Morgunblaðið - 31.10.1985, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985
55
Draumvitjanir Hermanns
Jónssonar frá Þingeyrum
Seinni hluti
Hér kemur seinni hluti greinar
Þorkels Hjaltasonar um draumlíf
Hermanns Jónssonar frá Þingeyr-
um og lýsingar hans á Skarphéðni.
Mynd Skarphéðins stendur ljós-
ast fyrir mér í þrjú skipti. Það var
þegar hann var nýsestur að veisl-
unni í haustboðinu mikla að
Vorsabæ, og horfði fram eftir
stofunni til að athuga boðsgestina.
Ég þóttist þá standa um 10 fetum
framar í stofunni en hann og tveim
fetum meir til hægri frá mér. Ég
gat þá grannskoðað hann og virti
ég hann enn nákvæmara fyrir mér,
af því að hann var svo ólíkur, því
sem ég hafði hugsað mér hann,
eftir sögunni að dæma. Annað
skiptið var þegar Skarphéðinn
horfði á Höskuld og spurði: Hvort
grunar þá föður minn Höskuldur?
Og í þriðja sinn var þegar þeir
börðust.
En oft sá ég hann með allmörg-
um öðrum og var hann höfði hærri
eða meira en flestir. Þrisvar sá ég
þá Höskuld saman, svo að ég veitti
þeim sérstaka eftirtekt. Það var í
haustboðinu, stefnuförinni og bar-
Var Skarphéðinn nær höfði hærri.
En til samanburðar við Höskuld
hef ég marga og eru þeir 67—68
þumlungar á hæð.
Þá vil ég lýsa stuttlega bardaga
eða hólmgöngu þeirra Höskulds
og Skarphéðins. Þoka var í lofti
og hægur og svalur norðanandvari.
Verjur höfðu þeir eigi aðrar en
handbjargir og hjálma en á þeim
voru engar hjálmgrímur. Ekkir
virtustu hjálmarnir sterkir. Skild-
ir þeirra voru líkir. Höskuldur
hafði sverð, en Skarphéðinn öxina
Rimmugígi. Um fjögurra feta bil
var milli þeirra. Skarphéðinn snéri
til norðurs og hafði hann hægri
fót nær feti framar en hinn. Eigi
haggaði hann þeirri stöðu fremur
en bjargfastur væri. Hann horfði
stöðugt í augu Höskuldi.
Ég þóttist standa 10—12 fetum
í vestur frá Skarphéðni. Höskuldur
sneri í suður og er hann kvikari
en hinn. Þó færðist hann eigi til
hliðar eða fram og aftur meira en
svo að ef hann hefði staðið á fer-
álnarfeldi, mundi hann eigi hafa
farið út af honum. Engu síður
horfði hann eftir vopnalögum en
í augu Skarphéðni. Hann sótti af
miklu kappi og sýndi hina mestu
vígfimi en virtist vanta næga still-
ingu og kaldlynda ró, enda hafði
hann aldrei mann vegið. Þar á móti
hvíldi yfir Skarphéðni alvara og
ró en auðsætt var að eldur gáfna
hans brann eins heitt inni fyrir
sem endranær. Hann sótti lítið en
bar af sér lögin með skildinum og
endrum og eins með öxinni en
lengstum var hún reidd á loft og
minnti á örn, er hnitmiðar hlakk-
andi yfir bráðinni.
Þegar þeir höfðu barist um sjött-
ung stundar, stefnir Skarphéðinn
öxinni á vinstri öxl Höskuldar og
síðan á vinstri upphandlegg. Auð-
sætt var að þessi högg voru eigi
ráðin til bana. Þá brá öxinni sem
leiftri beint fyrir andlit Höskulds
og því næst með svo miklum fim-
leik og hraða að varla gat augu á
fest, ofan í höfuð hans og nam í
heila staðar. Féll Höskuldur þegar
dauður niður, en blóðið fossaði úr
undinni."
í Jónínu fyrir píanóglamri
-*• spurt og svarad
Heyrist ekki
Frá öldruðum sem stunda morg-
untrimm.
Kæra Jónína Benediktsdóttir.
Ég þakka þér fyrir leiðsögn þína
í síðara mroguntrimmi og fullviss-
um þig um,að hún er bæði uppörv-
andi og til góðs.
En það er einn stór galli á þess-
um annars ágæta þætti þínum. Þú
lætur píanóleikara þinn leika allt-
of hátt á hljóðfærið. Píanóglamrið
er oftast svo hátt, að við heyrum
alls ekki til þín, þar sem þú hefur
fremur hljómlitla rödd. Og finnst
þér ekki að starf þitt sé heldur
tilgangslítið, ef við heyrum ekki
leiðbeiningar þínar?
Athygli þín hefur áður verið
vakin á þessu háværa píanóglamri,
en þú ekki sinnt því.
Þetta getur ekki gengið svona
lengur, Jónína. Þú verður að taka
tillit til þessa, vegna okkar gamla
fólksins, sem þátturinn er ætlaður,
og erum nú flest með töluvert
skerta heyrn.
Annað hvort ættirðu að láta
pianistann hætta alveg, sem væri
best, eða minnka hljóminn a.m.k.
umhelming. Meðkærrikveðju.
Olíu á eldinn
Kæri Velvakandi!
„ölvun aldrei meiri i miðri
viku," segja fjölmiðlar. Allt í hers
höndum. Drykkja unglinga er með
miklum glæsibrag, ölvunarakstur
tíður og ofbeldisverk gerast æ
tiðari.
Þá er um að gera að hafa þjóð-
ráðið gamla að hella olíu á eldinn:
— Við heimtum að sjálfsögðu
fleiri vinsöluhús!
— Við krefjumst áfengs öls með
sérstakri tilvísun til hollustunnar,
danskra skorpulifra og græn-
lenskrar áfengismenningar!
— Við tökum undir með gáfna-
ljósum smákratanna: Lækkum
lögaldur til áfengiskaupa! Afkom-
endur Egils þola það án þess i þjóð-
arvoða stefni þó Reagan og Gorb-
asjoff hafi hækkað aldursmörkin
hjá sér i 21 ár.
— Við gerum kröfu til þess að
ÁTVR setji upp kjörbúð svo betur
gangi að ná i drykkinn og fjörið
megi dafna á öldurhúsum og utan
þeirra!
Kristinn Vilhjálmsson
Lesendaþjónusta
Um húsflugur
Spurt:
Elín Vigfúsdóttir skrifar:
Á Norðausturlandinu, þar sem
ég hef dvalið i áratugi, fylgir hlýn-
andi veðri eins og verið hefur i
október sá hvimleiði galli að allt
fyllist af húsflugum. Fólk reynir
að eyða þessum ófögnuði með
skordýraeitri, limborðum og öllu
þvi sem á boðstólum er i þessu
skyni en það ber aðeins takmark-
aðan árangur.
Nú langar mig að biðja fróða
menn á þessu sviði um ráð til þess
að losna alveg við húsflugur úr
ibúðum.
Svarað:
Vonandi eru flugur austan lands
og sunnan sömu náttúru þvi Vel-
vakandi snéri sér til Axels Guð-
mundssonar meindýraeyðis i
Reykjavík, i von um góð ráð.
Áxel mælti helst með flugna-
spjöldum frá fyrirtækinu Shell.
„Það er tómt mál að tala að láta
mann eitra fyrir húsflugum enda
gera þær engum mein. En þær eru
MORGUNBLAÐSINS
sannarlega hvimleiðar og besta
j-áðið er að hengja upp fyrrnefnd
spjöld. Hæfilegt er að þau séu tvö
en ekki fleiri því flugnaeitur er
jafneitrað mönnum og flugunum.
Vatnsþrýstingur
í Norðurmýrinni
Hörður Harðarson er mjög
óánægður með vatnsþrýstinginn í
Norðurmýrinni. „Þó nýbúið sé að
skipta um vatnsleiðslur í Norður-
mýrinni þá virðist sem vatnsþrýst-
ingurinn sé enn jafn lítill og fyrr
og hann er áberandi minni en
gerist í austur- eða vesturbænum.
Svarað:
Velvakandi hafði samband við
Þórodd Th. Sigurðsson vatnsveitu-
stjóra og taldi hann líklegast að
vatnskerfið á heimili Harðar væri
í ólagi. „Eins og fram kemur hefur
nýlega verið skipt um leiðslur í
allri Norðurmýrinni og kraftur því
góður á vatninu enda hafa engar
kvartanir þess efnis borist okkur
hjá Vatnsveitunni."
Ókeypis
Ijósastilling
Eigendur Nissan-, Datsun-, Subaru-,
T rabant- og Wattburg-bíla fá ókeypis
Ijósastillingu í umboöinu, Melavöllum viö
Rauöageröi, til 8. nóvember.
i|| INGVAR HELGASON HF.
■ ■■ Svmngatsalurinn Rauðagerði, simi 33560
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ
Viltu auövelda þér námiö og vinnuna?
Viltu margfalda lestrarhraöa þinn?
Viltu bæta náms- og vinnutækni þína?
Viltu margfalda lestur þinn á fagurbók-
menntum?
Viltu auka frítíma þinn?
Ef svörin eru játandi þá skaltu drífa þig á
næstu hraðlestrarnámskeið sem hefst
miðvikudaginn 6. nóvember nk.
Skráning á kvöldin kl. 20—22 í síma 16258.
HRAÐLESTRARSKÓLINN
Amstrad
Fjölbreytt og vandaö námskeid í
notkun Amstrad-tölvunnar
Dagskrá
Grundvallaratriði i notkun tölva
Uppbygging og notkunarmöguleikar Amstrad
Helstu jaðartæki tölva
Forritunarlögmal
Æfingariforiitunarmálinu BASIC
Teiknimöguleikar Amstrad
Ritvinnsla
Töflureiknar
Gagnasafnskerti
Tími: 11., 13., 18. og 20. nóv. Unglingar kl. 17—20.
Fullorðnir kl. 20—23.
INNRITUN ISIMUM 687590 og 686790.
TÖLVUFRÆÐSLAN
___ Ármúla 36, Reykjavik.