Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 48

Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 48
<•» f V 48 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 félk í fréttum HANN ER18 ÁRA OG HEFUR ÞEGAR GEFIÐ ÚT TVÖ NIÐJATÖL „Ég væri líklega best geymdur á minjasafni“ sagði Ingimar F. Jóhannsson kki er þaö alvanalegt að ungir piltar 18 ára gamlir hafi að aðaláhugamáli ættfræði, fornleifa- fræði, stjórnmál og sagnfræði. Oft er það nær lagi á þessum árum að áhugamálin beinist fremur að klæðn- aði, skemmtunum og því líku. En undantekningin sannar regluna í ýmsum tilvikum og svo er að þessu sinni með Ingimar F. Jóhannsson. Nýlega kom út niðjatal eftir hann og er það ekki hans fyrsta, heldur gaf hann út annað niðjatal árið 1983. „Fyrsta niðjatalið mitt gaf ég út 1983 og það seldist mjög fljótlega upp. Það var niðjatal langafa míns og langömmu frá Gjögri, Jóns Magnússonar sjómanns og Bjarn- veigar Friðriksdóttur. ísumar kom svo seinna niðjatal- ið út sem ég hef verið að vinna að síðastliðið eitt og hálft ár, það er að segja niðjatal Ögmundar Andr- éssonar bónda á Hellu í Beruvík á Snæfellsnesi og Sólveigar Guð- mundsdóttur en þessi hjón voru foreldrar Karvels ögmundssonar útgerðarmanns í Njarðvík sem margir kannast eflaust við.“ — Þegar vikið er að þeirri spurn- ingu hvenær áhuginn hafi kviknað á ættfræðinni, sagðist Ingimar hafa verið í sveit sem drengur á Gjögri í Strandasýslu þar sem langafi hans og langamma bjuggu og þar hafi áhuginn líklega farið að gera vart við sig. „Það var verið að segja mér sögur af gengnum kynslóðum og ég hafði mjöggaman af. Svo kom að því að mig langaði að vita meira, hvenær fólkið var fætt, hvenær það dó, við hvað það starfaði, hve mörg börnin urðu og svo framvegis og ég tók mig til og fór að rannsaka þetta og rekja áfram. Ég byrjaði ungur að sækja Landsbókasafnið, hef líklega verið 14 ára þó svo að aldurstakmarkið sé víst 16 ára, en það fetti aldrei neinn fingur út í það. Áhuginn fyrir ættfræðinni hef- ur svo verið að aukast jafnt og þétt. Reyndar segja sumir að menn séu fæddir með áhuga á fornri tíð og liðnum kynslóðum." — Inntur eftir því hvort hann helgi sig einhverjum sérstökum búsetusvæðum varðandi ættfræð- ina segist hann hafa helgað sig aðallega Strandasýslu og Snæ- fellsnesi. Og þegar talið berst að því hvernig standi á því að hann hafi farið að vinna markvisst að niðja- tali upplýsti hann blaðamann að áhugi hafi verið mikill innan fjöl- skyldunnar fyrir slíkum niðja- tölum og þar sem hann hafi gaman af þessu grúski var honum ekkert að vanbúnaði að gera gangskör að þessu fyrir alvöru. — Ertu að fást við eitthvað í ættfræðinni sem stendur? — „Ég er að safna heimildum um 2 bræður í Strandasýslu frá Tindi í Miðdal, þá Niels Jónsson fræðimann á Grænhóli á Gjögri og bróður hans sem einnig var mikill fræðimaður, Halldór Jóns- son í Miðdalsgröf í Steingrímsfirði. Það er allsendis óvíst hvað verður úr þessu hjá mér, en eflaust skrifa ég grein um þetta þegar þar að kemur. Ættfræðin er afskaplega tfma- frek grein og ég tók mér frí í tvær annir frá skólanum þegar ég var að vinna að niðjatalinu og vann þá einnig um leið að öðrum störf- um því ég hef verið að reyna að viða að mér heimildasafni og það er töluvert dýrt. Ég stunda nám núna í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og ættfræðin situr því ekki alveg í fyrirrúmi þessa stundina." — En áhugamál Ingimars eru fleiri eins og getið var í upphafi, fornleifafræði, sagnfræði og stjórnmál eru í uppáhaldi. „Allt frá því að ég var smásnáði hef ég haft gaman af gömlum munum. Þeir hlutir sem fólk fyrri tíðar hefur handfjatlað vekja áhuga minn. Líklega væri ég best geymdur á minjasafni. Ég hef unnið í þrjú sumur með Magnúsi Þorkelssyni fornleifa- fræðingi, tvö fyrstu sumrin við Maríuhöfn á Búðarsandi í Kjós sem talin er elsta höfn á íslandi og það var mjög áhugavert. í sumar unnum við hinsvegar að Kirkjubóli í Skutulsfirði." — Þú ert einnig starfandi á stjórnmálasviðinu? „Ég hef lengi verið meðvitaður um það sem er að gerast í stjórn- málum, en hef líklega verið 16 ára þegar ég fór að lesa af alvöru og fylgjast vel með slíku. Það er skondið að hugsa til þess að sem 12 eða 13 ára polli stofnaði ég með kunningja mínum „Sjálf- stæðisfélag Ölduselsskóla". Með- limirnir voru reyndar einungis tveir en það má segja að snemma beygist krókurinn að því sem verða vill, því þessi kunningi minn sem þarna var að verki með mér er annar af tveimur tengiliðum Heimdallar í Ármúlaskólanum og „Þegar ég var 12 eða 13 ára polli, stofnaði ég með kunningja mínum Sjálfstæðisfélag Ölduselsskóla. Með- limir voru einungis við tveir en það má segja að snemma beygist krókur- inn að því sem seinna vill verða... sagði Ingimar F. Jóhannson. Morgunbladið/Bjarni ég nú starfandi sem gjaldkeri í Heimdalli. Það er einmitt mjög gaman að vinna í Heimdalli. Mikil gróska í starfseminni og við bjartsýn. Við erum að ljúka við gagngerar breyt- ingar á félagsheimilinu okkar, þessa dagana, og áhugi í fólki." — Hvað kveikti stjórnmála- áhugann. Foreldramótun? „Eg held að þetta sé ekki uppeld- isatriði í mínu tilviki og áhuginn hafi komið frá lestri. Að vísu hef ég kannski mótast nokkuð af föð- urafa mínum sem var mikill sjálf- stæðismaður. Þegar ég fór að komast til vits og þroska sátum við oft og lengi og spjölluðum um stjórnmál." — Þegar þú ert ekki að grúska í ættfræðinni, né í skólanum eða á kafi i pólitíkinni, hvað gerirðu þá? „Ég skemmti mér með vinum mínum og les heilmikið. Fyrir utan lestur í sambandi við áhugamálin þá les ég ýmis skáldverk og hef gaman af ljóðalestri, sérstaklega dái ég skáldskap Jónasar Hall- grímssonar." — Finnst vinum og kunningjum ekkert skrítið að áhugi þinn beinist svo mjög á þessar brautir? „Jú, það kemur fyrir. En sumir kunningjar mínir eru þó einnig að fást við þetta og ég reyni að ýta á áhugann, því það er synd og skömm að krakkar á mínum aldri geti ekki einu sinni sagt almenni- lega frá afa sínum og ömmu.“ — Mikið var spjallað en þetta er þegar orðið of langt viðtal hjá blaðamanni á síður „Fólks í frétt- um“. Hér verður því settur punkt- ur, en efnið hefði dugað í heila opnu. > Til styrktar rann- sóknum áalnæmi „Frægðin hefur ekki marga kosti, en þetta er einn af þeim, að geta hjalpað til á þennan hátt,“ sagði Margot Kidder þegar hún og fleira þekkt fólk í Hollywood komu saman á Bonaventure- hótelinu í Los Angeles til að safna peningum í þágu alnæmis- (AIDS)-rann- sókna. Dale Bezzio og Cyndi Lauper. Stevie Wonder og Shirley McLaine. George Hamilton og Angie Dickin- son. John James og Stephanie Beacham. Rod Stewart og Kelly Emberg. Nancy McKean og Michael J. Fox.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.