Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 Úrslitakeppnin um Norðurlandameistaratitilinn: Helgi fór vel af stað Skák Margeir Pétursson AUKAKEPPNI þeirra Helga Ölafs- sonar, Jóhanns Hjartarsonar og Norðmannsins Simen Agdestein hófst í Gjövik í Noregi á laugardag- inn var. Þessir þrír skákmenn, sem allir voru ssemdir stórmeistaranafn- bót á FIDE-þinginu í ágúst, urðu jafnir og efstir í landsliðsflokki á Norðurlandamótinu, sem frara fór í Gjövik í júní. Þeir tefla því alls sex skákir til úrslita um titilinn og lýkur keppninni næstkomandi fimmtudag. Fyrstu skákinni á laugardaginn lauk með sigri Helga Ólafssonar yfir Jó- hanni Hjartarsyni, sem tefldi mjög illa í endatafli. Á sunnudaginn gerði Helgi síðan jafntefli með svörtu við Agdestein. Þar sem við Islendingar eigum tvo þátttakendur í aukakeppninni, en Norðmenn aðeins einn, gætu möguleikar okkar á að eignast næsta Norðurlandameistara í skák virst mjög góðir, en því má ekki gleyma að vegna betri stiga sinna úr aðalmótinu vinnur Agdestein á stigum verði hann jafn öðrum eða báðum íslendinganna. Þá kann heimavöllurinn að hafa eitthvað að segja, e.t.v. ekki bara Norð- manninum til góðs, því norskir fjölmiðlar fylgjast grannt með keppninni og það gæti truflað Agdestein. Þeir Jóhann og Helgi hafa tekið sér frí frá alþjóðlegum mótum frá því á Norðurlandamótinu, en Agdestein tefldi á minningarmót- inu um Nimzowitsch í Danmörku og varð þar neðarlega. Þá tók hann fyrir hálfum mánuði þátt í ungl- ingalandskeppni Norðmanna og Svía og fékk aðeins hálfan vinning úr tveimur skákum við Ferdinand Hellers, núverandi Evrópumeist- ara unglinga og mesta efni Svía. Skákirnar um helgina tefldust þannig: l.umferð: Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Jóhann Hjartarson Enski leikurinn I. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. c4 — c5, 4. Rc3 — cxd4, 5. Rxd4 — Bb4, 6. g3 - 0-0, 7. Bg2 - d5, 8. Db3 - Bxc3+, 9. bxc3 — e5, 10, Rb5 — dxc4,11. Da3!? Helgi reynir peðsfórn, því eftir II. Dxc4 - a6,12. Rc7 - Ha7,13. Rd5 - Rxdö, 14. Dxd5 - Dc7! stendur svartur vel að vígi. — Rc6, 12. Be3 — Be6, 13. Hdl — Db8, 14. 0-0 — Hd8, 15. Dc5 — Hxdl, 16. Hxdl — a6,17. Ra3 17. Rd6 - Rd7, 18. Da3 - Dc7 er hagstætt svörtum. — Df8, 18. Hbl — Dxc5, 19. Bxc5 — Hc8,20. Bd6 Auðvitað ekki 20. Hxb7 — Ra5. Nú bauð Helgi jafntefli, en Jóhann vildi greinilega láta hann þurfa að sýna fram á réttmæti peðs- fórnarinnar. — Re8, 21. Bxc6 — Rxd6, 22. Bxb7 — Rxb7,23. Hxb7 Hvítur hefur unnið peðið til baka og jafntefli orðin líklegustu úrslitin. Þegar slíkt endatafl er teflt til vinnings endar það oft með ósköpum. — Hd8, 24. f3 — h5, 25. Kf2 — Hd2, 26. Hc7 — Hxa2, 27. Rxc4 — e4!?, 28. fxe4 — a5, Jóhann ætlar þessu frípeði stórt hlutverk. 28. — Bg4, 29. Rd6 — Hxe2+, 30. Kfl veldur hvíti engum erfiðleikum. 29. Re3 — Bb3,30. c4 — a4,31. Hb7! Stöðvar svarta frípeðið í bili. — Hal, 32. h4 — Hcl, 33. Ha7 pegar nei er hjálpin og venjulegt þvottaefni ráða ekki við. - Pá kemur DIDISEVEN að góðum notum. Didiseven fjar- lægir alla mögulega og ómögu- lega bletti á svipstundu. - Hafðu Didi við hendina, þá ertu við öllu búinn. Stundum má ekkert út af bera. Pú ert í þínu fínasta pússi, og mikið stendur til. En slysin gera ekki boð á undan sér. Pú getur alltaf átt það á hættu að fá Ijótan blett á fötin þín. Blett sem vatn sjón er sögu ríkari Didi kynning í Hagkaupum Skeifunn! þrlöjud. 5.11. og miðvlkud. 6.11. Helgi stendur bezt að vígi í úrslita- keppninni. Það er ljóst að svartur getur ekki unnið þessa stöðu og fyrr eða síðar verður hann að einfalda tafl- ið með Bb3xc4. En Jóhann þráast við að viðurkenna að áætlun hans frá og með 27. leik hafi mistekist og á meðan hann eyðir tíma í til- gangslausa kóngsleiki á 8. reita- röðinni, bætir Helgi stöðu sína jafntogþétt. — g6, 34. Kf3 — Kf8?!, 35. Kf4 — Ke8?!, 36. Ke5 — Kd8?, Þarna fór síðasta tækifærið forgörðum. 37. Kd4 - Kc8, 38. c5 - Kb8, 39. Ha5 - Hgl, 40. Rd5 - Hdl+, 41. Ke5 — f5, 42. c6 — Hcl, 43. Hb5+ og svartur gafst upp. 2. umferð: Hvítt: Simen Agdestein Svart: Helgi Ólafsson Drottningarbragð 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — d5, 4. Bg5 — Be7, 5. Rc3 — h6, 6. Bh4 — 0-0,7. e3 — b6, Tartakover-afbrigðið, eina ör- ugga vopnið gegn 1. d4, ef marka má síðustu tvö heimsmeistaraein- vígi. Agdestein teflir mjög hvasst gegn því, langhrókar og hyggst blása til kóngssóknar. 8. Dc2 — Bb7, 9. Bxf6 — Bxf6, 10. cxd5 — exd5, 11. 0-0-0 — c5, 12. g4 — Rc6, 13. h4 — cxd4, 14. exd4 — g6,15. h5 Skákin Cvitan-Abramovic á júgóslavneska meistaramótinu sl. vor tefldist: 15. g5!? — hxg5, 16. hxg5 - Bg7, 17. Dd6 - Dd6, 18. Hh4 og hvítur fékk sterka sókn, en e.t.v. hefði svartur átt að taka peðið í 16. leik. — g5, 16. Df5 — Rb4, 17. Re5 — Bc8,18. Df3 — Bxe5, Það er auðvitað erfið ákvörðun að gefa varnarbiskupinn, en hvítur hótaði óþyrmilega 19. a3. 19. dxe5 — Dc7, 20. Kbl — Dxe5, 21. Bg2 — Ba6,22. a3 Norðmenn ætlast til þess að Agde- stein sigri á heimavelli. Jóhann tefldi of stíft til vinnings gegn Helga. — d4!, 23. axb4 — dxc3,24. Hhel Hvítur er á undan í liðsskipan, en kóngsstaða hans er ótraust og það nýtir Helgi sér til að halda jafnvæginu. - c2+!, 25. Kxc2 — Dc7+, 26. Kbl - Had8,27. Df6 - Bd3+, 28. Hxd3! — Hxd3,29. Dxh6 — Hfc8, Svartur hafði ekki tíma til að valda g5 vegna hótunarinnar 30. Dxg5+. 30. Dxg5+ — Kf8, 31. Dh6+ — Kg8, 32. Dg5+ — Kf8, 33. Dh6+. Jafntefli. Jóhann Hjartarson hefur hvítt í bæði 3. og 4. umferð, hann átti að tefla við Agdestein í gærkvöldi, en Helga í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Fólk spurt í skoðanakönnun um áfengismál í Hafnarfirði. Skoðanakönnun um áfengismál í Hafnarfirði: 75 % aðspurðra vildu fá áfengisútsölu UM 75% aðspurðra vildu að opnaðuð yrði áfengisútsala í Hafnarfirði og 78% vildu að skemmtistaðir í bænum fengju vínveitingaleyfi í skoðana- könnun sem nokkrir áhugamenn um áfengismál í Hafnarfirði gerðu þar í bæ síðdegis á föstudag. Skoðanakönnunin var gerð við fyrstu umferðarljósin í Hafnarfirði og voru tvær spurningar lagðar fyrir fólk i 463 G-bílum sem þar áttu leið um. Fyrri spurningin var: Vilt þú áfengisútsölu í Hafnarfirði? Já sögðu 75% aðspurðra, nei 17% en 8% vildu ekki svara spurningunni. í seinni spurningunni var fólkið spurt hvort það vildi að vínveitinga- staðir bæjarins fengju vínveitinga- leyfi. 78% sögðu já, 16% nei og 6% vildu ekki svara. Sömu menn gerðu hliðstæða skoð- anakönnun í október með öðrum spurningum og voru svörin nú mjög á sömu leið, ótvíræðari ef eitthvað er, að sögn Hrafnkels Marinóssonar, forsvarsmanns hópsins. Hrafnkell sagði að tilgangur skoðanakönnun- arinnar væri sami nú og á dögunum, það er að vekja athygli á því ófremd- arástandi sem þeir teldu ríkja í áfengismálum í Hafnarfirði. Hann sagði að þessar niðurstöður og við- tökur fólks gæfi þeim sem að þessari skoðanakönnun stóðu byr undir báða vængi til frekari skoðunar á þessum málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.