Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 57 Sveinn Björnsson ISI: „Viö viijum þennan ófögnuð buit£ TÖLUVERÐAR umrædur hafa átt aér staö síðustu daga um baréttu ÍSÍ gagn lyfjamisnotkun íslenzkra íþróttamanna. Lyfjamisnotkun í íþróttum er alvarlegt vandamól, sem íslenzk íþróttahreyfing getur auðvitað ekki látiö sem vind um eyru þjóta, frekar en aðrar þjóðir. Helztu baráttutœki í þessu sambandi eru lyfjapróf og fræðsla um skaðsemi lyfja. Hefur ÍSÍ þegar gefiö út fræðslurit um þetta efni og efnt til fundar meö sérsamböndum sínum. En víkjum aöeins aftur í tímann, áður en lengra er haldið. Erfiöasta stund, sem óg hef upplifaö í starfi mínu fyrir íþrótta- hreyfinguna var snemma morguns 12. ágúst 1984, þegar óg fókk sím- hringingu, þar sem óg var staddur i Olympíuþorpinu i Los Angeles, og mér tilkynnt sem aöalfararstjóra íslenzka olympiuliösins, aö slys heföi hent, og á leiöinni til mín væru menn, sem myndu veita mór nánari upplýsingar. Þaö hvarflaöi auövitaö strax aö mér, aö einhver úr okkar hópi heföi slasast alvar- lega. Sem betur fer, reyndist enginn slasaöur, en alvarlegt slys haföi þó hent. Boöberar kynntu fyrir mór, aö einn íslenzku þátttakendanna á Olympíuleikunum heföi gerzt sekur um aö neyta ólöglegra lyfja. Það voru vægast sagt óþægilegar klukkustundir, sem viö í farar- stjórninni uppliföum meöan máliö var rannsakaö enn frekar, og óskemmtileg reynsla, þegar niöur- staöa lá fyrir i samræmi viö upp- haflega tilkynningu. Þessa atburöi vildi ég ekki þurfa aö lifa aftur. Þetta geröist þrátt fyrir yfirlýs- ingar ýmissa aðila innan okkar íþróttahreyfingar þess efnis, aö lyfjaeftirlit meöal íslenzkra íþrótt- amanna væri óþarft og raunar aö- eins peningaeyösla. Þegar heim var komið, sýndi viökomandi íþróttamaöur þann kjark og þann manndóm aö koma aö sjálfsdáðum fram fyrir alþjóö í sjónvarpi og biöjast afsökunar á því, sem gerzt haföi. Fyrir þaö viröi ég hann og vonandi á sá ungi maöur, sem þarna átti í hlut, eftir aö koma aftur fram á sjónarsviöiö og keppa lengi, þegar keppnis- banni hans lýkur. íþróttahreyfingin á íslandi er fjölmennasta hreyfing frjálsra fó- laga hór á landi. Allir aöilar innan vébanda okkar hreyfingar hafa virt baráttu ÍSi gegn lyfjamisnotkun, aö nokkrum einstaklingum undan- skildum. Þaö eru lyftinga- og kraft- lyftingamenn. Þaö er vægt til oröa tekiö, aö þessir aöilar hafa barist meö kjafti og klóm gegn öllu lyfja- eftirliti eftir aö þaö var tekiö upp hérlendis 1981, fyrst meö frestun á islandsmóti sínu, þegar tilkynnt var um lyfjaprófun, og nú síöast meö því aö kljúfa sig ólöglega úr ÍSÍ. Sú spurning hlýtur aö vakna, hvers vegna þessir aöilar, einir allra, skuli færast svo ákaft undan lyfjaprófi. Finnist þeim reglur ÍSl of strangar, þá skal þaö upplýst, aö þær eru sniðnar eftir reglum, sem gilda á öörum Noröurlöndum, og er mér ekki kunnugt um annaö en lyftinga- og kraftlyftingamenn þar viröi reglur sinna heimalanda. Sem forseta ÍSÍ finnst mér áríö- andi, aö fólk sjái í gegnum mold- viöriö, sem þyrlaö hefur veriö upp af hálfu þessara aöila. Kjarni máls- ins er, hvort hér eigi aö fram- kvæma lyfjapróf eöa ekki. Reglur ÍSÍ eru skýrar og ótvíræöar í þess- um efnum. Þaö eru þær, sem gilda hér á landi. Alþjóöareglur kraflyft- ingamanna, sem gera ráö fyrir til- kynningu um lyfjapróf meö 3 mán- aöa fyrirvara, eru ekki teknar gild- ar hér frekar en t.d. á hinum Norö- urlöndunum. Einna alvarlegast finnst mér í þessu máli, hvernig forystumenn kraftlyftingamanna ganga fram fyrir skjöldu í því að hindra íþrótta- menn sína í aö gangast undir lyfja- próf. Sem betur fer hundsa ýmsir þaö. Færi betur, aö þessir forystu- menn litu til nágrannalandanna og tækju sér til fyrirmyndar störf for- ystumanna þar. Nýlega setti sænska lyftingasambandiö alla sína menn í keppnisbann erlendis um eins árs skeiö, þegar upplýst var um lyfjamisnotkun sænskra lyftingamanna. Þeir sýndu kjark og manndóm, sem forystumenn lyft- ingamanna hér skortir. Þaö er mikill misskilningur for- ystumanna lyftingamála hérlendis, ef þeir halda, aö geti hrætt ÍSÍ frá því aö gegna skyldu sinni í lyfjaeft- irlitsmálum meö ófrægingarskrif- um í blöö og meö málaferlum. Meöan ég og stjórnarmenn minir sitja í framkvæmdastjórn ISÍ verö- ur baráttunni gegn lyfjamisnotkun í íþróttum haldiö áfram af fullum krafti. Viö viljum ekki þennan ófögnuð innan okkar hreyfingar, viö viljum hann burt. Hann er blett- ur á íslenzkri íþróttahreyfingu. Ég treysti því, aö allt fólk, sem er vel- viljaö íþróttahreyfingunni, svo og fjölmiölar og fyrirtæki, veiti okkur aðstoö í þessari baráttu. • Helgi er vinsæll meðal liðsmanna sinna í Stavanger IFS en lið hans hefur staðið sig mjðg vel (1. deildarkeppninni. Helgi gerir það gott í Noregi Hafnfirðingurinn Helgi Ragn- arsson hefur starfað sem hand- knattleiksþjálfari ( Stavanger { Noregi síöan ( haust og er liö hans nú ( efsta sæti norsku 1. deildarinnar ( handknattleik. Norska dagblaðið Aftenpoaten skrifar um frammistððu Helga og liðsins I blaði sinu sl. laugardag, undir fyrirsðgninni „Helgi topp- þjálfari í handknattleik“. í grein- inni segir aö aöal útflutningur fslendinga sé fiskur og hand- knattleiksmenn. Stavanger þarf ekki aö flytja inn fisk frá íslandi en staöurinn hefur mikil not fyrir handknattleiksmenn. Helgi þjálfar liöiö eins og áöur segir og síöan haföi hann meö sér góöan liðsstyrk, sem eru Jakob Sigurðs- son og Sveinn Bragason og hafa þeir staöiö sig mjög vel. Eftir 6 leiki er SIF frá Stavanger í efsta sæti deildarinnar meö fullt hús stiga eöa 12. Markahlutfall þeirra er, 188-123. Næsta lið í deildinni er meö einu stigi minna. Blaöiö spyr Helga af því hver sé ástæöan fyrir velgengi félagsins núna, en liðið varö í 5 sæti deildar- innarifyrra. „Liðiö leikur nú sem ein heild og þaö er þaö sem skiptir máli, leika allir fyrir alla. Viö höfum líka þá trú aö viö getum veriö t toppbar- áttunni,“segirHelgi. Blaöiö vill meina aö íslending- arnir hafi haft mikil og góö áhrif á norska liöið. islendingar hafa mik- inn vilja og kraft, á íslandi vinna handknattleiksmenn langan vinnu- dag og fara síðan á erfiöar æfingar og láta þaö ekki aftra sér og leggja sig alla fram á æfingum. Helgi segir aö toppliöin í deildinni séu góö en önnur eru slök. i deild- inni eru aðeins ein eöa tvær stjörn- ur, aörir eru meöal handknattleiks- menn. Zola fékk 125 þúsund dollara ÞAÐ hefur verið staðfest að bandarísk sjónvarpsstöö greiddi Zolu Budd 125 þús- und dollara fyrir að keppa á móti Mary Decker ( 3.000 m hlaupi í sumar. Decker fékk hinsvegar 75 þúsund dollara. Þetta voru aöeins greiösiurnar frá sjón- varpsstööinni, síöan munu þær stöllur hafa hlotiö ýmsa aöra þóknun. En þaö gerist æ algengara aö frjálsíþróttafólk fái háar peningaupphæðir fyrir sigur í keppnum sinum. Bandartska hlaupadrottn- ingin Mary Decker á nú von á barni og gerir hún ráö fyrir því aö keppa lítiö næsta sumar. En hún setti fjögur bandarísk met á árinu og eitt heimsmet íhlaupagreinum. McEnroe vann Becker Bandaríska tennisstjarnan McEnroe sigraði v-þýeka tennisleikarann Boris Beck- er í keppni þeirra á milli ( Barcelona ( gær. McEnroe vann 6—2 og 7—5. Leikurinn stóð yfir í aðeins 72 mínútur. Þeir félagar fengu 42 þúsund dollara hvor fyrir leikinn sem fram fór í stórri íþróttahöll, í Barcelona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.