Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 26
26 ~MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985 /^N MUPRO Allar stœrðlr af röraklemmum. Auðveldar f notkun. Hagstœtt verð. HEILDSALA — SMÁSALA VATNSVIRKINN ÁPMULI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVfk SÍMAR VERSLUN 686455 SKR1FSTOFA 686966 VORU- BÍLSTJÓRAR tannhjóla-og stimpildælur í sturtukerfi = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRFANTANIR-ÞJÓNUSTA STEYPIBAÐ Þú stillir vatnshitann með einu handtaki á hitastýrða baðblöndunartækinu frá Danfoss, og nýtur síðan steypibaðsins vel og lengi. = HÉOINN = SEUAVEGI 2.SIMI 24260 Gífurleg úrkoma fylgdi fellibylnum Juan í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum og margar ár flutu af þeim sökum yfír bakka sína. Hér eru tveir menn í bænum Chauvin á leið til granna sinna til að ganga úr skugga um, að ekkert ami að þeim. Á bátskel um bæinn Alþjóðasamtök ritstjóra: Stjórn S-Afríku aflétti tak- mörkunum á fréttaflutningi London, 4. nóvember. AP. Alþjóðasamtök ritstjóra (IPI), sem um 2 þúsund rit- stjórar um allan heim standa að, hafa beint því til stjórn- valda Suður-Afríku að þau aflétti hið bráðasta lögum um takmarkanir á fréttaflutningi frá óeirðasvæðunum. í til- kynningu samtakanna til P.W. Botha forseta Suður- Afríku segir, að takmarkanir þessar á fréttaflutningi séu „ruddaleg árás gegn suður- afrísku þjóðinni og erlendum fréttamönnum“. „Þessi lagasetning gerir fyrri Brussel: ---------- / Sprenging við banka Bruasel, 4. nóvember. AP. í nótt sprakk sprengja í bfl fyrir utan aðalstöðvar næst stærsta bank- ans í Belgíu, Banque Bruxelles- Lambert í Brussel, og hafa baráttu- sveitir kommúnista lýst ábyrgðinni á sínar hendur. Bílnum var lagt fyrir utan bank- ann skömmu eftir miðnætti og sprakk sprengjan i honum 20 mínútum síðar. Næturvörður átti leið framhjá hankanum þegar hryðjuverkamennirnir, tveir eða þrír, voru að fara frá bilnum og þegar þeir urðu hans varir skutu þeir á bil hans. Næturvörðurinn skeindist aðeins litillega á öðrum handlegg og þykir það mikil mildi þvi að fimmtán kúlnagöt fundust á bílnum á eftir. Baráttusveitir kommúnista hafa lýst ábyrgðinni á sínar hendur en þær eru helsti hryðjuverkahópur- inn í Belgiu. Hafa þær komið fyrir mörgum sprengjum og valdið dauða tveggja manna. yfirlýsingar þínar um að frétta- frelsi yrði tryggt hlægilegar — ásakanir i garð fjölmiðla um að fréttaflutningur verki hvetjandi á óeirðir og ofbeldi eru hreinn uppspuni og sýna aðeins fyrir- litningu á frjálsri fjölmiðlun. Lögin um takmarkanir á frétta- flutningi verður að afnema nú þegar vilji Suður-Afríka teljast hluti hins frjálsa heims,“ segir í tilkynningunni sem formaður samtakanna, Peter Galliner, er skrifaður fyrir. Sl. föstudag Iagði ríkisstjórn Suður-Afríku bann við fréttaöfl- un sjónvarps, útvarps og ljós- myndara á óeirðasvæðunum og gaf út nýja tilskipun sem felur í sér að fréttamenn þurfa að afla sér sérstakra leyfa hjá lögreglu áður en þeir fara inn á óeirða- svæðin. Fyrr í vikunni hafði Botha lýst því yfir að Suður- Afríka mundi virða almennt fréttafrelsi. Lögreglan í Suður—Afríku til- kynnti um dreifðar óeirðir gegn aðskilnaðarstefnu á mánudag. í Soweto komu svartir unglingar upp vegartálma á þjóðvegi og rændu fiski og kjúklingum af flutningabíl eftir að hafa stökkt bílstjóranum á flótta. Eiginkona blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela sagði að hann væri á góðum batavegi eftir uppskurð- inn sem hann hefur gengist undir. Filippseyjar: Marcos boðar til kosninga í janúar Manila, Filippscyjum, 4. nóvember. AP. ANDSTÆÐINGAR Ferdinands Marcosar, forseta á Filippseyjum, kváðust í dag albúnir í forsetakosningar í janúar nk. og þegar vera farnir að huga að sameiginlegum frambjóðanda. Kom það mjög á óvart þegar Marcos skýrði frá því að hann væri reiðubúinn til kosninga eftir þrjá mánuði, löngu áður en kjörtímabilið rennur út. Þjóðlega einingarnefndin, sem 12 stjórnarandstöðuflokkar eiga aðild að, hélt í dag fund um fyrir- hugaðar kosningar og kváðust fundarmenn vera tilbúnir í kosn- ingaslaginn í janúar. Raunar leik- ur mikill vafi á um að þessar skyndikosningar séu löglegar samkvæmt stjórnarskrá landsins því að þær má aðeins halda ef forseti fellur frá í embætti eða segir af sér. Marcos hefur hins vegar ekki í huga að láta af völdum fyrir kosningar. Margir eru kallaðir en fáir út- valdir sem forsetaefni stjórnar- andstöðunnar en flokkarnir hafa allir heitið því að hlíta ákvörðun einingarnefndarinnar í því efni. Þrír menn þykja þó líklegastir, Finnland í EFTA EFTA — Fríverslunarbandalag „áframhaldandi mikilvægi Evrópu — samþykkti í dag aðild EFTA fyrir fríverslun í Evrópu“, Finnlands að bandalaginu frá og sagði i fréttatilkynningu frá með næstu áramótum. bandalaginu. Enn fremur sagði, að bera yrði aðild Finnlands Breytingin að því er Finnland undir þjóðaratkvæði. varðar er „fyrst og fremst form- Finnland hefur átt aukaaðild leg“ og endurspeglar enn fremur að EFTA frá 1961. Marcos forseti Salvador Laurel, formaður flokks, sem heitir Þjóðlega lýðræðisfylk- ingin, Jovito Salonga, formaður Frjálslynda flokksins, og Corazon Aquino, ekkja fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Benigno Aquino, sem myrtur var á flugvell- inum í Manila. Stjórnarandstaðan heldur því fram, að Marcos hafi neyðst til að boða til kosninga vegna óánægju Bandaríkjamanna með ástandið í landinu og vaxandi hernað kom- múnískra skæruliða. Ástandið í efnahagsmálum hefur auk þess ekki verið verra eftir stríð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.