Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985
7
Hörö gagnrýni á bónussamning Verkamannasambandsins og VSÍ:
Gengur þvert á það
sem lagt var upp með
— og því þarf að segja þessum samningi upp,
segir forseti Alþýðusambands Vestfjarða
NÝGERÐIR bónussamningar Verkamannasambands íslands og atvinnurek-
enda, sem Guðmundur J. Guömundsson formaöur VMSÍ kallaði „bestu bónus-
samninga, sem geröir hafa verið“, ssta nú mikilli gagnrýni af hálfu forystu-
manna verkalýösfélaga á Vestfjörðum og Noröurlandi. Félög í alþýöusambönd-
um Vestfjarða og Norðurlands eru ekki aöilar aö umræddum samningi en
forystumennirnir héldu meö sér samráðsfund nýlega og ræddu hvernig snúa
megi agnúana áf bónussamningi VMSÍ við gerð væntanlegra bónussamninga
eigin félaga.
„Bónussamningur Verkamanna-
sambandsins fer þvert á við það,
sem lagt var upp með,“ sagði Pétur
Sigurðsson, formaður Alþýðusam-
bands Vestfjarða, í samtali við blm.
Morgunblaðsins. „Því héldum við
þennan samráðsfund til að ræða
hvaða leiðir við hefðum til að fara
rétta leið. Þá á ég við hvernig má
minnka mismun á fastakaupinu og
þeim tekjumöguleikum, sem hægt
er að ná í ákvæðisvinnunni —
hvernig er hægt að gera ákvæði-
svinnu í fiskvinnslu manneskju-
legri og minnka það yfirálag, sem
er á fólki. Þessi samningur færir
fólki þveröfuga útkomu, því þeir
sem hafa besta nýtingu en minni
afköst tapa verulega á meðan þeir
sem eru með mest afköst en lakasta
nýtingu hagnast verulega. Þessi
þáttur samningsins, sem er alls
ekki alvondur, eykur launabil í fisk-
vinnslunni og magnar enn álagið á
fólki."
Pétur vitnaði til bréfs, sem skrif-
að var af Marteini Friðrikssyni í
Fiskiðjunni á Sauðárkróki til full-
trúa atvinnurekenda 19. október sl.
og lýsti áhrifum umrædds samn-
ings. „Marteinn segir í þessu bréfi,
að ávinningur vegna góðrar nýting-
ar falli alveg niður þegar unnið sé
samkvæmt þessum samningi,"
sagði Pétur. „Hann segir að vegna
meiri áherslu á hraða þá minnki
gæðin og stressið aukist. Það sem
fari forgörðum á þennan hátt sé
meira virði en öll sú fjárhagslega
aðstoð, sem frystiiðnaðurinn er
talinn vera í sárri þörf fyrir. Hann
segir að reikna megi með að eitt
prósent af hverjum fiski tapist. Það
geri yfir árið um tvö tonn af fisk-
flökum, sem eru jafnvirði 270 millj-
óna króna.“
Pétur sagði það afdráttarlaust
sína skoðun, sem tekið hefði verið
undir á samráðsfundinum, að ekki
nógu margir þeirra sem gerðu bón-
ussamninginn af hálfu VMSÍ hefðu
verið úr fiskvinnslunni. „Ég efast
ekkert um að þetta fólk gerði það,
sem það taldi best og rétt - en lík-
lega hefur því verið villt sýn,“ sagði
hann. „Samningurinn er uppsegj-
anlegur með sex mánaða fyrirvara
og því þarf að fara að segja honum
upp.“
Hulda Jakobsdóttir heiðurs-
félagi í Kvenfélagi Kópavogs
HULDA Jakobsdóttir var gerð að heiðursfélaga í Kvenfélagi Kópa-
vogs á 35 ára afmælisdegi félagsins þann 29. október síðastliðinn.
Hulda var ein þeirra kvenna sem stóðu að stofnun Kvenfélagsins
í Kópavogi og tók það til starfa 29. október 1950. Hún var síðan
annar formaður þess.
Á myndinni afhendir Anna Tryggvadóttir, núverandi formaður
Kvenfélags Kópavogs, Huldu Jakobsdóttur heiðursskjalið.
Ætlardu aö MISSA PHILIPS LITASJÓNVARPIÐ út úr höndunum á þér?
ÚTBORGUN er aöeins 7.000,-kr. (SJÖ ÞÚSUND!!!) og þaö verður EKKERT MÁL aö semja um afborganir.
GRÍPTU það meðan færi gefst.
<8>
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI 8- S: 27500