Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 32
32 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 Fyrirlestur í bókaverslun Snæbjarnan „Glæða þarf áhuga unglinga á ættfræði“ - segir Jens Pálsson, mannfræðingur JENS Pálsson, mannfræðingur, flytur fyrirlestur í bókaverslun Snæbjarnar í dag er hann nefnir „Tengsl mannfræði og ættfræði". Fyrirlesturinn hefst kl. 17.00 og er hann í tengslum við bókavikur verslunarinnar en sl. mánudag hófst fyrsta bókatilboð vikunnar og er ætlunin að kynna ný bókatilboð í hverri viku fram að jólum. Jens sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann fjallaði m.a. í rabbi sínu um áhuga unglinga á ættfræði sem mjög hefur legið í láginni síðustu árin. „í gamla daga vissi fólk yfirleitt um ættir sínar langt aftur en nú er það undantekning ef unglingar vita um fæðingarstað foreldra sinna hvað þá fæðingar- stað afa sinna og amma. Þetta veldur mér t.d. vandræðum í ætt- fræðirannsóknum mínum. Ég er hér að miða við rannsóknir sem ég Reyndu þetta! (SHflMTU) HÁRLAGNINGARFROÐA heldur hárinu léttu og fjaðrandi, hvernig sem þú leggur það. Fyrir venjulegt hár, feitt hár eða slitið. Undirstrikaðu glæsileika hársins með (SHflMTU) Heildsala: Kaupsel Laugavegi 25 S: 2 77 70 og 27740 gerði upp úr 1950 og sé ég mikinn mun á ættfræðiáhuga unglinga frá þeim árum og nú.“ Hann sagði þó að vissulega glæddist áhugi fólks á ættfræði eftir því sem það eltist og þegar það færi sjálft að eignast börn og barnabörn færi það að grúska í uppruna sínum. „Ættarmót hafa færst mjög í vöxt að undanförnu og hef ég ekkert nema gott um þau að segja. Unglingamir taka virkan þátt í fjölskyldusamkomum þessum og áhugi þeirra á eigin forfeðrum fer jafnframt vaxandi aftur. Einnig hefur ættfræðifélagið haft sín áhrif á ættfræðiþekkingu almenn- ings í gegnum árin,“ sagði Jens Pálsson. Ljósm. Guðmundur R. Einarsson. Guðmundur Ingólfsson píanóleikari. Jazzklúbbur Reykjavíkur hefur vetrar- starfið JAZZKLÚBBUR Reykjavíkur hefur vetrarstarfið með blæstri og slætti í Lækjarhvammi Hótel Sögu í kvöld, fímmtudaginn 31. október. Djammið byrjar klukkan 21 og stendur fram um miðnætti eftir því sem andinn inn blæs. Meðal þeirra sem koma fram að þessu sinni eru Guðmundur Ing- ólfsson, Elfar Berg og félagar, Friðrik Theódórsson og Guðmund- ur Einarsson. Félagsskríteini JR, sem gilda út starfsárið, verða afgreidd við inn- ganginn. (Úr rréltalilkrnningu.) Bladburöarfólk óskast! vix I Austurbær Laugavegur 34—80 Hverfisgata65—115 Ingólfsstræti Leifsgata Barónstígur 4—33 > wss Kópavogur Kársnesbraut 57—139 Bræöratunga |KSYj0tlttÞ(glblb Frá 7. landsþingi LÍS að Bifröst. Sjöunda landsþing Landssambands samvinnustarfsmanna: Norðlendingar skipa stjórnina Nýkjörin stjórn Landssambands íslenskra samvinnustarfsmanna. Páll Leósson frá Akureyri formaður Á SJÖUNDA landsþingi Landssam- bands íslenskra samvinnustarfs- manna, sem haldið var að Bifröst 6. og 7. september var Páll Leósson, Starfsmannafélagi KEA (SKE), kjör- inn formaður í stað Birgis Marinós- sonar, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Þing LÍS eru haldin annað hvert ár. Aðalmál þingsins eru þrjú: líf- eyrissjóðamál, samvinnuhreyfing- in og fjöðmiðlar og samskipti LIS og starfsmannafélaganna. Geir Magnússon, bankastjóri, Eysteinn Sigurðsson, ritstjóri og Guðmund- ur Logi Lárusson, starfsmaður LÍ S, höfðu framsögu um þessi mál. Umræður um fjölmiðlamálin snerust einkum um þær hug- myndir, sem uppi eru um hlutdeild samvinnuhreyfingarinnar í rekstri sjónvarps- og útvarpsstöðva. Til- laga kom fram um að samvinnu- hreyfingin endurskoðaði afstöðu sína til ísfilm en þingið vísaði henni frá. óánægjuraddir heyrð- ust á þinginu um að samtök sam- vinnustarfsmanna skyldu ekki vera aðilar að þeim viðræðum sem nú standa yfir um útvarpsrekstur, og var samþykkt ályktun þess efnis „LÍS taki beinan þátt í þeim umræðum um fjölmiðlamál sem nú eru í gangi milli Sambands ísl. samvinnufélaga, BSRB, ASÍ og fleiri." Sérstök nefnd hefur undanfarið unnið að endurskoðun á reglugerð Lífeyrissjóðs Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Á aðalfundi Sam- bandsins í sumar var stjórn þess og stjórn lífeyrissjóðsins gefin heimild til að halda þessu verki áfram og stefna að því að láta nýja reglugerð taka gildi um næstu ára- mót. Samsvarandi heimild var þar einnig veitt að því er varðar Líf- eyrissjóð verksmiðja Sambandsins á Akureyri. Fráfarandi framkvæmdastjórn LÍS var öll skipuð mönnum af Norðurlandi og gaf enginn þeirra kost á sér til endurkjörs. Að ráði varð að kjósa að þessu sinni aftur eintóma Norðlendinga í stjórnina. Formaður var kosinn Páll Leósson, Starfsmannafélagi KEA (SKE). Aðrir í framkvæmdastjórn eru Stefán Vilhjálmsson SKE, Jóhann Sigurðsson, Starfsmannafélagi verksmiðja Sambandsins (SVS), Jónína Pálsdóttir SVS og Páll A. Magnússon SKE. Varamenn eru Guðjón Ármannsson SKE, Eggert Jónsson SVS, Jóhann Tr. Sigurðs- son SVS og Trausti J. Helgason Sf. Samvinnubankans, Sauðár- króki. í aðalstjórn LÍS voru auk þess kosin þau Gunnar Sigurjónsson, Sf. Samvinnubankans, Reykjavík, ísólfur Gylfi Pálmason, SFS, Bif- röst, Magnús Þorsteinsson, Sf. KHB, Egilsstöðum, Ólafur Straumland, SFS, Reykjavík, Kristjana Sigurðardóttir, Sf. KÍ, Isafirði, og Ari Eggertsson, Sf. KÁ, Selfossi. Varamenn í aðal- stjórn voru kosin Jóhann Steins- son, SFS, Reykjavík, Ásgerður Ingólfsdóttir, FSSA, Reykjavík, Magnús Gunnarsson, Sf. KVB, Patreksfirði, Jóhanna D. Magnús- dóttir, Sf. KASK, Höfn í Horna- firði, ólafur Arnar Kristjánsson, Sf. OSS, Reykjvík og Svala Ingi- mundardóttir, Sf. KRON, Reykja- vík. Endurskoðendur voru kosnir þeir Árni Magnússon og Jakob Björnsson, báðir á Akureyri, og til vara Sigurpáll Vilhjálmsson og ísak Guðmann, einnig báðir Akur- eyringar. Fulltrúi í stjórn Lífeyris- sjóðs Sambandsins var kosinn Geir Magnússon, Reykjavík, og til vara Pétur Jónsson, Reykjavík. Ibúasamtökum Vesturbæjar berst vegleg peningagjöf - vetrarstarfið hefst 5. nóvember Vetrarstarf fúasamtaka Vestur- bæjar hefst með fundi þriðjudaginn 5. nóvember 1985 kl. 20.30 í Nor- ræna húsinu. Á fundinum hefur Guðrún Jónsdóttir arkitekt framsögu um skipulag gamla Vesturbæjarins en á eftir verða umræður og fyrir- spurnir. Kaffívcitingar verða á staðn- um. íbúasamtökum Vesturbæjar barst rausnarleg peningagjöf sl. vor frá velunnara samtakanna sem jafnframt er einn af stofnfélögum þeirra. Gísli Sigurbjörnsson for- stjóri færði samtökunum reiðufé að gjöf og jafnframt gaf Gísli Vesturbænum bekki sem stjórn samtakanna hefur látið merkja og komið fyrir á nokkrum stöðum í hverfinu. Gísli hefur einnig boðið öldruð- um Vesturbæingum til vikudvalar með fæði og þjónustu i húsum í Hveragerði, þeim að endurgjalds- lausu. Sex konur fóru á vegum samtakanna til slíkrar dvalar í byrjun september og tókst þessi fyrsta dvöl með ágætum. Aldraðir Af óviðráðanlegum ástæðum er söngtónleikum Ölafar Kolbrúnar Harðardóttur og Garðars Cortes, sem áttu að verða nk. laugardag í Fríkirkjunni, frestað til laugar- dagsins 30. nóvember nk. Sömu íbúar gamla Vesturbæjarins, sem hafa áhuga á að taka þátt í slíkum ferðum síðar, eru beðnir að hafa samband við stjórnarmenn í sam- tökunum, t.d. við Brynhildi And- ersen í síma 14334. Fréttatilkynning. aðgöngumiðar gilda að sjálfsögðu. Næstu tónleikar verða þá laug- ardaginn 9. nóvember, eins og áður hefur verið auglýst. Stjórn Fríkirkjunnar. Fríkirkjan: Tónleikar falla niður nk. laugardag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.