Morgunblaðið - 05.11.1985, Page 20

Morgunblaðið - 05.11.1985, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 Úrslitakeppnin um Norðurlandameistaratitilinn: Helgi fór vel af stað Skák Margeir Pétursson AUKAKEPPNI þeirra Helga Ölafs- sonar, Jóhanns Hjartarsonar og Norðmannsins Simen Agdestein hófst í Gjövik í Noregi á laugardag- inn var. Þessir þrír skákmenn, sem allir voru ssemdir stórmeistaranafn- bót á FIDE-þinginu í ágúst, urðu jafnir og efstir í landsliðsflokki á Norðurlandamótinu, sem frara fór í Gjövik í júní. Þeir tefla því alls sex skákir til úrslita um titilinn og lýkur keppninni næstkomandi fimmtudag. Fyrstu skákinni á laugardaginn lauk með sigri Helga Ólafssonar yfir Jó- hanni Hjartarsyni, sem tefldi mjög illa í endatafli. Á sunnudaginn gerði Helgi síðan jafntefli með svörtu við Agdestein. Þar sem við Islendingar eigum tvo þátttakendur í aukakeppninni, en Norðmenn aðeins einn, gætu möguleikar okkar á að eignast næsta Norðurlandameistara í skák virst mjög góðir, en því má ekki gleyma að vegna betri stiga sinna úr aðalmótinu vinnur Agdestein á stigum verði hann jafn öðrum eða báðum íslendinganna. Þá kann heimavöllurinn að hafa eitthvað að segja, e.t.v. ekki bara Norð- manninum til góðs, því norskir fjölmiðlar fylgjast grannt með keppninni og það gæti truflað Agdestein. Þeir Jóhann og Helgi hafa tekið sér frí frá alþjóðlegum mótum frá því á Norðurlandamótinu, en Agdestein tefldi á minningarmót- inu um Nimzowitsch í Danmörku og varð þar neðarlega. Þá tók hann fyrir hálfum mánuði þátt í ungl- ingalandskeppni Norðmanna og Svía og fékk aðeins hálfan vinning úr tveimur skákum við Ferdinand Hellers, núverandi Evrópumeist- ara unglinga og mesta efni Svía. Skákirnar um helgina tefldust þannig: l.umferð: Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Jóhann Hjartarson Enski leikurinn I. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. c4 — c5, 4. Rc3 — cxd4, 5. Rxd4 — Bb4, 6. g3 - 0-0, 7. Bg2 - d5, 8. Db3 - Bxc3+, 9. bxc3 — e5, 10, Rb5 — dxc4,11. Da3!? Helgi reynir peðsfórn, því eftir II. Dxc4 - a6,12. Rc7 - Ha7,13. Rd5 - Rxdö, 14. Dxd5 - Dc7! stendur svartur vel að vígi. — Rc6, 12. Be3 — Be6, 13. Hdl — Db8, 14. 0-0 — Hd8, 15. Dc5 — Hxdl, 16. Hxdl — a6,17. Ra3 17. Rd6 - Rd7, 18. Da3 - Dc7 er hagstætt svörtum. — Df8, 18. Hbl — Dxc5, 19. Bxc5 — Hc8,20. Bd6 Auðvitað ekki 20. Hxb7 — Ra5. Nú bauð Helgi jafntefli, en Jóhann vildi greinilega láta hann þurfa að sýna fram á réttmæti peðs- fórnarinnar. — Re8, 21. Bxc6 — Rxd6, 22. Bxb7 — Rxb7,23. Hxb7 Hvítur hefur unnið peðið til baka og jafntefli orðin líklegustu úrslitin. Þegar slíkt endatafl er teflt til vinnings endar það oft með ósköpum. — Hd8, 24. f3 — h5, 25. Kf2 — Hd2, 26. Hc7 — Hxa2, 27. Rxc4 — e4!?, 28. fxe4 — a5, Jóhann ætlar þessu frípeði stórt hlutverk. 28. — Bg4, 29. Rd6 — Hxe2+, 30. Kfl veldur hvíti engum erfiðleikum. 29. Re3 — Bb3,30. c4 — a4,31. Hb7! Stöðvar svarta frípeðið í bili. — Hal, 32. h4 — Hcl, 33. Ha7 pegar nei er hjálpin og venjulegt þvottaefni ráða ekki við. - Pá kemur DIDISEVEN að góðum notum. Didiseven fjar- lægir alla mögulega og ómögu- lega bletti á svipstundu. - Hafðu Didi við hendina, þá ertu við öllu búinn. Stundum má ekkert út af bera. Pú ert í þínu fínasta pússi, og mikið stendur til. En slysin gera ekki boð á undan sér. Pú getur alltaf átt það á hættu að fá Ijótan blett á fötin þín. Blett sem vatn sjón er sögu ríkari Didi kynning í Hagkaupum Skeifunn! þrlöjud. 5.11. og miðvlkud. 6.11. Helgi stendur bezt að vígi í úrslita- keppninni. Það er ljóst að svartur getur ekki unnið þessa stöðu og fyrr eða síðar verður hann að einfalda tafl- ið með Bb3xc4. En Jóhann þráast við að viðurkenna að áætlun hans frá og með 27. leik hafi mistekist og á meðan hann eyðir tíma í til- gangslausa kóngsleiki á 8. reita- röðinni, bætir Helgi stöðu sína jafntogþétt. — g6, 34. Kf3 — Kf8?!, 35. Kf4 — Ke8?!, 36. Ke5 — Kd8?, Þarna fór síðasta tækifærið forgörðum. 37. Kd4 - Kc8, 38. c5 - Kb8, 39. Ha5 - Hgl, 40. Rd5 - Hdl+, 41. Ke5 — f5, 42. c6 — Hcl, 43. Hb5+ og svartur gafst upp. 2. umferð: Hvítt: Simen Agdestein Svart: Helgi Ólafsson Drottningarbragð 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — d5, 4. Bg5 — Be7, 5. Rc3 — h6, 6. Bh4 — 0-0,7. e3 — b6, Tartakover-afbrigðið, eina ör- ugga vopnið gegn 1. d4, ef marka má síðustu tvö heimsmeistaraein- vígi. Agdestein teflir mjög hvasst gegn því, langhrókar og hyggst blása til kóngssóknar. 8. Dc2 — Bb7, 9. Bxf6 — Bxf6, 10. cxd5 — exd5, 11. 0-0-0 — c5, 12. g4 — Rc6, 13. h4 — cxd4, 14. exd4 — g6,15. h5 Skákin Cvitan-Abramovic á júgóslavneska meistaramótinu sl. vor tefldist: 15. g5!? — hxg5, 16. hxg5 - Bg7, 17. Dd6 - Dd6, 18. Hh4 og hvítur fékk sterka sókn, en e.t.v. hefði svartur átt að taka peðið í 16. leik. — g5, 16. Df5 — Rb4, 17. Re5 — Bc8,18. Df3 — Bxe5, Það er auðvitað erfið ákvörðun að gefa varnarbiskupinn, en hvítur hótaði óþyrmilega 19. a3. 19. dxe5 — Dc7, 20. Kbl — Dxe5, 21. Bg2 — Ba6,22. a3 Norðmenn ætlast til þess að Agde- stein sigri á heimavelli. Jóhann tefldi of stíft til vinnings gegn Helga. — d4!, 23. axb4 — dxc3,24. Hhel Hvítur er á undan í liðsskipan, en kóngsstaða hans er ótraust og það nýtir Helgi sér til að halda jafnvæginu. - c2+!, 25. Kxc2 — Dc7+, 26. Kbl - Had8,27. Df6 - Bd3+, 28. Hxd3! — Hxd3,29. Dxh6 — Hfc8, Svartur hafði ekki tíma til að valda g5 vegna hótunarinnar 30. Dxg5+. 30. Dxg5+ — Kf8, 31. Dh6+ — Kg8, 32. Dg5+ — Kf8, 33. Dh6+. Jafntefli. Jóhann Hjartarson hefur hvítt í bæði 3. og 4. umferð, hann átti að tefla við Agdestein í gærkvöldi, en Helga í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Fólk spurt í skoðanakönnun um áfengismál í Hafnarfirði. Skoðanakönnun um áfengismál í Hafnarfirði: 75 % aðspurðra vildu fá áfengisútsölu UM 75% aðspurðra vildu að opnaðuð yrði áfengisútsala í Hafnarfirði og 78% vildu að skemmtistaðir í bænum fengju vínveitingaleyfi í skoðana- könnun sem nokkrir áhugamenn um áfengismál í Hafnarfirði gerðu þar í bæ síðdegis á föstudag. Skoðanakönnunin var gerð við fyrstu umferðarljósin í Hafnarfirði og voru tvær spurningar lagðar fyrir fólk i 463 G-bílum sem þar áttu leið um. Fyrri spurningin var: Vilt þú áfengisútsölu í Hafnarfirði? Já sögðu 75% aðspurðra, nei 17% en 8% vildu ekki svara spurningunni. í seinni spurningunni var fólkið spurt hvort það vildi að vínveitinga- staðir bæjarins fengju vínveitinga- leyfi. 78% sögðu já, 16% nei og 6% vildu ekki svara. Sömu menn gerðu hliðstæða skoð- anakönnun í október með öðrum spurningum og voru svörin nú mjög á sömu leið, ótvíræðari ef eitthvað er, að sögn Hrafnkels Marinóssonar, forsvarsmanns hópsins. Hrafnkell sagði að tilgangur skoðanakönnun- arinnar væri sami nú og á dögunum, það er að vekja athygli á því ófremd- arástandi sem þeir teldu ríkja í áfengismálum í Hafnarfirði. Hann sagði að þessar niðurstöður og við- tökur fólks gæfi þeim sem að þessari skoðanakönnun stóðu byr undir báða vængi til frekari skoðunar á þessum málum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.