Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 Norræni sumarháskól- inn með kynningarfund ÍSLANDSDEILD Norræna sumar- háskólans heldur kynningarfund í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudags- kvöld, og hefst fundurinn klukkan 20.30. í vetur munu starfa hópar á öllum Noröurlöndunum, viö undir- búning á hinum ýmsu málaflokkum. Vikulangt sumarmót er haldið til skiptis á Norðurlöndum, og gefst þá kostur á að fylgjast með rannsóknum og þvi starfi, sem fram fer hjá hinum þjóðunum. Tilgangur Norræna sumarháskól- ans hefur frá upphafi verið að Kvenfélag Garðabæjar: Fundur í kvöld KVENFÉLAG Garðabæjar heldur fund í Garðaholti í kvöld, þriðju- dag, kl. 20.30, en ekki annað kvöld, eins og misritaðist í Dagbók blaðs- ins á sunnudaginn. Gestur fundar- ins verður Þórunn Sveinsdóttir sjúkraþjálfari. tengja saman aðskilin vísindi og fræði og mörg rannsóknarverkefni hafa átt upptök sín í sumarháskól- anum. Á kynningarfundinum verður sagt nánar frá starfi Norræna sumarháskólans og kynnt við- fangsefni hópanna, sem eru meðal annars: Umhverfi — náttúru- vernd, orkumál, tómstundir og ferðalög, framtíð Evrópu, tískan, I viðhorfum, verðmætum, listsköp- un o.fl., æskulýðsmál, tónlist og tækniþjóðfélagið, iðnaðarsamfé- lög, félagsleg samhjálp og fleira. Stjórn íslandsdeildat skipa Ragn- heiður Ragnarsdóttir, Ástríður Karlsdóttir og Guðrún Bjarna- dóttir. INNLENT Morgunblaðið/Júlíus Rjúpnaskyttur fundnar og ræöa viö leitarstjóra í stjórnstöö. Lengst til hægri er Arngrímur Hermannsson, Hjálpar- sveit skáta, einn þriggja leitarstjóra, en rjúpnaskytturnar eru Gunnar Vigfússon (til vinstri) og Hilmar Árnason. Sjö rjúpnaskyttur týndust um helgina: 250 manns leituöu tveggja rjúpnaskyttna — sem villtust í vonskuveðri á Kaldadal SJÖ rjúpnaskytta var leitað um helgina. Þrír voru týndir í Bröttubrekku, tveir í Bláfjöllum og tveir á Kaldadal. Skytturnar úr Bláfjöllum komu fram í Selvogi um það bil, sem leit að þeim var aö hefjast og björgunarsveit úr Dölum fann þremenningana í bfl sínum í Bröttubrekku fyrirhafnarlítiö. Skytturnar á Kaldadal fundust þó ekki fyrr en á sunnudagsmorgun, tæpum sólarhring eftir að þeir höföu haldið til Piltanna tveggja, sem villtust á Kaldadal, var leitað af um 250 björgunarsveitarmönnum á sunnudagsmorguninn. Skytturnar — piltar um tvítugt — fundust fljótlega eftir að skipulögð leit hófst og voru báðir heilir á húfi en nokkuð kaldir, skv. upplýsing- um leitarstjórnar. Þeir höfðu farið á laugardagsmorguninn ásamt tveimur öðrum til rjúpnaveiða í nágrenni Skjaldbreiðar. Um há- degisbil skall á vonskuveður með byl. Tveir mannanna komust í bíl félaganna og biðu þar fram á miðjan dag en fóru þá til byggða með öðrum rjúpnaskyttum og leit- uðu aðstoðar. Bílinn skildu þeir eftir með ljósum, ef félögum þeirra tækist að finna hann. Björgunarsveitin Tryggvi á Sel- fossi og lögreglan í Hafnarfirði hófu eftirgrennslan á svæðinu og um leið var hafinn undirbúningur allsherjarleitar björgunarsveita á SV-landi. Sameiginleg leitarstjórn hóf skipulagningu upp úr miðnætti en þá var ljóst að ekki yrði hægt að viðhafa venjulega leit á svæðinu vegna veðurs. Bílar voru þó hafðir á ferð um troðninga á leitarsvæð- inu. Snemma á sunnudagsmorgun- inn fóru björgunarsveitir frá Reykjavík, Kópavogi, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Flúðum, Kjalar- nesi, Suðurnesjum og Laugarvatni, alls um 250 manns, til leitar á átta afmörkuðum leitarsvæðum. Tveir snjóbílar voru notaðir, þyrla Land- helgisgæslunnar var tilbúin til leitar og sömuleiðis einkaflugvél Ómars Ragnarssonar. Mennirnir fundust mjög fljótlega á gangi á fyrsta leitarsvæðinu, kaldir en vel á sig komnir að öðru leyti. Þeir höfðu verið á gangi eftir að hafa séð blikkljós á björgunarsveitar- bílum. Þegar óveðrið skall á höfðu skytturnar verið í vesturhlíðum Skjaldbreiðar og misstu þeir fljót- lega alla von um að finna bílinn. Leituðu þeir skjóls og létu fyrir- berast um nóttina. Piltarnir voru hlýlega klæddir en voru hvorki með kort, áttavita eða blys og höfðu ekki fatnað til að verjast bleytu. í yfirliti leitarstjórnarinnar segir að allt skipulag leitarinnar hafi gengið vel upp og að fjarskipti hafi verið í góðu lagi. Samstarf er talið hafa verið til fyrirmyndar en því stjórnuðu Arngrímur Her- mannsson frá flugbjörgunarsveit- unum, Árni Friðriksson frá Slysa- varnafélaginu og Bjarni Axelsson frá hjálparsveitum skáta. KENWOOD anna BESTA TH0RN ELDHUSHJA LPÍIS HEIMILIS OG RAFTÆKJADEILD TRAUST MERKI MEÐ ÁRATUGA REYNSLU Á ÍSLANDI Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.