Morgunblaðið - 14.11.1985, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985
Fjármálaráðherra um efnahagsvandann
Viðskiptahalli og
erlendar skuldir
Vonir um frekari orkukaup álversins brugðust,
sem betur fer, sagði Ragnar Arnalds (Abl.)
Heildarlántökur opinberra aðila,
lánastofnana og atvinnufyrirtackja
nema 11.526 m.kr., samkvæmt láns-
fjáráætlun 1986. Þar af er ráðgert
að afla 3.590 m.kr. innanlands og
7.935 m.kr. erlendis. Lántökur ríkis-
sjóðs vóru áætlaöar 4.574 m.kr. Þar
af áttu 920 m.kr. að renna til B-hluta
fyrirtækja en 3.654 ra.kr. til eigin
A-hluta þarfa ríkissjóðs. Ráðgert er
að afla 1.850 m.kr. innanlands með
sölu spariskírteina en 2.724 m.kr.
með erlendum lánum. Þessi fjárhæð
lækkar síðan um 500 m.kr. í sam-
ræmi við þær breytingar, sem kunn-
gerðar vóru við fjárlagaumræðu í
gær. Þessar tölur komu fram í fram-
sögu Þorsteins Pálssonar fjármála-
ráðherra fyrir frumvarpi að lánsfjár-
lögum í efri deild Alþingis í gær.
bygginga, en þær drógust saman
um 10% í ár. Með aðhaldi og beinni
lækkun á framkvæmdum ríkis-
sjóðs og ríkisfyrirtækja er stefnt
að tvennu: 1) minni erlendri lán-
töku, 2) meiri eiginfjármögnun
ríkisfyrirtækja. Hlutdeild láns-
fjármögnunar í opinberum fram-
kvæmdum var 31% árið 1984 en
stefnt er að því að lækka þetta
hlutfall í 16% árið 1986.
Til húsbyggingasjóða er ráðgert
að afla 1.200 m.kr. hjá lífeyrissjóð-
um. Til iánastofnana, þ.e. Fram-
kvæmdasjóðs, Byggðastofnunar,
Stofnlánadeildar landbúnaðarins
og Iðnþróunarsjóðs, er ráðgert að
afla 2.212 m.kr. lánsfjár, þar af
1.672 m.kr. erlendis.
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra
króna. Fjórða hver króna af út-
flutningstekjum þjóðarinnar gengi
í greiðslubyrði skuldasúpunnar.
Ef framhald verður á skuldasöfn-
uninni vex hún okkur, fyrr en
varir, yfir höfuð. Víst væri ljúft
að geta veitt fjármagni til ýmsra
góðra og þarfra hluta, sem nú verði
að bíða um sinn, en betra er að
fresta framkvæmdum en sökkva í
skuldafenið.
Erlent lánsfé eigum við ekki að
taka, eins og mál standa, nema til
að byggja upp atvinnulífið, efla
útflutningsframleiðslu, þ.e. skapa
skilyrði til að geta fjármagnað þá
góðu og þörfu hluti, sem við viljum
gera, en skortir fjárhagslega getu
til.
Jón sagði ennfremur að orkusala
þurfi að fylgja orkuframkvæmd-
um. Sú afstaða Alþýðubandalags-
ins, sem fram kæmi í því að lýsa
fögnuði yfir því að orkusöluáform
hafi brugðizt, lýsi bezt fordómum
þess flokks.
Mengunarvarnir í
fiskimjöls-
verksmiöjum
Helgi Seljan (Abl.) sagði kreppu-
tal fjármálaráðherra á einu bezta
aflaári sjávarútvegsins hljóma
undarlega í eyrum. Hann gagn-
rýndi einkum tvennt í niðurskurði
fjárlaga og lánsfjárlaga. Annars-
vegar framlag til málefna fatlaðra.
Hinsvegar til mengunarvarna í
fiskimjölsverksmiðjum. Varðandi
hið síðara málið vildi hann veita
heimild til 100 m.kr. erlendrar
viðbótarlántöku.
Mestu aflaárin -
mesta skulda-
söfnunin
Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagði
mestu aflaárin hafa verið 1981 og
1982. Þá hafi einnig sú erlenda
skuldasúpa, sem við væri að glíma,
til orðið, mestpart. Þá hafi þeir
ráðið ferð í ríkisstjórn og ráðu-
neytum sem um vandi nú. fgóðær-
um á ekki að efna til skulda, sagði
Eyjólfur, heldur greiða þær niður.
Eyjólfur Konráð vék að því
hvort hægt væri að nýta hyggilega
þá umframorku, sem nú væri til
staðar. Til dæmis með tímabundn-
um hagstæðum sölusamningum
við fyrirtæki og aðila, sem nú
kyntu með olíu, eða vildu nýta
orkuna, ef föl væri á hagstæðu
verði.
Ekki forsenda
til málefna-
legrar umræöu
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
(Kvl.) taldi þau frumvörp til fjár-
laga og lánsfjárlaga ekki þann veg
úr garði gerð af hálfu ríkisstjórn-
arinnar aö þau væru forsenda til
efnislegrar umræðu. Hún gagn-
rýndi og að mál væru svo illa búin
í hendur þingnefnda að það yki
verulega á vinnuálag þeirra. Vinna
ætti í ráðuneytum verk sem nú
væri ætlast til að þingnefndir
sinntu.
Vel unnið fjár-
lagafrumvarp
Albert Guðmundsson iðnaðarráð-
herra kvað framkomna gagnrýni á
fjárlagafrumvarp og lánsfjárlaga-
frumvarp ómaklega. Nú hafi verið
betur staðið að gerð þessara frum-
varpa en áður:
* I fyrsta lagi hafi fylgt fjár-
lagafrumvarpi nú bæði lánsfjár-
áætlun og frumvarp að lánsfjár-
lögum, svo heildarmynd af fjár-
lagadæminu hafi legið fyrir.
* í annan stað hafi fylgt fjár-
lagafrumvarpi bæði þjóðhagsspá
fyrir komandi ár og efnahagsspá
tvö ár fram í tímann.
* I þriðja lagi hafi fylgt frum-
varpinu sundurliðuð skrá yfir
aukafjárveitingar, sem væri nýj-
ung.
Fjárlagafrumvarpið var betur
unnið, skýrar sett fram og því
fylgdu fyllri upplysingar en
nokkru sinni áður. I þessu efni
hefðu viðkomandi embættismenn
unnið frábært verk. I ljósi þessa
er gauragangur stjórnarandstöð-
unnar, sem talar um að þessi verk
séu ómark, og tölur á flugi, fyrir
neðan allar hellur.
Nýr fjármálaráðherra hefur náð
lengra en ég í niðurskurði. Ég
stend heilshugar með öllu því, sem
hann hefur lagt til.
Albert veittist hart að stjórnar-
andstöðunni fyrir óábyrgan mál-
flutning, m.a. að Alþýðubandalag-
inu fyrir að nýta útvarpsumræðu,
sem fjalla átti um fjárlagagerð og
ríkisbúskapinn, sem auglýsingu
fyrir landsfund sinn. Það er efnt
til kostnaðar og fyrirhafnar til að
fullnægja upplýsingaskyldu við
almenning um mikilvægt verkefni
þingsins, en það síðan misnotað á
þennan hátt.
Hafi verið efnt til orkufram-
kvæmda og skuldasöfnunar í
tengslum við þær, án þess að
tryggja samhliða afsetningu ork-
unnar, orkumarkaðinn, ætti Al-
þýðubandalagið að líta í eigin
barm í leit að stjórnarfarslegri
ábyrgð.
Fleiri tóku til máls en frekar
verður ekki rakið að sinni.
Eftirspurn - viÖ-
skiptahalli
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra sagði í framsögu fyrir frum-
varpi til lánsfjárlaga 1986 að ís-
lenzkt efnahagslíf einkenndist af
mikilli eftirspurn og miklum við-
skiptahalla. Þaö eru þó batamerki
að útflutningur sjávarafurða hef-
ur aukizt. óheft eftirspurn innan-
lands leiðir hinsvegar til aukinnar
verðbólgu og á sinn þátt í við-
skiptahalla og aukningu erlendra
skulda.
Kynntar hafa verið aðhaldsað-
gerðir á sviði opinberra fjármála,
sem ætlað er að draga úr þenslu
og eftirspurn til opinberra nota,
bæði samneyzlu og fjárfestinga.
Með þeim verður dregið nokkuð úr
ríkisútgjöldum og erlendum lán-
tökum, um 800 m.kr. umfram það
sem áður hafði verið ákveðið.
Ég tel það umhugsunarefni,
sagði ráðherra, hversu langt á að
ganga í því að draga úr fjárfest-
ingu. í flestum tilfellum er fjár-
festing undirstaða að verðmæta-
sköpun morgundagsins, ef hún
skilar eðlilegri arðsemi. Því meir
sem fjárfesting byggir á lánum
þeim mun meiri arðsemiskröfur
verður að gera til hennar.
Gert er ráð fyrir að fjárfesting
dragist saman um 2,5% árið 1986
frá því sem verður í ár, fram-
kvæmdir atvinnuvega um 2,7% en
opinberra aðila um 4,2%. Gert er
ráð fyrir óbreyttu umfangi íbúða-
Ómark — feilskot
út í bláinn
Ragnar Arnalds (Abl.) kvað
frumvarp að fjárlögum og frum-
varp að lánsfjárlögum, eins og þau
væru í pottinn búin, ómark, feil-
skot út í bláinn. Vinnubrögðin
lýstu ótrúlegum hringlandahætti.
Þingflokkur sjálfstæðismanna
samþykkti eitt í dag en annað á
morgun.
Ragnar taldi fjölda útgjalda-
þátta vanáætlaða, sem hlyti að
enda í öðru tveggja, nýrri fjáröflun
(skattheimtu) eða nýjum erlend-
um lánum. Mér er sagt, sagði hann,
að það vanti enn um það bil millj-
arð í fjárlagadæmið. Hann taldi
niðurskurðarhnífnum einkum
beint að félags- og menningarmál-
um. Ennfremur að orkufram-
kvæmdir umfram orkueftirspum
vægju þungt í skuldakvöðum þjóð-
arbúsins. Sökin væri núverandi
ríkisstjórnar.
Ragnar kvað ríkisstjórnina hafa
byggt orkuframkvæmdastefnu
sína á þeirri von að veruleg stækk-
un álversins í Straumsvík stæði
fyrir dyrum. En sem betur fer,
sagði hann efnislega, hefur þessi
von brugðizt.
Aö byggja upp
atvinnulífiö
Jón Kristjánsson (F) sagði er-
lendar skuldir 53% af landsfram-
leiðslu og spanna 58 milljarði
SIMI
FRUMSYNIR
(TheGuardian)
t U
0RYG
VÖRÐU
-
' . -V
Aðalhlutverk: Martin Sheen og Louis
Gossett Jr. (An Officer and a Gentle-
man).
Leikstjóri er David Green (Rich Man,
PoorMan, Roots).
John Mack verndar þíg, hvort semþú vilt það eða ekki. Hörkuspennandi ný
bandarísk sakamálamynd, byggð á sannsögulegum atburðum um íbúa sambýlis-
húss í New York, sem ráöa öryggisvörð, eftir að mörg innbrot og ódæðisverk
hafa verið framin þar.
m