Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985
NORÐUR-ÍRAR tryggðu sér rétt-
inn til að leika í úrslitakeppninni
í Mexíkó á næsta ári með því að
gera markalaust jafntefli við
Englendinga á Wembley í gær-
kvöldi. Noröur-írar uröu þar með
í öðru sæti í 3. riðli, á eftir Eng-
lendingum og leika þau því bæði
í Mexíkó á næsta ári. Pat Jennings
markvörður sannaði enn einu
sinni getu sína sem markvöröur
og bjargaði oft á ótrúlegan hátt.
Hann lák sinn 113. landsleik sem
markvörður Noröur-íra og
hnekkti þar með meti ítalska
AP/Símamynd
• Preben Elkjær skorar hár fyrsta mark Dana í leiknum gegn írum í gærkvöldi. Elkjær skoraði einnig fjóröa
og síðasta mark Dana í stórsigri á írum, 4—1, í Dbulin. ____________
Elkjær skoraði tvö og
Lerby fór til Bayern
DANIR gulltryggðu farseðil sinn á
lokakeppnina í knattspyrnu sem
fram fer í Mexikó á næsta ári er
liöiö vann sannfærandi sigur, 4:1,
yfir írum í Dublin í gærkvöldi.
Danir þurftu að tapa stórt til þess
aö þeir kæmust ekki til Mexikó
en Irland var þegar út úr mynd-
inni.
Þaö voru írar sem skoruöu fyrsta
mark leiksins og var þar aö verki
Frank Stapleton frá Manchester
United. Markiö skoraöi hann strax
á sjöttu mínútu meö fallegum skalla
eftir sendingu frá T ony Cascarino.
Hinir 12 þúsund áhorfendur setti
fljótlega hljóöa því aðeins tæpri
mínútu síöar jöfnuöu Danir.
VINETTA
Vinetta nærbuxur. Mjúkar, þæg'Segar
og falla vel að líkamanum.
Framleiddar úr 65% bómull, 32%
polyamid og 3% Elastan.
Bómull snýr að húðinni og bómullarfrotté í skrefbót.
Fást í hvítu og húðlit.
Mini - Midi - Maxi.
Stærðir 36/38 - 40/42 - 44/46 - 46/48.
Heildsölubirgðir:
Sambandið verslunardeild.
Fatadeild.
Sivebeck komst upp aö endamörk-
um hægra megin og gaf fyrir markiö
á stöngina nær. Preber Elkjær var
þar og skoraði af miklu öryggi úr
þröngristööu.
irar voru heppnir aö fá ekki
dæmda á sig vítaspyrnu þegar
David O’Leary hélt Berggren í víta-
teignum er hann var aö reyna aö
skjóta að marki. Einnig braut Tony
Grealish illilega á Jesper Olsen
innan vítateigs skömmu síöar án
þess aö dómari leiksins sæi nokkuö
athugavert viö þaö.
Danir voru sterkari aöilinn í leikn-
um og menn biöu bara eftir því að
þeir skoruðu fleiri mörk. Góö vörn
Ira og markvarsla McDonagh kom
þó í veg fyrir fleiri mörk i fyrri hálf-
leik. Paul McGrath fékk gulliö tæki-
færi rétt fyrir hálfleik til að koma
Irum yfir er hann skaut beint í fang
Rasmussen markveröi Dana.
Á fjóröu mínútu síðari hálfleiks
tóku Danir forystuna. Markiö var
serlega glæsilegt. Lerby gaf fallega
sendingu á Laudrup sem snéri
O’Leary af sér og skaut hnitmiðuðu
skotiimarkiö.
Á 57 mínútu skoraöi bakvöröur-
inn Sivebeck þriöja mark Dana.
Hann fékk boltann á miöjum vellin-
um, lék á þrjá varnarmenn áöur en
hann vippaöi knettinum yfir mark-
vöröinn. Eftir þetta mark var Lerby
skipt útaf þannig aö hann gæti fariö
meö einkaþotunni til Þýskalands
þar sem hann lék í gærkvöldi meö
Bayern gegn Bochum í bikarkeppn-
inni þýsku. Mikiö aö gera í gær hjá
þessum snjalla leikmanni.
Fjóröa og síðasta mark Dana
geröi Elkjær á 76. mínútu eftir send-
ingu frá bakveröinum Sevebeck
sem Berggren framlengdi. Elkjær
skoraöi meö þrumuskoti af stuttu
færi og þar meö var öruggur sigur
íhöfn.
Kiel vann
KIEL sigraði Dortmund, 21-16, í
vestur-þýsku Bundesligunni í
handknattleik í gærkvöldi. Staðan
{hálfleik var 8-6 fyrir Kiel.
Meö þessum sigri skaust Kiel í
6. sæti deildarinnar meö 11 stig.
Leikurinn var mjög haröur og mikil
barátta var í leikmönnum. Horna-
maöurinn snjalli hjá Kiel, Swenker,
var besti maöur vallarins og skoraöi
12mörk.
jafntefli á Wembley
markvarðarins, Dino Zoff, sem
hafði leikið 112 landsleiki fyrir
ítali. Sannarlega stór dagur fyrir
Jennings.
Völlurinn var frosinn og áttu leik-
menn oft í erfiöleikum meö að fóta
sig á hálum vellinum. Fyrsta mark-
tækifæriö átti Glenn Hoddle á 25.
mínútu er hann átti þrumuskot af
25 metra færi og stefndi boltinn
markhorniö efst, en Pat Jennings
bjargaöi þar á ótrúlegan hátt. Besta
og eina færi Noröur-íra í fyrri hálf-
leik átti Jimmi Quinn, sem fékk
sendingu fyrir markiö frá lan Stew-
art, en skalli hans af 12 metra færi
fór framhjá. Um miöjan fyrri hálfleik
átti Kerry Dixon gott færi er hann
komst einn innfyrir og átti Jennings
einan til varnar, eftir góöan undir-
búning Glenn Hoddle, en honum
brást bogalistin. Á síöustu mínútu
fyrri hálfleiks átti Gary Lineker skot
af stuttu færi eftir sendingu frá Rey
Wijkins, en skaut framhjá.
í seinni hálfleik var sama upp á
teningnum, Englendingar sóttu en
Noröur-írar vöröust vel. Dixon fékk
eitt besta tækifæri leiksins er fjórar
mínútur voru til leiksloka, skaut
góöu skoti aö marki af stuttu færi
en Jennings, sem var betri en eng-
inn í markinu, náöi aö slá knöttinn
yfir. Er leiktíminn var aö renna út
átti Dixon aftur gott marktækifæri
og enn varöi Jennings.
Noröur-irar geta þakkaö stór-
góöri markvörslu Pat Jennings, aö
þeir náöu aö halda jöfnu í þessum
leik. Hann var maöur leiksins.
• Pat Jennings átti stórleik í
marki Norður—íra í gærkvöldi.
Jafnt í
Luzern
EKKI tókst Paul Wolfisberg,
landsliðsþjálfara Svisslendinga,
að leiða menn sína til sigurs í
síðasta leik liösins undír hans
stjórn í gær er þeir mættu Norö-
mönnum í Lúzern. Þetta var síö-
asti leikurinn í þesum riðli undan-
keppni heimsmeistarakeppninn-
ar og lauk honum með jafntefli,
hvoru liði tókst aö skora eitt mark.
Það voru mjög erfiðar aðstæöur
til aö leika knattspyrnu í Sviss í gær
— talsvert haföi snjóaö og þaö
kingdi niöur á meöan leikurinn fór
fram. Þaö getur víöar snjóaö en á
islandi greinilega, þó svo verið sé
aö leika knattspyrnu.
Fyrsta mark leiksins skoruðu
Norömenn og var þaö Sundby sem
þaö gerði. Svisslendingar jöfnuöu
siöan á 57. mínútu og þaö sem eftir
var leiksins var lítiö um fína drætti
enda leikmenn þreyttir vegna þess
hve þungur völlurinn var.