Morgunblaðið - 23.11.1985, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER1985
Setjum Katrínu í 2. sæti
— felum henni aukna ábyrgð
— eftir Þuríði
Pálsdóttur
Úrslit borgarstjórnarkosning-
anna 1982 leiddu í ljós að sú
ákvörðun að setja Katrínu
Fjeldsted í baráttusæti hafði skil-
að þeim árangri sem vænzt var og
gott betur. f því prófkjöri sem nú
fer í hönd þurfa reykvískir sjálf-
stæðismenn að sýna svo ekki verði
um villzt að þarna var rétt að
málum staðið og það gera þeir
bezt með því að kjósa Katrínu
Fjeldsted í annað sæti.
Á kjörtímabilinu hefur Katrín
Fjeldsted sýnt og sannað að hún
er ekki einungis til þess fallin að
draga atkvæði að flokknum heldur
er hún þeim vanda vaxin að hafa
forystu í málefnum Reykvíkinga.
Hún er formaður Heilbrigðisráðs
Reykjavíkurborgar og hefur þar
fyrst og fremst beitt sér fyrir
nauðsynlegri enduruppbyggingu
heilbrigðisþjónustu í borginni. Þar
hefur frammistaða hennar verið
með þvílíkum ágætum að það er
„Hún á aö baki mikla
starfsreynslu ekki síður
en lífsreynslu og hefur
næman skilning á þeim
vandamálum sem ein-
staklingarnir eiga við að
etja í daglegu lífí sínu.“
ekki aðeins í þágu sjálfstæðis-
manna heldur Reykvíkinga allra
að hún fái ótvírætt umboð til að
halda því starfi áfram. Frumkvæði
hennar á sviði umferðarmála hef-
ur líka vakið verðskuldaða athygli
en þar hefur hún haft frumkvæði
um merkar nýjungar sem mjög
hafa aukið umferðaröryggi á göt-
um borgarinnar.
Katrín Fjeldsted vakti þegar á
unglingsaldri athygli fyrir ein-
beitni og skörulegan málflutning
þegar hún hóf þátttöku i starfi á
vegum Sjálfstæðisflokksins. Síðan
það var hefur hún aflað sér fjöl-
þættrar menntunar og reynslu af
því tagi sem hefur komið Reykvík-
ingum að miklu gagni á þeim tíma
sem hún hefur setið í borgarstjórn.
Hún er að mínu mati óumdeilan-
lega sá af frambjóðendum í próf-
kjörinu nú sem sjálfstæðismenn
eiga að setja í annað sæti, Sjálf-
stæðisflokksins vegna ekki síður
en borgarbúa allra.
„Hún á að baki mikla starfs-
reynslu ekki síður en lífsreynslu
og hefur næman skilning á þeim
vandamálum sem einstaklingarnir
eiga við að etja í daglegu lífi sínu.
Hér er á ferð kona sem hefur
óvenjulega sterk félagsleg tengsl
við heilbrigða skynsemi. Hún er
manneskja þeirrar tegundar sem
breiðfylking Sjálfstæðismanna
þarf fyrst og fremst á að halda“.
Katrín Fjeldsted á sér sterkar
rætur í því reykvíska menningar-
umhverfi sem er veigurinn í því
blómlega menningarlífi sem her
er um þessar mundir. Hún er sönn
manneskja og ég dáist að henni
fyrir það að taka nú þátt í lýðræð-
islegum prófkosningum, ekki af
Katrín Fjeldsted.
þeirri kvenlegu hógværð sem sætt-
ir sig við skertan hlut, heldur af
sama metnaði og þeir karlmenn
sem setja markið hæst.
Okkur sjálfstæðismenn vantar
manneskju sem hefur gáfur og
yfirsýn til að standa í borgarstjórn
og taka málin föstum tökum.
Okkur vantar ekki bara fulltrúa
hinna ýmsu þrýstihópa heldur
fulltrúa sem gætir hagsmuna
Reykvíkinga allra. í lýðræðisleg-
um prófkosningum eiga allir fram-
bjóðendur sama rétt, enda þótt
Þuríður Pálsdóttir.
borgarstjórinn í Reykjavík sé
sjálfkjörinn í fyrsta sæti.
Katrín Fjeldsted er óumdeilan-
legur fulltrúi þess manngildis og
þeirrar heilbrigðu skynsemi sem
flokkurinn og borgin hafa mesta
þörf fyrir. Henni á að fela aukna
forsjá í málefnum Reykvíkinga.
Setjum Katrínu Fjeldsted því í
annað sæti.
Höíundur er söngkona og yfirkenn-
ari rið Söngskólann íReykjarík.
Skáldsaga eftir
Guðlaug Arason
ÚT ER komin hjá Máli og menningu
skáldsaga Sóla, Sóla eftir Guðlaug
Arason og er þetta fimmta skáldsaga
hans.
„Sögumaður þessarar bókar er
Hjálmar Hjálmarsson rithöfund-
ur. Lesandinn kynnist honum í
upphafi í leit að yrkisefnum og
kannski líka sjálfum sér. Tveir
atburðir verða til að gerbreyta lífi
hans. Á elliheimili hittir hann
fyrir tilviljun Sólu, íslenska al-
þýðukonu sem rekur ættir sínar
til galdrafólks á 17. öld. Um svipað
leyti verður ljóst að kona Hjálm-
ars á von á barni. Hjálmar ákveður
að skrifa ættarsögu Sólu og um
leið fer hann að segja barni sínu
ófæddu frá sínu eigin lífi. Hér eru
því á ferð tvær sögur, úr fortíð og
nútíð, sem undir lok bókarinnar
tengjast saman á óvæntan hátt.“
Sóla, Sóla er 218 bls að stærð
og gefin út samtímis innbundin
og sem Ugla, þ.e. pappírskilja.
Sigurður Ármannsson gerði kápu,
en bókin er prentuð í Danmörku.
Guðlaugur Arason
Hafnarfjörður:
Vilt þú góðan skóla?
Almennur borgarafundur um skólamál
KENNARAFÉLÖG grunnskólans í
Hafnarfirði og starfsmannafélag
Flensborgarskóla boða til almenns
borgarafundar um skólamál undir
yfirskriftinni „Vilt þú góðan skóla“?
Fundurinn verður haldinn í
Flensborgarskóla sunnudaginn 24.
nóvember klukkan 16.00.
Á fundinum flytja eftirtaldir
aðilar framsöguerind: Kristín H.
Tryggvadóttir kennslufulltrúi, Ól-
afur Proppé lektor, Jón Torfi Jóns-
son lektor og Hrólfur Kjartansson
deildarstjóri.
Á.eftir framsöguerindum verða
opnar umræður þar sem fulltrúar
fræðsluráðs, bæjarstjórnar, skól-
anna og foreldrafélaga sitja fyrir
svörum.
Undirbúningsnefnd hvetur alla
sem áhuga hafa til að koma.
Barnagæsla verður á staðnum.
(Fréttatilkynning)
DÓMKIRKJAN: Laugardag:
Barnasamkoma í kírkjunni kl.
10.30. Sr. Agnes M. Siguröardótt-
ir. Sunnudag: Messa kl. 11. Sr.
Þórir Stephensen. Messa kl. 14.
Sr. Agnes M. Siguröardóttir.
Dómkórinn syngur viö báöar
messurnar. Organleikari Mar-
teinn H. Friöriksson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL:
Barnasamkoma í Foldaskola í
Grafarvogshverfi laugardaginn
23. nóv. kl. 11 árdegis. Barnasam-
koma í safnaöarheimili Arbæjar-
sóknar sunnudag kl. 10.30 árdeg-
is. Guösþjónusta í safnaöarheim-
ilinu kl. 14. Organleikari Jón
Mýrdal. Allt eldra fólk í sókninni
sérstaklega boöiö velkomiö til
guösþjónustunnar. Samvera og
dagskrá aö messu lokinni. Gtsli
Sigurbjörnsson forstjóri flytur
ræöu og Unnur Jensdóttir syngur
einsöng viö undirleik Vilhelmínu
Ólafsdóttur. Kaffiveitingar í boöi
Kvenfélags Árbæjarsóknar. Miö-
vikudag 27. nóv.: Fyrirbænasam-
koma í safnaöarheimilinu kl.
19.30. Sr. Guömundur Þorsteins-
son.
ÁSKIRKJA: Barnaguösþjónusta
kl. 11. Guösþjónusta kl. 14.
Vænst er þátttöku fermingar-
barna og foreldra þeirra. Sr. Arni
Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPREST AKALL:
Laugardag: Barnasamkoma kl.
11. Sunnudag: Messa kl. 14.
KFUM og K í Breiöholti tekur þátt
í guösþjónustunni. Sr. Lárus
Halldórsson.
BÚST AÐAKIRK J A: Barnasam-
koma kl. 11. Sr. Solveig Lára
Guömundsdóttir. Guösþjónusta
kl. 14. Lesari: Stella Guönadóttir.
Organisti Guöni Þ. Guömunds-
son. Æskulýösfélagsfundur
þriöjudagskvöld. Félagsstarf
aldraöra miðvikudagseftirmiö-
daga. Sr. Ólafur Skúlason.
DIGRANESPREST AK ALL:
Barnasamkoma í safnaöarheimil-
inu Bjarnhólasttg kl. 11. Messa í
Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor-
bergur Kristjánsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guös-
þjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níels-
son.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Laug-
ardagur: Kirkjuskóli fyrir börn 5
ára og eldri í kirkjunni viö Hóla-
berg 88 kl. 10.30. Barnasamkoma
í Hólabrekkuskóla kl. 14. Sunnu-
dag24. nóv.:Guösþjónustakl. 14,
organisti Guöný Margrét Magn-
úsdóttir. Æskulýösfélagsfundur
mánudag 25. nóv. kl. 20.30. Sr.
Hreinn Hjartarson.
GRENSASKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Messa kl. 14. Fyrir-
bænir eftir messu. Organisti Árni
Arinbjarnarson. Biblíulestur
þriöjudag kl. 20.30. Umræöur og
kaffisopi á eftir. Sr. Halldór S.
Gröndal.
Matt. 17.:
Dýrð Krists.
HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag
23. nóv.: Félagsvist í safnaöarsal
kl. 15. Sunnudag: Barnasam-
koma og messa kl. 11. Sr. Karl
Sigurbjörnsson. Fyrirbænaguös-
þjónusta kl. 10 þriöjudag 26. nóv-
ember. Fimmudag: Opiö hús fyrir
aldraöakl. 15.30.
LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta
kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.
Barnaguösþjónusta kl. 11. Sr.
Arngrímur Jónsson. Messakl. 14.
Sr. Tómas Sveinsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barna-
samkoma kl. 11 í félagsheimilinu
Borgum. Messa í Kópavogskirkju
ki. 14. Organisti Kjartan Sigur-
jónsson. Sr. Guömundur örn
Ragnarsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Óska-
stund barnanna kl. 11. Söngur-
sögur-myndir. Þórhallur, Jón ofl.
Guösþjónusta kl. 14. Organisti
Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig-
uröur Haukur Guöjónsson. Sókn-
arnefndin.
LAUGARNESPRESTAKALL:
Laugardag 23. nóv.: Guösþjón-
usta í Hátúni 10B 9. hæö kl. 11.
Sunnudag 24. nóv.: Barnaguös-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr.
Ingólfur Guömundsson messar.
Þriöjudag 26. nóv.: Bænaguös-
þjónusta kl. 18. Fimmtudag 28.
nóv.: Fræöslukvöld. GrétarSigur-
björnsson ræöir um orsakir kvíöa.
Tónlist á vegum organista kirkj-
unnar. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Laugardagur: Fé-
lagsstarfiö kl. 15. Guömundur
Benediktsson ráöuneytisstjóri
segir sögu ráöherrabústaöarins.
Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnu-
dag: Barnasamkoma kl. 11. Sr.
Guömundur Óskar Ólafsson.
Guösþjónusta kl. 14. Sr. Frank
M. Halldórsson. Mánudagur:
Æskulýösstarfiö kl. 20. Miöviku-
dagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20.
Sr. Frank M. Halldórsson. Þriöju-
dag og fimmtudag kl. 13—17,
opið hús tyrir aldraöa.
SELJASOKN: Barnaguösþjón-
usta í Ölduselsskóla kl. 10.30.
Barnaguósþjónusta í Seljaskól-
anum kl. 10.30. Guösþjónusta í
Ölduselsskólanum kl. 14. Altaris-
ganga. Fyrirbænasamvera í
Tindaseli 3, þriöjudag 26. nóv. kl.
18.30. Fundur í æskulýösfélaginu
þriöjudag 26.11. kl. 20 í Tindaseli
3. Sóknarprestur.
SELTJARNARNESSÓKN:
Barnaguösþjónusta kl. 11 í sal
Tónlistarskólans. Sr. Frank M.
Halldórsson.
BORGARSPÍTALINN: Guösþjón-
usta kl. 10. Sr. Sigfinnur Þorleifs-
son.
FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Al-
menn guðsþjónusta kl. 11. Ath.
breyttan messutíma. Fríkirkju-
kórinn syngur. Orgelleikari Pavel
Smid. Sr. Gunnar Björnsson.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Barna-
messa veröur í kirkju Óháöa safn-
aöarins sunnudaginn 24. nóv-
ember kl. 10.30. A dagskrá eru,
t.d.: hreyfisöngvar, sálmar,
bænakennsla, sögur, myndasög-
ur, útskýringar á biblíutextum í
myndum, kvikmyndir og margt
fleira. Séra Þórsteinn Ragnars-
son.
HVÍT ASUNNUKIRK JAN FÍLA-
DELFÍA: Sunnudagaskóli kl.
10.30. Almenn guösþjónusta kl.
20. Æskulýöskór syngur. Fórn til
innanlandskristniboös.
KFUM & KFUK, Amtmannsstíg:
Bænastund kl. 20. Samkoma kl.
20.30. Upphafsorö og bæn. Pótur
Ásgeirsson. Ræöumaöur Sr. Gísli
Jónasson. Eftir samkomuna
veröur sýnd kvikmynd um starf
KFUM í Austurlöndum.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Hjálpræöis-
samkoma kl. 20.30. Flokksfor-
ingjar stjórna og tala.
LAGAFELLSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Messa kl. 14. Sr.
BirgirÁsgeirsson.
BESSASTAÐASÓKN: Barna-
samkoma í Álftanesskóla laugar-
dagkl. 11.
GARÐASÓKN: Biblíulestur í
Kirkjuhvoli kl. 10.30. Leiöbein-
andi sr. Jónas Gíslason dósent.
Fjölskylduguösþjónusta í Kirkju-
hvoli sunnudag kl. 11. Hugvekja:
stud. theol Bjarni Karlsson.
Æskufólk aöstoðar. Sr. Bragi
Friðriksson.
VÍÐIST AÐASÓKN: Barnaguös-
þjónusta kl. 11. Almenn guös-
þjónusta kl. 14. Haraldur Krist-
jánsson guöfræöingur prédikar.
Sr. Bragi Friöriksson þjónar fyrir
altari. Sr. Siguröur Helgi Guö-
mundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Muniö
skólabílinn. Guösþjónusta kl. 14.
Píanótónleikar Jónasar Ingi-
mundarsonar kl. 18. Sr. Gunnþór
Ingason.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Muniö skólabíl-
inn. Messa kl. 14. Aöalsafnaöar-
fundur í Kirkjulundi eftir messu.
Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN HAFNARFIRDI:
Barnasamkoma kl. 10.30. Sr.
Einar Eyjólfsson.
HVALSNESKIRKJA: Messa kl.
14. Sóknarprestur.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 14.
Sóknarprestur.
HVERAGERDISKIRKJA: Barna-
guösþjónusta kl. 11. Sr. Tómas
Guðmundsson.
AKRANESKIRKJA: Barnasam-
komakl. 10.30. Hátíöarguösþjón-
usta kl. 14. Minnst 150 ára af-
mælis sr. Matthíasar Jochums-
sonar. Nánir afkomendur hans
lesa úr verkum hans og flytja tón-
list viö Ijóð eftir hann. Organisti
Jón Ólafur Sigurösson. Sr. Björn
Jónsson.