Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985
35
„Kjötdagar“ í
Matardeild SS
MATARDEILD Sláturfélags Suður-
lands í Hafnarstræti gengst fyrir
„kjötdögum“ í dag og á morgun,
fostudag.
Að sögn Þórðar Þórissonar,
verslunarstjóra, verður boðið upp
á það besta í kjötvörum og á
morgun verður sýnikennsla í versl-
uninni milli kl. 15 og 17. Þá mun
Halldór Ragnarsson, kjötiðnaðar-
maður, sýna hvernig á að úrbeina
kjöt og jafnframt gefa góð ráð
varðandi meðferð og matreiðslu á
kjöti. Sagði Þórður að SS hefði
ekki gengist fyrir samskonar
kynningu áður, en vel væri hugs-
anlegt að slík kynning yrði haldin
reglulega ef þessi frumraun mæld-
ist vel fyrir meðal viðskiptavin-
anna.
Leiörétting
MISHERMT var í Morgunblaðinu
í gær að hluti af starfsemi Versl-
unarskóla íslands færi fram f
nýrri byggingu skólans við Ofan-
leiti. öll starfsemi skólans flyst
þangað í byrjun janúar 1986.
Hjólreiða-
keppni 12 ára
skólabarna
EINS og undarfarin ár efndi
Umferðarráð, í samvinnu við lög-
reglu og menntamálaráðuneytið,
til spurningakeppni um umferðar-
mál meðal 12 ára barna í skólum
landsins.
Um 4.000 börn hófu keppnina
í marzmánuði sl. Þeir nemendur
sem stóðu sig best öðluðust rétt
til þátttöku í undanúrslitum
hjólreiðakeppni sem er tvíþætt,
annars vegar góðakstur og hins
vegar hjólreiðaþrautir. Undan-
úrslitin fóru fram í maímánuði
sl. á Akureyri og í Reykjavík og
mættu 104 börn til leiks. Af
þessum 104 börnum unnu 16
börn sér rétt til að keppa til
úrslita.
Úrslitakeppnin var haldin 12.
október við Austurbæjarskól-
ann. Keppnin var þríþætt, góð-
akstur á götum borgarinnar,
keppni í akstri í gegnum uppsett
þrautaplan og loks áttu kepp-
endur að svara skriflega spurn-
ingum.
Slifl
1.—2. Auöunn Ingvarsson,
Árbæjarskóla Reykjavík 382
I. —2. Dofri örn Guölaugsson,
Grunnskóla Njarövíkur 382
3.-4. HilmarÁgústsson,
Grunnskóla Skútustaöahrepps 380
3.-4. Kristrún Eyjólfsdóttir,
Holtaskóla Keflavík 380
5. HalldórBjarnason,
GrunnskólaSauöárkróks 373
6. Pótur Aöalsteinsson,
Digranessk. Kópavogi 372
7. Ðirgir örn Birgis,
Grunnskóla Borgarness 369
8. JónAndrósSigurös,
Lundaskóla Akureyri 364
9. Bryndís Lúövíksdóttir,
Holtaskóla Keflavík 353
10. VilmundurGeirGuömundsson,
Ðreiöageröisskóla 353
II. 12. Hrólfur P. Ólafsson,
Varmárskóla Mosfellssv. 347
11.12. Óli Grótar Blöndal,
Grunnskóla Egilsstaöa 347
13. Snæbjörn Jónasson,
GrunnskólaSauöárkróks 345
14. Pétur Þóröarson,
Laugarnesskóla Rvík 329
15. Magnús Ingi Eggerts,
Grunnsk. Vestmannaeyja 307
16. HjaltiÓlafsson,
Melaskóla, Rvík 299
Á laugardaginn var fór fram fjáröflunarsamkoma í hátíðarsal Menntaskól-
ans við Hamrahlíð til eflingar Minningarsjóði Guðnýjar Ellu Sigurðardótt-
ur er var yfirkennari Þroskaþjálfaskóla íslands. Flutt var þar að viðstöddu
fjölmenni samfelld dagskrá í tónum og tali í um það bil 3 kist og komu
þar margir fram. Skólastjóri Þroskaþjálfaskólans, Bryndís Víglundsdóttir,
setti samkomuna með ávarpi. Hún gerði grein fyrir hlutverki sjóðsins, að
styrkja þroskaþjálfa til framhaldsnáms, og minntist Guðnýjar Ellu heit-
innar. Tveir kórar komu fram í dagskránni: Belkantókórinn undir stjórn
Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Skáldið Þórarinn Eldjárn las upp Ijóð.
Einsöng sungu þau Dúfa Sylvía Einarsdóttir og Ingimar Sigurðsson. Börn
úr Bjarkarási settu leiksýningu á svið. Einar Ingi Magnússon las upp Ijóða-
þýðingar sínar. Þá lét þar til sín heyra sönghópurinn Hálft í hvoru. Fjölda-
söng nærstaddra stjórnaði Reynir Jónasson tónlistarkennari. A myndinni
er tekin var á samkomunni er kór Hamrahlíðarskólans er hann söng
undir stjórn stjórnanda síns.
Fyrsta sýning Stein-
gríms á Akranesi
STEINGRÍMUR Sigurðsson, list-
málari, opnar málverkasýningu í
Bókhlöðunni við Heiðarbraut á
Akranesi í kvöld kl. 20.30. Þetta
er 59. sýning Steingríms heima
og erlendis.
Á sýningunni eru á þriðja tug
mynda, langflestar málaðar á
þessu ári, en einnig nokkrar
eldri í einkaeign, m.a. úr Borg-
arfirði.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Steingrímur sýnir á Akranesi
og hefst sýningin kl. 20.30 í
kvöld. Á morgun, föstudag,
verður opið kl. 16—22, laugar-
dag og sunnudag kl. 14—22, og
um næstu helgi verður opið
sömu daga á sama tíma.
Steingrímur Sigurðsson
Sauöfjár-
slátrun lokið
á Blönduósi
Blönduósi, 30. október.
SAUÐFJÁRSLÁTRUN er nú lokið í
Sláturhúsi SAH á Blönduósi. Alls var
slátrað 44.354 dilkum og 3.995 full-
orðnum kindum. Er þetta 618 kind-
um færra en síðastliðið haust. Meðal-
vigt dilka reyndist vera 14,32 kfló
sem er 450 grömmum minna en
síðastliðið hausL Fullorðna féð vó
einnig minna í haust en í fyrra eða
21,48 kíló, sem er 660 grömmum
minna en í fyrra.
Stórgripaslátrun hófst á
Blönduósi á mánudag og er áætlað
að slátra um þúsund gripum.
Jón Sig.
íslandsdeild Alþjóða
íhugunarfélagsins 10 ára
Maharishi Mahesh Yogi hóf að
kenna íhugunaraðferð sína fyrír
um 25 árum hér á vesturlöndum.
Hann lagði strax í upphafi áherslu
á að aðgreina innhverfa íhugun
frá öðrum hugleiðsluaðferðum.
Ástæðan var sú að hugleiðsla var
ekki talin hafa áhrif á daglegt líf
fólks og lausn vandamála líðandi
stundar. Þessa afstöðu taldi hann
alranga. Hann hélt því fram að
með því að iðka innhverfa íhugun,
tækni sem væri andlegs eðlis, stuðl-
uðu menn að því að bæta starfsemi
líkama og taugakerfis og ætti það
að koma fram þannig, að menn
væru færari um að leysa vandamál
sín.
Árið 1959 setti Maharishi fram
þá kenningu að væri andleg þró-
un raunveruleg ætti hún að vera
mælanleg. Síðan þá og fram á
þennan dag hafa fjölmargar
rannsóknir staðfest að með iðkun
innhverfrar íhugunar hefst al-
hliða þróun mannsins. Rann-
sóknirnar eru mörg hundruð
talsins og má skipta i þrjá flokka:
1. Þær rannsóknir sem gerðar
eru meðan á iðkuninni stendur
og sýna fram á ástand sem
nefna mætti hvílandi árvekni.
í þessum flokki eru t.d. þær
rannsóknir sem sýna fram á
djúpa líkamlega hvíld sam-
hliða mjög skipulagðri starf-
semi heilans.
2. Þær rannsóknir sem sýna
áhrif iðkunarinnar utan íhug-
unartímans. Hér mætti nefna
aukna greind, meiri sköpunar-
hæfni, heilsteypta þróun per-
sónuleikans auk rannsókna
sem sýna að íhugunin kemur
að góðu gagni sem vörn gegn
ýmsum sjúkdómum.
3. Þær rannsóknir sem sýna að
einstaklingar sem hafa styrkt sig
með iðkun innhverfrar íhugunar
hafa skapandi og uppbyggileg
áhrif á samfélag sitt. Hér mætti
nefna til rannsóknir sem sýna
fram á betri árangur í námi,
meiri framleiðni og bætt sam-
skipti. En í þessum flokki eru
einnig þær athuganir sem sýna
að með iðkun sinni efla iðkendur
óbundið grunnsvið hugarins og
samstillandi áhrif takmarkast
því ekki við iðkendur eina. í ljós
hefur t.d. komið að iðki um 1%
íbúafjölda borgar eða lands
tæknina aukast framfarir í
landinu og vandamál verða auð-
leysanlegri.
Allar þessar rannsóknir, svo
og stuðningur læknasamtaka við
innhverfa íhugun, hafa leitt til
þess að nú er þessi íhugunar-
tækni kennd af sérþjálfuðum
kennurum í nánast öllum löndum
heims og nýtur hvarvetna virð-
ingar og viðurkenningar. Þessi
Maharishi Mahesh Yogi hefur
unnið ötullega á Vesturlöndum í
25 ár. Nú er vöxtur íhugunarhreyf-
ingar hans hvað mestur á Indlandi.
hverfri íhugun hefur jafnvel leitt
til þess að ýmis önnur samtök
sem kenna allt aðrar hugleiðslu-
aðferðir hafa tekið upp orðin
„innhverf íhugun". I þessu sam-
bandi er rétt að nefna að árið
1978 fékk íhugunarhreyfingin á
íslandi einkarétt á notkun orð-
anna „innhverf íhugun" í auglýs-
ingum svo og á hinu erlenda heiti
tækninnar, Transcendental
Meditation.
Alþjóða íhugunarfélagið á ís-
landi (Islenska íhugunarfélagið)
er 10 ára um þessar mundir og
hafa um 2.000 manns lært inn-
hverfa íhugun á námskeiðum fé-
lagsins. Námskeiðin hefjast jafn-
an á kynningarfyrirlestri. Sá
næsti verður á Hverfisgötu 18.
kl. 20.00 fimmtudaginn 31. októb-
er og er hann öllum opinn.
Áhrif innhverfrar íhugunar
koma fram á öllum sviðum lífsins
vegna þess að með tækninni
hreyfir iðkandinn við sameigin-
legum uppruna allra náttúrulag-
anna í tærri vitund. Eiginleikar
tærrar vitundar eins og þeim er
lýst í Vedunum (elstu heimildum
um hærri stig vitundar) eru hinir
sömu og eiginleikar samsviðsins
(unified field) eins og því er lýst
í nýjustu kenningum eðlisfræð-
inga. Við það að lífga upp
óbundna tæra vitund með iðkun
innhverfrar íhugunar lífgast upp
semeiginlegur grunnur allrar
náttúrunnar. Það leiðir til þess
að öll lögmál náttúrunnar eflast
og eðlilegt jafnvægi ríkir milli
þeirra. Náttúrulögmálin stuðla
öll að þróun, hvert á sínu sviði.
Eðlileg afleiðing iðkunar inn-
hverfrar íhugunar er því fram-
farir á öllum sviðum lífsins, bæði
í líkama og hugarstarfsemi iðk-
andans svo og í samfélaginu.