Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 60
KEILUSALUWINN OPINN 10.00-00.30 TIL DAGLEGRA NOTA ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Hæstiréttur: Ummæli um höfundinn ómerk áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Hæstarétti. í dómnum kemur fram að áfrýj- andinn hafi lagt fram rit sitt, Rætur íslandsklukkunar, til doktorsprófs við Háskóla íslands og samkvæmt reglugerð var hlutverk stefndu að meta vísindagildi bókarinnar. Þá segir í dómnum að ummæli þau, sem átaiin eru, feli í sér siðferðisdóm, sem er meiðandi fyrir áfrýjanda. Þau hafi hvorki verið nauðsynleg til að fullnægja umsagnarskyldu stefndu né viðurkvæmileg í umsögn um ritið. Því beri að dæma þau ómerk. „í mínum huga býr enginn fögn- uður yfir því að aðrir eru dæmdir," sagði Eiríkur Jónsson. „Að áfrýja til Hæstaréttar var nauðvörn og ekki gert í hefndarskyni. Eg átti ekki annarra kosta völ en að hreinsa mannorð mitt. Dómurinn kemur ritgerðinni ekkert við enda kærði ég einungis ærumeiðandi ummæli sem þeir létu falla um höfund verks, sem átti að dæma fræðilega. Mér er ekki kunnugt um að dómnefnd, sem skip- uð hefur verið af háskóla til að dæma tiltekið verk fræðilega, hafi fyrr en nú látið meiðyrði koma fyrir í umfjölluninni. Ritgerðinni hefur verið vísað frá og þeim dómi verður ekki hnekkt." Haft var samband við Sveins Skorra Höskuldsson og hann spurð- ur álits á dómi Hæstaréttar en hann vildi ekki tjá sig um málið. Ungur maður sakaður um umfangsmikið okur Urskurðaður í gæsluvarðhald til 20. nóvember — Málið er eitt hið umfangsmesta í sögu RLR KVEÐINN hefur verið upp í Hæsta- rétti dómur í máli Eiríks Jónssonar gegn Sveini Skorra Höskuldssyni, Olafi Halldórssyni og Peter Hallberg vegna ærumeiðandi ummæla um bók hans, Rætur Islandsklukkunar, sem Eiríkur lagði fram til doktorsprófs við Háskóla Islands. I dómsorðum Hæsta- réttar er dómi undirréttar hnekkt og ummælin dæmd ómerk og stefndu gert aö greiða áfrýjanda 25.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Áfrýjandi, Eiríkur Jónsson, skaut máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 24. maí 1984. Hann krafðist þess að eftirfarandi ummæli í álits- gerð stefndu um bók hans, Rætur Islandsklukkunnar, yrðu dæmd dauð og ómerk: „Hér verður að telja að ritgerðarhöfundur standi tæp- lega full-heiðarlega að verki . . .“ og „Nokkuð svipað virðist upp á teningnum að því er varðar notkun ritgerðarhöfundar á seðlasafni Orðabókar Háskóla Islands." Þá krafðist hann þess að stefndu verði dæmdir til að greiða honum máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndu kröfðust staðfestingar hins 28 % lækkun á eggjaverði EGG hafa lækkað í verði um 28% undanfarna daga, eða um 50 krónur hvert kíló út úr búð. í síðustu viku var algengt verð eggja út úr búð 178 krónur kílóið en er nú komið niður í 128 kr. þrátt fyrir að skráð heildsölu- verðsé 160 kr. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kom verðlækkunin þannig til að birgðir voru farnar að safnast hjá einum stórum eggjaframleið- anda. Lækkaði hann verðið fyrir helgina þannig að útsöluverð eggj- anna frá honum var komið niður í 128 kr. í framhaldi af því skutu helstu eggjaframleiðendurnir á fundi í gær og varð niðurstaða þeirra að bjóða eggin á sérstöku kynningarverði í vikutíma þannig að útsöluverðið verði 128 krónur í stað 178 kr. eins og algengt var áður. Munu flestir framleiðendurnir hafa gengist inn á þetta. Morgunblaðinu er kunnugt um að ekki þótti öllum það skynsamlegt að lækka verðið nú, enda birgðasöfnun ekki stór- kostleg enn sem komið er og aðal sölutími ársins framundan. MAÐUR unt þrítugt var á laugar- dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar Rannsóknar- lögreglu ríkisins á meintri okur- lánastarfsemi, skattsvikum og brotum á gjaldeyrislöggjöfinni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er maðurinn grunaður um að vera milliliður í okurlána- starfsemi. Hann var handtekinn á fóstudag og við húsleit fundust gögn, sem benda til umfangsmik- illa viðskipta. Þórir Oddsson, vararannsókn- arlögreglustjóri ríkisins, vildi ekkert tjá sig um málavexti. Hann sagði, að verið væri að skoða gögn, sem hald var lagt á. Rannsóknin beindist að meintum skattsvikum, gjald- eyrisbrotum og okurlánastarf- semi. Hann staðfesti að all- margir tengdust málinu, en að rannsókn væri á frumstigi. Fé grafið úr fónn í Mýrdat Morgunbladid/Reynir Fjárskaðar í V-Skaftafellssýslu FJÁRSKAÐAR urðu í Vestur- Skaftafellssýslu í hríðarbyljum sem þar gengu yfir á laugardaginn. Um tuttugu ær hafa nú fundist dauðar og fjölmargra er saknað. Þá hafa snjóskriður fallið í hlíðum nálægt Vík í Mýrdal, sem er óvenjulegt á þeim slóðum. Þær ollu engu tjóni. Að sögn Sigþórs Sigurðssonar, bónda og fréttaritara Morgun- blaðsins í Litlahvammi í Mýrdal, fundust sjö kindur úr Norður- hvammi dauðar í læk, en þangað munu þær hafa hrakist undan hríðinni. Sigþór sagði að veðrið hefði skollið á um klukkan fimm á laugardag og gekk á með hríðar- byljum fram eftir nóttu. Á sunnu- dag gengu bændur í að bjarga fé en 1 gær var ekki fullkannað hversu margar ær höfðu orðið úti. Reynir Ragnarsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Vík, sagði að þrjár ær frá bænum Norðurhvoli hefðu fundist dauðar en búið var að finna átta á lífi. Sex ær frá Sólheimum hafa fundist dauðar og 13 til viðbótar er saknað. Þá er vitað að níu ær frá Litluheiði drápust í óveðrinu. Amfetamín-málið vindur upp á sig: 300 grömm af amfetamíni fundust um borð í Breka AMFETAMÍN að söluverðmæti um 5 milljónir króna á markaði hér á landi fannst um borð í togaranum Breka í Vestmannaeyjahöfn á sunnudags- kvöldið. Mennirnir þrír, sem hand- teknir voru fyrir helgi eftir æsilegan eltingarleik og snörp átök vestur á Granda, eru grunaðir um að eiga amfetamínið, sem fannst í Eyjum. Þrír lögreglumenn ffkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, tollverðir og lögreglumenn úr Vestmannaeyjum, voru mættir á hafnarbakkann þegar Breki lagðist að bryggju á sunnudags- kvöldið. Lögreglumennirnir virtust vita nákvæmlega hvar fíkniefnanna væri að leita um borð f sHoinn: fundu þau í tveimur pokum í aðgerð- arsal á millidekki, sem límdir voru uppundir þvottaker. Þess má geta, að lögreglumenn fóru með hund út í Eyjar en ekki kom til þess að nota þyrfti hann til leitar um borð. Lögreglan hefur því alls fundið um 520 grömm af amfetamíni að söluverðmæti allt að 9 milljónir króna. Amfetamínið mun vera til- tölulega hreint. Gera má ráð fyrir að smyglararnir hefðu drýgt am- fetamínið og þannig fengið fjórfalt það magn, sem þeir reyndu að smygla. Hér á landi mun gramm af amfetamini vera selt á um 4 þús- und krónur. Að sögn Arnars Jenssonar, full- trúa í fíkniefnadeild lögreglunnar, vöknuðu grunsemdir um að fikni- efni væru í togaranum, en hann sagði að játningar lægju ekki fyrir. Togarinn Breki var í Bremerhaven þann 10. október síðastliðinn og er talið, að smyglararnir hafi komið amfetamíninu fyrir þar ytra um leið og þeir földu 220 grömm af amfetamíni í Karlsefni þar sem togarinn lá í slipp í Þýskalandi. Eftir að Breki hafði selt afla sinn í Þýzkalandi var skipinu siglt til Danmerkur þar sem það var tekið í slipp. Ekki er talið að skipverjar á Breka eða Karlsefni séu viðriðnir smyglið. Morgunblaöiö/Guölaugur Amfetamínið fannst í tveimur pok- um, sem límdir voru upp undir bvottaker í aðgerðarsal á millidekki. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins munu á milli 80 og 90 manns tengjast máli þessu og velta lánastarfsemi manns- ins mun vera um 200 milljónir króna. Maðurinn hafi tekið að sér að ávaxta fé með því að endurlána öðrum gegn okur- vöxtum. Upphaf rannsóknar RLR er, að kæra barst á hendur mannin- um, þar sem hann er sakaður um að hafa lánað 80 þúsund krónur sumarið 1983 gegn okur- vöxtum. Lánþegi lenti í greiðsluþroti, gat ekki staðið í skilum vegna hinna háu vaxta. Maðurinn hefur játað sakar- giftir, að hafa veitt lánið gegn okurvöxtum. Mál þetta mun eitt hið um- fangsmesta, sem komið hefur t.il kasta RLR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.