Morgunblaðið - 05.11.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER1985
47
þangað í veiðiferð með mági sínum
og svila.
Halldór var skipsfélagi minn
eina vertíð, þá 17 ára, og þá kynnt-
ist ég honum best sem vini og fé-
laga. 18 ára gamall fór hann að
læra múraraiðn og tók sveinspróf
og síðan meistarapróf í þeirri iðn
23 ára gamall. Hann var mjög
góður námsmaður og stefndi á
áframhaldandi nám. Til merkis
um dugnað hans má geta þess að
þegar hann lauk sveinsprófi var
hann búinn að koma sér upp sinni
eigin íbúð svo til skuldlausri.
Hann var fljótur að ávinna sér
athygli og hylli fólks. Hann var
alltaf síkátur og geislandi af lífs-
gleði.
Sem unglingur var hann mikið
á heimili okkar Steinunnar, alltaf
hress og með afbrigðum glaður og
kátur og það smituðust allir af
glaðværð hans og dillandi hlátri.
Það var ekki hægt annað. Hann
kom öllum í gott skap.
Eftir að við Steinunn fluttum
norður á Skagaströnd þá kom
hann til okkar með fjölskyldu sína
á hverju sumri og stoppaði í lengri
eða 3kemmri tíma og alltaf var
tilhlökkun hjá okkur öllum að fá
hann og Hörpu með krakkana í
heimsókn. En Hörpu giftist hann
6. júní 1981 og eiga þau tvö börn,
Aðalheiði 7 ára og Arnór 3 ára.
Halldór var mikill og góður pabbi
og það hændust öll börn að honum.
Þá var hann ekki síður góður og
blíður eiginmaður og þau Harpa
voru alltaf mjög samrýnd og
samhent enda ber heimili þeirra
þess glöggt merki.
Kvöldið sem hann lést, kom
hann til móður sinnar og ömmu,
sem þar býr núna, en þau voru
einstakir vinir alla tíð. Hann var
geislandi kátur eins og hann var
alltaf og var kominn til að sækja
Tedda bróður sinn sem ætlaði að
passa fyrir hann, því hann og
Harpa voru að fara í 25 ára afmæli
besta vinar hans. Hann tók dans-
spor geislandi af kátínu og sagði
við móður sínar: „ó mamma, mig
hlakkar svo til að fara í afmælið.
Það er eins og við séum að fara út
í fyrsta skipti." Þá hafði hann ekki
farið út að skemmta sér síðan
pabbi hans dó.
Nú er þessi góði og tryggi vinur
okkar burtkallaður aðeins 26 ára
gamall. Það er óskiljanlegt en við
trúum því að hann sé hjá pabba
sínum núna og þeim líði báðum vel.
Elsku tengdamamma, Harpa
mín, Aðalheiður og Arnór, megi
góður Guð leiða ykkur og styrkja.
Öllum aðstandendum og öllum
mörgu vinunum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Kalli
í mannlífsins skógi vaxa upp
mörg og fögur tré og sérhvert
þeirra gegnir sínu hlutverki. Það
vex upp, veitir umhverfinu skjól,
birtir því fegurð sína og hjá því
vaxa upp lítil og falleg blóm sem
opna krónu sína og brosa mót
hækkandi sól. Á köldum vetri veit-
ir hið stóra tré hinum smærri vörn
og styrk móti hörðum hretviðrum.
í lundinum okkar hefur nú fallið
stór og traustur hlynur, því næða
um okkur kaldir vindar, lítil blóm
drúpa höfði. Skjól hins kraftmikla
hlyns sem veitti umhverfi sínu
hlýju, er horfið. Er stórt og stofn-
mikið tré fellur svo snöggt, verður
eftir sár í lundinum, sár sem okkur
ber að græða eftir fremsta megni.
Við þessar aðstæður glata orðin
gildi sínu, hugurinn fetar ókunnar
brautir og eftir stendur minning
um góðan dreng, fjörmikinn,
hraustan og óvílgjarnan, minning
um samverustundir og hjálpfýsi.
Þökkin, gæfan og gleðin yfir því
að hafa átt hann að vini léttir
okkur skammdegið.
Kórfélagar og vinir
Það setti margan hljóðan sunnu-
dagsmorguninn 27. október sl.
þegar það fréttist að dauðaslys
hefði orðið í borginni í umferðinni.
Þrátt fyrir að Þessi umferðarslys
séu orðin alltof algeng snertir það
margan. Fólk bíður frekari frétta
og allir vonast eftir því að það
snerti þá ekki.
Þessa dimmu og vætusömu nótt
var burt kallaður fyrirvaralaust
vinur minn Halldór Carl Stein-
þórsson. Okkar mannlega skilningi
er það ofvaxið að sætta sig við hin
grimmu örlög, þegar tuttugu og
sex ára maður er frá okkur tekin
sem að okkar dómi á margt hér
ógert, og hefur aðeins lokið hluta
af því sem hann hafði fyrirhugað,
en hans bíða örugglega mörg verk-
efni á ókunnugum ströndum og til
þeirra hefur hann verið kallaður.
Halldór Carl var sonur heiðurs-
hjónanna Guðrúnar Halldórsdótt-
ur ættaðri frá Blönduósi og Stein-
þórs Carls ólafssonar frá Skaga-
strönd. Steinþór starfaði lengst af
hjá Pósti og síma, sem stöðvar-
stjóri á Skagaströnd og síðan sem
eftirlitsmaður með sérleyfishöfum
og póstflutningum frá 1963 og
flytur þá til Reykjavíkur. Hann
andaðist 18. september sl., lar.gt
um aldur fram, og eru því stór
skörð höggvin í fjölskylduhópinn
með skömmu millibili, og er fjöl-
skyldunni sendar hér með hlýjar
samúðarkveðjur.
Halldór Carl var mjög hand-
genginn foreldrum sinum og systk-
inum og var mikil hjálparhella
móður sinnar eftir að faðir hans
lést. Halldór ólst upp í foreldra-
húsum ásamt fjórum systkinum
sínum. Hann var ákaflega vinnu-
samur og duglegur við alla vinnu
og vann mikið. Hann fór í iðnnám
og lauk námi í múraraiðn og síðan
meistaraskólanum. Hann vildi
vera sjálfstæður og var þegar
byrjaður að taka að sér verk, og
var hann eftirsóttur starfsmaður.
Fyrir rúmum fjórum árum gekk
hann í hjónaband með Hörpu
Harðardóttur. Ég held að þau hafi
þá bundist það traustum og ein-
lægum böndum að fátt hefði getað
slitið þau nema dauðinn. Halldór
reyndist Hörpu alveg frábær eigin-
maður og börnum þeirra góður
faðir. Hann var heimakær og
nærgætinn og hafði flesta kosti
sem prýða ungan mann, glaður í
vinahópi og hrókur alls fagnaðar.
Hann var ásamt konu sinni búinn
að lyfta því grettistaki að koma
sér upp mjög góðri íbúð, þar sem
allt var vel frá gengið og snyrti-
legt. Allt virtist leika í lyndi fyrir
ungu hjónunum, framtíðin blasti
við og enga skugga bar fyrir þeirra
framtíðardrauma. Enginn tekur
með í reikninginn að dauðinn getur
verið við næsta götuhorn og enginn
veit hvenær kallið kemur. Jarð-
vistardagar Halldórs voru taldir,
hans hlutverki hér var lokið, það
var dómur hins hæsta og fyrir því
verður hver og einn að beygja sig.
Eftir sitja kona og börn, ættingjar
og vinir drjúpa höfði í lotningu og
segja aðeins: „Verði þinn vilji."
Við sem eftir stöndum þökkum
þessum burt kallaða vini okkar
fyrir þá stuttu samfylgd sem við
áttum hér, fyrir gleðina sem ávallt
var í kringum Dóra og þau traustu
vinabönd sem hann átti hér hlut
að. Við óskum honum velfarnaðar
á nýrri vegferð og vitum að honum
verða falin vandasöm störf sem
hann mun leysa með stakri prýði.
Elsku Harpa mín ég bið guð að
gefa þér styrk í raunum þínum,
þú hefur mist mest en vertu minn-
ug þess, að þú átt mikið eftir, tvö
indæl og efnileg óskabörn sem
hafa veitt þér mikla gleði og munu
verða þér stoð og stytta í framtíð-
inni. Guð er hjá þér, já meira en
nærri. Hann er lífið sjálft í brjósti
þínu, aðeins að þú gerir sjálfri þér
þann greiða að muna eftir því lífi
og hlynna að því. Skúli Jónasson.
Halldór Carl Steinþórsson, bróð-
ir minn hvarf mér, af jarðsviði,
27. október 1985.
Eftir lát pabba, 18. september
sl. var hann mér ekki aðeins kær
bróðir, heldur minn besti vinur,
leiðandi faðir.
Hann gaf mér fyrirmynd sem ég
mun kappkosta að varðveita og
breyta eftir. Þökkin fyrir að hafa
átt hann mýkir söknuð minn nú.
Megi hann og pabbi hvíla í friði.
Theodór Carl Steinþórsson
Gæöakaffi sem
gnæfir upp ú r „ „
Ný kaff itegund hefur veríð að vinna á hér á landi.
Þótt þú sért ánægður með það sem þú hefur,
skaltu ekki fara á mis við Merrild kaffið. Það
svíkur engann.
Því verður vart lýst með orðum hvernig Merríld
kaffi bragðast, það verður hver að að reyna
sjálfur. En við getum samt nefnt það sem
Merrild hefur helst sér til ágætis: nefnilega
þennan mikla en ljúfa keim sem situr lengur
á tungunni en þú átt að venjast. Kaffið er
drjúgt og bragðmikið, en aldrei rammt. I
því eru aðeins heimsins bestu kaffitegundir
frá Kolombíu, Brasilíu og Mið-Ameríku, en
ekkert „Robusta".
Merrild kaffið er í loftþettum umbuðum.
sem varðveita vel ferskt bragð og ilm í allt
að einu ári. Ef þú geymir kaffipokann eftir
að hann hefur verið opnaður í kaffibaukn-
um, er kaffið alltaf eins og nýtt.
Þú getur því hvenær sem þú óskar notið
bragðs af eðal-kaffi, sem hefur hlötið með-
ferð sem því hæfir.
En sem sagt, reynið gæðin og njótið bragðs-
ins.