Morgunblaðið - 14.11.1985, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTIJDAGUR14. NÓVEMBER1985
Vilja fá íslensku
kartöflurnar á
heimsmarkaðsverði
Islensku kartöflurnar þrefalt dýrari en innfluttar
Verksmidjunni á Svalbarðseyri neitað um innflutningsleyfí
KartöDuverksmiðjunni á Sval-
barðseyri hefur verið neitað um leyfi
til innfiutnings á steikarkartöflum
og er óvissa framundan í rekstri
fyrirtækisins. Frekar lítil kartöflu-
uppskera var fyrir norðan í haust en
þess meiri sunnanlands. Hinsvegar
er dýrt að flytja kartöflurnar norður,
þangað komnar eru þær rúmlega
þrefalt dýrari en innfluttar kartöfiur.
Kartöfluverksmiðjurnar hafa farið
Háskólinn bygg-
ir bráðabirgða-
kennslustofur
HÁSKÓLA íslands hefur verið veitt
leyfi til að reisa bráðabirgðakennslu-
stofur úr timbri á lóðinni við Dun-
haga 3. Um er að ræða tvö eininga-
hús úr timbri og tengibyggingu milli
þeirra, samtals tæplcga 263 fermetr-
ar að stærð.
Að sögn Páls Jenssonar, for-
stöðumanns Reiknistofnunar Há-
skólans, verður þetta húsnæði
tekið í notkun í byrjun febrúar
1986 og mun það aðallega verða
notað til tölvukennslu. I húsinu
verða fjórar stofur, þrjár fyrir
almenna tölvukennslu og þar verð-
ur útbúnaður með örtölvu og
skjám, en fjórða stofan verður
vinnustofa fyrir nemendur.
Páll sagði að þörfin fyrir
kennsluhúsnæði hefði verið orðin
mjög brýn. Hann sagði að ef þetta
húsnæði hefði ekki bæst við hefði
ekki verið hægt að koma fyrir
tölvugjöf sem Háskólanum barst
frá IBM fyrr á þessu ári.
fram á að fá hráefni sitt niðurgreitt
í heimsmarkaösverð, þannig að þær
geti keypt íslenskar kartöfiur.
Kaupfélag Svalbarðseyrar á
kartöfluverksmiðjuna. Karl Gunn-
laugsson kaupfélagsstjóri sagði í
samtali við Morgunblaðið að lítið
væri til af stórum kartöflum fyrir
norðan núna, eftir lélega uppskeru
í haust, en kartöfluverksmiðjurnar
framleiða franskar kartöflur úr
þeim stóru. Þá væri ekki annað
að gera en að kaupa kartöflur af
Suðurlandi, en það væri svo dýrt
að ógerlegt væri að kaupa þær í
vinnsluna. Þá þyrfti að borga svo
og svo mikið með hverju kílói af
„frönskum". Sagði Karl að þeir
hefðu þá sótt um leyfi til innflutn-
ings á kartöflum en innflutnings-
nefndin hefði synjað þeim um leyfi
á þeim forsendum að nóg væri til
af kartöflum í landinu.
Karl sagði að um þessar mundir
væri hægt að fá kartöflur erlendis
frá, sem kostuðu rúmar 10 krónur
komnar að verksmiðjunni, en kart-
öflur frá Suðurlandi kostuðu með
flutningi norður 33,76 kr. hvert
kíló. Sagði hann að þeir vildu
endilega kaupa íslensku kartöfl-
urnar en ekki væri nokkur grund-
völlur til að reka verksmiðjuna
með þessu kartöfluverði. Því hefði
verið farið fram á það við stjórn-
völd að kartöflurnar yrðu niður-
greiddar til verksmiðjanna niður
í heimsmarkaðsverð á svipaðan
hátt og ullin til ullarverksmiðj-
anna og mjólkurduftið til sælgæt-
isgerðanna, þannig að þær gætu
notað íslenskt hráefni í framleiðsl-
una.
Metsala hjá Halkion
Vestmannaeyjum, 13. nóvember.
HALKION VE-105 frá Vestmanna-
eyjum, sem er lítill skuttogari, fékk
metverð fyrir gámafisk í Englandi á
þriðjudaginn. Selt var þá úr einum
gámi, 13,3 tonn, fyrir 1.057,945 krón-
ur og var meðalverðið því 79,48 krón-
ur á kílóið.
Rúmlega helmingur afla Halk-
ions var koli en afgangurinn þorsk-
ur og ýsa. Fyrir stærri kolann
fékkst meðalverðið 94 krónur á
kílóið en 77 krónur fyrir þann
smærri. Fyrir stóran þorsk fékkst
91 króna fyrir kílóið en 71 króna
fyrir miðlungsþorsk og 66 krónur
fyrir smáþorsk. Fyrir ýsu fékkst
að meðaltali 71 króna fyrir kílóið.
Samtog sf. gerir út Halkion og
auk hans fjóra aðra skuttogara.
Þetta var fyrsti gámafiskurinn,
sem fyrirtækið sendir á erlendan
markað en áframhald verður á því
eftir þessa góðu byrjun.
Tíu manna áhöfn er á Halkion.
Skipstjóri er Sveinn Valgeirsson.
- hkj.
„ÞAÐ HEFUR verið tómstunda-
gaman hjá okkur aö rannsaka
þessa hella. Við höfum mælt þá
upp og safnað heimildum um þá.
En þetta verkefni hefur síðan
undið mjög upp á sig og höfum við
til dæmis fengið styrk frá Vísinda-
sjóði til að fjármagna þetta verk-
efni. Nú höfum við á skrá hjá okkur
um 200 hella,“ sagði Hallgerður
Gísladóttir sagnfræðingur í samtali
við blaðamann Morgunblaösins.
Hún hefur ásamt manni sínum,
Árna Hjartarsyni jarðfræðingi,
rannsakað manngerða hella á
Suðurlandi og skrifað um þá tvær
greinar í Árbók Fornleifafélagsins.
Sýnishorn af hellamyndum Kjarvals.
MorgunblaðiA/ÓI.K .M.
Einar Benediktsson
skáld fékk Kjarval til
að teikna myndirnar
— segir Hallgerður
Gísladóttir sagnfræð-
ingur um hellamyndir
Kjarvals
Nú hafa komið í leitirnar 36
áður óþekktar teikningar eftir
Kjarval sem hann hefur gert af
ýmsum hellum á Suðurlandi og
ristum í þeim. í kvöld flytja þau
Árni og Hallgerður fyrirlestur í
Kjarvalsstöðum um þessar hella-
myndir Kjarvals í tengslum við
sýninguna Kjarval - aldarminn-
ing, sem nú stendur yfir.
„Þessir hellar eru sandsteins-
hellar sem hafa verið grafnir inn
í hóla við bæi víða á Suðurlandi.
Sumir þeirra eru mjög gamlir
og er í sumum tilfellum um að
ræða elstu hús á íslandi," sagði
Hallgerður. „Þarna eru víða
veggjaristur og minjar frá ýms-
um tímabilum.
Einar Benediktsson skáld þótt-
ist sjá þarna merki um forsögu-
lega íbúa landsins og hafði mjög
mikinn áhuga á þessum hellum.
Hann skrifaði töluvert um þá,
t.d. í riti sínu Thules Beboere.
Hann hélt því fram að þarna
væru ýmis tákn, svo sem frum-
kristin tákn og ogham-letur,
fornkeltneskt letur, sem væru
merki þess að Papar hefðu gert
þessa hella, eða jafnvel fólk sem
var uppi fyrir þeirra tíð.
Einar Benediktsson og Kjarval
voru góðir vinir, þótt reyndar séu
til litlar heimildir um það í öllu
því sem skrifað hefur verið um
Árni Hjartarson og Hallgerður
Gísladóttir.
þessa tvo snillinga. Líklega hefur
Einar fengið Kjarval til að fara
austur og draga upp myndir af
hellunum og ristum í þeim. Við
höldum að Einar hafi ætlað að
nota þessar myndir í ritverk sem
hann gefur í skyn að hann sé
með í smíðum á þriðja áratug
þessarar aldar. En hvorki hefur
fundist tangur né tetur af því.
Þrátt fyrir að hvergi sé til staf-
krókur um að Kjarval hafi gert
þessar myndir fyrir Einar þykir
okkur það líklegasta skýringin,
því við höfum rakið myndirnar
til ættingja Einars."
- Hvernig uppgötvuðust þess-
ar teikningar?
„Þegar við vorum að mæla upp
hella í Ásahreppi í Holtum árið
1982 fréttum við hjá gömlu fólki,
sem við vorum að leita heimilda
hjá, að Kjarval hefði komið
þangað og teiknað í hellunum í
kringum 1920. Hann hafði síðan
gefið fólki þarna tvær myndir,
sem síðar týndust. Við gerðum
mikla leit að þessum myndum
og höfðum samband við alla sem
mögulega gátu vitað um þær.
Síðan skrifuðum við grein um
þessa rannsókn okkar og gátum
þess að Kjarval hefði verið þarna
og teiknað myndir, en þær væru
líklega glataðar. Þá fengum við
ábendingu utan úr bæ að til
væru ljósmyndaplötur úr gleri
hjá ættingjum Einars, sem lík-
lega væru af þessum teikningum
Kjarvals.
Þá vantaði frummyndirnar.
Þessar plötur komu úr dánarbúi
manns sem var tengdur Einari
og leituðum við til erfingja hans.
Árangurinn lét á sér standa þar
til nú fyrir nokkrum vikum að
myndirnar fundust.
Ef til vill bæta þessar myndir
ekki miklu við list Kjarvals, en
þær eru gerðar í vísindalegu
skyni. Margar myndanna eru úr
helli við bæinn Ás í Holtum. í
þessum helli voru haldin mann-
talsþing og í sóknarlýsingum frá
1840 er talað um að í honum sé
merkilegt letur. Hellirinn var
friðaður í byrjun aldarinnar en
engu að síður var byggt ofan á
hann um miðja öldina. Það var
einmitt í þessum helli sem Einar
Benediktsson taldi sig hafa hvað
mestar sannanir fyrir forsögu-
legum íbúum,“ sagði Hallgerður
Gísladóttir að lokum.
Fógeti og fyrrum aðalbókari í Eyjum ákærðir:
Sakaðir um að hafa misnotað
embættis- og starfsaðstöðu
— veitt sjálfum sér og öðrum lán til ávinnings og fyrirgreiðslu
BÆJARFÓGETINN í Vestmanna-
eyjum og fyrrverandi aðalbókari
embættisins hafa verið ákærðir
fyrir brot í opinberum starfi og
þess krafist að báðir verði dæmdir
til refsingar og greiðslu alls sakar-
kostnaðar. Báðum er gefið að sök
að hafa með gerðum sínum, hvor
um sig og báðir saman, misnotað
embættis- og starfsaðstöðu sína við
bæjarfógetaembættið í Vest-
mannaeyjum, ýmist sjálfum sér eða
öðrum til ávinnings og fyrirgreiðslu
og þá jafnframt hallað rétti hins
opinbera og rýrt að sama skapi hlut
þess í sjóðum embættisins frá því
sem annars hefði verið, eins og
segir í ákæruskjalinu, sem þeim var
birt í gær.
Þrír dómarar hafa verið skipaðir
umboðsdómarar í máli þessu,
Gunnlaugur Briem yfirsakadómari
í Reykjavík, sem er forseti dómsins,
Haraldur Henrysson sakadómari í
Reykjavík og Ásgeir Pétursson
bæjarfógeti í Kópavogi. Aðalbókar-
inn fyrrverandi hefur látið af störf-
um við embættið en fógeti er nú í
ársleyfi.
I ákærunni er þeim gefið að sök
að hafa farið í sjóði embættisins
og veitt sjálfum sér lán, sem hafi
verið rangfærð á kvittunum í bók-
haldi fógetaembættisins, og svo
veitt sjálfum sér og öðrum lán gegn
innistæðulausum tékkum, sem síð-
an voru geymdir hjá embættinu,
stundum mánuðum saman.
Ekki er um verulegar upphæðir
að ræða og voru þær allar greiddar
til baka áður en langt um leið.
Þannig er fógeti sakaður um að
hafa tekið sér lán að upphæð 600
þúsund gamlar krónur á árinu 1980,
sjö þúsund nýkrónur árið eftir og
30 þúsund krónur árið 1982. Þessi
lán voru færð út af þinggjaldakort-
um sem endurgreiðsla á opinberum
gjöldum en auk þess er fógeta gefið
að sök að hafa tekið sér 65 þúsund
króna tékkalán árið 1982. Þá er
hann sakaður um að hafa veitt
öðrum starfsmönnum fógetaemb-
ættisins lán úr sjóðum þess: 952
þúsund gamlar krónur árið 1980,
12 þúsurd nýkrónur árið 1981 og
41 þúsund krónur árið eftir.
Áðalbókaranum fyrrverandi er
gefið að sök að hafa tekið sér lán
úr sjóðum embættisins með sama
hætti, þ.e. með útfærslu af þing-
gjaldakortum, að upphæð 385 þús-
und gamlar krónur árið 1978, 400
þúsund g.krónur árið eftir og tæp-
lega 1,3 milljónir g.króna árið 1980.
Hann er sömuleiðis sakaður um að
hafa tekið sér rúmlega 42 þúsund
krónur að láni á sama hátt 1981
og rúmlega 90 þúsund krónur árið
1982. Árið 1983 er hann sakaður
um að hafa veitt sjálfum sér sam-
tals 255 þúsund króna lán gegn
innistæðulausum tékkum og einnig
að hafa veitt félagasamtökum í
Eyjum samskonar fyrirgreiðslu.
Lánin endurgreiddu þeir að hluta
með þvi að láta draga mánaðarlega
af launum sínum eins og um væri
að ræða álögð þinggjöld, að því er
segir í ákæruskjalinu.
í öðrum kafla ákærunnar er bók-
aranum gefið að sök að hafa —
með samþykki fógeta — tekið við
ellefu innistæðulausum ávísunum,
samtals að upphæð tæplega 2,2
milljónir króna, upp í greiðslur á
opinberum gjöldum. Þessar ávísan-
ir voru settar í sjóði embættisins
og geymdar mánuðum saman — og
voru þar enn þegar talið var í sjóð-
um embættisins á vegum ríkisend-
urskoðunar.
I þriðja lagi er höfðað mál gegn
þeim hvorum fyrir sig fyrir að hafa
í nafni embættisins heimilað af-
hendingar til fyrirtækja og ein-
staklinga í Eyjum á ótollafgreidd-
um varningi úr tollgeymslu Eim-
skipafélagsins án lögboðinnar toll-
meðferðar og greiðslu aðflutnings-
gjalda eða móttöku tryggingarfjár.
Aðflutningsgjöldin voru greidd síð-
ar. Fógeta er gefið að sök að hafa
heimilað fimm slík tilvik en bókar-
anum þrjú.
Brot þeirra eru talin varða við
139. og 158. greinar almennra hegn-
ingarlaga sbr. 138. grein til refsi-
hækkunar. I 139. grein segir meðal
annars að hafi opinber starfsmaður
misnotað stöðu sína sér eða öðrum
til ávinnings eða til þess að gera
nokkuð það, sem hallar réttindum
einstakra manna eða hins opinbera,
þá varðar það sektum, varðhaldi
eða fangelsi allt að tveimur árum.
í 1. málsgrein 158. grein hegningar-
laga segir: „Ef maður tilgreinir
eitthvað ranglega í opinberu skjali
eða I bók eða í annars konar skjöl-
um eða bókum, sem honum er skylt
að gefa út eða rita, eða maður til-
greinir eitthvað ranglega í skjali
eða bók, sem hann gefur út, eða
heldur í starfi, sem opinbera lög-
gildingu þarf til að rækja, og það
er gert til þess að blekkja með því
í lögskiptum, þá varðar það varð-
haldi eða fangelsi allt að 3 árum,
eða sektum, ef málsbætur eru.“
Eftir birtingu ákærunnar í Saka-
dómi Reykjavíkur í gær var málinu
frestað til loka janúarmánaðar.
Verjandi fógeta er Benedikt
Blöndal hrl. og verjandi aðalbókar-
ans fyrrverandi er Sveinn Snorra-
son hrl. Af hálfu ákæruvaldsins er
málið sótt af Braga Steinarssyni
vararíkissaksóknara.