Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 Lítill áhugi á hug- myndum Reagans um forsetaembættið Kosningar á Bermúda: Sameiningarflokkurinn eykur þingmeirihlutann Hamilton, Bermúda, 30. október. AP. Sameiningarflokkur Bermúda (UBP) vann stóran sigur í þing- kosningunum á Bermúda og hefur nú meiri meirihluta en nokkru sinni frá því lýðræði var innleitt í eyrikinu. Kjörsókn hefur ekki verið minni á Bermúda en nú, eða 69,5%. Sameiningaflokkurinn, sem er hægriflokkur, bætti við sig 5 sæt- um og hefur nú 31 þingsæti af 40. Stjórnarandstöðuflokkurinn, svo- nefndur Framsækni verkamanna- flokkurinn (PLP), sem er vinstri- flokkur, tapaði þremur þingsætum og hefur nú aðeins 7. Frjálslyndi flokkurinn, hópur manna sem klauf sig út úr PLP í fyrra, bauð nú fram fyrsta sinni og hlaut tvo þingmenn. Með sigrinum hefur John Swan, forsætisráðherra, tryggt flokki sínum 5 ára áframhaldandi stjórn- arsetu, en flokkurinn hefur verið við völd á Bermúda frá 1968. Kveðst Swan ætla nota tímann til að blása nýju lífi í ferðaiðnaðinn, sem verið hefur á niðurleið undan- farin ár, og efla menntakerfið. Talið er að ósigurinn muni kosta Browne Evans formennskuna í PLP. Hún gagnrýndi Swan mjög í kosningabaráttunni fyrir að not- færa sér klofning í röðum stjórn- arandstöðunnar til að efna til þingkosninga fyrr en lög gerðu ráð fyrir. Swan svaraði því til að til- koma nýrra flokka kallaði á kosn- ingar ef lýðræðið ætti að ná fram að ganga. Washington, 30. október. AP. RONALD REAGAN, Bandaríkjafor- seti, lét nú nýlega þá skoóun í Ijós, að ekki ætti að setja neinar skorður við því hve oft mætti endurkjósa sama forsetann en lagði þó áherslu á, að hann væri ekki með sjálfan sig í huga í því sambandi. Bandarískir þingmenn hafa tekið þessari hug- mynd mjög þurrlega. Repúblikanar sem demókratar virðast einhuga um að ekki komi til greina að breyta núgildandi lögum, sem kveða á um, að sami maður megi aðeins vera forseti í tvö kjörtímabil, og raunar liggja nú fyrir þingi tillögur um að kjör- tímabilið verði aðeins eitt en sex ár í stað fjögurra. Frank Guarini, einn þingmanna demókrata, er höfundur tillögunn- ar um eitt kjörtímabil og segir hann, að forseti eigi að „stjórna fyrir land og þjóð og söguna en ekki með það fyrir augum, að hann verði endurkjörinn". „Það er ekki í þágu þjóðarinnar, að forseti reyni að tryggja endurkjör sitt með því að þóknast sem flestum hags- munahópum." Lögin um að aðeins megi endur- kjósa forseta einu sinni eru frá árinu 1951 og runnin undan rifjum repúblikana, sem þótti nóg um, að Roosevelt, forseti, sem var demó- krati, skyldi hafa gegnt embættinu í fjögur kjörtímabil. Raunar var það hefð áður, að forseti sæti aðeins í tvö kjörtímabil en Roose- velt réttlætti langa setu sína með ástandinu á stríðsárunum. Það var í viðtali við franska blaðið „Le Figaro" í september sl. sem Reagan lét þau orð falla, að engar hömlur ættu að vera á því hve oft mætti endurkjósa forseta. Tók hann þó skýrt fram, að hann hefði ekki áhuga á því sjálfur að fara fram í þriðja sinn. Líbanon: Tekinn af lífi fyrir samstarf viö ísraela Sídon, Líbanon, 30. október. AP. I DAG var fertugur Líbani, sem sakaður var um að hafa átt samstarf við ísraelska hernámsliðið í Suður- Líbanon, tekinn af lífi í Sídon-borg. Maðurinn, Mahmoud Hable, var dæmdur til dauða af herdómstóli súnníta, sem stjórna Sídon, höfuð- borg Suður-Líbanons. Réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum, en hundruð manna fylgdust með því, þegar Hable var hengdur fyrir birtingu í morgun. í tilkynningu herstjórnarinnar sagði, að Hable hefði verið sekur fundinn um að eiga samstarf við ísraela, eftir að innrásarlið þeirra hernam Sídon 1982. Frá því að ísraelar drógu herlið sitt út úr Suður-Líbanon fyrr á þessu ári, hafa tugir manna verið teknir af lífi fyrir sömu sakir. Flestir þeirra voru skotnir strax og til þeirra náðist. Nikaragua: Af ótta við innri öfl og eigin þjóð W III II— * w 'W —> m -U Búðir skæruliða. Sandinistar hafa nú brotið andstöðu þeirra á bak aftur að sinni. NEYÐARLÖG voru sett í Nik- aragua um miðjan þennan mánuð og almenn mannréttindi afnumin. Verkfallsréttur, málfrelsi, frelsi til fundahalds, réttur til að áfrýja til hæstaréttar og verjast handtöku, leit og upptöku eigna er meðal þeirra réttinda sem íbúar Nik- aragua hafa verið firrtir frá 15. október. Daniel Ortega Saavedra, for- seti Sandinistastjórnarinnar, lýsti jrfir neyðarlögunum í út- varpi ríkisins, Sandino, og sagði að þau hefðu verið sett vegna samsæris hægri afla í þjóðfélag- inu, bæði kirkju og kaupsýslu- manna, til að koma á ringulreið og grafa undan stjórninni. Or- tega kenndi undirróðri Banda- ríkjamanna um, sem og „öðrum leiksoppum heimsvaldastefn- unnar“. „Grundvallarskilyrði fyrir því að þessum neyðarlögum verði aflétt er að árásarstefna heimsvaldasinna í Nikaragua verði stöðvuð í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Ortega. En „árásarstefnan" virðist hafa tekið á sig nýja mynd, að hyggju Sandinista. Þegar Nik- araguabúar voru sviptir almenn- um mannréttindum 1982, sögðu stjórnvöld að það væri sakir skæruhernaðar byltingarsinn- aðra hægri manna undir vernd- arvæng Bandaríkjamanna. En margir fréttaskýrendur eru sammála Sandinistastjórninni um, að lítil hætta stafi af skæru- liðunum um þessar mundir. Að þessu sinni beindust neyðarlögin að öðrum öflum, sem jafnvel gætu reynst hættulegri vald- Daniel Ortega Saavedra, forseti Nikaragua. höfum: katólsku kirkjunni og löglegum stjórnmálaflokkum í landinu, samtökum hvers konar og óháðum stéttarfélögum, sem veita Sandinistum mótstöðu heima fyrir. Stjórnin óttast að þessi öfl gangi í lið með skærulið- um og myndi sameinaða fylkingu gegn Sandinistum. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar segja ósennilegt að slíkt gerist, þótt ýmsum samtökum hafi vaxið ás- megin vegna uggvænlegra fjár- hagsörðugleika landsins, óvin- sælda herskyldunnar og tilhneig- ingar Sandinista til einræðis, sem sífellt færist í aukana. „Uppgjörið virðist í nánd,“ segir háttsettur sandinisti: „Þetta er aðvörun til stjórnar- andstæðinga. Við gerðum ekki byltingu til að láta hana falla um sjálfa sig.“ í skjóli laga Þótt enn sé ekki ljóst hvernig lögunum verður fylgt eftir, þá njóta nú aðgerðir, sem Sandinist- ar hafa gripið til undanfarna mánuði, skjóls lagabókstafa. Háttsettur embættismaður inn- an rómversk-katólsku kirkjunn- ar hélt fram í viðtali að neyðar- lögin beindust að hluta til að því að hafa hemil á kirkjunni og hafa aðgerðir Sandinista fyrst og fremst beinst gegn henni. Félagar í Sandinistahreyfing- unni réðust 12. október inn á ritstjórn kirkjuritsins La Igles- ia gerðu fyrsta tölublað þess upptækt sem og prentvélar. Miguel Obando y Bravo, kardin- áli, fékk engar skýringar á at- hæfinu, en ljóst er að gagnrýni á stjórnina bæði fyrir að kalla guðfræðinema i herinn og hóta að ógilda dvalarleyfi erlendra trúboða í Nikaragua, sem birtist í kirkjuritinu, hefur þar haft eitthvað að segja. Helsta málgagn stjórnarand- stæðinganna, þegar kirkjunni sleppir, er dagblaðið La Prensa. Skrif blaðsins um bæði pólitfsk, félagsleg og efnahagsleg málefni og borgarastyrjöldina eru rit- skoðuð reglulega. Þau einkafyr- irtæki sem enn fá að reka starf- semi sína kaupa aðallega frá umboðsaðiljum ríkisins og selja til sömuaðilja. Það er erfitt að greina á milli Sandinistahreyfingarinnar og ríkisins í Nikaragua. Herinn er kenndur við Sandinista, og svo er einnig um lögreglu og útvarp. Þá er sandinismi kenndur í skól- um og háskólum. Leiðtogi frjálslynda flokksins í Nikaragua, Virgilio Bodoy, sem hefur af eljusemi reynt að starfa með Sandinistum og var eitt sinn vinnumálaráðherra f stjórn þeirra, sagði nýverið: „Fólkinu leyfist að kvarta, en lítið meira. Fólk vogar sér varla að hreyfa andmælum, af ótta við að synirnir verði kvaddir í her- inn, fyrirtækjum þess lokað eða innflutningsvörur gerðar upp- tækar. Það er ógerningur að fá fólk út úr húsi til að mótmæla, þar sem við getum ekki lofað neinu um öryggi þess eftir á.“ Svo virðist sem hinar nýju aðgerðir miði ekki aðeins að því að styrkja stöðu Sandinista, heldur einnig að því að fyrir- byggja verkföll, sem hafa ágerst í Nikaragua undanfarið. Verk- föllin hófust þegar orðrómur komst á kreik um að stjórnin ráðgerði að fella niður hefð- bundnar launagreiðslur fyrir „þrettánda mánuðinn“, sem venjulega eru inntar af hendi í desember, en stafa einnig af kvörtunum undan skorti á nauð- synjavörum og háu vöruverði. Bandaríkjastjórn segist ekki í neinum vafa um ráðagerðir Sandinistastjórnarinnar. Hátt- settur bandariskur embættis- maður sagði nýverið í Washing- ton að hinar nýju aðgerðir sýndu að Sandinistar óttuðust umræðu og óánægju og augljóst væri að þeir vildu koma á einræði sem fyrst í trássi við yfirlýsta stefnu sfna. Sandinistum hefur með neyð- arlögunum tekist að kæfa and- stöðu heimafyrir, en víst er að þau hafa ekki fallið f góðan jarð- veg erlendis. Ortega ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna i síðustu viku og var þá búist við að hann reyndi að rétt- læta þessa gerræðislegu laga- setningu og reka af sér ofan- greindar fullyrðingar. En forset- inn bætti litlu við ávarpið, sem hann flutti er lýst var yfir neyð- arlögunum. Heimildir: The Economist og Time.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.