Morgunblaðið - 14.11.1985, Page 46

Morgunblaðið - 14.11.1985, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 Minning: Jónína Tryggva- dóttir Kvaran Fsdd 2. október 1924 Dáin 5. nóvember 1985 Haust. Oggarðflatir grænar við sjóinn fram. En reyniviðarhríslur rauðar, ígululjósi. Samtímisdeyja ekki sumarsins grös og lauf. Alltdeyr aðeiginhætti. Alltdeyr en óviss er dauðans tími. Dauðinn er regla semreglurnáekkitil. (Hannes Pétursson.) Því er dauðinn svona óréttlátur. Af hverju tekur hann frá okkur fólk í fullu fjöri, fólk sem er lífs- glatt og fullt af starfsorku? Þannig var hún Jónína. Hún var ekki bara konan á fyrstu hæðinni, hún var vinur okkar og hjá henni og Ólafi voru allir velkomnir, og þó sérstak- lega börnin. Síðla sumars fengum við bréf frá nágrönnum okkar sem farin eru til náms í Danmörku. Meðal þess sem Helga litla þriggja ára saknaði að heiman úr Hvassó, var að í nýja landinu var „engin Ninna niðri sem bakar kleinur". Nú eru þessi orð lítils barns orðin að veruleika fyrir okkur öll hér í hús- inu. Missir okkar er mikill. Það var alltaf svo gott að leita til Ninnu hvort sem það var bara til að spjalla yfir kaffibolla eða létta einhverju af sínu hjarta. Hún var alltaf svo hress og kát og alltaf tilbúin að hjálpa öðrum. Nú ríkir sorg og söknuður í hús- inu. Dauðinn sló þar sem síst skildi. Hún Ninna okkar horfin, en margar eru minningarnar. ólafur minn, við vottum þér og fjölskyldu þinni allri okkar dýpstu samúð. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. (V.Briem.) Guðný og Guðjón. Vala og Pálmar. í dag kveðjum við elskulega vinkonu. Kynni okkar hófust þegar við vorum smástelpur. Margar góðar minningar rifjast upp um elskulega og góða konu; hún var hrein og bein í öllum sínum verk- um, skammaði okkur þegar við átti en huggaði og bar mikla umhyggju fyrir okkur þegar eitthvað bjátaði á, eins og oft vildi verða þegar við vorum litlar. Eftir að fullorðinsár- in tóku við var hún sú sem alltaf var leitað til og alltaf var hægt að treysta. Við kveðjum Jónínu vinkonu okkar með miklum sökn- uði og biðjum góðan Guð að blessa hana og alla ástvini. Gurry og Sigga Þegar mæla skal kveðjuorð í minningu tryggs og góðs vinar verður flestum tregt tungu að hræra. Hugurinn er bundinn ljúf- um minningum sem erfitt er að koma orðum að, en flest erum við svo eigingjörn að vilja túlka allt eftir persónulegum tilfinningum. Meðan ekkert bjátar á og allt virðist leika nokkurn veginn í lyndi, störfin eru vanabundin og vinnufélagarnir hver á sínum stað sýnist allt í besta lagi. Þá er engin ástæða til að gera ráð fyrir að morgundagurinn verði teljandi ólíkur deginum í dag, nema þá e.t.v. heldur betri. En svo allt í einu er einn horfinn úr hópnum og það er ekki endilega sá sem helst mætti missa sig. Þá er ekki spurt um hvað sé hag- kvæmast fyrir stofnunina. Nei, hinn slyngi sláttumaður slær hvað sem fyrir er og hann fer heldur ekki í manngreinarálit. Eftir stöndum við hin, máttvana og ráðalaus og vitum það eitt að tölv- ur og tæknibrellur fá hér engu breytt. Heldur ekki hinir marglof- uðu mannlegu hæfileikar né lær- dómur. Hér stöndum við öll jafn- fætis og ekkert okkar fær vikið sér undan þegar kallað er á okkur. Einn daginn er jarðvistinni lokið og við orðum það svo, að viðkom- andi hafi dáið. En hvað er dauði? Engum hefur enn tekist að sanna það svo óyggjandi sé. Aðeins það er staðreynd að líkaminn er ekki lengur virkur og fellur því í skaut jarðar. En andinn lifir og sumir eru svo sterkir persónuleikar, að þeir gleymast engum sem umgeng- ust þá. Þeir deyja aldrei í vitund okkar. Jónína Kvaran er ein þeirra. Við sem áttum hana að vini og vinnufélaga söknum hennar að vísu sárt, en hún mun alltaf verða okkur jafn lifandi í minningunum og hún var á meðan hún gekk um og starfaði með okkur. Slíkur var persónustyrkur hennar og mann- kostir. í þessum orðum skal ekki rakin saga Jónínu, það munu aðrir gera. Þetta eiga að vera fáein kveðjuorð, — ófullkomin tilraun til að þakka henni samfylgdina þau sjö ár sem hún starfaði með okkur í Fast- eignamati ríkisins. Þangað réðst hún á vordögum 1978 og tók við ábyrgðar- og trúnaðarstarfi — ekki aðeins gagnvart stofnuninni heldur engu að síður með tilliti til starfsmannanna sem treystu henni fullkomlega. Mér eru sér- staklega í huga þau góðu samskipti sem við umdæmamenn úti á landi áttum við hana og fólust í drengi- legum viðbrögðum hennar, trúnaði og réttsýni. Þetta voru einmitt þeir eiginleikar sem hún mat einna mest hjá öðrum. Hún var allra manna ólíklegust til að niðast á því sem henni var trúað til og hún ætlaðist til þess sama af öðrum. En þótt trúmennska hennar í starfi væri óumdeilanleg var það víðs fjarri hennar skapgerð að vera sá kerfisdýrkandi sem á seinustu tímum er áberandi meðal alltof margra embættismanna. Þvert á móti sýndi hún það margsinnis, að hún mat manngildi meira en dauðan bókstaf embættisfærsl- unnar og var reiðubúin að verja þann málstað sem hún taldi réttan hvar og hvenær sem var. Þau skeyti hennar gátu verið hárbeitt og enginn öfundsverður undir að búa. Þegar litið er viðkvæmnislaust á manngerð Ninnu kemur ósjálf- rátt upp í hugann fjöldi þeirra kvenna sem í vitund okkar lýsa hinum bestu kostum íslensku konunnar. Hún var fluggáfuð, fagurlimuð og bjó yfir þokka sem sómt hefði hverri tignarkonu, hún átti dreng- lyndi Bergþóru, staðfestu og trygg- lyndi Auðar og verklagni hennar og dugnaður við öll störf var samnefnari þess besta sem fylgt hefur íslensku konunni um aldir. Auk þessa bar hún í brjósti gott hjarta sem mátti ekkert aumt sjá. Sannanir fyrir öllu framansögðu skulu ekki tíundaðar nema að litlu leyti, en allir sem þekktu hana vel munu kannast við þessa eiginleika. Umhyggja hennar fyrir þeim vinnufélögum sem á einhvern hátt stóðu höllum fæti var einstök þótt ekki væri það mikið á orði haft. Þannig settist. hún ósjaldan í sæti símastúlkunnar að morgni ef þörf var á, gegndi starfi uppvöskunar- stúlkunnar ef hún forfallaðist, sá um kaffi í allt liðið ef á þurfti að halda, að ekki sé minnst á allar kökurnar sem hún bakaði heima og kom með í vinnuna til að íétta lund vinnufélaganna og auka gildi líðandi stundar. ósjaldan hafði hún meðferðis að morgunlagi svo- litla skál og þegar vinnufélagarnir komu í hressingu mættu þeim glóðheitar, nýbakaðar pönnukökur sem hún hafði þá bakað á staðnum. Og allt þetta gerðist eins og af sjálfu sér — svo eðlilegt virtist henni það og létt. þarna kom eðlis- læg verklagni hennar og dugnaður skýrt í ljós ásamt þeirri fórnfýsi og alúð sem eru aðalsmerki hinnar islensku húsmóður. Það var ekki á allra vitorði en eigi að síður staðreynd, að Ninna hringdi um eitt skeið hvern morg- un í stúlku sem átti í erfiðleikum að mæta á morgnana og þetta gekk mánuðum saman. Slík var um- hyggja hennar fyrir þeim sem þurftu hjálpar við. Sjálf var hún mætt á vinnustað fullri klukku- stund áður en vinna átti að hefjast og þeir sem árrisulir voru kannast vel við lútsterka, heita kaffisopann sem þá var jafnan til reiðu. Þessar morgunstundir voru ógleymanleg- ar öllum sem þeirra nutu. Að Jónínu stóðu styrkir stofnar, en aldrei minnist ég þess að hún ræddi um ættir sínar. Þvert á móti hygg ég að slík umræða væri henni þvert um geð. Hún var dóttir séra Tryggva Kvaran á Mælifelli, Hjör- leifssonar prests í Vallanesi, en móðir hennar var Anna Gríms- dóttir Thorarensen frá Kirkjubæ á Rangárvöllum. Hún fæddist 2. október 1924 og á Mælifelli ólst hún upp og þaðan átti hún sínar bernsku- og æsku- minningar. Það var þá ekki að undra þótt í fari hennar gætti nokkurs af því sem hver einstakl- ingur þiggur af því umhverfi er hann elst upp við. Það hefur oft verið haft á orði, að Skagfirðingar væru öðrum fremur glaðir í góðra vina hópi, ljóðrænir og söngelskir. Sé það rétt hefur Ninna ekki farið varhluta af þessum áhrifum. Dagfarslega var hún einkar ljúf í viðmóti og gat verið allt að því gáskafull. En ávallt var yfir henni einhver tiginn þokki sem maður hlaut að virða mikils. Hún var hreinn hafsjór af vísum og hvers kyns ljóðum og mat auk þess mikils allt það sem vel var sagt þótt ekki væri í bundnu máli. Hún var róttæk í skoðunum eins og það er oft kallað, en fyrst og síðast var öll valdníðsla og yfirdrottnun fjarri hennar lífsskoðun. Þess vegna tók hún svo skelegglega svari þess sem minna mátti sín. Á síðari misserum færðist það í vöxt að Ninna réði sig sem þernu á flutningaskip í leyfum sínum. I því erfiða starfi fann hún hvíld frá vanabundnu álagi skrifstof- unnar og kom aftur til starfa endurnærð en staðráðin í að fara aftur. Það var hennar aðgerð þegar aðrir héldu í sínum leyfum til sól- arlanda. Nú hefur hún verið kvödd til þeirrar siglingar sem enginn kemst undan að lokum. Það var að vísu fyrr en okkur grunaði og miklu fyrr en við getum fyllilega sætt okkur við, en þetta er sá dóm- ur sem ekki verður áfrýjað. Ég er þess fullviss, að á þeirri siglingu mun hennar rúm vel skip- að og framundan bíði hennar nýr og betri heimur þar sem hæfileikar hennar fái notið sín í stöðugri framþróun til fullkomnunar. Við, vinir og vinnufélagar Ninnu, sendum Ólafi, börnum þeirra og öðrum ástvinum dýpstu samúðarkveðj ur. Blessuð sé minning Jónínu Kvaran. Halldór Sigurðsson Við lát bestu vinkonu minnar, Jónínu Tryggvadóttur Kvaran, hrannast minningarnar upp, þær geymast í hugum okkar hjóna. Jónína var stórbrotin kona og góð- um gáfum gædd. Hún las mikið og var sérstaklega ljóðelsk. Við áttum heima í sama húsi í ellefu ár og myndaðist mikil vinátta okkar á milli. Þá var hún telpunum okkar sem besta móðir. Eftir að Jónína og fjölskylda hennar flutti í annan bæjarhluta, hélst tryggðin og vináttan, og á milli okkar var daglegt samband. Hugulsamari konu er vart hægt aö hugsa sér. Hennar elskulegu fjölskyldu sendum við innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guðs blessunar. Helga og Guðmundur Thorlacius. Á skilnaðarstundu, sem bar fyrr að en flesta grunaði, kveð ég Jón- ínu Tryggvadóttur Kvaran með djúpum söknuði, en um leið er ég þakklátur fyrir þá gæfu að hafa fengið að kynnast henni og fjöl- skyldu hennar á Mælifelli, þegar ég var þar snáði í sveit þrjú sumur í röð í lok fjórða áratugarins, ekki orðinn nema átta ára gamall síð- asta sumarið, 1940. Þá urðu mikil umskipti á Mælifellsstað, því séra Tryggvi lést nokkuð snögglega, tæplega fimmtugur maður, og ekkja hans, frú Anna, hvarf þaðan á brott ári síðar og fólk hennar. Eftir þetta fækkaði fundum okkar Jónínu, eins og gengur, en forn vinátta hennar við mig, foreldra mína og systur dvínaði aldrei. Hún var rík að trygglyndi. Hanna systir mín fór ekki varhluta af þeirri manndyggð Jónínu Kvaran og þakkar henni nú, þegar leiðir skilj- ast, langa, óbrigðula vinfesti. Jónína var milli fermingar og tvítugs þegar ég kynntist henni heima á Mælifelli. Hún var gædd lífsorku og einurð, sem entist henni alla ævi; var létt í svifum, hláturmild, fyndin i tali og gáfu- leg. Þegar allt lék henni í lyndi, , þá fannst mér hún vera æskufjörið holdi klætt. Ég sé hana skýrt fyrir mér enn í dag, þar sem hún gengur rösk að heyvinnu á Mælifellstúni eða niðri í Nesi, björt á kinn og með sólgult hár. Jónína Kvaran var köliuð Ninna — í gamla daga fyrir norðan hét hún manna að meðal Ninna á Mælifelli. Það nafn hefur alltaf haft fallegan hljóm í eyrum mín- um, af því að bjart og hreint var þá og síðar yfir persónunni sem þar bar. Ég votta eiginmanni Jónínu Kvaran, börnum þeirra hjóna og öðrum ástvinum innilegustu sam- úð nú við fráfall hennar um aldur fram. Allir sem vissu, hvílík kosta- kona hún var, munu halda minn- ingu hennar í heiðri. Hannes Pétursson í dag fer fram útför Jónínu Tryggvadóttur Kvaran. Hún and- aðist í Borgarsjúkrahúsinu 5. nóv- ember síðastliðinn. Jónína var fædd á Melifelli i Skagafirði 2. október 1924, yngri dóttir séra Tryggva Kvaran, sem þar var prestur og konu hans, önnu Grímsdóttur Thorarensen frá Kirkjubæ á Rangárvöllum. Tæpra sextán ára missti Jónína föður sinn og móðir hennar lést fjórum árum seinna. Haustið 1940 fór hún í hús- mæðraskólann á Staðarfelli í Döl- um og þar kynntist ég henni. Við vorum saman í herbergi ásamt tveimur öðrum skagfirskum stúlk- um. Þennan vetur myndaðist sú vin- átta milli okkar Ninnu, eins og hún var kölluð, sem aldrei hefur fallið skuggi á. Báðar eignuðumst við heimili í Reykjavík og höfum búið þar síðan. Hún giftist 25. júlí 1943 ólafi Kristjánssyni frá Nesi í Grunnavík í Norður-ísafjarðarsýslu, síðar fulltrúa hjá Samvinnutryggingum, miklum ágætismanni. Þau eignuðust þrjú börn. Syn- irnir eru Tryggvi, sjómaður í Reykjavík, Einar skólastjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd, og dóttirin Anna er tónmenntakenn- ari við Vesturbæjarskólann í Revkjavík. Olafur og Jónína áttu fallegt heimili þar sem saman fór smekk- vísi húsmóðurinnar og prúð- mennska húsbóndans, ásamt hjartahlýju, glaðværð og gestrisni þeirra beggja. Þau byrjuðu bú- skapinn í Efstasundi 12, fórðu þaðan á Nýlendugötu 20, en fluttu síðar inn á Rauðalæk 35 og bjuggu þar lengi. Þar var gaman og gott að koma, svo mörgum varð á að staldra lengur við en hann ætlaði í fyrstu. Nokkur ár hafa þau síðan búið í Hvassaleiti 155. Jónína var víðlesin og kunni ógrynni af skáldskap. Hún hafði fallega söngrödd og átti hægt með að yrkja, en það vissu fáir. Af þessu miðlaði hún vinum sínum þegar tækifæri gafst. Meðan börnin voru ung helgaði hún heimilinu krafta sína en þar kom að hún fór út í atvinnulífið eins og margar aðrar húsfreyjur. Hún hóf störf í versluninni Lond- on, dömudeild og var þar í 13 ár, síðar í Kosta Boda en aðeins skamman tíma. Síðustu árin vann hún hjá Fasteignamati ríkisins og var það hennar síðasti starfsvett- vangur. Hún var vel liðin á vinnu- stað og vildi hvers manns vanda leysa. Öll höfum við einhvern tíma á ævinni fylgt vini okkar á veg, komið að krossgötum og kvatt hann. Sú hugsun hefur ef til vill flogið að okkur að hann kæmi ekki aftur. Ein er sú ferð sem ekki verður umflúin og allra bíður, sem fæðast í þennan heim. Nú er vin- konan góða farin í þá för. Eftir eru minningarnar, þær eru eign okkar sem þekktum hana. Hún var vel gerð og gefin og átti svo mikið af mannlegri hlýju og gaf hana öðrum í gleði og sorg. Engan þekkti ég sem hló jafn dill- andi létt á gleðistundum eins og Jónínu Kvaran og engan sem tók stærri þátt í annarra bðli. Þótt hún næði ekki nema sextíu og eins árs aldri verður hún vinum sínum eftirminnilegri en margir þeirra sem áttu fleiri æviár. Hún lifði lífinu lifandi. Vinur minn ólafur, við hjónin sendum þér, börnum þínum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Jónínu Kvaran. Ingibjörg Björnsdóttir Svo fylgir 098 eftir á lestaferð æfilangri hið Ijúfa vor, þegar alls staðar sást til vega. Því skín á hamingju undir daganna angri og undir fögnuði daganna glitrar á trega. (T.G.) Við óvænt andlát kærrar vin- konu verður huganum reikað rösk- lega 50 ár aftur í tímann. Á einu þessara ljúfu vora bar fundum okkar Ninnu litlu á Mælifelli fyrst saman. Ég kom unglingsstúlka öllum ókunn á heimili foreldra hennar til vors og sumarvistar. Ég hafði heyrt mikið látið af Mæli- fellsheimilinu og hugurinn var fullur eftirvæntingar unglingsins. Ljóslega man ég þegar ég í fyrsta sinn kom til morgunverðar og húsmóðirin kynnti mig heimil- isfólki, að þegar kom að telpu- krakka með hvítgult hár og heið- ríkan svip, brosti móðirin ástúð- lega um leið og hún sagði „og þetta er nú hún Jónína okkar, yngsta barnið á bænurn". Stúlkubarnið rétti mér höndina, svolítið feimin en afskaplega hreinskilin á svip — og upp frá því þótti okkur vænt hvorri um aðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.