Morgunblaðið - 31.10.1985, Side 39

Morgunblaðið - 31.10.1985, Side 39
Minning. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 39 Steinunn Björg Eyjólfsdóttir Fsdd 10. febrúar 1894 Dáinn 15. október 1985 í dag fer fram frá Hallgríms- kirkju í Reykjavík útför Steinunn- ar Bjargar Eyjólfsdóttur. Hún andaðist þann 15. október síðast- liðinn á vistheimili aldraðra, Kumbaravogi, Stokkseyri, á 92. aldursári. Með sorg og söknuð í hjarta kveð ég ástkæra móðursystur eftir nær hálfrar aldar kynni. Andlát hennar var friðsælt og var hvíldin henni kærkomin. Steinunn Björg fæddist á Hofi í Gerðahreppi 10. febrúar árið 1894. Hun var elsta barn hjónanna Lilju Friðriksdóttur og Eyjólfs Guðlaugssonar, bátasmiðs, er síð- ast bjuggu á Kötluhóli i Leiru i Gerðahreppi. Þau eignuðust alls 7 börn, en Eyjólfur hafði áður verið heitbundinn Björgu Jónsdóttur, sem andaðist við fæðingu sonar þeirra, Guðmundar. önnur börn þeirra hjóna voru: ólafur, Sigur- björn, Guðrún, Maria Guðbjörg, Ingiveig og Margrét Rannveig. Eru þau öll látin. í huga mér bregður fyrir mynd af íslensku þorpi á sjávarströndu. Hópur barna er að leik. Sólin skín glatt og svolitil gola strýkur barnavanga. Elsta stúlkan í hópn- um er um það bil 12 ára gömul og heldur á systur sinni á öðru aldurs- ári í fangi sér. Hún lítur eftir barnahópnum vökulu augnaráði og hastar á þau er með þarf, en röddin er þýð og stutt er í hlátur- inn. Gola ýfir fallega, svarta hárið hennar og bláu augun ljóma er hún litur á systkini sin. Þarna eru þau öll saman komin og lífið blasir við þeim svo bjart og fagurt. Þessi mynd mun ávallt lýsa upp huga minn er ég minnist frænku minnar Steinunnar Bjargar. Umhyggja og ástúð voru ríkir þættir í fari hennar og þeirra nutu systkini hennar og ættingjar ós- part. Hjónin Lilja og Eyjólfur bjuggu börnum sínum gott heimili, þar sem guðsorð og góðir siðir voru í hávegum hafðir. Börnin voru öll vel gefin og vinnufús og fóru þau eldri snemma í vinnumennsku fjarri heimili sínu, eins og tíðkað- ist á þessum aldamótaárum. Að lokinni barnaskólagöngu réðst Steinunn Björg í vinnu á heimili þar sem gjarnan var unnið hörðum höndum frá morgni til kvölds. Á þessum árum var allri erfiðisvinnu tekið með jafnaðar- geði og vinnan talin guðsgjöf. Er heimþráin sótti á, var ekki talið eftir að ganga langar vegalengdir og man ég að hún frænka mín sagðist eitt sinn hafa gengið frá Reykjavík til Keflavíkur til að hitta fjölskyldu sína. Hún fluttist ung til höfuðborg- arinnar og starfaði m.a. í mörg ár hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur og einnig hjá Vinnufatagerð íslands. Eftir miðjan aldur hóf hún störf við barnagæslu á barnaleikvellin- um við Freyjugötu í Rvík. og lét hún þar af störfum fyrir aldurs- sakir 75 ára að aldri. Þetta starf veitti henni mikla lífsfyllingu og gleði því þarna nutu sín vel skap- gerðareiginleikar hennar, óþrjót- andi þolinmæði og skilningur á barnslundinni, enda undu börnin sér ákaflega vel í návist hennar. Samhliða þessu starfi vann hún fjölda ára fyrir Heimilisiðnaðarfé- lag íslands. Hún var listakona á sviði hannyrða og þótti handbragð hennar bera af. Steinunn giftist ekki né eignað- ist börn. Hún var lengst af búsett á Kvisthaga 21, Rvík., þar sem hún átti vel búna og fallega íbúð. Begga frænka, eins og hún var ætíð kölluð af ættingjum sínum, kom oft á heimili foreldra minna og naut ég alla tíð elsku hennar og umhyggju < ríkum mæli svo og ðll fjölskylda mín síðar meir. Mér voru öll móðursystkini mín mjög kær og það var mér mikils virði að kynnast þeim og eiga þau að. Sem lítil stúlka fór ég oft með Beggu frænku í smá ferðalög. Leið okkar lá þá gjarnan á Hverfisgötu 51 í Hafnarfirði. Þar bjuggu þá sæmdarhjónin Guðrún Eyjólfs- dóttir og Karl Jónsson, járnsmið- ur. Ég minnist ljúfra stunda á fallegu heimili þeirra hjóna þar sem mér var ætíð tekið opnum örmum. Oft var fjölmennt á Hverf- isgötunni, hjá Gunnu frænku og Kalla þegar öll systkinin og fjöl- skyldur þeirra voru þar saman komin. Var þá m.a. rætt um lands- ins gagn og nauðsynjar af miklum áhuga og alltaf glatt á hjalla. Margar ferðirnar voru einnig farn- ar til Keflavíkur á Túngötu 15, þar sem þau voru búsett Sigurbjörn Eyjólfsson útgerðarmaður og eft- irlifandi eiginkona hans Guðlaug Jónsdóttir. Þannig héldu systkinin ætíð hópinn í gegnum árin og studdu hvort annað í blíðu og stríðu. Steinunn Björg var fríð kona sýnum. Hún var hlédræg og lét lítið yfir sér, en traustur vinur vina sinna. Hún hafði ferðast víða um landið sitt og séð tímana tvenna í uppbyggingu þess og atvinnuháttum. Árið 1977 fluttist hún á vist- heimilið á Kumbaravogi Stokks- eyri, þar sem hún dvaldist til æviloka. Ellin reyndist henni ekki þrautalaus, sjón og heyrn farin að gefa sig, en að öðru leyri var hún nokkuð vel á sig komin miðað við háan aldur, minnug vel og skýr í hugsun. Viljum við ættingjar hennar hér með koma á framfæri kæru þakk- læti til alls starfsfólks á vist- heimilinu fyrir góða umönnun. Sérstakar þakkir færum við önnu Gísladóttur sem reyndist henni sannur vinur í raun. Ég þakka elsku Beggu frænku samfylgdina á lífsins brautu, Guð blessi hana og varðveiti. Nú er systkinahópurinn frá Kötluhóli i Leiru sameinaður á ný. Blessuð veri þau öll og megi minning þeirra geymast björt og fögur hjá eftirlif- andi ættingjum þeirra. Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg. Enanda,semunnast, fær aldregi eilífð að skilið. (J.H.) Edda Þórarinsdóttir t Móðir okkar, MARGRJET ÁRNADÓTTIR, Stýrímannastig 6, lést þriöjudaginn 29. október. Hildur Pólsdóttir, Jóninna Pólsdóttir, Einar Pólsson. Móöirokkar, t JÓNÍNA GUDMUNDSDÓTTIR fró Stóra-Nýjabæ, Krfsuvfk, til heimilis aö Njólsgötu 48 A, lést i öldrunardeild Landspítaians, Hátúni 10 B., þriöjudaginn 29. október. Vilhjólmur Sigurösson, Guömundur Sigurösson. t Faöirokkar, EINAR GUÐFINNSSON, útgoróarmaöur, andaöist í sjúkrahúsi Bolungarvikur þriöjudaginn 29. október. Guöfinnur Einarsson, Halldóra Einarsdóttir, Hjalti Einarsson, Hildur Einarsdóttir, Jónatan Einarsson, Guömundur Póll Einarsson, Jón Friögeir Einarsson, Pótur Guöni Einarsson. t Konan mín, móöir okkar og tengdamóöir, STEFANÍA GUDBRANDSDÓTTIR, Þorsteinsgötu 4, Borgarnesi, veröur jarösungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00. Geir Jónsson, Pétur Geirsson, Hlft Steinsdóttir, Guöbrandur Geirsson, Margrét Einarsdóttir. t Frænkaokkar, STEINUNN BJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR fró Kötluhóli í Leiru, verður jarösungin frá Hallgrímskirkju i dag, fimmtudag, kl. 13.30. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Edda Þórarinsdóttir, Ólafur Ólafsson, Lilja Eygló Karlsdóttir, Steinunn L. Sigurbjörnsdóttir, Elías Guömundsson. t Eiginkona mín og móöir okkar, ÞURÍDUR 1. GUNNARSDÓTTIR, Espigeröi 4, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 15.00. Július Guðmundsson, Sveinlaug Júlíusdóttir, Guömundur J. Júlíusson. t Ástkær móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTÍN SÚSANNA ELÍASDÓTTIR, Vesturgötu 51b, veröur jarösungin frá Neskirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti Slysavarnafélag íslands njóta þess. Birgir Þorvaldsson, Erla Þorvaldsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Grundartúni 6, Akranesi, veröur jarösungin frá Akraneskirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 14.15. Þorkell Halldórsson, Halldóra Þorkelsdóttir, Olgeir Ingimundarson, Ingibjörg Þorkelsdóttír, Kristjana Þorkelsdóttir, Kristjén Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín, móöir okkar, tengdamóöir. amma og langamma, ÞORBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR, Hólabraut 3, Hafnarfirói, sem lést þann 23. þ.m., veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Hafnar- firöiföstudaginn l.nóvemberkl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast henn- ar er bent á aö láta líknarstofnanir njóta þess. Karl Hafsteinn Gunnlaugsson, Soffía G. Karlsdóttir, Grétar Garöarsson, Halldór I. Karlsson, Lára Jóhannsdóttir, Hilmar Karlsson, Dórothea Sigurjónsdóttir, Hafsteinn Karlsson, Anna Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t GÍSLI JÓNSSON, Akurgerói 10, Akranesi, sem lést í sjúkrahúsi Akraness 24. október sl. verður jarösunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 2. nóvemberkl. 11.30. fsabella Baldursdóttir, Úndina Gísladóttir, Jón K. Þóröarson, Sigrún Gísladóttir, Eyleifur Hafsteinsson, Baldur Gfslason, Anna Hjaltested, Siguröur Gíslason, Guöfríóur Sigursteinsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför BERGÞÓRU GUDMUNDSDÓTTUR, Barónsstfg 63. Systkini og systkinabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ÓLAFAR GUDBRANDSDÓTTUR fráBæ. Sérstakar þakkirtil starfsfólks sjúkrahússins á Hólmavík. Börn, tengdabörn, barnabörn og bamabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.