Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 26

Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 ÚTGERÐAR- VÖRUR FJÖLBREYTT ÚRVAL VEIÐAR- FÆRA FISKIHNÍFAR ALLSKONAR • BÁTADÆLUR ALLAR GERÐIR BLAKKIR MARGAR GERÐIR SKÓFLUR í ÚRVALI • ALLTTILSÍLDAR- SÖLTUNAR • VÉLAÞÉTTINGAR ALLSKONAR rTTTFI STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLASETT TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL • SLÖNGUTENGI • GÚMMÍ- OG PLASTSLÖNGUR • Jtönddith LAMPAR OG GLÖS HVERFISTEINAR • ELDHÚSHNÍF- ARNIRFRÁ- BÆRU SVISSNESK ÚRVALS TRÉÚTSKURÐ- ARJÁRN • BOLTAJÁRN VÉLATVISTUR 5>^Grandagarði2 Simi 28855 OPIO LAUGARDAG 9—12 Garri Kasparov f viðtali við Morgunblaðið: Karpov er eftir sem áður hættulegasti andstæðingurinn „MÉR LÍÐUR mjög vel og er mjög hamingjusamur, en að sjálfsögðu er ég þreyttur eftir nýafstaðið ein- vígi við Karpov og þarf því að fá tíma til þess að hvfla mig. Ég ætla því að taka mér tveggja vikna hvfld og fara suður til Azerbaijan. Fyrsta viðureign mín sem heimsraeistari verður einvígi við Hollendinginn Jan Timman. Það á að fara fram í Hollandi nú í desember.“ Þannig komst Garri Kasparov m.a. að orði í viðtalinu við Morg- unblaðið í gær. Hann sagði einn- ig að sér hefði verið boðið að koma til Hamborgar og tefla þar, en óvíst væri, hvort af því gæti orðíð. Ef af því yrði þá yrði það aðeins í tvo daga rétt fyrir jólin. Kasparov lagði mikla áherslu á þá ábyrgð sem hann bæri nú sem heimsmeistari gagnvart skáklistinni og að hann yrði að gera allt sem hann gæti til þess að efla hana um allan heim. Hann sagðist hins vegar ekki hafa breytt skoðun sinni á Campomanes, forseta Alþjóða- skáksambandsins og stæði alfar- ið við þá gagnrýni sem hann hefði áður látið í ljós í hans garð. Þegar Kasparov var spurður að því, hverjum hann ætti mest að þakka gengi sitt i skákinni, nefndi hann Mikhkail Botvinnik, fyrrum heimsmeistara, en sagði jafnaframt að það væru margir aðrir sem hann stæði í mikilli þakkarskuld við. Heimsmeistarinn vék síðan að einvíginu við Karpov og sagði: „Ég held að tíunda skákin hafi verið erfiðust fyrir mig. Karpov átti mjög góðar vinningslíkur í þeirri skák og hefði hann unnið Garri Kasparov hana, þá hefðu sigurvonir hans í einvíginu aukizt til mikilla muna. Sextánda skákin var sennilega bezta skákin mín og ég held að hún hafi ráðið afar miklu um úrslit einvígisins. Ég vann þá skák þrátt fyrir það að það væri mjög erfitt að benda á mistök hjá Karpov í þeirri skák. í tuttugustu og annarri skákinni lék ég hins vegar einn mjög veik- an leik og það var nóg til að tapa þeirri skák. Karpov tefldi mjög vel í þessu einvígi og gerði allt sem hann gat til að sigra, en ég var bara sterkari. Sérstaklega tefldi Karpov fjórðu og fimmtu skák- ina vel. Það eru skákir sem hann Marina Nejolowa, ein fegursta leikkona Moskvuborgar, sem bráð- lega mun leika í „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ Nú er spurt: Er hún konan í lífí Garri Kaspar- ovs? Víst er að þau tvö eru miklir vinir. gæti vel tekið með í bók með úrvali af sínum beztu skákum. Karpov er eftir sem áður hættulegasti andstæðingur minn. Hann er næst sterkasti skákmeistari í heimi. Ég einn er honum fremri." Kasparov lét í ljós óánægju með núverandi fyrirkomulag í keppninni um heimsmeistaratit- ilinn. „Karpov fær rétt til þess sem fyrrverandi heimsmeistari að tefla annað einvígi, en ég fengi það ekki. Það verður mjög erfitt að tefla annað einvígi eftir aðeins þrjá mánuði, þar sem svo stuttur tími er þangað til. Sá sem tapar þá verður svo að tefla við sigur- vegarann úr áskorendaeinvígj- Anatoly Karpov unum í byrjun næsta sumars. Sigri sá síðarnefndi þar yrði hann að tefla aftur enn eitt ein- vígið um heimsmeistaratitilinn við sama andstæðinginn og áður. Með öðrum orðum gæti þetta þýtt að við Karpov tefldum fjög- ur einvígi á tveimur árum. Slíkt væri auðvitað fráleitt." Er Kasparov var spurður að því hvort hann stundaði ein- hverjar íþróttagreinar auk skák- arinnar, hló hann og svaraði: „Já, knattspyrnu. Ég má til með að segja frá því að ég og vinir mínir, sem aðstoðuðu mig í ein- víginu, stofnuðum lið sem keppti við blaðamenn eftir einvígið og viðunnum." Þúsundir barna skrifa leiðtogum Genf. 13. nóvember. AP. ÞÚSUNDIR barna hafa skrifað leið- togum stórveldanna bréf vegna fund- ar þeirra í Genf í næstu viku, þar sem þau láta í Ijós vonir sínar um betri heim. Það eru vestur-þýzk samtök, „Friðarfuglinn", sem standa að þessari herferð. Hafa börn í tæp- lega 30 löndum skrifað leiðtogun- um þar sem þau óska eftir því að kjarnavopnum verði eytt og endir bundinn á allar styrjaldir. Vonast samtökin til að leiðtogarnir fallizt á að taka við bréfunum meðan á fundum þeirra stendur. Leiðtogar þingflokka demókrata í Washington lýstu í dag stuðningi við för Reagans, Bandaríkjafor- seta, til leiðtogafundarins og sögðu alla bandarísku þjóðina standa einhuga með forsetanum. Þeir segjast binda miklar vonir við fundinn. Sovézkir embættismenn sögðu í dag að mannréttindamál væru vissulega mikilsverður málaflokk- ur, en ef bryddað yrði á þeim á fundi Reagans og Gorbachevs kynni það að flækja stöðuna og ekki auðvelda lausn mála, sem væru “forgangsverkefni" að mati alls mannkynsins. Þeir sögðu að ef Reagan mundi reyna að gera mikið úr mannréttindamálum þá hefði Gorbachev „ýmislegt til mál- anna að leggja". Fyrrum ráðamenn í Argentínu: Stefnt fyrir vanrækslu í Falklands- eyjastríði Buenos Aires, 12. nóvember. AP. SAKSÓKNARI argentínska hersins sakaði á mánudag þrjá fyrrum yfír- menn argentínska hersins um van- rækslu á störfum sínum í Falklands- eyjastríðinu og fór fram á að þeir yrðu dæmdir í átta til tólf ára fangels- isvistar. Hector Canale, herforingi í flug- hernum og saksóknari, krafðist þess að Leopoldo Galtieri, fyrrver- andi forseti og yfirmaður hersins, og Jorge Anaya, fyrrverandi yfir- maður sjórhersins, yrðu látnir sitja tólf ár í fangelsi og Brasilio Lami Doso, fyrrverandi yfirmaður flughersins, átta ár. Þessir þrír fyrrum ráðamenn úr herstjórninni, sem hleypti af stokkunum Falklandseyjastríðinu 1982, voru dregnir fyrir herrétt vegna meintra afglapa í starfi. Canale, saksóknari, ber þeim á brýn að hafa ráðist gegn Bretum í trausti þess að Bretar yrðu reiðu- búnir til að semja um Falklands- eyjar og gleymt að gera ráð fyrir því að breska ljónið kynni að bíta frá sér. Canale segir einnig að diplómatískar leiðir til að leysa Falklandseyjadeiluna hafi ekki verið reyndar til fulls. AP/Sfmamynd Skœruliðaforingi í hópi stuðningsmanna Leiðtogi skæruliða í Angólu, Jones Savimbi, hlær hér dátt ásamt gamalli konu og öðrum stuðningsmönnum sínum. Myndin var tekin eftir að Savimbi ræddi við blaðamenn í bækistöðvum sínum í Jambó í suðurhluta Angóla. Savimbi skoraði meðal annars á Bandaríkjaforseta að senda hernaðarhjálp til að sigra öfl marxista í Angóla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.