Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 17 Olympia CPD 3S1S Fyrirferðalítil og örugg reiknivél Áreiðanleg og fjölhœf reiknivél sem eyðir ekki borðplássi að óþörfu. Olympia vél sem reikna má með þótt annað bregðist. Leitið nánari upplýsinga. l KJARAN ÁRMÚLA 22, SlMI 83022,108 REYKJAVlK Loðdýrarækt: Rekstrar- erfiðleikar hjá fóður- stöðvunum MARGAR fódurstöðvar loðdýra- bænda eiga í rekstrarerfiðleikum og ef ekkert verður að gert lenda þær í greiðsluþroti, að sögn Jóns Ragnars Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands fslenskra loðdýrarækt- enda. Að sögn Jóns Ragnars hafa stöðvarnar þurft að byggja sig ört upp til að framleiða fóður fyrir loðdýrabúin sem fjölgar mjög um þessar mundir. Stöðvarnar þyrfti að byggja upp í ákveðnum þrepum og væri ákveðinn lágmarksstofn- kostnaður nauðsynlegur hvort sem lítill eða stór markaður væri fyrir fóðrið í upphafi. Þegar uppbygg- ingin í greininni væri jafn mikil og raun bæri vitni nú þyrftu fóður- stöðvarnar að vera á undan og væru þannig með mikla greiðslu- byrði miðað við tekjur fyrstu árin. Sagði Jón Ragnar að uppbygg- ingin væri fjármögnuð með lánum, nema hvað Framleiðnisjóður land- búnaðarins legði fram 35% af véla- kaupum. Loðdýrabændur stæðu sjálfir i uppbyggingu á búum sin- um og gætu því lítið eigið fé lagt í uppbyggingu stöðvanna. Sagði hann að loðdýrabændur hefðu lagt til að styrkjum til loðdýraræktar- innar yrði varið til uppbyggingar fóðurstöðvanna, vegna þess að þar nýttust peningarnir best og jafn- ast fyrir bændur. Einnig hefðu þeir lagt til að lán til stöðvanna væru veitt til lengri tíma en nú væri gert og þau höfð afborgunar- laus fyrstu 3-5 árin. Sagði Jón að þessi vandamál kæmu fram í hærra fóðurverði en ella þyrfti að vera. Nefndi hann dæmi um það að bændur þyrftu að greiða allt að 2 krónum hærra verð fyrir hvert kíló af fóðri í fóð- urstöð sem væri í uppbyggingu, en aðrir sem skiptu við stöð sem væri fullnýtt. Hann sagði að loðdýra- bændur hefðu fullan hug á þvi að gera allt sem mögulegt væri til að aðstoða stöðvarnar við reksturinn og væri m.a. í undirbúningi að sér- stakur starfsmaður tæki þau mál að sér. Réttir dagsins úr Morgun- blaöinu komnir út á bók RÉTTIJR dagsins - gómsætur gæða- matur, heitir nýútkomin bók með mataruppskriftum eftir Margréti Þorvaldsdóttur. Uppskriftirnar í bók- inni eru byggðar á þáttum höfúndar í Morgunblaðinu. Á kili bókarinnar segir meðal annars: „Höfundur hefur dvalið víða erlendis og kynnst þar matar- gerð og matarvenjum ýmissa þjóða. Sumar uppskriftirnar eru frumsamdar, aðrar eru af erlend- um stofni, en aðlagaðar íslenskum aðstæðum og innlendu hráefni. Áhersla er lögð á að uppskriftirnar séu auðveldar fyrir alla til matar- gerðar. Gætt er hófs í hráefnis- kostnaði. Þá hefur verið lögð áhersla á að réttirnir falli að smekk barna." Bókinni er skipt í sjö kafla og er fjallað sérstaklega um rétti úr fiski, hökkuðu kjöti, lambakjöti, kálfakjöti og kjúklingakjöti. Einn kafli er með réttum úr blönduðu hráefni og einn fjallar um ábætis- rétti. Bókin er 112 sfður að stærð. Það er Hörpuútgáfan sem gefur bókina út. FACIT BBC APPLE IBM PC ERICSSON tölvur laöast aö prenturum FACIT 4509 / 4510 / 4511 prentarar ganga við flestar gerðir af tölvum. Þeir eru áreiðanlegir, mjög fljótvirkir og prentun er í háum gæðum. Þið getið sjálf skipt um leturhaus ef þið viljið, annars endist hver haus til þess að prenta meira en 100.000.000 stafi og það er sama sagan með borðann, hann endist fyrir meira en 4.000.000 stafa. En þið getið afskrifað milljónirnar með öllu þegar þið kaupið einn þessara þriggja FACIT prentara, því verðið er vægast sagt ótrúlega lágt eða frá rúmum 18.000 krónum. Látið sérhæfða sölumenn með langa reynslu að baki leiðbeina ykkur við val á réttum FACIT prentara. ....... , GÍSLI J. JOHNSEN SF. SUNNUHLIÐ AKUÖEYRI, SiMl ,6-25004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.