Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985
PARKET
Húseigendur
Pússum og lökkum parket og önnur viöargólf.
Tómas G. Ingólfsson, húsasmíðameistari,
sími 666523 eftir kl. 20.00.
crístal
vönduðu
bresku
vegg-og
gólfflísarnar
Umboðsmaður á Akureyri:
^skapiií
Walesa:
Reynum í lengstu lög
að forðast ofbeldi
Oxford, Knglandi, 12. nóvember. AP.
LECH Walesa, leiðtogi pólsku verka-
lýðssamtakanna Samstöðu, varaði
við því í ræðu, sem flutt var á fundi
í Oxford í gær, að „víðtækar og
heiftarlegar mótmælaaðgerðir" gætu
brotist út í Póllandi, ef stjórnvöld
héldu áfram að meina verkafólki að
ná rétti sínum.
Ræðu Walesa var nýlcga komið
með leynd út úr Póllandi, og var
IS steinprýöi hff.
I Stórhöfða16 sími 83340-84780
O
T FLÖSUSJAMPÓ
■
\ni\
Dandruff a Ltaru/Í
Stwmpoo Íæ Shampoc^ ^
_____Ctears rtandnitf
ciears dandrulf wi!h regular u«
t w thregularuse ,< (m
2f)0ml ^VJÍpmwAi.
Joba flösusjampó er til
bæði fyrir feitt og þurrt hár.
Joba flösusjampó er sér-
staklega blandað með jo-
joba olíu, sem prótein, Aloe
Vera, sem vítamíni og Pyro
DiSulphide til að halda flös-
unni í skefjum og hárinu
mjúku og heilbrigðu.
FÆST f APÓTEKUM OG HELSTU
SNYRTIVÖRUVERSLUNUM.
það fyrrum forseti bresku raf-
virkjasamtakanna, Chappel lá-
varður, sem las hana á fundinum.
„Við reynum í lengstu lög að
forðast ofbeldi í baráttu okkar,"
sagði Walesa. „En svo langt geta
stjórnvöld gengið í kúgun sinni og
valdhroka gagnvart sjálfsögðustu
óskum landsmanna, að upp úr
sjóði."
„Mótmæli á götum úti í pólskum
borgum sanna, svo að ekki verður
um villst, að okkur skortir hvorki
hug né dug,“ sagði enn fremur í
ræðunni. „Landsmenn eru margir
ódeigir við að bjóða útsendurum
innanríkisráðuneytisins byrginn."
„Engin trygging er fyrir því, að
unnt yrði að hafa stjórn á ástand-
inu, ef allt færi í bál og brand, og
miklu trúlegra, að þar hefðu ofsi
og hatur yfirhöndina," sagði Wal-
esa.
Um Samstöðu sagði hann:
Framtíð frjálsra verkalýðsfélaga í
Póllandi væri mun bjartari en nú
sýnist, ef ráðamenn settust niður
og ræddu í alvöru við hina raun-
verulegu fulltrúa pólsku þjóðar-
innar.“
Egyptaland:
Komu öðru sinni í
veg fyrir banatil-
ræði Lýbíumanna
Kairo, Egyptalandi, og Tripoli, Líbýu, 12. nóvember.
EGYPSKA leyniþjónustan veitti
fimm líbýskum tilræóismönnum eft-
irför á miðvikudaginn var og tók
bandmynd af tilburðum þeirra til að
ráða af dögum tvo af andstæðingum
Mohammars Khadafy Líbýuleiðtoga.
Greip lögreglan svo inn í atburðarás-
ina á síðustu mínútu og kom í veg
fyrir, að Líbýumennirnir næðu tak-
marki sínu.
Atburðir þessir voru sýndir í
egypska sjónvarpinu, þar á meðal
skotbardagi milli fyrrnefndra að-
ila.
Annað fórnardýranna, sem taka
átti af lífi, var Abdel-Hamid Bak-
oush, fyrrum forsætisráðherra
AP.
Líbýu, sem dvelst í útlegð í Egypta-
landi. Er þetta í annað skipti, sem
reynt er að ráða hann af dögum,
en fyrri tilraunin, sem gerð var
fyrir nákvæmlega ári, fór einnig út
um þúfur.
Líbýumenn lýstu yfir í dag, að
Bakoush ynni raunverulega með
líbýsku leyniþjónustunni og hefði
komist með aðstoð hennar inn í
Egyptaland.
Líbýska fréttastofan JANA
sagði í gær, að ásakanir Egypta
væru „gömul lumma“ og mundu
ekki koma egypsku leyniþjón-
ustunni að neinu haldi.
Ránið í Belgíu:
Bifreið morð-
ingjanna fundin
Aalst, Belgíu, 11. nóvember. AP.
LÖGREGLAN í Belgíu leitar nú
ákaft ræningjanna þriggja sem
myrtu sjö manns og særðu 15 aðra
er þeir frömdu vopnað rán í stór-
markaði í Aaist og skutu á fólk sem
þar var við innkaup. Að minnsta
kosti einn hinna særðu er ennþá í
lífshættu vegna skotsára á höfði.
Að sögn lögreglu skutu mennirn-
ir rúmlega fjörutiu sinnum á þeim
fjórum mínútum sem ránið stóð
yfir en flúðu síðan á grárri Volks-
wagen Golf-bifreið og missti lög-
reglan fljótlega af henni. Ræn-
ingjarnir höfðu aðeins jafnvirði
160 þúsund íslenskra króna upp úr
ráninu.
Flak brunninnar Volkswagen-
bifreiðar sem álitin er bifreið
ræningjanna fannst í skóglendi
um 25 km fyrir utan Brussel á
mánudag. Þó lögreglan hafi skotið
á ræningjana er þeir flúðu frá
versluninni er ekki að sjá nein
kúlnagöt á bílflakinu. Að sögn
lögreglu virðist hér vera um að
ræða þriðju árás „brjáluðu morð-
ingjanna" og talið er að hér hafi
sömu glæpamennirnir verið á ferð-
inni og réðust á 17 belgískar versl-
anir og veitingahús árin 1982 og
1983. I þeim árásum fórust sex
Skotland:
4 deyja úr her-
mannaveiki
midas
Glugow, Skotlandi, 13. nóvember. AP.
Fjórir sjúklingar hafa látist eftir
að hermannaveiki braust út á spítala
í Glasgow, að sögn heilbrigðisyfir-
valda í borginni. Átta aðrir hafa
þegar tekið veikina en þeir eru allir
sagðir á batavegi.
Bakterían sem veikinni veldur
þrífst í stöðnu vatni en dropar
þess geta komist út í andrúmsloft-
ið um loftræstikerfi eins og gerðist
í þessu tilfelli. Sjúkdómurinn leiðir
til dauða í 20 prósent tilfella, og
er sérsatklega skæður þegar eldra
fólk á í hlut. Á þriðjudag höfðu
loftræstikerfi spítalans verið
vandlega hreinsuð, en álmunni þar
sem sjúkdómurinn kom upp var
lokað í eina viku. Að sögn heil-
brigðisyfirvalda telja sérfræðing-
ar að tekist hafi að eyða bakter-
íunni en loftræstikerfin verða
fyrst um sinn hreinsuð með klór
tvisvar á dag í öryggisskyni. Lík-
legt er talið að fleiri sjúklingar
eigi eftir að sýna einkenni um
veikina þar sem hún hefur Iangan
meðgöngutíma, frá einni og uppí
þrjár vikur.