Morgunblaðið - 31.10.1985, Page 54

Morgunblaðið - 31.10.1985, Page 54
54 MORGUNBLAÐIP, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 „Ef þeir étCL ekki leifour vcrð ég Skilct þeim ojPtur í bubira.." Ast er. Uaj ... að finna ör- yggi ífaðmi hans. Hvernig er háttað feröatryggingum aldraðra? Þessir hringdu . . Hóptryggingar aldraðra Undrandi hringdi og gerði að umtalsefni ferðatryggingar aldr- aðra. „Nýlega tók hópur eldri borg- ara sig saman og ákvað að fara saman í ferðalag. Ætlunin var að fá hóptryggingu fyrir allan hópinn í einu og tókust samning- ar milli ferðaskrifstofunnar og tryggingarfélagsins „Reykvísk endurtrygging". Þegar ferðalangarnir fengu afhent tryggingaskírteinin sín ásamt farseðlunum, kom i ljós að 75 ára og eldri fengu farang- urs- og sjúkratryggingu en ekki slysatryggingu, meðan þeir sem voru yngri en 75 ára fengu allar þessar tryggingar. Var hinum eldri gert að tryggja sig sjálfir fyrir mun haerra iðgjald en í hóptryggingunni og þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fengust engar skýringar á þessu af hálfu félagsins. Ég tel að með þessu móti hafi ferðafólkinu verið gróflega mis- munað auk þess sem þessi af- greiðsla er í hæsta máta ósmekk- leg, og varpar fram þeirri spurn- ingu hvort fólk eldra en 75 ára sé óæðra en þeir sem yngri eru. Lakleg þjónusta á El Sombrero Guðrún Jóhannsdóttirhringdi og vildi koma á framfæri kvörtun vegna matsölustaðarins „El Sombrero" við Laugaveg. „Fyrir skömmu átti ég afmæli og ákváðum við hjónin að gera okkar dagamun og fara út að borða. Þar sem ég er í skóla síðdegis þótti okkur rétt að hringja og panta borð á fyrr- nefndum stað til þess að við gætum treyst því að geta gengið að vísu borði. Ég hringdi með tveggja daga fyrirvara og óskaði eftir því við þjóninn að tekið yrði frá borð þetta kvöld. Hann spurði þá hvort við gætum komið klukkan 7.00 sem ég kvað nei við. Vildi hann þá að við kæmum klukkan 7.30. Mér fundust þetta furðuleg- ar athugasemdir þar sem fólk pantar borð með margra daga fyrirvara til þess að geta gengið að því vísu þegar það óskar eftir. Ég sættist þó á þennan tíma. Vitaskuld vissu flestir skólafé- lagar mínir af afmælinu og þótti þeim forvitnilegt að vita hvað ég ætlaði að gera til tilbreytingar. Á afmælisdaginn var ég í skólan- um til sjö og ákváðum við hjónin að taka strætó niður í bæ því við ætluðum að fá okkur vín með matnum. Strætóferðin tók 5 mínútur og vorum við komin á matsölustaðinn þegar klukkuna vantaði 5 mínútur í átta. Þegar okkur tókst loks að ná í einn af þjónunum kom í ljós að búið var að láta borðið okkar! Hann bauð okkur að bíða sem við þáðum ekki, heldur freistuðum við þess að komast að annars staðar sem tókst á veitingastaðnum Alex við Hlemm. Ég þekki nokkuð til veitinga- húsareksturs og er það venja að geyma pantað borð í minnst hálf- tíma, auk þess sem ekki tíðkast að þvinga gesti til að koma á þeim tíma sem hentar þjónunum. Þegar ég mætti í skólann dag- inn eftir, heldur vinsvikin með þjónustuna á El Sombrero, kom í ljós að margir af mlnum skóla- félögum höfðu sömu sögu að segja af staðnum. Vegna þessa finnst mér full ástæða til að vara fólk við að snæða á El Sombrero því aðstandendur hans telja sig hafa svo mikið að gera að þeir þurfi ekki að veita gestum sínum lágmarksþjónustu. Víkverji skrifar Reynir Sverrir Hermannsson að endurreisa zetuna? Nýi menntamálaráðherrann barðist sem kunnugt er manna harðast fyrir tilverurétti hennar þegar Magnús Torfi ólafsson þáverandi menntamálaráðherra, var að ganga af henni dauðri með full- tingi þingmeirihluta og aðskiljan'- legra málvísindamanna. Flestir telja samt líklegast að þótt Sverrir sé harðfylginn, leyfi hann hinum útskúfaða bókstaf að hvíla í friði. Það væri enda að æra óstöðugan að hefja stafsetningar- dansinn að nýju. Roskið fólk hefur mátt láta sig hafa það að kasta að minnsta kosti í þrígang mikil- vægum stafsetningarregium fyrir borð og fara í einskonar endur- hæfingu í blessuðu móðurmálinu. „Mundu nú að það er einfaldur samhljóði þarna," var látið dynja á þessu aumingja fólki fyrir prófið, og svo var það naumast fyrr búið að skila prófgögnunum en sam- hljóðinn var orðinn tvöfaldur. XXX Eitt mun samt einn ganginn enn koma til umræðu í þinginu: það er eins víst og tvisvar tveir eru fjórir, dagur fylgir nótt og pólitík er pólitík. Einhver mun vekja máls á því og heilmikill kór taka undir, hvað það sé bráðnauð- synlegt að fækka bönkunum. Þetta er orðinn árviss atburður, fastur liður í dagskránni, og um- ræðunni fylgir mikill hvalablástur og margar heitstrengingar og margt háfleygt orðið er látið falla úr ræðustólnum um hagkvæmni þessarar brýnu ráðstöfunar. Þjóð- þrifamál heitir það hástöfum að taka til hendi og fækka bönkum. Þá eru skipaðar nefndir og samdar skýrslur og álitsgerðir og vitrustu menn gerðir út af örkinni með fríðu föruneyti að kanna hvernig þessu sé háttað í út- landinu; og koma heim aftur frá Kína og nálægum löndum og semja skýrslur og álitsgerðir og komast að þeirri niðurstöðu að það þurfi að fækka bönkunum. Allir eru sammála og ekkert er gert. Enda yrði þá ekki hægt að taka málið upp að nýju á næsta þingi. XXX Ungur íslenskur maður sem Víkverji ræddi við l Noregi lét vel af vistinni þar. Hann vann á bílaverkstæði og sagðist komast bara bærilega af með átta stunda vinnudegi. Þeir komu sér alltaf heim klukkan fjögur síðdegis, sagði hann, sem er víst algengt á þessum slóðum. Samt ætlaði þessi ungi maður ekki að ílendast þarna. Hann hafði þessa seigdrepandi íslensku heim- þrá. En þá yrði vinnudagurinn naumast styttri en tíu tólf tímar, hélt hann samt, „ef maður ætlar að skrimta". XXX En það er spurning hvort þeir vinna samt ekki betur, Norsar- arnir, þann tíma sem þeir eru að, hvort „vinnuaginn" hjá þeim sé ekki öllu strangari en hér heima. Nágranni Víkverja þurfti á dögunum einmitt á bílaverkstæði og var stefnt þangað klukkan átta á mánudagsmorgni. Gætti þess að vera nú stundvís; það er ekki alltaf svo auðvelt að fá inni á þessum stöðum. Og mátti híma í góðan hálftíma við dyrnar á verkstæðinu áður en fyrsti starfsmaðurinn sýndi sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.