Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 31

Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. j lausasölu 35 kr. eintakiö. Fjárlög ríkisbúskapur verðlagsþróun Frumvarp til fjárlaga 1986, sem kom til fyrstu umræðu á Al- þingi í fyrradag, og þær breytingar á því, sem stjórnarflokkanir hafa kunngjört, standa tvímælalaust til aðhalds og bóta í ríkisbúskapnum. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra tíundaði meginatriði fjár- lagastefnunnar í ræðu sinni. í fyrsta lagi felur frumvarpið í sér jöfnuð gjalda og tekna ríkissjóðs á komandi ári. I annan stað hafa ráðgerð ríkisútgjöld, samkvæmt frumvarpinu, verið skorin niður um 574 m.kr. og ráðgerðar erlend- ar lántökur um 800 m.kr. Samtals er því samdráttur í umsvifum og erlendum lántökum 1,2 milljarðar króna. í þriðja lagi er fallið frá áður ákveðinni viðbótarskatt- heimtu. Skattbyrði einstaklinga af beinum sköttum er áformuð 3,8% 1986, miðað við tekjur greiðsluárs, en hún var 5,5% 1981- 1983. Fjárlagaræðu hins nýja fjár- málaráðherra var beðið með mik- illi eftirvæntingu. Hún var stefnu- markandi um útgjaldaaðhald í ríkisbúskapnum, án þess að rýra kaupmátt eða velferð, sem og um hófsamari skattheimtu. Sá mikli vandi, sem ríkisbúskapur okkar hefur við að glíma og tengist stöðu efnahagsmála og þjóðarbúskapar- ins í heild, verður hinsvegar ekki leystur á fáum vikum, og það er löngu orðið ljóst, að í ríkisbú- skapnum verða engin kraftaverk unnin. Þorvaldur Gylfason, prófessor í þjóðhagfræði, fjallar um „fjár- lagafrumvarpið og verðbólguna" hér í blaðinu í gær. Hann víkur að þeirri forsendu fjárlagafrum- varpsins, að nýjar erlendar lántök- ur verði ekki meiri en sem nemur afborgunum af eldri lánum og bendir á, að samkvæmt frum- varpinu eins og það var lagt fram muni erlendar skuldir opinberra aðila aukast um 2,4 milljarða eða 2% af þjóðarframleiðslu, þegar fjármál opinberra aðila eru skoðuð í heild. Þá telur Þorvaldur Gylfa- son einnig, að forsenda frumvarps- ins um jöfnuð í opinberum rekstri standist ekki, þar sem 10 milljarða halli verði á rekstri hins opinbera en að vísu muni aðeins 1,1 millj- arður af þeirri upphæð fara út í efnahagslífið og verða verðbólgu- hvetjandi. Loks segir Þorvaldur Gylfason, að fjármálastefna ríkis- stjórnarinnar muni stuðla að vax- andi verðbólgu á næsta ári verði ekki tekið í taumana. Eins og skýrt kemur fram í grein Þorvalds Gylfasonar, byggist hún á því frumvarpi til fjárlaga sem lagt var fram í þingbyrjun. í ræðu Þorsteins Pálssonar kom einmitt fram, að þær breytingar á fjár- lagafrumvarpinu, sem hann hefur beitt sér fyrir, þýða samdrátt í umsvifum og erlendum lántökum, sem spannar 1,2 milljarða króna. Af þessari fjárhæð eru 800 millj- ónir króna niðurskurður á erlend- um lántökum og standa þá 1600 milljónir króna eftir í auknum erlendum lántökum. Hvernig samræmist þetta stefnunni um bann við aukningu erlendra lána? Þá á eftir að koma í ljós, hvort stjórnarflokkarnir hafi þrek og þor til að standa við þennan sam- drátt í framkvæmd. Eftir er um- fjöllun þingsins á fjárlagafrum- varpinu, sem oftar en ekki hefur leitt til hækkunar. Eftir er fjár- lagaárið 1986. Útgjöld opinberra aðila hafa iðulega og alltof oft farið langt út fyrir fjárlaga- ramma. Frá þessum aðhalds- ákvörðunum má ekki hvika. Það er ómaksins virði að bera saman málefnalega og vel rök- studda gagnrýni Þorvalds Gylfa- sonar, prófessors í þjóðhagfræði, á fjárlagafrumvarpið, og gegnsæ glamuryrði stjórnarandstöðunnar í fjárlagaumræðunni. Stjórnar- andstaðan talaði út og suður, án marktækrar gagnrýni og án trú- verðugra ábendinga um betri leiðir eða kosti. Svavar Gestsson vék til dæmis ekki einu orði að dagskrár- efninu. Hugur hans og mál var alfjötrað áflogum landsfundar, sem hann var nýkominn af, kalinn á hjarta. Svo mikil var þráhyggja flokksformannsins í að tala um innri mál Alþýðubandalagsins í útvarpsumræðu um fjárlagafrum- varp, að Geir Gunnarsson, helzti talsmaður flokksins í ríkisfjármál- um, fékk aðeins inni í umræðunni með örfá orð. Enginn vafi er á því að stefnu- mörkun, sem felst í fjárlaga- ákvörðunum Þorsteins Pálssonar, horfir til réttrar áttar, ef staðið verður fast á aðhaldsáformum. Það er og rétt hjá Þorvaldi Gylfa- syni þjóðhagfræðingi að horfa verður á ríkisbúskapinn í heild, ríkissjóð, ríkisstofnanir og sjóða- kerfið, í stefnumörkun og ákvarð- anatöku í ríkisfjármálum. „Þannig er ástæðulaust," eins og hann segir, „að einskorða umræður um aðhald í opinberum fjármálum við A-hluta ríkissjóðs. Þvert á móti virðist ekki síður vænlegt til árangurs að leita sparnaðarleiða í hinum hlutum opinbera geirans, einkum C-hlutanum,“ sem hann kallar svo. Málflutningur stjórnarandstöð- unnar í fjárlagaumræðunni færði þjóðinni hinsvegar heim sanninn um, það sem raunar var vitað fyrir, að þar fer hinn verri kostur í íslenzkum þjóðmálum. Það verða engar rósir tíndar þar sem engar rósir vaxa. Hugleiðingar um AIDS — eftirHrefnu Magnúsdóttur Maðurinn þekkir sjaldnast aftur þá djöfla, sem hann hefur sjálfur skapað, sagði Albert Schweitzer. Það skyldi þó ekki vera að AIDS-sjúkdómurinn, sem allir ótt- ast svo mjög í dag, sé einmitt djöfull sem maðurinn hefur skap- að, en vill ekki kannast við. Árið 1965 gaf AB út bók sem bar heitið Raddir vorsins þagna, eftir Rachel Carson. Sú bók fjallar um eiturefnaiðnaðinn. 1 inngangs- orðum bókarinnar, sem Níels Dungal skrifar, segir m.a.: 1874 fann þýskur efnafræðingur upp efnið DDT, en enginn vissi að það var voldugt skordýraeitur fyrr en 1939, er svissneskur efnafræð- ingur Paul Muller rannsakaði efnið ítarlega og benti á að það mætti nota til þess að halda ökrun- um hreinum fyrir áður ólæknandi sjúkdómum. Hann hlaut Nóbels- verðlaun og sá heiður, sem þeim fylgdi hjálpaði til að flytja hina nýju þekkingu um DDT ört í kring- um allan hnöttinn. Á þeim 46 árum sem liðin eru síðan, hefur eiturefnum í margvís- legum myndum verið úðað yfir alla jörðina í stórum stíl, og hvert heimili á sína eiturbrúsa til að útrýma skordýrum úr húsum sín- um. En hvað hefur gerst, skordýrin öðlast ónæmi fyrir eiturefnunum svo alltaf verður að finna upp sterkara eitur til að vinna á þeim og ekki bara skordýrin, einnig sýklar og veirur mynda ónæmi gegn öllum kemiskum efnum, sem fundin eru upp. En hvað um manninn? Það er ekki aðeins skor- dýraeitrið sem við þurfum að verj- ast, þar má bæta við t.d. rotvarn- arefnum, litarefnum, allskonar gerviefnum og lyfjum. Það er staðreynd að þrátt fyrir að mannkynið sé búið að losa sig við flesta gömlu sjúkdómana eins og bólusótt, berkla, barnaveiki, holdsveiki o.fl., þá eru aðrir sjúk- dómar komnir í staðinn, sem eru í rauninni illskeyttari, vegna þess að vísindamenn virðast ekki vita hvað það er sem veldur þeim, eða hvaðan þeir koma. Þar er krabba- meinið efst á blaði, síðan koma hjartasjúkdómar, ofnæmissjúk- dómar, hrörnunarsjúkdómar og nú síðast AIDS og þá fer hringurinn að lokast. Skordýrin mynda ónæmi gegn eiturefnum, en ónæmi mannsins brotnar smám saman niður af öllu því eitri sem notað er á jörðinni. Það eru nokkrir áratugir síðan að okkur var sagt að botnlanginn væri óþarft líffæri sem best væri „Það er staðreynd að þrátt fyrir að mannkynið sé búið að losa sig við flesta gömlu sjúkdóm- ana eins og bólusótt, berkla, barnaveiki, holdsveiki, o.fl., þá eru aðrir sjúkdómar komnir í staðinn, sem eru í rauninni illskeyttari, vegna þess að vísinda- menn virðast ekki vita hvað það er sem veldur þeim, eða hvaðan þeir koma.“ að losna við, síðan bættust háls- og nefkirtlarnir í hópinn og nú er komið að gallblöðru og milta, sem við getum víst vel verið án. En hvað er það sem veldur því að þessi líffæri fara að skemmast? Ég hef enga trú á því að í manns- líkamanum sé eitthvað líffæri sem er óþarft, til þess er hann of vel gerður. Éf við ætlum að halda fullri heilsu þurfum við að hafa öll líffærin í lagi svo hringrásin rofni ekki, en því miður er þróunin sú þrátt fyrir öll lyfin og aukna heilsugæslu, að heilsuleysi eykst hröðum skrefum. Það er hræðilegt að verða að viðurkenna það, að þau örlög sem ætluð voru skordýrunum skuli snúast gegn manninum. Við lestur bókar Rachel Carson, fer um mann ónotahrollur, þó tekur hún nær eingöngu fyrir skordýraeitrið, en síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Lyfin hafa flætt yfir okkur í óhugnanlegu magni og fyrst nú er farið að tala um að reyna að stemma stigu við ofnotkun þeirra og eftir að lyfja- handbókin kom út, þá les maður hvernig lyfin geta leikið þau líf- færi sem sjá um að halda líkaman- um hreinum af utanaðkomandi eiturefnum og þar eru lifur, nýru og magi ofarlega á blaði. Þá má ekki gleyma fæðunni, sem að miklu leyti er rotvarin, gerilsneydd og lituð. Tilvitnun í bókina Raddir vors- ins þagna, bls. 20: „Áuk hættunnar á tortímingu mannkyns í kjarnorkustyrjöld er megin vandamál vorra tíma meng- un alls umhverfis mannsins eitur- efnum, sem búa yfir ótrúlegum eyðileggingar mætti, efnum sem safnast í vefi jurta og dýra og smjúga jafnvel inn í kynfrumurn- ar þar sem þau sundra eða breyta sjálfum erfðavísunum, sem ráða öllu um framtíð tegundarinnar." Á blsíðu 135 segir: „Einhverjar alvarlegustu verk- anir skordýralyfja af flokki kol- vatnsefna, eru áhrif þeirra á lifr- ina. Lifrin eru furðulegust af öllum líffærum líkamans. Ekkert annað líffæri gegnir jafnmörgum og nauðsynlegum hlutverkum. Hún stjórnar svo margri starfsemi í líkamanum, að jafnvel hinn minnsti skaði sem hún verður fyrir getur haft hinar alvarlegustu af- leiðingar. Hún framleiðir ekki aðeins gall til að melta fituna, heldur er hún þannig sett í lík- amanum og hefur þannig blóðrás- arkerfi, að hún fær blóð beint frá meltingarfærunum, auk þess sem hún á mikilvægan þátt í efnaskipt- um allra helstu næringarefnanna. Hún safnar sykri í formi glykogens og gefur hann frá sér í formi glú- kósa í nákvæmlega mældum skömmtum til þess að halda blóð- sykrinum á hæfilegu stigi. Hún býr til eggjahvítu, þ.á m. mikil- vægan hluta blóðvökvans, sem ræður storknun blóðsins. Hún heldur kólesterólmagninu í blóð- inu á hæfilegu stigi og gerir karl- og kvenkynshormónana óvirka, þegar þeir verða óhóflega miklir. Hún geymir ýmis vítamín, sem að sínu leyti sá um að hún starfi eðlilega. Hrefna Magnúsdóttir Ef lifrin starfar ekki eðlilega, er líkaminn afvopnaður, varnar- laus gegn þeim fjölmörgu eiturefn- um, sem sífellt þrengja sér inn í hann. Sum þessara eiturefna eru úrgangsefni, sem myndast við efnaskiptin í líkamanum og sem lifrin gerir óskaðleg með því að ræna þau þegar í stað köfnunar- efninu. En lifrin gerir einnig óbkaðleg utanaðkomandi eiturefni. Hin „skaðlausu" skordýralyf mala- thion og methoxyklór eru ekki eins eitruð og önnur þeim skyld efni af því að gerhvati í lifrinni breytir sameindum þeirra þannig, að skaðsemi þeirra minnkar. Á svip- aðan hátt bregst lifrin við öðrum eiturefnum, sem líkaminn verður fyrir. Vörn vor gegn utanaðkomandi eiturefnum eða eiturefnum í sjálf- um líkamanum er nú að bila. Lifur, sem skordýraeitur hefur valdið tjóni á, er ekki einungis ófær um að vernda oss gegn eiturefnum, heldur getur öll starfsemi hennar farið úr skorðum. Afleiðingar þess eru ekki aðeins víðtækar, heldur eru einkennin svo margvísleg og geta komið svo seint, að erfitt getur verið að koma auga á hina réttu orsök.“ Við það að lesa þessa kafla í bókinni virðist mér koma skýring á því hvers vegna AIDS leggst fyrst á þá hópa sem taldir hafa verið upp (homma, eiturlyfjaneyt- endur og blæðara), því lifrin virð- ist ekki gegna hlutverki sínu hjá þeim, þeir eru sem sagt varnar- lausari fyrir utanaðkomandi eitur- efnum. Það eru 20 ár síðan Rachel Carson sagði að vörn okkar gegn eiturefnum væri að bila, gæti ekki verið að eftir aðeins 10—20 ár værum við endanlega búin að eyðileggja starfsemi lifrarinnar, með sama áframhaldi og þá yrði AIDS orðinn faraldur. En nú er ég komin að kjarna málsins, eftir að hafa fylgst með umræðum í fjölmiðlum undan- farnar vikur, þá er í mér sami ónotahrollur og eftir lestur bókar- innar. Segjum svo að AIDS sé ekki kynsjúkdómur. Segjum svo að AIDS sé ekki smitandi. Segjum svo að AIDS sé gröfin sem við ætluðum skordýrunum. Væri þá ekki hræðilegt að ráðast á þetta veslings fólk, sem er veik- ara fyrir og tekur sjúkdóminn fyrst, setja það 'i einangrun og sennilega eyðileggja líf þess, því það er þegar komið í ljós að t.d. hommum er meinaður aðgangur að almennum stofnunum vegna ótta við AIDS, þetta minnir á meðferð holdsveikra áður fyrr. Á blaðsíðu 25 segir Rachel Car- son: „Vér lifum á öld sérfræðing- anna, sem einblína hver um sig á vandamál sinnar greinar án þess að gera sér grein fyrir eða skeyta um samband þeirra við heildina, sem þau eru hluti af. Jafnframt er iðnaðurinn alls ráðandi og í ríki hans er sjaldan véfengdur réttur til þess að græða peninga, hvað sem það kann að kosta. Þegar fram koma augljósar sannanir um tjón af völdum skordýraeitrunar og almenningur rís upp til andmæla, er hann róaður með skýringum sem eru hálfur sannleikur þegar best lætur. Það er kominn tími til þess að endi sé bundinn á þessar fölsku fullyrðingar, hjúpun þess- ara óþægilegu staðreynda." Svo sannarlega eiga þessi orð við í dag, öll þau eiturefnaslys sem orðið hafa á undanförnum árum eru þöguð í hel og sem minnst talað um þær hörmungar sem fólkið þarf að þola, sem býr í námunda við verksmiðjurnar sem spúa eitr- inu. Það er kominn tími til að snúa þessari óheillavænlegu þróun við, eða viljum við láta orð Albert Schweitzer rætast, er hann sagði: Maðurinn hefur glatað hæfileik- anum til að sjá fyrir afleiðingar gerða sinna. Að lokum mun hann tortímajörðinni. Höíundur er húsmóóir í Mosíells- sveit. Opið bréf til menntamálaráðherra: Fyrirspurnir varðandi námslán — eftir Láru Magnúsdóttur Hæstvirtur menntamálaráð- herra. f Reykjavík er til húsa stofnun sem Lánasjóður íslenskra náms- manna heitir og er ætlun mín að gera hana að umræðuefni í þessu bréfi. Hingað til hefur mér skilist að hlutverk sjóðsins sé að veita fólki lán til náms, sé námið lánshæft eins og það er kallað. Lánshafi greiðir síðan lánið, sem safnast hefur upp á námsárum hans, eftir að námi lýkur með verðtryggingu og vöxtum. Framfærslukostnaður námsmanns er reiknaður út sam- kvæmt aðstæðum hans og lán veitt í samræmi við þær og ætti að veitast reglulega, oftast á mánað- arfresti, 15. hvers mánaðar. Lánið er því námsmanninum það sama og laun eru launþegan- um, þ.e. heimilið er rekið á því og á því lifir námsmaðurinn og fjöl- skylda hans. Heimilisreksturinn er skipulagður í samræmi við upphæðir lánsins og útborgunar- daga eins og á öðrum heimilum. Eg kann ekki betri leið til að skýra mál mitt svo að þér vitið við hváð ég á þegar ég kem að fyrir- spurninni en þá að segja yður upp og'ofan af sögu fjölskyldu minnar í haust. Ég geri það ekki vegna þess að ég haldi að yður finnist mín saga endilega svo athyglis- verð, svona ein og sér, heldur vegna þes að ég veit að það má líta á hana sem dæmisögu. Þótt ótrúlegt megi virðast er saga flestra, eða öllu heldur allflestra, sem ég hef talað við, og viðskipti hafa átt við Lánasjóðinn, lík minni sögu. Við hjónin erum bæði í lánshæfu námi við Háskóla íslands á öðru ári, ég í heimspekideild, hann í raunvísindadeild. Kennsla í raun- vísindadeildinni hófst í byrjun septembermánaðar, sem þýðir að 1. greiðsla láns frá Lánasjóði skuli koma um miðjan mánuðinn, 15. september nánar tiltekið. Hjá heimspekideildinni byrjaði kennslan hinsvegar 23. september, sem þýðir að lánið á að koma 15. október. Við gerðum nákvæma fjárhagsáætlun fram að útborgun, en ég var tekjulaus húsmóðir og maðurinn minn þáði síðustu laun 1. ágúst. En lánið kom ekki á tilskildum tíma og ekki nóg með það, kom ekki fyrr en heilum mánuði seinna, eða 14. október. Á þessum mánuði höfðum við oft samband við Lána- sjóðinn. f fyrstu tilraun kom í ljós að umsóknin var týnd, en hún kom sem betur fer fljótt í leitirnar. Trúið þér því, að ég þekki fleiri dæmi þess að umsóknir týnist? Við bentum starfsfólki sjóðsins á ört vaxandi reikningabunka, yfirdráttartilkynningahauga og dráttarvexti. Allt hafði þetta komið til vegna barnalegs trausts okkar á Lánasjóð íslenskra náms- manna. Okkur var þá sagt að lánin væru jafnseint á ferðinni fyrir alla og við gætum auðvitað ekki fengið neina undanþágu og það væri vel hægt að fara til bankastjóra og fá leyfi til að skrifa gúmmítékka! Þá spurðum við hvað ylli töfinni, hvað starfsfólk Lánasjóðsins hefði verið að gera þá tvo mánuði sem liðnir voru síðan síðustu umsókn- irnar komu inn (sfðustu forvöð til að sækja um lán eru um miðjan júlí). Áf óljósum svörum mátti ráða að tölvuvæðing hefði verið í fullum gangi um sumarið. Ég gat ekki annað en spurt sjálfa mig hvort það væri eitthvert nýtt „system" að láta almennt starfs- fólk sjá um að tölvuvæða ríkis- fyrirtæki og einnig hver væri þá ástæðan fyrir öllum töfum sam- bærilegum við þessa sem hafa verið árum saman hjá þessari stofnun. Mér varð náttúrulega svarafátt. Ég efast um að það sé neinn sérstakur tilgangur i þvf að lýsa því hvernig allt fer úr skorðum þegar engin laun koma í heimilis- rekstur í einn og hálfan mánuð; húsaleigan greiðist ekki, reikning- ur vísakortsins verður svimandi hár og ofan á hann bætast vextir „An þess að mitt mál væri sérstaklega at- hugað. Þegar svo var liðinn hálfur mánuður var ég orðin dálítið óþol- inmóð og hringdi enn einu sinni til að athuga hvað væri að gerast. Þá kom í Ijós að mín um- sókn væri í athugun án þess að nánari grein væri gerð fyrir því.“ því ekki er hægt að borga o.s.frv. Ég er hrædd um að það heyrðist einhverstaðar hljóð úr horni ef launþegar fengju ekki launin sín nema þegar fyrirtækið nennti að borga. En munurinn er samt sfor, því að launþeginn ætti að minnsta kosti möguleika á að leita sér að annarri vinnu hjá áreiðanlegra fyrirtæki. En það er ekki til neinn annar Lánasjóður íslenskra náms- manna. Ekki tók skárra við þegar kom að því að ég skyldi fá/mitt lán. Það kom ekki heldur.: Ég hafði haft fyrirvara á og spuijt sérstak- lega hvort októberlán íjeimspeki- deildar myndu dragast, en var sagt að það yrði ekki. Ég vil komast hjá naggi og rifrildi ef ég get, svo ég hafði ekki samband aftur fyrr en þegar lánið var orðið viku of seint til að spyrja hvenær það kæmi. „í vikunni" var svarið. Það var svo sem satt að sumir fengu lánin sfn á skikkanlegum tfma, þ.e. bara nokkrum dögum of seint, en mér hafði verið svarað án þess að mitt mál væri sérstaklega at- hugað. Þegar svo var liðinn hálfur mánuður var ég orðin dálftið óþol- inmóð og hringdi enn einu sinni til að athuga hvað væri að gerast. Þá kom í ljós að min umsókn væri í athugun án þess að nánari grein væri gerð fyrir því. Þá fór ég í viðtal. Ég veit varla hvernig ég get best lýst þessu viðtali þvf ég get fæst svörin haft eftir viðmælanda mfnum. Ég veit ekki hvort nefhljóðin sem hann gaf frá sér næsta samfellt voru portúgalsk- eða franskættuð, en það veit ég að ég skildi lítið af því sem hann sagði, m.a. ekki nafnið hans, enda efast ég um að mér hafi verið ætlað að skilja það. Það sem þessi maður, sem sat við nýju fallegu tölvuna í nýuppgerðu her- bergi við nýtt skrifborð, gat gert mér ljóst var nokkurn veginn það, að þó þær upplýsingar sem hann hafði um mig og manninn minn á sinni tölvu væru rangar og ófull- komnar (t.d. vorum við skráð barn- laus og tekjur okkar voru ekki millifærðar eins og okkur hafði verið lofað), hélt hann að þær væru sennilega réttar í einhverri annarri tölvu. (Hvers vegna í ósköpunum eru þær ekki sam- tengdar svo að ekki þurfi að slá upplýsingar inná hvert tæki fyrir sig, eða hvers vegna eru upplýsing- arnar ekki færðar inn á allar tölv- urnar?) Einnig fékk ég að vita að þar sem konan sem hafði skráð mina umsókn var ekki við, var enginn sem gat sagt mér hvað væri um að vera, en f fljótu bragði virtist allt vera í lagi með umsókn- ina. Mér fannst þetta skiljanlega ófullnægjandi svör og bað um að fá að tala við þann sem hefði yfir- umsjón með mínu máli, þ.e. þeirri deild sem ég tilheyrði. Maðurinn gaf mér svo loðin svör, að ég veit ekki enn hvort hann vildi ekki segja mér hver það er, hvort eng- inn hefur yfirumsjón með neinu og hver gerir þá það sem honum dettur í hug hverju sinni, eða hvort maðurinn hreinlega vissi ekki hvernig eða hvort fyrirtækið er skipulagt. Hann sagði, að ef að ég vildi tala við einhvern gæti ég talað við hann sjálfan, eða Valdi- mar sem veitir ekki viðtöl! Segir það ekki sína sögu að fram- kvæmdastjórinn neitar að tala við þá sem fyrirtæki hans hefur við- skipti við? En hér er komin ástæð- an fyrir því að ég skrifa yður, því eftir því sem ég kemst næst heyrir fyrirtækið undir ráðuneyti yðar. Daginn eftir hringdi ég í 3ömu erindagjörðum í þeirri von að lenda á skýrmæltari manni. Mér varð að ósk minni í það sinnið og sá sagði að það væri búið að senda mig í útreikning, en hann gæti ekki lofað mér að skuldabréfið yrði komið fyrir helgina (eftir 3 daga). Ég var óánægð með það því að það skiptir meira máli en liggur í augum uppi á hvaða degi skulda- bréfið kemur eins og ég mun víkja að síðar. Hann sagði hinsvegar að það skipti nú ekki svo miklu máli til eða frá hvenær skuldabréfið kæmi og það ákvað hann fyrir mína hönd. Ég ítrekaði spurninguna um það hvers vegna töfin hefði orðið. Það voru tvær orsakir fyrir henni; annarsvegar sú að ég tók 5 eining- ar í vor, en þar sem ég hafði tekið 15 um jól (og 5 í haust, sem sást að vísu ekki á tölvunni hans) skipti það ekki máli, því Lánasjóðurinn gerir kröfur á 20 einingar á ári. Hinsvegar var verið að athuga hvort ég hefði fengið gamalt spænskunámskeið, sem ég fékk lán útá á sínum tíma, metið inn í Háskólann. Það skiptir heldur engu máli þar sem ég uppfyllti öll skilyrði fyrir láni. Hann sagði það hreint út að það væri þá búið að * dragast um hálfan mánuð að ég fengi þá peninga sem ég átti rétt á, vegna þess að það var verið að ■ athuga einhver mál sem engu máli skipti til eða frá hver útkoman yrði úr og án þess að ég væri látin vita að lánveiting drægist. Ég gæti nefnt yður mörg svipuð dæmi og einnig um það að fólki hafi verið synjað um lán, ef synjun skyldi kalla, því það er ekki heldur látið vita af synjuninni fyrr en einum og hálfum mánuði eftir að lánið hefði annars átt að vera komið. Fyrir utan allt þetta hefði ekki þurft að fara nema augnablik í að athuga þessi mál mín, því Lánasjóðurinn hefur allar upplýs- ingar um mig sem hann þarf á að halda til þess. Nú er helgin komin og skulda- bréfið mitt er ekki komið enn. Það þýðir að ég fæ peningana í fyrsta lagi á fimmtudaginn í næstu viku, 14. nóvember, þ.e. ef ég fæ skulda- bréfið fyrir fimmtudaginn í þess- ari. Það er mánuði seinna en ég mátti búast við. Það er ný regla að lánið er lagt inn á reikning námsmanns fimmtudaginn í vik- unni eftir þá viku sem lánshafi skilar skuldabréfinu aftur til Lánasjóðsins. Á þessu sést að það skiptir máli hvenær skuldabréfið kemur, sbr. að framan. Ég vil að það sé ljóst að ég er ánægð með lánin sem sjóðurinn býður uppá, ég held einmitt að þessi stofnun gæti verið stolt okkar og elskuð og virt af öllum ef framkvæmdahlið hennar væri í lagi. Það er einmitt um þetta sem mig langaði m.a. að spyrja yður menntamálaráðherra: 1) Var yður kunnugt um hversu lélegt skipulag er á stofnuninni sbr. það sem sagt er frá að framan, fólk dregið á lánum, ekki látið vita um tafir og synj- anir, umsóknir týnast, upplýs- ingar rangfærðar og fleira ásamt því sem ég hef ekki gert að sérstöku umræðuefni eins og rangur útreikningur sem fæst illa leiðréttur og fleira sem hægt væri að nefna mörg dæmi um? 2) Hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna rétt til að gera einhliða kröfur á námsmenn, eða hafa námsmennirnir rétt til að ætlast til þess að sjóður- inn standi við sín orð og fylgi eigin reglum? 3) Hafi Lánasjóððurinn rétt til að hunsa skuldbindingar sínar og draga útborganir í allt að mán- uð eða hafni hann umsókn, ber honum ekki að tilkynna það námsmönnum svo þeir geti gert viðeigandi ráðstafanir? 4) Er það í samráði við bankana að námsmönnum er vísað til þeirra til að fá leyfi til yfir- dráttar á ávísanareikningi þeg- ar Lánasjóður borgar ekki út lánin á réttum tíma? 5) Gætuð þér hugsað yður að vinna að því að koma skipulagi á framkvæmdahlið stofnunar- innar svo hún starfi á þann hátt sem henni er ætlað? Ég hlakka mikið til að heyra svör yðar og þakka yður hérmeð fyrir. Reykjavík, 3. nóvember 1985 Höfundur stundar nám rið heim- spekideild Háskóla íslands. Morgunblaðið/Guðlaugur Suðurey VE 500 er hið glæsilegasta skip eftir breytingarnar. Aflaskipið Suðurey í nýjum búningi Vestmannaeyjum 11. nóvember í SÍÐUSTU viku luku iðnaðarmenn hjá Skipalyftunni hf. í Vestmannaeyjum við umfangsmiklar breytingar á hinu þekkta aflaskipi Suðurey VE 500. Suðurey var aflahæsti báturinn á síðustu vetrarvertíð og ákvað útgerð skips- ins, Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, að ráðst í endurbyggingu bátsins. Segja má að Suðureyin sé nýtt skip eftir þessar velheppnuðu breytingar. Skipið var lengt um 4 metra, brúin var stækkuð og hækkuð og settur á bátinn bakki. Þá var báturinn útbúinn fyrir skuttog með tilheyrandi spilkerfi. Meiriparturinn af tækjum í brú voru endurnýjuð og er báturinn nú búinn öllum nýjustu siglinga- og fiskileitartækjum sem völ er á. Unnið hefur verið að þessum end- urbótum á Suðureynni frá því í júní í sumar og um helgina var nótin tekin um borð og haldið til síldveiða. Kostnaður við breyting- arnar og tækjakaup nemur rúm- lega 20 milljónum króna. Skip- stjóri á Suðurey er Sigurður Ge- orgsson. Næg verkefni hafa verið hjá Skipalyftunni og vantar fyrirtækið tilfinnanlega menn til starfa. Napsta verkefni Skipalyftunnar er stórbreyting á Dala Rafni VE svip- uð breyting og gerð var á Suðurey, nema ekki verður um lengingu að ræða. Þrír miklir aflamenn f brúnni á Suðurey, ánægðir með breytinguna. Guð- mundur Guðmundsson (t.v.) skipstjóri á Hugin, Sigurður Georgsson skip- stjóri á Suðurey og Sigurjón Oskarsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.