komiö hefur. Keyptur nýr fráumboöinu. Upplýsingar í síma 78926 og 78900 eftir kl. 2 á daginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.