Morgunblaðið - 14.11.1985, Qupperneq 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ1913
258. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Náðu 1800 millj-
ónum í heróíni
Parfa. 13. nóvember. AP.
LÖGREGLA gerði upptækt heróin
að verðmæti 45 milljónir dollara eða
sem jafngildir rúmum 1800 milljón-
um íslenskra króna, er þeir gerðu
innrás á heimsins fullkomnustu
rannsóknastofu á sviði heróínfram-
leiðslu. Jafnframt tókst að handtaka
forsprakka þessa endurnýjaða
„franska sambands", en svo hafa
heróinsmyglarar í Frakklandi verið
nefndir af yfirvöldum. Heróínið átti
að selja í Bandaríkjunum.
Franska, bandariska og sviss-
neska lögreglan stóð i sameiningu
að handtökunum og era þær
árangur margra mánaða rann-
sókna. Jafnframt tókst að hafa
hendur í hári tveggja manna, sem
taldir eru þeir fremstu á sviði
heróínframleiðslu í dag. Fleiri
handtökur munu fylgja i kjölfarið
viða um heim, meðal annars í
Bandaríkjunum. Hægt var að
framleiða 20-30 kíló af 99% hreinu
heróíni á rannsóknastofunni á
mánuði.
Allsherjarverkfall
kristinna í Beirút
Beirút, Líbanon, 13. nóvember. AP.
SÉRSTAKUR sendiboði erkibisk-
upsins af Kantaraborg kom í kvöld
Þingið vill
flaugarnar
Haag, Hollandi, 13. nórember. AP.
HOLLENSKA þingið felldi í dag
tillögu frá Verkamannaflokknum
þess efnis að hætt verði við uppsetn-
ingu Cruise-eldflauga í Hollandi.
Féllu atkvæði þannig að 80 voru með
en 69 á móti. Ríkisstjórnin styður
uppsetnigu flauganna.
Allir stuðningsmenn ríkis-
stjórnarinnar stóðu að því að fella
tillöguna, nema fáeinir þingmenn
Kristilega demókrataflokksins. 1
tillögunni sagði, að „uppsetning
flaugana væri óæskileg frá póli-
tísku og hernaðarlegu sjónarmiði
og væri ekki framlag til öryggis
Vestur-Evrópu".
til Beirút til að ræða möguleika á
lausn fjögurra bandarískra gísla,
sem eru í haldi hjá öfgasinnuðum
múhameðstrúarmönnum.
Kristnir menn efndu til alls-
herjarverkfalls í einn dag til að
mótmæla sjálfsmorðsárás á fund
forystumanna þeirra í gær, en til
fundarins var boðað af þeim sem
eru andvígir friðarsamningunum
sem Sýrlendingar hafa staðið fyrir
til að binda enda á borgarastyrj-
öldina í Líbanon. Fjórir menn lét-
ust og 26 særðust í árásinni.
Ekki er ljóst hver áhrif árásin
hefur á þá, sem vantrúaðir eru á
friðarsamningana, en kristnir leið-
togar sem stóðu að samkomulag-
inu, sögðust mundu halda það og
vopnahléið sem gert var í kjðlfar
þess. Vopnahléið hefur orðið til
þess að dregið hefur úr bardögum
í Beirút, en mikil spenna ríkir
vegna þess að enn hefur ekki tekist
að undirrita samkomulagið.
AP/Símamynd
Ungfrú Heimur verður kjörin í kvöld
Ungfrú ísland, Hólmfríður Karlsdóttir, eóa Hófí, eins og hún er kölhið í enskum fjölmiðlum, er álitin vera
ein þeirra stúlkna sem munu komast í 15 stúlkna úrslit f Miss World-keppninni sem fram fer í kvöld. Ung-
frú Jamaica er talin sigurstranglegust af enskum veðmöngurum, en fast á hæla henni fylgir Hólmfríður.
Keppninni verður sjónvarpað beint víða um heim. Myndin sýnir Hólmfríði laga hár sitt fyrir einn lið keppninnar.
Peres hótar að reka
Sharon úr stjórninni
Jerúsalem. 13. nÓTember. AP.
SHIMON Peres, forsætisráðherra
fsrael, vísaði á bug afsökunarbeiðni
Ariels Sharon, viðskipta- og iðnaðar-
ráðherra, og hótaði að aflienda hon-
um afsagnarbréf, sem taka myndi
gildi eftir tvo sólarhringa. Sharon
hefur ásakað Peres fyrir að hafa
gert leynisamkomulag við Hussein
konung Jórdaníu í sambandi við
friðarumleitanir sem verið hafa f
gangi milli ríkjanna. Ríkisstjórn
Israel átti þriggja klukkustunda fund
í gærkvöldi og að honum loknum
voru ráðherrar fremur svartsýnir á
að takast myndi að leysa deiluna.
Hótunin um að reka Sharon úr
Garri Kasparov í viðtali við Morgunblaðið:
„Karpov tefldi mjög vel
en ég var bara sterkari"
„ÉG MUN gera allt sem ég get
til þess að efla skáklistina í
heiminum í framtíðinni. Það
skiptir einmitt mjög miklu
máli, að heimsmeistarinn í
skák vinni sem ötulast að fram-
gangi skáklistarinnar," sagði
Garri Kasparov, heimsmeistari
í skák, í símaviðtali við Morg-
unblaðið. Er hann var spurður
um gang einvígisins, svaraði
hann: „Karpov tefldi mjög vel
og gerði allt til þess að sigra,
en ég var bara sterkari."
Þegar Kasparov var spurð-
ur að því, hvort hann gæti
hugsað sér að koma til ís-
lands og tefla hér á Reykja-
víkurskákmótinu, sem haldið
verður í febrúar, þá svaraði
hann: „Ég get ekki svarað því
nákvæmlega. Það veltur m.a.
á því, hvort ég þarf að tefla
aftur einvígi við Karpov. Ef
það einvígi verður ekki, þá
má alveg ræða það mál.“
Kasparov kvaðst ekkert
vilja fullyrða um það, hve
lengi hann ætti eftir að verða
heimsmeistari í skák, en
sagði: „Kannski fimm til tíu
ár. Ég mun reyna að halda
heimsmeistaratitlinum eins
lengi og ég frekast get.“
Hinn nýbakaði heims-
meistari sagðist álíta, að ný-
afstaðið einvígi við Karpov
hefði verið á mjög háu stigi,
hvað gæði snerti. „Skákirnar
Garri Kasparov
í þessu einvígi voru mjög góð-
ar, ef til vill þær beztu, sem
tefldar hafa verið í nokkru
heimsmeistaraeinvígi í allri
skáksögunni."
Kasparov kvaðst eiga eftir
að tefla víða í framtíðinni,
ekki sízt á Vesturlöndum.
Hann færi til Hollands í
desember og í janúar færi
hann til Bandaríkjanna og
tæki þar þátt i skákkeppni
milli Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna.
Sjá: Karpov er hættuleg-
asti andstæðingurinn á
bls. 26.
embætti kemur í kjölfar málamiðl-
unar þess efnis, að bæði Sharon
Peres afsökunar fengi hann að
halda ráðherraembætti sínu.
Sharon féllst á að biðjast afsökun-
ar, en neitaði að lýsa yfir trausti
á forsætisráðherrann og stefnu
hans. Peres sagði ríkisstjórninni
að hann gæti ekki tekið slíka af-
sökunarbeiðni til greina.
Afsögn Sharons gæti leitt til
þess að Likud-bandalagið, undir
forystu Yitzhaks Shamir, segði sig
úr stjórninni og lyki þar með 14
mánaða stjórnartímabili hennar.
Stjórnarkreppa nú gæti orðið til
þess að hindra frekari friðarum-
leitanir milli ísrael og Jórdaníu.
Samkvæmt lögum í tsrael getur
forsætisráðherra sett ráðherra af,
ef honum býður svo við horfa, en
í sáttmála ríkisstjórnarflokkanna
segir, að leiðtogi Likud-bandalags-
ins verða að samþykkja brott-
reksturinn. Peres fór fram á það
við Shamir að hann tilnefndi
annan ráðherra i stað Sharons, en
þvi hafnaði Shamir.
Peres hefur samþykkt að taka
þátt í alþjóðlegri ráðstefnu með
Jórdaníu, þar sem fjailað verði um
frið fyrir botni Miðjarðarhafsins.
Fyrir það hefur hann verið gagn-
rýndur af Sharon meðal annarra,
sem segir að það gefi andstæðing-
um ísrael yfirburði við samninga-
borðið. Þá vill Sharon að ráðist
verði á stöðvar Palestínuaraba i
Amman, höfuðborg Jórdaniu.
Talið er að til úrslita dragi i
þessu máli á morgun. Báðir stjórn-
arflokkarnir, Verkamannaflokk-
urinn og Likud-bandalagið, fund-
uðu að loknum rikisstjórnarfund-
inum og sagði Peres að hann
myndi setja Sharon af á morgun
nema hann bæði afsökunar á full-
nægjandi hátt.