Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 1
72SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
250. tbl. 72. árg._________________________________ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Laxadauði í
norskum ám
Osló, 4. nóvember. Frá fréttarilara Morptnblaósins, J. E. Laure.
„LAXADAUÐINN breiðist út í
norskum ám. Norsk stjórnvöld halda
verndarhendi sinni yfir eldislaxin-
um, en láta laxinn í ám landsins
deyja út,“ segir Tor Atle Mo, sjúk-
dómafræðingur við dýrasafnið í
Osló. Hann heldur því fram, að
sníkjudýr, sem á fræðimáli heitir
gyrodactylus salaris hafi valdið
hreinasta „svarta dauða“ í laxám á
Mæri og í Raumsdal.
Vitaly
Yurchenko
snýr við
blaðinu
Washington, 4. nóv. AP.
VITALY Yurchenko, háttsettur
foringi í sovézku leyniþjón-
ustunni (KGB), sem baðst hælis
á Vesturlöndum í ágúst sl„ sneri
við blaðinu í kvöld og leitaði
hælis í sovézka sendiráðinu í
Washington. Sagði hann, að sér
hefði verið “rænt“ í Róm og hann
fluttur meðvitundarlaus til
Bandaríkjanna, þar sem hann
hefði verið yfirheyrður af CIA.
Yurchenko kvaðst hafa dva-
list “þrjá hræðilega mánuði" í
haldi hjá Bandaríkjumönnum.
Sér hefði tekizt að flýja þaðan
á laugardag vegna “augnabliks
aðgæzluleysis" varðmannanna
og síðan komist til sovézka
sendiráðsins í Washington.
Á árinu 1984 er talið, að veiðst
hafi 100 tonnum minna af laxi eða
30% minna en ella á þessu svæði
og kunnar veiðiár eins og Rauma
og Drífa eru nær ónýtar. Telur Tor
Atle Mo, að svo kunni að fara, að
laxinum verð algerlega útrýmt í
norskum ám, ef vandamálið verði
ekki tekið föstum tökum mjög
bráðlega.
„Stjórnvöld virðast hins vegar
hafa lítinn áhuga á málinu. Áhugi
þeirra beinist alfarið að eldislaxin-
um og þeim atvinnutækifærum,
sem hann á að skapa," segir Tor
Atle Mo.
Sníkjudýrið fannst fyrst í á í
Norður-Noregi fyrir 10 árum, en
hefur síðan breiðzt út með met-
hraða til 25 annarra áa í Noregi.
Það legst á laxaseiðin og gengur
af þeim dauðum.
Frá kosninguuum í Argentínu. Kona stingur kjörsedli í kjörkassa.
(AP/símamynd)
Kosningarnar í Argentínu:
Úrslitin stuðningsyfirlýs-
ing við Alfonsin forseta
Kuenos Aires, 4. nóvember. AP.
RAUL Alfonsin, forseti Argen-
tínu, hlaut mikla stuðningsyfirlýs-
ingu þjóðar sinnar í gær, er flokk-
ur hans sigraði í þingkosningun-
um, sem fram fóru í landinu um
helgina.
Er mikill meiri hluti atkvæða
hafði verið talinn, hafði Róttæki
borgaraflokkurinn, flokkur Al-
fonsins, hlotið 44% atkvæða en
flokkur peronista, helzti stjórnar-
andstöðuflokkur landsins, hafði
fengið rúmlega 35%.
Kosið var um helming þingsæta
í fulltrúadeild þjóðþingsins. í
Reagan forseti í viðtali við sovézka blaðamenn:
Austur-Evrópa aldrei feng-
ið sjálfsákvörðunarrétt
Washington og Moskvu, 4. nóvember. AP.
BANDARÍKIN munu ekki koma
upp „geimvarnaskildi" sínum gegn
kjarnorkuvopnum, fyrr en þau hafa
lagt kjarnorkuvopn sín til hliðar.
Kom þetta fram í viðtali því, sem
Reagan forseti átti við sovézka
blaðamenn fyrir helgi. Talsmenn
forsetans lögðu hins vegar á það
áherzlu í dag, að þetta mætti ekki
skilja sem svo, að Bandaríkjamenn
hygðust afvopnast einhliða.
Sovézka blaðið Izvestia skýrði
í dag ítarlega frá þessu einstæða
viðtali sovézkra fréttamanna við
Bandaríkjaforseta. Blaðið birti
suma hluta þess orðrétt, en
sleppti öðru. Felldar voru niður
þýðingarmiklar athugasemdir
forsetans um afvopnunarmál,
stöðu Sovétríkjanna í Afganistan
og Austur-Evrópu.
Þannig voru felldar niður þær
staðhæfingar forsetans, að stjórn
sú, sem Sovétmenn komu á í
Afganistan, hefði ekki átt um
(AP/simamynd)
Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna (til hægri á mynd-
inni) tekur á móti George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna á flug-
vellinum í Moskvu í gær.
annan kost að velja en að kalla
sovézkt herlið til landsins í des-
ember 1979. Einnig voru felld
niður þau ummæli forsetans, að
lönd Austur-Evrópu hefðu „aldrei
fengið sjálfsákvörðunarrétt," eins
og Yalta-samkomulagið frá 1945
hefði þó gert ráð fyrir.
George Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna og Eduard
Shevardnadze, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna ræddu saman í 8
klukkustundir í Moskvu í dag.
Snerust viðræður þeirra um und-
irbúning undir fyrirhugaðan fund
þeirra Reagans forseta og Gor-
bachevs, leiðtoga Sovétríkjanna.
Hafði Shultz meðferðis bréf frá
Reagan, en ekki var skýrt frá efni
þess.
Gert er ráð fyrir, að Shultz hitti
Gorbachev að máli á morgun,
þriðjudag, en haldi síðan fund
með fréttamönnum um viðræð-
urnar. Aður en Shultz hélt til
Moskvu, sagði hann, að „mikill
skoðanaágreiningur" væri enn
milli bandarísku stjórnarinnar og
þeirrar sovézku, en kvaðst þó
bjartsýnn varðandi árangur af
fyrirhuguðum fundi þeirra Reag-
ans og Uorbachevs.
kvöld var ekki endanlega Ijóst,
hvernig þingsætin myndu skiptast
milli flokkanna, en svo virtist sem
flokkur Alfonsins hefði bætt að
minnsta kosti einu þingsæti við
þann meirihluta, sem flokkurinn
hlaut i kosningunum 1983, en þá
var borgaralegri stjórn komið aft-
ur á í landinu eftir 8 ára herfor-
ingjastjórn.
Peronistar áttu það á hættu að
tapa einum 10 þingsætum, en þeir
höfðu 111 áður. Flokkur vinstri
sinna virtist hins vegar hafa unnið
þrjú þingsæti. Fengi hann þannig
sex nú, en hafði aðeins þrjú áður.
Talsverðar óeirðir urðu í tengsl-
um við kosningarnar. Kom víða til
handalögmála og vitað var um
fjóra menn, sem særzt höfðu alvar-
lega.
Kabúl:
Yfírgaf
bandaríska
sendiráðið
'Vashinmon. 4. nóvi'mbi'r. AP.
SOVEZKl hermaóurinn, sem leit-
aði skjóls í bandaríska sendiráð-
inu í Afganistan, fór þaðan í dag
eftir fund með sovézkum og
bandarískum embættismönnum.
Fyrr í morgun ræddi hermaður-
inn sérstaklega við sovézka
sendiherrann í Kabúl og óskaði
síðan eftir því að fá nokkurn
umhugsunartíma.