Morgunblaðið - 23.11.1985, Side 9

Morgunblaðið - 23.11.1985, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 9 Sjálfstæðisflokkurinn sækir fylgi og fulltrúa til margra þjóðfélagshópa. Þess vegna er þörf fyrir konu með reynslu — Helgu Jóhannsdóttur í borgar- stjórn. Hún hefur staðið framarlega í félagsmálum á sviði líknar- og skólamála. Hún þekkir verkefnin, sem leysa þarf í málefn- um fatlaðra og þroskaheftra og þarfir heimila og skóla. Núna hafa konur öðlast trúna Núna kjósum við frúna Stuðningsfólk. I Sérkennilegur þáttur sjónvarpsins í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Prófkjör i sjónvarpi? Umræður hafa orðið um það, hvort prófkjörsbarátta sjálfstæðis- manna hafi að nokkru leyti verið háð í sjónvarpi ríkisins. Hugað er að þessum umræðum í Staksteinum í dag. Einnig er litið á sjálf- umgleði Þjóðviljans vegna aukins stuðnings við Alþýðubandalag- iö og vakin athygli á þeirri staðreynd, að skrif blaðsins um það mál veröur að skoða sem árás á sjálfan Svavar Gestsson, sem enn er formaður Alþýöubandalagsins - þótt það sé aöeins að nafninu til í huga margra flokksmanna. Sjónvarpið gagnrýnt AlþýðublaAið «g Þjóðvilj- inn taka sjónvarpið til bæna í gær og gagniýna það fyrir þátttöku í prófkjöri sjálf- stæðismanna vegna borgar- stjórnarkosninganna ( Reykjavík. Undir það skal tekið með þessum blöðum, að óvenjulega mikið hefur borið á einstökum borgar- fulltrúum sjálfstæðismanna í sjónvarpinu síðustu daga. Hvort tilviljun ræður þessu eða vaxandi áhugi sjón- varpsins á því, sem er að gerast í málefnum höfuð- borgarinnar, skal ósagt lát- ið. Til þess að dæma um það á óyggjandi hátt þurfa menn að fylgjast lengur með fréttum sjónvarps en nokkra daga. Einhvern tíma var sagt, að óhlut- drægni ríkisfjölmiðla væri þannig, að fylgdust menn nægilega lengi með því, sem starfsmenn þeirra hefðu til mála að leggja, fengju þeir að kynnast öll- um hliðum mála. Þessi aðferð dugar ekki til að slá á þá gagnrýni, sem nú verður vart í tilefni próf- kjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík, því að það fer fram á sunnudag og mánu- Alþýðublaðinu segir í gær um þetta mál: „Þaö hefur vakið mikla athygli hvernig núverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa notað að- stöðu sína undanfarna daga til að koma fram í fjölmiðl- um. Þannig hafa þessir borgarfulltrúar birst í sjón- varpinu kvöld eftir kvöld í þessari viku. Einn kom fram í íþrótta- þætti, þótt tilefnið væri nokkuð óljóst. Annar út- skýrði nýjar skipulagstillög- ur og tók þar ómakið af þeim arkitekt, sem tillög- urnar hafði gert. Það var enn sérkennilegra. Og sjón- varpið virðist opið fyrir þessari sérstæðu auglýs- ingaaðferð...“ Það er nýmæli að lesa slíka gagnrýni á sjónvarpið. Af fréttum þess má ráða, að þar er lögð áhersla á „nýjan tón“, svo að notað sé nútímamál. Er ekkert eðlilegra eftir að nýr frétta- stjóri tekur þar við störfum. Ef það, sem Þjóðviljinn og Alþýðublaðið gagnrýna í gær og tengja prófkjöri sjálfstæðismanna, er liður í nýrri stefnu í fréttaflutn- ingi í sjónvarpi af opin- berum málum, er ekkert eðlilegra en hinn nýi frétta- stjóri svari þessari gagnrýni með því að skýra hina nýju stefnu, svo að hún sé öllum Ijós og geti verið til umræðu á almennum vettvangi. Fylgi Alþýðu- bandalagsins Skoðanakönnun í Helg- arpóstinum nú í vikunni sýnir, að Alþýðubandalagið hefur heldur bætt stöðu sina. Af Þjóðviljanum má ráða, að þar á bæ telja menn þessar auknu vin- sældir sér að þakka en ekki Svavari Geslssyni. Eins og kunnugt er var Össur Skarphéðinsson, rit- stjóri Þjóðviljans, fremstur í flokki þeirra, sem töldu fyrir landsfund Alþýðu- bandalagsins, að nauðsyn- legt væri að veita Svavari ráðningu, annars myndi flokkurinn aldrei ná sér á strik. Eftir að Helgarpóstur- inn kom út á fimmtudaginn ganga Össur og félagar hans um bæinn og segja: Sjáið þið bara! eða Sögðum við ekki! Og Ossur Skarphéðins- son hikar ekki við að nota Þjóðviljann til að koma þessari skýringu á auknu fylgi Alþýðubandalagsins á framfæri. í forystugrein blaðsins í gær segir: „Það er alveg Ijóst, að sú snarpa, hressilega og hreinskilna málsmeðferð á landsfundi Alþýðubanda- lagsins fyrir skömmu vakti mikla athygli fólks. Flokk- urinn sýndi það í verki að hann er opinn og lýðræðis- legur og vill ekkert fela fyrir fólki. Ágreiningsmál voru rædd fyrir opnum tjöldum, fréttamenn frá öllum öðrum |svo| fjölmiðl- um fengu að vera inná gafli flokksins við umræöur. Á landsfundinum urðu Ifka ákveðnar áherslubreyting- ar, sem enginn skyldi van- meta. Þær styrktu flokkinn, ekki einungis inn á við, heldur líka út á við... Landsfundurinn skapaði I þannig nokkurs konar vatnaskil f gengi Alþýðu- bandalagsins. Vegna þeirra opnu vinnubragða sem flokkurinn hefur tekið upp, þá skiluðu umræðurnar sér gegnum fjölmiðla út til fólksins. Ekki bara ágrein- ingur, heldur stemmningin, baráttugleðin og ItTið sem þýtur um æðar Alþýðu- bandalagsins í dag - hinar nýju áherslur og hin póli- tíska umræða. Fólk fekk áhuga á Alþýðubandalag- inu vegna þess að í dag er það spennandi flokkur með spennu í kringum sig. Sá blásandi byr sem menn þóttust í kjölfar landsfund- ar finna að fyllti voðir skút- unnar er þannig staðfestur af skoðanakönnun HP.“ Það er sérkennilegt ástand í flokki, þegar lesa verður skrif flokksmál- gagnsins af þessu tagi sem árás á sjálfan flokksfor- manninn. Þannig er málum komið eftir landsfund Al- þýöubandalagsins. Hitt er Ijóst, að bramboltið í kring- um landsfundinn hefur minnt fólk á, að Alþýðu- bandalagið er til. Hve lengi flokkurinn flýtur á því og sjálfumgleði þeirra, sem eigna sér bæði landsfund- inn og fylgisaukninguna, á I eftir að koma í Ijós. ^0-ie.ttisgötu 12-18 Mazda 626 20001984 Grásanseraöur 5 gíra ekinn 24 þús. km. Fal- legur bt'll. Verö kr. 465 þús. Citroðn BX16 TRS 1983 Hvitur, ekinn 40 þús. km. Vandaöur Iram- drifsblll. Verö 460 þús. Citroðn BX16 TRS 1983 Hvitur, ekinn 40 þús. km. Vandaöur Iram- drifsbill. Verö 460 þús. Volvo Lapplander 1981 Grásanseraöur ekinn aöeins 16 þús. km. Glæsilegur fjallabill. Verö kr. 390 þús. Honda Civic Sport 1985 3ullsanseraöur, ekinn 16 þús. km 5 gira glæsilegur brll. Verö 390 þús. Vantar nýlega bíla á stadinn Subaru 18004x41982 Ekinn 55 þús. km. Verö 365 þús. Subaru 4x4 sendibíll 1983 Ekinn 27 þús. km. Verö 260 þús. BMW 3151982 Ekinn 41 þús. km. Verö 340 þús. M. Benz 230 E 1983 Ekinn 30 þús. km. Verö 950 þús. BMW 72811980 Ekinn 88 þús. km. Verö 750 þús. Honda Prelude 1979 Fallegur sportbill. Verö 295 þús. VWGolf 1984 Ekinn 17þús. km. Verð 390 þus. Fíat Ritmo (60) 1983 5giraekinn 16þús.km. Verö 290 þús. Range Rover 1981 Ekinn 49 þús. km. Verö 930 þús. Mazda 323 Saloon 1983 Ekínn 28 þús. km. Verö 320 þús. Honda Accort EX1982 Stórgiæsilegur framdrifsbíll sjáltskiptur m/aflsfýrl. Sóllúga rafm.rúöur o.fl. Verö kr. 430 þús. Nýr bíll Opel Kadett LS1985 Blágrár óekinn. Verö kr. 395 þús. Lancer GLX1985 Grásanseraöur, ekinn 14 þús. km. Sem nýr. Verö kr. 420 þús. Gunnar S. Björnsson framkvæmdastjóri SJÁLFSTÆÐISFÓLK! Reykjavík er mikil iönaöarborg, því er nauðsynlegt að hafa mann í borgarstjórn sem þekkir vel til iðnaðarmála, það gerir Gunnar S. Björnsson. Stuðlum því að öruggu sæti honum til handa í prófkjörinu 24. og 25. nóvember. Stuðningsmenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.