Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1985
Frá framkvæmdum vi6 byggingu vatnstanksins.
Selfoss:
Bygging nýs vatns-
miðlunartanks hafin
BORGAR SIG
Selfossi 31. október.
í DAG, fimmtudaginn 31. október,
hófust Q’amkvæmdir við byggingu
1000 m vatnsmiðlunartanks fyrir
Vatnsveitu Selfoss. Tankurinn mun
bæta úr brýnni þörf og gera vatn-
smiðlun öruggari og auka þrýsting á
köldu vatni í kaupstaðnum. Kostnað-
ur við framkvæmdirnar er áætlaður
7 milljónir og að þeim ljúki haustið
1986.
Þrýstingur kalda vatnsins á
Selfossi er mjög lágur, 1 kg að öllu
jöfnu og minna á álagstímum í
sláturtíð. Með tilkomu tanksins
næsta haust er gert ráð fyrir að
þrýstingur fari í 3 kg. Þessi lági
þrýstingur er bagalegur og skapar
öryggisleysi þar sem lítið vatn
kemur úr brunahönum.
Vatnstankurinn er staðsettur
skammt norðan þjóðvegarins að
Selfossi, austan Biskupstungna-
brautar, í Fossneslandi. Meðeig-
endur Selfoss að því landi eru
Bjarni Sigurgeirsson og Guðrún
Sigurgeirsdóttir Selfossi II ásamt
Sigrúnu Arinbjarnardóttur í-
Hafnarfirði. Að sögn bæjarstjóra
hafa þau sýnt mikinn skilning og
lipurð við framgang þess að
vatnstankur yrði byggður á þess-
um stað.
Á blaðamannafundi sem bæjar-
stjóri Selfoss, Stefán Ó. Jónsson,
hélt í tilefni byggingar vatns-
tanksins, kom fram að Helgi
Bjarnason verkfræðingur hefur
yfirumsjón með framkvæmdum en
Verkfræðistofa Suðurlands annast
ákveðna verkfræðilega þætti bygg-
ingarinnar. Helgi starfaði áður
sem bæjarverkfræðingur á Sel-
fossi og hannaði endurnýjun
vatnsveitunnar sem fór fram
1975— 1978, þegar m.a. voru virk-
jaðar nýjar lindir undir Ingólfs-
fjalli. Frá þeim lindum verður
sjálfrennsli í tankinn.
Nokkurn tíma hefur tekið að
ganga frá formsatriðum varðandi
staðsetningu vatnstanksins, en
tilskilin leyfi þurfti frá Vegagerð
ríkisins, skipulagsstjóra ríkisins
og bygginganefnd Selfoss.
Samið hefur verið við Ræktun-
arsamband Flóa og Skeiða um
jarðvinnuþátt framkvæmdanna og
áætlað að bjóða megi smíði tanks-
ins út um mánaðamótin nóv,—des.
Smíði og tengingum á að verða
lokið eigi síðar en fyrir upphaf
sláturtíðar 1987. Áætlaður heild-
arkostnaður er 7 milljónir króna.
Leiðrétting
Nafn sögu Herdísar Egilsdóttur í
smásagnasafninu „Gúmmískór
með gati" misritaðist í ritdómi
Jennu Jensdóttur i blaðinu sl.
laugardag. Sagan heitir „Nú-tí-
minh“. — Biðst blaðið velvirðingar
á þessum mistökum.
Páll Kristinsson verkstjóri vatnsveit-
unnar við vatnsból Selfosskaupstað-
ar undir Ingólfsfjalli.
A blaðamannafundinum kom
einnig fram hjá bæjarstjóra að
Selfosskaupstaður hefur keypt
land milli gamla og nýja þjóðveg-
arins, austan dæluhúss undir Ing-
ólfsfjalli. Að sögn Páls Kristins-
sonar verkstjóra vatnsveitunnar
mun það auðvelda mjög verndun
vatnsbólanna og hugsanlega virkj-
un nýrra linda undir fjallinu.
Sig. Jóns.
BOS hugbúnaöur
er ekki háöur einni tölvutegund, heldur gengur á
margar tölvutegundir þ.m.t. IBM XT/AT, DEC MICRO PDPll, STRIDE,
ISLAND XT/AT og ADVANCE.
BOS hugbúnaöur
er fjölnotenda meö allt að 20 skjái eða einnotenda
meö möguleika á að vinna í 4 kerfum samtímis.
BOS hugbúnaöur
gerir kleift að byrja smátt og stækka stig af stigi.
BOS hugbúnaöur
er margreyndur og í stöðugri sókn.
Kerfin, sem boöiö er upp á eru m.a.:
Fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, sölu- og pantanakerfi,
birgðabókhald og birgðastýnng, greiðslubókhald, launabókhald,
verkbókhald, tollskýrslu- og verðútreiknmgar, uppgjörskerfi og tíma-
bókhald fyrir endurskoðendur, framleiðslustýnng, ritvinnsla, gagna-
grunnur, skýrslugerð, áætlanagerð ásamt tugum sérhannaðra forrita
Söluaöilar BOS hugbúnaöar
Gísli J. Johnsen hf., Skrifstofuvélar hf., Aco hf., Kristján Skagfjörð hf.,
Hugur sf., Almenna kerfisfræðistofan, Tölvutæki sf. Akureyri.
Tölvumiðstöðin hf
* J I F Hofðabakka 9 — Sími 685933
\ÍX7
Wicanders
Kork-o-Plast
Sœnsk gœðavara f 25 ár.
ISIÚ ER ÞAÐ 10 ÁRA
ÁBYRGÐ Á SLITIAGI
á hlnum margviður-
kenndu KORK O
PLAST gólfflísum.
Þegar þú kaupir KORK
O PLAST pá fserðu
SUTÁBYRGÐAR-
SKÍRTEINI.
ABYRGÐIN GILDIR
YFIR 14 GERÐIR K O P.
HRIIMGIÐ EFTIR
FREKARI UPPLÝSINGUM.
KORK O PLAST er með slitsterka vinylhúð og notað á gólf sem mikið
mæðir á, svo sem á flugstöðvum og á sjúkrahúsum.
KORK O PLAST er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því.
Sérlega hentugt fyrir vinnustaði, banka og opinberar skrifstofur.
KORK O PLAST byggir ekki upp spennu og er mikið notað í
tölvuherbergjum.
KORK O PLAST fæst í 13 mismunandi korkmynstrum.
Gegnsæ. slitsterk og
auöþnfanleg
vinyl-filma.
Rakavarnarhuö
i köntum.
Sersfaklega valinn
korkur i 13 mismunandi
munstrum
Sterkt vinyl-undirlag
Fjaörandi korkur.
EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS
SÝNISHORN OG BÆKLING.
Einkaumboð á Islandi.
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Armúla 16 • Reykjavik • sími 38640