Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 31 Daniel arap Moi, forseti Kenýu. Yomo Kenyatta, fyrsti forseti Kenýn. „Með þessari grein hefst nýr greinaflokkur um Kenyu í A-Afríku. Höfundurinn, Sr. Kjart- an Jónsson, kristniboði hefur búið þar og starfað um nokkurra ára skeið. var fremur veikburða. Samgöngu- kerfið var mjög ófullkomið, ólæsi afar útbreitt, fátækt og atvinnu- leysi mikið. Það var því mikilvægt, að hugarfarsbreyting yrði hjá almenningi. Þess vegna kynnti Kenyatta slagorðið „harambee" daginn, sem landið fékk heima- stjórn, 1. júní 1963. „Harambee" þýðir „að draga saman í sömu átt“. Á þann hátt hvatti hann þjóðina til þess að standa saman að því erfiða verkefni, sem blasti við, að byggja upp nýtt þjóðfélag, sem gæti staðið á eigin fótum. Þetta slagorð féll í góðan jarðveg og er notað allt fram á þennan dag og hefur orðið aflvaki margra fram- kvæmda. Nyayo Þegar núverandi forseti lands- ins, Daniel arap Moi, tók við for- setaembættinu árið 1978, bætti hann við nýju slagorði „nyayo", sem merkir „fótspor". Með þessu vildi hann tjá, að hann hyggðist feta í fótspor fyrirrennara síns og að allir landsmenn ættu að fylgja á eftir. ut frá þessu hefur sprottið s.k. nyayo — heimspeki, sem bygg- ir á afrískri menningararfleifð, en er jafnframt opin fyrir jákvæðum áhrifum hvaðanæva að. Eitt aðal- inntak hennar er undirstrikun á því, að landsmenn eru eins og ein stór fjölskylda, þar sem hver ber ábyrgð á náunga sínum. Afrískur sósíalismi Út frá þessu er afrískur sósíal- ismi skilgreindur sem jafnaðar- stefna, er miðar að bættu lífi allra landsmanna, efnahagslega, félags- lega og stjórnmálalega. f þessari heimspki eru trúarbrögðin mikil- væg, sérstaklega kristindómurinn, vegna þess að þau vinna gegn illsk- unni og niðurrrifsöflunum, efla kærleika og gefa þegnunum sið- ferðisgildi, sem auðga og fegra lífið og vert er að lifa og deyja fyrir. Á þessum forsendum er marxisma og hvers konar kommúnisma hafn- að, sem heldur því fram, að trúar- brögðin séu ópíum fyrir fólkið og að Guð sé dauður eða hreinn hug- arburður. Guð er skaparinn og honum ber virðing. Starf í anda „harambee" og „nyayo" er því samstarf við Guð, skaparann. Almennum fundum lýkur varla svo, að fundarstjórinn og/eða ræðumenn hrópi ekki „harambee" nokkrum sinnum og fundarmenn svari allir fullum hálsi „nyayo" Þetta skapar samstöðu á meðal landsmanna og stuðlar að myndun þjóðarvitundar. Áframhaldandi farsæl fram- þróun í landinu fer eftir því, hvort leiðtogum framtíðarinnar tekst að halda friði á milli þjóðflokka landsins og halda sameiningar- starfi liðinna leiðtoga áfram. Ársskýrsla ríkisspítala 1983: Tuttugu og eitt þúsund sjúklingar — Meðallegutími 22 dagar Tæplega tuttugu og eitt þúsund sjúklingar fengu þjónustu á legu- deildum ríkisspítala irið 1983, sam- kvæmt nýútkominni ársskýrsiu þeirra fyrir það ár. Þar af vóru um 3.500 dagvistunarsjúklingar með 40.220 dagvistunardaga, en aðrir vistunarsjúklingar vóru 17.150 með 379.000 legudaga. Meðallegutími var 22 dagar. Nýting rúma (1.070 talsins) var97,4%. Starfsmenn ríkisspítala 1983 vóru rúmlega tvö þúsund talsins. Læknar vóru 177 (8,5%), hjúkr- unarfræðingar 431 (20,6%), ljós- mæður 27 (1,3%), sjúkraliðar 260 (12,4%) og annað hjúkrunarfólk 84 (4%). Samtals starfandi við hjúkrun og lækningar 980 (46,8%). Tæknar og rannsóknarmenn vóru 105 (5%), sálfræðingar, fé- lagsráðgjafar og fóstrur 64 (3%), ráðskonur, lyfjafræðingar 33 (1,6%), tæknimenn og verkfræð- ingar 64 (3%), stjórnendur og skrifstofufólk 161 (7,7%), starfs- menn Sóknar og Einingar 458 (21,8%), vaktmenn og aðstoðarfólk 145(6,9%). Rekstrarkostnaður 1983 nam samtals 1.178 m.kr. Launakostnað- ur var 62% þeirrar fjárhæðar, önnur rekstrargjöld 34%, viðhald 2% og stofnkostnaður 2%. Rúmlega helmingur sjúklinga vóru Reykvíkingar, eða 51,8%, fjórðungur af Reykjanesi, eða 25,1%, en tæpur fjórðungur kom víðsvegar af landsbyggðinni. Um 60% þjóðarinnar búa I Reykjavík- ur- og Reykjaneskjördæmum. Rúmenfa: AF ERLENDUM VETTVANGI eftir Karl Blöndal Sársjúkur leiðtogi og pólitískur glundroði Sagt er að Mikhail Gorbachev eigi sérdeilis auðvelt með að greina vandamál í uppsiglingu. Ef það er satt hlýtur aðvörunarbjalla að vera farin að hringja í huga hans vegna Rúmeníu. í þessu Austur- Evrópuríki gefur að líta helstu skuggahliðar kommúnismans. Þar er einnig að finna mann, sem álítur sjálfan sig samvisku marxismans og hefur nú komið sér í erfiða klípu. Þrálátur orðrómur er á kreiki um að Nikolæ Ceausescu, forseti Rúmeníu, sé alvarlega veikur. Sé eitthvað hæft í því og líklegt að þessi „elskaði sonur" Rúmena eigi skammt eftir ólifað, er víst að þjóðinni verður ekki mikil eftirsjá að honum. Og vanheilsa leiðtogans er ekki eina ástæðan til þess að búast má við afdrifa- ríkum atburðum í Rúmeníu. Sár- sjúkir leiðtogar, er ríkja þar sem einn flok.kur fer með völd, eiga til að sitja við stjórnvölinn leng- ur en góðu hófi gegnir. Hinn 67 ára gamli forseti hefur sýnt að hann er ekki dauður úr öllum æðum. I þessum mánuði fór hann í opinberar ferðir til Kína, Norð- ur-Kóreu og Búlgaríu. Aftur á móti virðist efnahagur landsins að hruni kominn, eða svo gott sem. Ceausescu lýsti yfir neyðar- ástandi í raforkumálum 17. októ- ber og sendi herforingja til að taka að sér stjórn stærstu orku- vera landsins. Þessi yfirlýsing ber ófremdarástandinu í þunga- miðju rúmenskra efnahagsmála glöggt vitni. Forsetinn lagði starfsheiður sinn opinberlega að veði og sagðist mundu koma raforkumálum á réttan kjöl á nýjaleik. Óstjórn og orkukreppa Vandamálin, sem Rúmenar eiga við að etja á sviði orkumála, eru margþætt, en það sem mest- um áhyggjum veldur nú er að þegar er farið að bera á orku- skorti og veturinn vart genginn í garð. Fyrstu mánuðir þessa árs voru óvenju kaldir. Þá kom upp bensínskortur, götulýsing var svo gott sem engin og hiti og rafmagn til heimila var af skorn- um skammti. ólíklegt er að nokkur vilji upplifa slíkt ástand ánýjaleik. En hvernig stendur á því að Rúmenar, einu umtalsverðu olíu- og gasframleiðendur austan- tjalds, utan Sovétmanna, standa frammi fyrir þessum orkuvanda? Ekki verður horft fram hjá því að miklir þurrkar í sumar hafa minnkað afköst vatnsorkuvera til muna, en sömu sögu er að segja af Búlgaríu og Ungverja- landi. Og reyndin er sú að þurrk- arnir hafa einungis gert illt verra, því Rúmenar hafa átt við orkuskort að stríða í nokkur ár. Hinn raunverulegi vandi er fólg- inn í skipulagsleysi. Yfirmenn olíumála gerðu ekki ráð fyrir að olíuframleiðslan gæti minnkað og létu reisa olíu- hreinsunarstöðvar, sem eru þess umkomnar að hreinsa 30 milljón- ir tonna á ári. Olíuframleiðslan á síðasta ári var aðeins 11,5 milljónir tonna þannig að Rúm- enar neyðast til að flytja inn hráolíu til þess eins að starf- rækja hreinsunarstöðvar sínar. Rúmenar ráku olíuviðskipti sín með halla þegar árið 1977. Ofan á það bætist að Rúmenar kaupa nærri alla innflutta olíu frá Samtökum olíuútflutningsríkja (OPEC), því þeir eiga ekki að- gang að ódýrari olíu, sem Sovét- menn selja öðrum aðiljum að Efnahagsbandalagi Varsjár- bandalagsríkja (COMECON). Viðlíka skyssur voru gerðar í kolamálum. Ráðgert var að 86 milljónir tonna af kolum yrðu framleiddar á þessu ári. Sú tala hefur verið lækkuð niður í 64 milljónir tonna. 1984 framleiddu Rúmenar 44 milljónir tonna og líkur benda til þess að kolafram- leiðsla verði svipuð í ár. Samanburður viö Pólland Eftir áðurnefndar neyðarráð- stafanir Ceausescus kunna menn að spyrja hvort hér sé kominn upp sama staða og í Póllandi. En það væri of langt gengið að halda fram að herstjórn væri við völd í landinu, þótt herinn taki við stjórn raforkuvera. Rúmenía er því ekki annað Austur- Evrópuríkið til að búa við her- þær blikur, sem á Jofti eru í Rúmeníu. í Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Póllandi var pólitískt umrót bælt niður jafn- harðan eða vandanum ýtt til hliðar. Sovétmenn hafa leyft Ceausescu ýmis hliðarstökk frá flokkslínunni. Honum hefur til að mynda leyfst að gefa út yfir- lýsingar um utanríkismál, sem ekki samræmast stefnu Kreml- arbænda. En það er aðeins vegna þess að Ceausescu hefur hingað til ekki liðið neitt los i ríki sínu og sérhvert frávik frá kommún- ískum aga er forboðið í Rúmeníu. Þetta fyrirkomulag gæti brostið nú, er Ceausescu þarf að berjast fyrir leiðtogastöðu sinni. Ceausescu virðist staðráðinn í að halda völdum í landinu innan fjölskyldu sinnar. Kona hans, Elena, er næstráðandi í landinu og ekki laust við að hún sé illa þokkuð af Rúmenum, þrátt fyrir að áróðursvél Ceausescus leggi sig í líma við að hlaða á Elenu Nikolæ Ceausescu, forseti Rúmeníu. stjórn, alténd ekki enn sem komið er. Þó er víst að aftur- haldssamar aðgerðir ásamt miklum niðurskurði til að vinna bug á skuldum landsins hafa leitt til þess að skortur á neysluvörum er að minnsta kosti jafn mikill og í Póllandi. Rúmenar hríð- skjálfa enn við tilhugsunina um síðasta vetur: frostkuldi í íbúðum og myrkvuð stræti og meira að segja pólskir ferðalangar í Rúmeníu gátu vart beðið eftir að komast aftur heim til sín. En Rúmenar eru að því leyti ólíkir Pólverjum, að uppreisnarandinn er þeim ekki í blóð borinn. Áf og til hefur þó komið til mótmæla. Námamenn í Jiul-dal lögðu niður vinnu 1977 og hermt var að gerð hefði verið tilraun til byltingar 1983. En þessi atvik einskorðuðust við fámenna hópa. Litla samstöðu Rúmena gegn stjórnvöldum má annars vegar rekja til þess að öryggislögreglan er með nefið ofan í öllu og hins vegar til þess hversu auðteymd kirkjan er, ekki síst í samanburði við kaþólsku kirkjuna í Póllandi. Þrátt fyrir þetta þykir sýnt að Ceausescu hefur talið þann kost vænstan að grípa í taumana í orkumálum frekar en að taka pólitískum afleiðingum af öðrum köldum vetri. Þegar Ceausescu lýsti yfir neyðarástandinu sagði hann að nauðsynlegt væri að efla öryggisviðbúnað í orkuverum landsins og ýjar þar með að því að hann óttist skemmdarverk. f raun og veru játaði forsetinn vanmátt sinn, þegar hann ætlaði að sýna mátt sinn. Er óhjákvæmilegt að sósíal- ismi gangi í erfðir? Gorbachev er ekki sáttur við lofi. Yngsti sonur forsetans, Nicu, er ámóta fýsilegur eftir- maður Ceausescus og Elena. Það þykir ekki góð pólitík í Moskvu að völd gangi í erfðir í kommún- istaríki og verra þegar ein fjöl- skylda stundar innbyrðis valda- baráttu. Hætt er við að góðir marxistar roðni meira nú, en yfir sérvisku Ceausescus í utan- ríkismálum. En það verður ekki auðvelt að koma í veg fyrir að slíkt gerist, þar sem Elena stjórnar stöðuveitingum innan flokksins og aðrir félagar í klíku Ceausescus gegna áhrifamiklum embættum, bseði í hernum og innanríkisráðuneytinu. Sovétmenn binda helstu vonir sínar við nokkra háttsetta and- stæðinga Ceausescus og fylgi- nauta hans. Þeir hafa látið lítið á sér kræla til þessa, sem engan skyldi undra. En þar á meðal eru herforingjar, sem síður en svo eru ánægðir með gang mála í Rúmeníu. Gorbachev gæti greint þessum mönnum frá því að ný stjórn, sem hlynnt væri Sovét- mönnum og helgaði sig endur- bótum í efnahagsmálum, hlyti rausnarleg fjárframlög og stuðn- ing frá Sovétríkjunum. Gorba- chev hefur reyndar ekki af ótak- mörkuðum sjóðum að taka, en hann gæti talið áhættuna þess virði að taka hana. Ástandið í Rúmeníu um þessar mundir er ógnvænlegt dæmi um helstu veikleika marxismans: of mikið vald í höndum fárra og glundroð- ann, sem af því hlýst í efnahags- málum. Ef Gorbachev leikur hugur á að vekja hrifningu Vest- ur-Evrópubúa, hefur hann ekki efni á jafn lélegum auglýsingum og Rúmeníu á málstað sínum. Heimild: Tbe Economist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.