Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÖBER1985 Lyfjameðferð á alnæmissjúklingum: Efasemdir um meðhöndlunina Bethesda, Maryland, 30. október. AP. Lciðandi rannsóknarmenn í læknavísindum hafa lýst yfir undrun sinni vegna tilkynningar fransks rannsóknarhóps um að tekist hefði að hemja alnæmisveiruna með lyfi sem venjulega er notað til að gera ígræðslu líffæra mögulega. Sérfræðingur í alnæmisrannsóknum hjá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna í Bethesda, dr. Anthony S. Fauci, hefur varpað fram þeirri spurningu hvernig franski hópurinn geti tilkynnt um „veruíegan" árangur eftir að lyfið hefði einungis verið reynt í viku. AP/Simamynd Prófessorarnir Philippe Even og Jean-Marie Andrieu og læknirinn Alain Vernet staðfesta á blaðamannafundi á þriðjudag að þeir hafi uppgötvað nýja lyfjameðferð fyrir alnæmissjúklinga sem virtist halda sjúkdómnum í skefjum. Ekki hefur enn fengist staðfest hversu árangursrík meðferðin er en hún virðist lofa góðu. Suður-Afríka: Sjö svertingjar féllu í átökum Jóhannesarborg, S-Afríkn, 30. október. AP. SJÖ svertingjar létu lífiA í átök- um í Sudur-Afríku í gærkvöldi og í nótt. Mikil kjörsókn var í dag meðal hvítra manna í auka- kosningunum til þingsins, og telja stjórnvöld það vott um stuðning við þá stefnu sína að vinna að „umbótum í kynþátta- málum“. 1 aðalstöðvum lögreglunnar var sagt, að fimm svertingjar hefðu verið grýttir og síðan skotnir til bana í bifreið i grennd við Durban, þar sem andstæðar fylkingar svartra hafa borist á banaspjótum undanfarna mánuði. Lögreglan sagði einnig, að óeirðalögregla hefði skotið svartan Búist við að frú Bonner fái að fara frá Sovétríkjunum Bonn, Ventur—Þýskalandi, 30. október. AP. Sendiherra Sovétmanna í vestur—Þýskalandi sagðist trúa því að kona sovéska andófsmannsins Andrei D. Sakharovs hefði fengið leyfi yfirvalda til að leita sér lækn- inga á Vesturlöndum. Óstað- festar fregnir herma að Ye- lena Bonner komi til Vínar í dag, fímmtudag. Vladimir Semyonov, sendi- herra, sagði að hann áliti að Yelenu G. Bonner hefði verið leyft að yfirgefa Sovétríkjanna. Álitið er að Bonner þjáist af augnsjúkdómnum gláku sem leitt getur til blindu. Augn- skurðaðgerð til að lækna sjúk- dóminn er ekki fáanleg í Sovét- ríkunum. Þegar fréttamaður AP spurði hvort Sakharov yrði einnig leyft að yfirgefa Sovét- ríkin, svaraði Semyonov: „Það er allt annað mál og þeirri spurningu get ég ekki svarað." Sakharov var sendur í útlegð til borgarinnar Gorkí 1980 og kona hans var send til hans 1984. Vestræn mannréttinda- samtök og ríkisstjórnir hafa ítrekað gert fyrirspurnir um aðstæðu þeirra hjóna en yfir- völd í Sovétríkjunum hafa neit- að að ræða málið þar sem um sé að ræða íhlutun í innanríkis- mál Sovétríkjanna. mann fyrir utan Port Elizabeth, þar sem hann hefði ásamt fleirum verið að grjótkasti og skemmdar- verkum. Á sömu slóðum var annar svart- ur maður höggvinn til bana með öxi eftir að kveikt hafði verið í heima hjá honum með bensín- sprengju. Vígaferlin í nágrenni Durban komu í kjölfar morðsins á Zulu- leiðtoganum Patrick Dlamini, sem skotinn vai: til bana á þriðjudags- morgun, þegar hann reyndi að flýja brennandi híbýli sín. Dlamini var félagi í Inkatha- samtökunum, sem eru hófsöm samtök Zulumanna og hafa verið sökuð um undanslátt og svik i baráttunni gegn aðskilnaðarstefn- unni. P.W. Botha forsætisráðherra gerði sér vonir um að flokkur sinn, Þjóðarflokkurinn, mundi ná öllum fimm þingsætunum, sem kosið var um i aukakosningunum. Frönsku læknarnir sögðu á blaðamannafundi í París á þriðju- dag að lyfið „cyclosporine", sem notað er til að bæla höfnun lík- araans við ígræðslu líffæra, geti komið í veg fyrir fjölgun alnæmis- veirunnar og geri ónæmiskerfi líka- t mans fært að endurnýja sig. Þeii sögðu að meðferð þessi væri alls ekki lækning á alnæmissjúkdómn- um, sem hefur í flestum tilfellum leitt til dauða, en lyfið gæti hjálpað til við að halda alnæmisveirunni í skefjum þar til lyf finnst sem vinn- ur á veirunni. Þrír frönsku læknanna, Philippe Even, Jean—Marie Andrieu og Alan Venet, sögðust hafa orðið vitni að „verulegum" bata hjá tveimur alnæmissjúklingum er þeim hafði verið gefið cyclosporine i fimm daga, en annar þeirra var að dauða kominn þegar meðferðin hófst. Fjórir aðrir alnæmissjúklingar eru í meðferð með nýja lyfinu á La- ennec-sjúkrahúsinu í París, en læknarnir sögðu að enn væri of snemmt að segja til um árangur hvað þá varðaði. Það er mjög óvenjulegt að nýjar lækningaaðferðir séu kynntar með svo litlum fyrirvara hafi þær ekki verið reyndar á fleiri sjúklingum. „Hvers konar vísindamenn eru það sem gefa sex sjúklingum lyf í eina viku og tilkynna fjölmiðlum síðan um árangurinn? Vilji menn virða einhverja siðfræði, er skylt að ganga úr skugga um að meðferðin skilaði árangri áður en skýrt er frá henni opinberlega," sagði dr. Anthony S. Fauci um málið. GENGI GJALDMIÐLA GENGI Bandaríkjadollara lækkaói í dag vegna bollalegginga um lækkandi vexti I Bandaríkjunum. Varð gengi dollarans lægra gagnvart japönsku jeni en nokkru sinni undanfarin fjögur ár. Orðrómur var á kreiki um, að bandaríski seðlabankinn myndi lækka forvexti hjá sér, en þeir eru nú 7,5%. Fari svo, þá myndu vextir lækka almennt í Bandaríkjunum, sem hefði minnkandi eftirspurn eftir dollaranum í för með sér. Sterlingspundið hækkaði í dag og kostaði það 1,4430 dollara síðdegis í dag (1,4380). Gengi dollarans var annars þannig, að fyrir hann feng- ust 2,6140 vestur-þýzk mörk (2,6235), 2,1442 svissneskir frankar (2,1528), 7,%25 franska franka (7,9975), 2,9493 hollenzk gyllini (2,9600), 1.766,75 ítalskar lírur (1.769,50), 1,3645 kanadískir dollar- ar (1,3651) og 210,68 japönsk jen (212,90). Gullverð hækkaði og kostaði það 326,00 dollara únsan (325,80). Sovétríkin: Gefið í skyn að alnæmi sé afleiðing tilraunastarfsemi Moskvu, 30. oktAP Blaóið Literaturnaya Gasetstaya í Sovétríkjunura gefur f skyn að al- næmisveiran gæti verið til kominn vegna sýklahernaðartilrauna á vegum Pentagon í Bandaríkjunum eða leyni- þjónustunar (CIA). „Menn hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna alnæmi, líkt og aðrir nýjir sjúkdómar, s.s. hermannaveiki, brjótast svo skyndi- lega út, og hvers vegna þeir koma upp í Bandaríkjunum og það í borgum á austurströndinni," segir f ítarlegri grein um ónæmistæringu um í blað- inu. 1 greininni er hvergi minnst á hvort alnæmistilfelli hafi greinst í Sovétríkjunum. Heyrst hefur að alnæmisrannsóknir fari fram í Sovétríkjunum vegna þess hve mikla ógn sjúkdómurinn felur i sér og vestrænir fréttamenn hafa sagst hafa það eftir lækni í Grúsíu að nokkur alnæmistilfelli hefðu fund- ist í Sovétríkjunum. Afríka: Vart við sjúk- nyjan dóm skyldan alnæmi New York. 30. október. AP. New York, 30. október. AP. NÝR sjúkdómur, sem dregur fólk til dauða og talinn er skyldur alnæmi, hefur fundist í Afríku. Þar gengur hann undir nafninu meguröarsótt og lýsir sér í því að fólk með sjúkdóminn tapar miklu af líkamsþyngd sinni. Sjúkdómurinn finnst einkum í röðum kynvísra. Sérfræðingar telja að þótt sjúk- dómurinn líkist mjög alnæmi, þá sé þarna um sérstakan sjúkdóm að ræða, að því er fram kemur í breska læknablaðinu Lancet 19. október síðastliðinn. Þessir tveir sjúkdómar eiga mörg einkenni sameiginlega, en alnæmi veldur venjulega ekki þessu mikla tapi á líkamsþunga, sem megurðarsóttin veldur, né niðurganginum sem henni er einnig samfara. Þá er fórnarlömbum megurðarsóttar- innar ekki jafn hætt við sogeitla- bólgum, né að fá hið sjaldgæfa krabbamein kaprosi sarcoma, sem hvort tveggja eru algeng einkenni alnæmis hjá kynhverfum. 63 af 71 sjúklingi með megurð- arsótt sýndu merki þess að vera smitaðir af alnæmisveirunni. Verið er að athuga hvernig á því standi að þeir sýndu ekki allir merki um sýkingu af alnæmi. Sjúkdómurinn sem fannst í Ug- anda er einkum bundinn við laus- látt, kynvfst fólk. Hann er talinn hafa borist þangað frá Tanzaníu. Það er ekki einungis munur á megurðarsóttinni og þeim alnæm- issýkingum sem fundist hafa í Ameríku, heldur er einnig munur á honum og þeim alnæmissýking- um sem fundist hafa í nágranna- ríkinu Zaire. Þá hefur orðið vart eins tilfellis megurðarsóttar í Lundúnum í sjúklingi sem virtist ekki þjást af alnæmi. Alnæmisveiruna nefna sérfræðingar oft HTLV-III. Þessi sjúklingur var hins vegar smitað- ur af annarri veiru sem líkist alnæmisveirunni og tekist hefur að einangra. Það eru ekki allir sérfræðingar trúaðir á, að megurðarsóttin sé nýr sjúkdómur. Einn þeirra sagði að sér virtist sem þarna væri um að ræða ákveðin fylgieinkenni alnæmis, sem ekki hefur tekist að skilgreina nánar, en sagðist ekkert geta fullyrt þar sem hann hefði ekki lesið umrædda grein í Lancet. Hann sagði þó að ýmsar ástæður gætu verið fyrir því að þessi ein- kenni lýstu sér öðru vísi í Afríku en f Ameríku eða Evrópu. Fólk þar þyrfti að glfma við vannær- ingu og ýmsa sjúkdóma, sem ekki væru fyrir hendi á Vesturlöndum. Fyrstu einkenni megurðarsótt- ar er yfirleitt lágur hiti og fólk er almennt veikburða. Eftir það kemur til þyngdartaps og á siðustu stigum sóttarinnar áður en hún dregur sjúklingana til dauða verð- ur húðin upphleypt og kláði er algengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.