Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1985 Frá framkvæmdum vi6 byggingu vatnstanksins. Selfoss: Bygging nýs vatns- miðlunartanks hafin BORGAR SIG Selfossi 31. október. í DAG, fimmtudaginn 31. október, hófust Q’amkvæmdir við byggingu 1000 m vatnsmiðlunartanks fyrir Vatnsveitu Selfoss. Tankurinn mun bæta úr brýnni þörf og gera vatn- smiðlun öruggari og auka þrýsting á köldu vatni í kaupstaðnum. Kostnað- ur við framkvæmdirnar er áætlaður 7 milljónir og að þeim ljúki haustið 1986. Þrýstingur kalda vatnsins á Selfossi er mjög lágur, 1 kg að öllu jöfnu og minna á álagstímum í sláturtíð. Með tilkomu tanksins næsta haust er gert ráð fyrir að þrýstingur fari í 3 kg. Þessi lági þrýstingur er bagalegur og skapar öryggisleysi þar sem lítið vatn kemur úr brunahönum. Vatnstankurinn er staðsettur skammt norðan þjóðvegarins að Selfossi, austan Biskupstungna- brautar, í Fossneslandi. Meðeig- endur Selfoss að því landi eru Bjarni Sigurgeirsson og Guðrún Sigurgeirsdóttir Selfossi II ásamt Sigrúnu Arinbjarnardóttur í- Hafnarfirði. Að sögn bæjarstjóra hafa þau sýnt mikinn skilning og lipurð við framgang þess að vatnstankur yrði byggður á þess- um stað. Á blaðamannafundi sem bæjar- stjóri Selfoss, Stefán Ó. Jónsson, hélt í tilefni byggingar vatns- tanksins, kom fram að Helgi Bjarnason verkfræðingur hefur yfirumsjón með framkvæmdum en Verkfræðistofa Suðurlands annast ákveðna verkfræðilega þætti bygg- ingarinnar. Helgi starfaði áður sem bæjarverkfræðingur á Sel- fossi og hannaði endurnýjun vatnsveitunnar sem fór fram 1975— 1978, þegar m.a. voru virk- jaðar nýjar lindir undir Ingólfs- fjalli. Frá þeim lindum verður sjálfrennsli í tankinn. Nokkurn tíma hefur tekið að ganga frá formsatriðum varðandi staðsetningu vatnstanksins, en tilskilin leyfi þurfti frá Vegagerð ríkisins, skipulagsstjóra ríkisins og bygginganefnd Selfoss. Samið hefur verið við Ræktun- arsamband Flóa og Skeiða um jarðvinnuþátt framkvæmdanna og áætlað að bjóða megi smíði tanks- ins út um mánaðamótin nóv,—des. Smíði og tengingum á að verða lokið eigi síðar en fyrir upphaf sláturtíðar 1987. Áætlaður heild- arkostnaður er 7 milljónir króna. Leiðrétting Nafn sögu Herdísar Egilsdóttur í smásagnasafninu „Gúmmískór með gati" misritaðist í ritdómi Jennu Jensdóttur i blaðinu sl. laugardag. Sagan heitir „Nú-tí- minh“. — Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. Páll Kristinsson verkstjóri vatnsveit- unnar við vatnsból Selfosskaupstað- ar undir Ingólfsfjalli. A blaðamannafundinum kom einnig fram hjá bæjarstjóra að Selfosskaupstaður hefur keypt land milli gamla og nýja þjóðveg- arins, austan dæluhúss undir Ing- ólfsfjalli. Að sögn Páls Kristins- sonar verkstjóra vatnsveitunnar mun það auðvelda mjög verndun vatnsbólanna og hugsanlega virkj- un nýrra linda undir fjallinu. Sig. Jóns. BOS hugbúnaöur er ekki háöur einni tölvutegund, heldur gengur á margar tölvutegundir þ.m.t. IBM XT/AT, DEC MICRO PDPll, STRIDE, ISLAND XT/AT og ADVANCE. BOS hugbúnaöur er fjölnotenda meö allt að 20 skjái eða einnotenda meö möguleika á að vinna í 4 kerfum samtímis. BOS hugbúnaöur gerir kleift að byrja smátt og stækka stig af stigi. BOS hugbúnaöur er margreyndur og í stöðugri sókn. Kerfin, sem boöiö er upp á eru m.a.: Fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, sölu- og pantanakerfi, birgðabókhald og birgðastýnng, greiðslubókhald, launabókhald, verkbókhald, tollskýrslu- og verðútreiknmgar, uppgjörskerfi og tíma- bókhald fyrir endurskoðendur, framleiðslustýnng, ritvinnsla, gagna- grunnur, skýrslugerð, áætlanagerð ásamt tugum sérhannaðra forrita Söluaöilar BOS hugbúnaöar Gísli J. Johnsen hf., Skrifstofuvélar hf., Aco hf., Kristján Skagfjörð hf., Hugur sf., Almenna kerfisfræðistofan, Tölvutæki sf. Akureyri. Tölvumiðstöðin hf * J I F Hofðabakka 9 — Sími 685933 \ÍX7 Wicanders Kork-o-Plast Sœnsk gœðavara f 25 ár. ISIÚ ER ÞAÐ 10 ÁRA ÁBYRGÐ Á SLITIAGI á hlnum margviður- kenndu KORK O PLAST gólfflísum. Þegar þú kaupir KORK O PLAST pá fserðu SUTÁBYRGÐAR- SKÍRTEINI. ABYRGÐIN GILDIR YFIR 14 GERÐIR K O P. HRIIMGIÐ EFTIR FREKARI UPPLÝSINGUM. KORK O PLAST er með slitsterka vinylhúð og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem á flugstöðvum og á sjúkrahúsum. KORK O PLAST er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því. Sérlega hentugt fyrir vinnustaði, banka og opinberar skrifstofur. KORK O PLAST byggir ekki upp spennu og er mikið notað í tölvuherbergjum. KORK O PLAST fæst í 13 mismunandi korkmynstrum. Gegnsæ. slitsterk og auöþnfanleg vinyl-filma. Rakavarnarhuö i köntum. Sersfaklega valinn korkur i 13 mismunandi munstrum Sterkt vinyl-undirlag Fjaörandi korkur. EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. Einkaumboð á Islandi. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 16 • Reykjavik • sími 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.