Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 eignalaust og fyrirtæki, sem standa undir afkomu okkar, verði gjaldþrota. Kvennalistinn and- mælir hugmyndum ríkisstjórnar- innar í skattamálum sem virðast fela i sér að enn eigi launafólk aðallega að bera byrðarnar og lýsir yfir stuðningi við hugmyndir um veltuskatta og stighækkandi eignaskatt. Við mótun framtíðarstefnu í atvinnumálum leggja Kvenna- listakonur meðal annars áherslu á að menntun, hugvit og þekking er grundvöllurinn að uppbyggingu og nýsköpun í atvinnulífinu. Því ber að leggja megináherslu á menntun og rannsóknarstarfsemi, ekki síst með tilliti til vöruvöndunar og markaðsöflunar. Auðlindir lands- ins eru ekki aðeins fiskimið, jarð- varmi og fallvötn, heldur einnig hreint loft, tært vatn og ómengað land. Islendingar eru fyrst og fremst matvælaframleiðendur og eiga ýmsa ónýtta möguleika á því sviði. Þá segir að stóriðjustefnan hafi gengið sér til húðar og að smáfyrirtæki eru og verði kjöl- festa á sviði iðnaðar. Þar geta konur sótt fram með áherslu á umhverfisvernd og mannleg sjón- armið. I orkukerfi landsins er mikil umframorka, sem nýta ber til eflingar smáiðnaði, til dæmis með þvi að bjóða framleiðslufyrir- kjamorkuvopnalaust Island LANDSFUND Kvennalistans, sem haldinn var í Reykjavík um helgina, sátu um 80 konur úr öllum lands- hlutum. Formleg félög eru nú starf- andi í sex kjördæmum. A lands- fundinum voru sagðar fréttir af starf- semi félaganna og tíu ítarleg eríndi voru flutt um jafn mörg málefni. Samþykkt var að senda Gorbachev og Reagan samhljóða skeyti, þar sem skorað er á þá að semja um frið og afvopnun stórveldanna. Þá voru samþykktar ályktanir um fræðslu- mál, heilbrígðis- og félagsmál, efna- hagsmál, landbúnaðarmál, launa- mál, húsnæðismál og loks ályktun gegn vopnaframleiðslu á Islandi. I ályktun um fræðslumál vill Kvennalistinn leggja áherslu á nauðsyn þess, að fræðslukerfi þjóðarinnar búi öllum þegnum landsins jafna aðstöðu til náms, eftir því sem hugur og hæfni stendur til, óháð búsetu og efna- hag. Lagt er til að skóladagur grunnskólanemenda verði sam- felldur, að hver skóli fái aukið sjálfsforræði um mótun skóla- starfsins og nýtingu fjármuna og að skólanefndir skipaðar fulltrú- um foreldra og starfsfólks skólans taki að hluta við störfum fræðslu- ráða. Grundvöllur farsæls skóla- starfs er, að til kennslustarfa fáist kennarar með full kennsluréttindi, en eins og ástatt er með launakjör kennara er fráleitt að ætla að svo verði. Landsfundurinn skorar á stjórnvöld að taka markvisst á kjaramálum kennara og hraða löggildingu á starfsheitinu kenn- ari. Frá landsfundi Kvennalistans. í heilbrigðis- og félagsmálum var meðal annars bent á nauðsyn þess að leggja aukna áherslu á heilbrigðisfræðslu og heilsuvernd og draga þannig úr sívaxandi rekstrarkostnaði og fjárfestinga- þörf í heilbrigðisþjónustunni. Hvatt er til stórátaks í málefnum ungra fíkniefnaneytenda og bent er á þá brýnu nauðsyn, sem er fyrir neyðarathvarf og meðferðar- heimili handa þessum ungmenn- um. Kvennalistinn leggur ríka áherslu á, að markvisst verði unnið að því að sporna við innflutningi fíkniefna til landsins, meðal ann- ars með því að hraða meðferð slíkra dómsmála. Landsfundurinn varar eindregið við afleiðingum af stefnu núver- andi ríkisstjórnar í efnahagsmál- um. Verðbólgan hafi náðst niður með stórkostlegum fórnum launa- fólks, en er nú nálægt 40%. Þar sem skuldir einstaklinga og fyrir- tækja eru nú verðtryggðar er ástæða til að óttast að innan fárra mánaða standi skuldugt fólk uppi tækjum lágt orkuverð utan álags- tima. Kvennalistinn skorar á konur í landbúnaði að gerast virkar í bún- aðarfélögum og búgreinasambönd- um, sem tengjast landbúnaði, og leggja þar með sitt af mörkum til þess að Islendingar geti áfram brauðfætt sig með sóma. f launa- málum bendir Kvennalistinn á að þrátt fyrir áralanga baráttu kvenna fyrir launalegu jafnrétti á við karla hefur lítið áunnist og eru launuð kvennastörf gróflega van- MorgunblaftiÖ/Bjarni. Fri vinstri: Milfríður Sigurðardóttir frí Reykjadal í Mývatnssveit, Hólmfríður Jónsdóttir fri Akureyri, Svava Kristbjörg Kuðmundsdóttir fri Höfn, Hornafirði og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir formaður þingflokks Kvenna- listans í ræðustól. Landsfundur Kvennalistans: Styður hugmynd um metin. Því skorar Kvennalistinn á aðila vinnumarkaðarins að leið- rétta sérstaklega launakjör kvenna í komandi samningum og að beita krónutöluhækkunum í stað prósentuhækkana á laun. Að samið verði um dagvinnulaun, sem nægja til heimilisframfærslu og að tryggður verði óskertur kaup- máttur út samningstímabilið. Afkastahvetjandi og heilsuspill- andi launakerfi verði afnumið, að slæmur aðbúnaður á vinnustöðum verði bættur, að starfsreynsla við húsmóðurstörf verði metin til starfsaldurshækkana og að tryggja fjarvistarleyfi foreldra vegna veikinda barna. Kvennalist- inn gerir þá kröfu til stjórnvalda, að þau sjái börnum fyrir nægu og öruggu dagvistarrými og skorar á Alþingi að samþykkja lengingu fæðingarorlofs og tryggja foreldr- um óskert kjör á meðan á því stendur. Jafnframt skorar Kvennalistinn á allar íslenskar konur að sameinast í baráttu gegn því vanmati og þeirri óvirðingu á störfum kvenna, sem Iaunakjörin og starfsmatið bera vott um. Um húsnæðismál segir að þegar verði að grípa til ráðstafana, fresta nauðungaruppboðum og breyta skammtímalánum til lengri tíma. Framlag ríkissjóðs í gegnum skattakerfið í formi vaxtafrádrátt- ar þarf að renna til þeirra sem eiga í mestum erfiðleikum. Kvennalistinn vill breytta stefnu í húsnæðismálum, þar sem fólki verði tryggt húsnæði án þess að þurfa að leggja á sig ok vinnu og skuldaklafa. Endurskoða verði lánakjör þeirra sem vilja eignast eigið húsnæði og stórauka bygg- ingu leiguhúsnæðis og því styður Kvennalistinn búseturéttarhug- myndina. Þá ítrekaði fundurinn stuðning sinn við þá hugmynd að Norður- lönd, þar með talið Island, verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Islendingum ber að hafna öllum vígbúnaði, jafnt á eigin landi sem í hafinu og úti í himingeimnum. Minnt var á að Islendingar hafi aldrei borið vopn á aðrar þjóðir og því var lýst yfir andúð og hryggð vegna þeirra hugmynda, sem komið hafa fram nýlega um að Islendingar selji hugvit sitt í þágu vígbúnaðar og gerist þar með þátttakendur í þeim gjöreyðing- aráformum, sem vopnaframleiðslu fylgja. Landsfundurinn mótmælir slíkum hugmyndum harðlega. Kvennalistinn bendir á, að þau mannréttindabrot og það ofbeldi, sem hvítir menn beita svarta meirihlutann í Suður-Afríku, eru af sömu rót og sú kúgun, sem konur hafa mátt þola í gegnum tíðina og ættu íslenskar konur að sýna mál- stað svartra samstöðu meðal ann- ars með því að kaupa ekki suður- afrfskar vörur. Loks var minnt á þá skoðun Kvennalistans, að til þess að kven- frelsið og réttlæti komist á f heim- inum þurfi hugarfarsbylting að eiga sér stað. Nýtt gildismat, sem byggir á virðingu fyrir lífinu og rétti hvers einstaklings til að móta líf sitt sjálfur, þarf að koma til. I heimi okkar standa gróðahyggja, hernaðarhyggja og aldagamlir fordómar í vegi slíkrar byltingar. Hveragerði: Ný fataverslun Hveragerði, 9. nóvember. NÝ fataverslun var opnuð hér í Hveragerði þann 8. nóvember, hlaut hún nafnið Aster og stendur við aðalgötu bæjarins í Breiðumörk 23. Eigandi hennar er frú Sigríður Gréta Úrban. Mun hún hafa á boðstólum allan almennan fatnað á karla og konur. Verður búðin opin á venjulegum verslunartíma og á laugardögum milli kl. 10 og 12. Nýi kaupmaðurinn bauð mér töluvertunniðviðþauhjáöðrum. að líta á verslunina og varning- inn sem var kominn er, en von er á nýjum vörum næstu daga. Þarna er mjög vistlegt og úrval af fallegum fötum. Ég náði tali af Grétu og spurði hana hvað til kæmi að hún drifi hér upp verslun? Hún svaraði á þessa leið: „Ég hef alltaf haft gaman af verslunarstörfum og Fyrir stuttu hlaut ég nokkurn sjóð f arf og ákvað að nota þá peninga til að gera eitthvað sem mér þætti skemmtilegt. Réðist ég því næst í að koma upp þessum innréttingum og kaupa mér lag- er, en þetta er allt dýrt og heil- mikil vinna. hefur eiginmaður minn stutt mig með ráðum og dáð nú sem fyrr.“ Morgunblaðift/Sigrún Sigfúsdðttir Gréta Úrban afgreiðir áhugasama viðskiptavini á opnunardegi verslunar- innar, en þær eru Sigríður Björnsdóttir fjær, og Elín Þórarinsdóttir nær. Hafið þið búið lengi í Hvera- gerði? „Við fluttum hingað árið 1968 og bjuggum hér til ársins ’81, en þá fluttum við til Akureyrar og áttum þar heima í rúm tvö ár. En við söknuðum Hveragerðis og vina og vandamanna hér og fluttum því aftur og viljum ekki annars staðar vera, við höfum trú á Hveragerði og viljum gjarnan starfa hér og veita þá þjónustu sem kostur er á, í von um að Hvergerðingar þurfi ekki að leita í önnur byggðarlög eftir sínum nauðþurftum, eins og oft hefur viljað brenna við. Ég mun gera mitt besta." Ég óska Grétu og Agnari til hamingju með nýja fyrirtækið. Hún er mikil athafnakona og vinnur mikið að félagsmálum, er m.a. formaður kvenfélags Hvera- gerðis. Sigrún

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.